Morgunblaðið - 16.07.2003, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 9
CATALINA-flugbátur af gerðinni
PBY 5-A hefur staðið á Keflavík-
urflugvelli frá því fyrir helgi en beð-
ið er færis að fljúga vélinni til Nars-
arsuaq á Grænlandi. Aðeins um 25
slíkar vélar eru eftir í heiminum, en
vélin sem er hér á landi var smíðuð
árið 1943 og var notuð til að finna
og sprengja kafbáta í seinni heims-
styrjöldinni. Flugbáturinn hefur
einnig verið notaður í kvikmynda-
iðnaðinum í Hollywood, en vélin var
notuð í kvikmyndinni „Below“ sem
fjallar um kafbátahernað.
Chuck Ellsworth er flugstjóri í
ferðinni en með honum eru Robert
Ramsay flugmaður, Clive Edwards
og Mark Edwards flugvirkjar.
Chuck er 67 ára gamall og er þetta
síðasta alþjóðlega flugið hans. Hann
hefur sérhæft sig í flugi á flugbátum
og hefur hann kennt víða um heim á
slíkar vélar. Að sögn Chuck er verið
að ferja flugbátinn til Southfolk í
Virginíuríki í Bandaríkjunum þar
sem nýir eigendur taka við vélinni.
Árið 2000 flaug Chuck vélinni frá
Suður-Afríku til Jeddah í Sádi-
Arabíu en annar hreyfill vélarinnar
bilaði þar. Um það leyti sem vélin
var í Jeddah var pílagrímaflug á
vegum Atlanta í fullum gangi og
segir Chuck að það hafi komið sér
vel. „Ég var að leita leiða til að
koma hreyflinum til London þegar
íslenskur flugvirki á vegum Atlanta
kom og ræddi við mig. Hann sagðist
geta aðstoðað mig í að koma hreyfl-
inum á áfangastað fyrir ekki neitt.
Hreyflinum var komið fyrir í einni
af vélum Atlanta og flogið með hann
til London. Þetta kom sér mjög vel
fyrir mig, sérstaklega vegna þess að
það hefði tekið langan tíma að koma
hreyflinum úr landi, auk þess sem
kostnaðurinn hefði orðið mikill,“
segir Chuck en í þakklætisskyni fyr-
ir greiðann hafði hann samband við
Arngrím Jóhannsson, stofnanda
Atlanta, og bauð honum að fljúga
vélinni þegar hann kæmi til Íslands.
„Ég ákvað þegar hreyfillinn var
fluttur með flugfélaginu að bjóða
forstjóra félagsins að fljúga Catal-
ina-flugbátnum. Ég talaði við Arn-
grím áður en ég kom hingað til
lands en því miður þurfti hann að
bregða sér af landi brott. Tilboð
mitt stendur þó enn og Arngrímur á
inni flug hjá mér á Catalina-
flugbáti.“
Flugbátur úr
seinni heimsstyrj-
öldinni á Íslandi
Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson
Catalina-flugbátar af þessari gerð voru notaðir í seinni heimsstyrjöldinni til að granda kafbátum.Útsýnið úr hliðarglugganum.
VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur
hefur samþykkt beiðni Verkalýðs-
félags Raufarhafnar um samstarf fé-
laganna. Þá hefur Verkalýðsfélagi
Öxarfjarðar og Verkalýðsfélagi Þórs-
hafnar einnig verið boðin aðild að við-
ræðum um sameiningu stéttarfélaga í
Þingeyjarsýslum í eitt stórt félag.
Að sögn Aðalsteins Árna Baldurs-
sonar, formanns Verkalýðsfélags
Húsavíkur, væri þessi sameining öll-
um til bóta en þá yrði til félag með
1.500–2.000 félagsmenn. „Verkalýðs-
félag Húsavíkur er með yfir 1.000 fé-
lagsmenn en hin félögin eru lítil, 150–
200 manns í hverju,“ segir Aðalsteinn
Árni. „Málin sem verkalýðsfélögin
þurfa að fást við eru alltaf að verða
flóknari og erfiðari. Miklar kröfur eru
gerðar um þjónustu og starfsemi. Það
er því ljóst að þessi minnstu félög eiga
erfitt með að sinna þessum skyldum.
