Morgunblaðið - 16.07.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 16.07.2003, Síða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 25 FRÁ árinu 1998, þegar Háskólinn í Reykjavík (HR) hóf starfsemi, og fram til ársins 2002 var mikil ásókn í tölvunarfræðinám við skólann. Svipaða sögu má segja um tölvunarfræðinám við Háskóla Íslands og jafnframt marga erlenda háskóla. Helsta ástæða mikils áhuga nemenda á tölvunarfræði- námi var uppgangur tæknifyr- irtækja á umræddum tíma í atvinnu- lífi og á hlutabréfamörkuðum. Tæknifyrirtæki á Íslandi kepptust um vinnuafl, laun voru mjög há og góðir nemendur gátu valið á milli margra starfa. Eins og flestir vita hefur eft- irspurn eftir fólki með tölv- unarfræðimenntun minnkað nokkuð undanfarin 2–3 ár samfara lækkun á gengi tæknifyrirtækja á hlut- bréfamörkuðum og jafnframt sam- fara samdrætti í fjárfestingum fyr- irtækja í vél- og hugbúnaði. Nokkurn veginn samtímis hefur áhugi nemenda á tölvunarfræðinámi minnkað verulega. Taflan hér fyrir neðan sýnir þróun á heildarfjölda umsókna (í staðarnám, fjarnám og háskólanám með vinnu) í tölv- unarfræði við HR á árunum 1998– 2003. Jafnframt má sjá hversu stórt hlutfall umsækjenda er konur. Þess ber að geta að tölvunarfræðideild HR velur úr hópi umsækjenda þann- ig að ekki komast allir umsækjendur að í nám. Samtals Breyting frá fyrra ári Karlar Konur % Konur 1998 363 278 85 23,4% 1999 251 -30,9% 183 68 27,1% 2000 387 54,2% 265 122 31,5% 2001 415 7,2% 288 127 30,6% 2002 366 -11,8% 287 80 21,9% 2003 192 -47,5% 169 23 12,0% Áhyggjuefni Úr töflunni má lesa tvennt sem veldur undirrituðum nokkrum áhyggjum. Í fyrsta lagi má sjá að fjöldi umsókna í tölvunarfræði við HR á árinu 2003 eru 47,5% færri en árið 2002. Vissulega eru atvinnu- horfur tölvunarfræðinga ekki nógu góðar sem stendur en ýmislegt bendir til þess að eftir 2-3 ár verði myndin gerbreytt. Miklum hagvexti er spáð á næstu árum (í kjölfar stór- iðjuframkvæmda) og þá er líklegt að fjárfesting fyrirtækja í vél- og hug- búnaði taki við sér. Sem dæmi má nefna að Samtök íslenskra hugbún- aðarfyrirtækja (SÍH) telja að nú sé aðeins spurning um tíma hvenær önnur uppsveifla hefjist í hugbún- aðargerð (sjá frétt á www.ut.is). Svo virðist sem nýútskrifaðir nemendur úr framhaldsskólum átti sig ekki á þessari stöðu og horfi eingöngu til þeirra atvinnumöguleika sem til staðar eru á þessari stundu. Það verður að teljast afar líklegt að vegna fækkunar tölvunarfræðinema undanfarin tvö ár muni verða veru- legur skortur á fólki með tölv- unarfræðimenntun á árunum 2005- 2006. Að auki má hér nefna að spár til lengri tíma gera ráð fyrir mun meiri vexti í upplýsingatækni en al- mennt í öðrum atvinnugreinum (sjá t.d. U.S. Department of Labor, Bur- eau of Labor Statistics: http:// www.bls.gov/oco/ocos042.htm). Hitt áhyggjuefnið er hlutfallsleg fækkun kvenna í tölvunarfræðinámi. Um 31% umsækjenda í tölv- unarfræðideild HR voru konur á ár- unum 2000-2001 og var það til- tölulega hátt hlutfall á alþjóðlegan mælikvarða. Síðustu tvö ár hefur hlutfallið hins vegar farið minnkandi og næsta haust stefnir í að konur verði aðeins um 12% nýnema. Þessi