Sameining félaganna myndi efla allt
svæðið. Þessi félög standa vel og geta
veitt góða þjónustu.“
Aðalsteinn Árni segir væntanlegt
að félögin fundi í byrjun september
og ef allt gengur að óskum yrði sam-
einingin væntanlega um næstu ára-
mót.
Myndi efla
allt svæðið
Hugmyndir um sam-
einingu stéttarfélaga
í Þingeyjarsýslum
VINNA við að koma Guðrúnu Gísla-
dóttur KE á flot stöðvast að öllum
líkindum út vikuna vegna tjóns sem
varð á björgunarskipinu Stakkanesi
um helgina. Skipið var tekið í slipp
á mánudag og standa viðgerðir yfir.
Óhappið varð aðfaranótt síðastlið-
ins laugardags, segir Haukur Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Ís-
húss Njarðvíkur, eigandi Guðrúnar
Gísladóttur. Slysið varð með þeim
hætti að tankur sem búið var að
sökkva og festa við Guðrúnu Gísla-
dóttur slitnaði frá flakinu og rakst í
Stakkanesið. Þetta var fyrsti tank-
urinn sem verið var að fylla af lofti.
Enginn var að vinna við tankana
þegar atvikið varð aðrir en vakt-
menn og engin hætta var á ferðum.
Búið er að skoða festingar á hinum
tönkunum til að tryggja að þetta
gerist ekki aftur, að sögn Hauks.
„Þetta er nú ekki stórmál, en
þetta tefur okkur nú þegar við erum
búnir að ná tökum á verkinu,“ segir
Haukur.
Hann segir að eftirlitsmaður
þurfi að meta tjónið á Stakkanesinu
og segja fyrir um hvernig skuli gert
við það. Ekki kom leki að Stakka-
nesinu vegna skemmdanna. „Það
var aldrei nein hætta á ferðum og
þetta er óverulegt tjón,“ segir
Haukur. Litlar skemmdir urðu á
tanknum og var gert við hann sam-
dægurs.
Haukur segir að nú sé von á um
900 fermetra pramma sem muni að-
stoða Stakkanesið við björgunina.
Hann létti vinnuna við björgun
skipsins. Á prammanum eru loft-
pressur, auk þess sem stórt spil er á
prammanum.
Verkið er stopp þar til annað-
hvort Stakkanesið eða pramminn
komast í gagnið. Þegar það verður
er næsta skrefið að koma skipinu á
kjölinn og lyfta því svo upp. „Mér
sýnist að þetta muni ekki taka mik-
inn tíma þegar við verðum komnir í
gang nema við verðum fyrir ein-
hverjum svona óvæntum óhöppum.“
Guðrún Gísladóttir hefur legið á
um 40 metra dýpi síðan hún sökk
við Lófóten í Norður-Noregi fyrir
rúmu ári síðan.
Unnið að viðgerð á
björgunarskipinu
Björgun Guðrúnar Gísladóttur KE
Útsala
Útsala
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–16.00.
Sparikjólar
á útsölu
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Vestmannsvatn
með sögu og sál
Sumarbúðirnar við
Langar þig að koma í spennandi vikudvöl í Sumarbúðunum við
Vestmannsvatn í Aðaldal?
Sérstök áhersla er lögð á leiklist, tjáningu og útivist.
Til að komast af í villtri náttúru Íslands þarf þol,
útsjónarsemi og vilja. Hefur þú það?
Farið verður í tveggja daga útilegu þar sem gist er eina nótt í
tjöldum. Á áfangastað verður farið í „survivor“-leiki, auk þess
sem kolin verða hituð í von um að fiskur veiðist í vatninu.
Hver verður hinn íslenski „survivor“?
Í okkar „survivor“ eru allir sigurvegarar, enginn rekinn heim....
Vikuvöl frá 7. til 14. ágúst sem ætluð er börnum og unglingum á
aldrinum 10-14 ára kostar 21.800 kr.
Er ekki tilvalið að kenna unglingunum að skemmta sér á
heilbrigðan hátt úti í náttúrunni?
Skráning í símum 864 8470 og 464 3607
Hulda Ragnheiður
sími 544 2140
Matar- og kaffistell
Brúðargjafir & gjafalistar
48 tegundir
Útsala
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862