litla og minnkandi þátttaka kvenna í tölvunarfræðinámi er auðvitað al- gerlega óásættanleg. Sérhvert þjóð- félag hlýtur að þurfa á þátttöku beggja kynja að halda í uppbygg- ingu upplýsingatækninnar. Það gengur ekki til lengdar að í stórum meirihluta séu það karlar sem taki ákvarðanir á hinum ýmsu sviðum sem tölvunarfræðingar starfa á, s.s. við kennslu, rannsóknir, hugbún- aðargerð, stjórnun og ráðgjöf. Reynsla af forritun ekki nauðsynleg Það er útbreiddur misskilningur að fyrri reynsla af tölvum og for- ritun sé nauðsynleg til að stunda tölvunarfræðinám. Sérstaklega er þetta útbreiddur misskilningur hjá konum. Tölvunarfræðideild HR ger- ir ekki kröfu um að nemendur hafi útskrifast af tiltekinni braut úr framhaldsskóla og margoft hefur það sýnt sig að góðir nemendur ná góðum árangri í tölvunarfræðinámi þrátt fyrir að hafa ekki kynnst for- ritun í framhaldsskóla. Tölvunarfræðinám er góður val- kostur fyrir nemendur sem vilja eiga kost á fjölbreytilegum, hagnýtum og vel launuðum störfum að námi loknu. Jafnframt ber sérstaklega að nefna að mikill skortur er á fólki hér á landi með framhaldsmenntun í fag- inu – tölvunarfræðideild HR hefur einmitt lagt mikla áherslu á upp- byggingu meistaranáms sem hefst í fyrsta sinn haustið 2003. Til að fjölga nemendum í tölv- unarfræði á næsta skólaári hefur HR framlengt umsóknarfrest í nám- ið og rennur hann út 15. ágúst nk. Tölvunarfræði- nám er góður valkostur Eftir Hrafn Loftsson Höfundur er forseti tölvunarfræði- deildar Háskólans í Reykjavík. EVRÓPUNEFND sem vinnur gegn kynþáttafordómum og um- burðarleysi gaf út skýrslu nú fyrir skömmu um stöðu mála á Íslandi. Í skýrslunni er krist- infræðikennsla í skólum gagnrýnd. Kristinfræðslan er skyldufag sem kann að valda fordómum og getur verið erfitt fyrir foreldra að sækja um undanþágu fyrir börn- in sín. Kristinfræðsla í skólum ýtir undir fordóma Í fyrsta lagi er ekki boðið upp á neina þjónustu fyrir nemendur sem ekki sækja kristinfræðitíma og því þurfa þeir yfirleitt að hanga einir á göngum skólanna á meðan kennsl- an stendur yfir. Í öðru lagi getur það reynst afar erfitt fyrir börn að sleppa krist- infræðslunni af félagslegum ástæð- um. Fátt þykir óöruggum börnum og unglingum erfiðara en að vera stimpluð öðruvísi og mörg dæmi eru um að nemendur hafi orðið fyr- ir áreiti, og stundum einelti, frá skólafélögum og jafnvel kennurum vegna þess að þau sitja ekki krist- infræðsluna, eru annarrar trúar eða trúlaus. Stjórn Siðmenntar berast reglu- lega athugasemdir frá foreldrum barna vegna óeðlilegra tengsla trú- ar í skólastarfi. Hér eru örfá nýleg dæmi: „Í einum kristinfræðitímanum bað kennarinn alla sem tryðu á Guð að rétta upp hönd! Dóttir mín þorði ekki annað en rétta upp hönd eins og allir hinir.“ „[Dætur mínar komust í] vand- ræði vegna hneykslunartals kenn- ara á trúleysi þeirra, voru báðar skammaðar beint fyrir framan bekkinn fyrir að trúa ekki á guð.“ „Þegar einn kennaranna frétti [að barnið mitt ætlaði að fermast borgaralega...] hélt hann langar töl- ur yfir bekknum um siðleysi trú- leysis og borgaralegrar fermingar.“ „Einu sinni til tvisvar á ári er farið með börnin í kirkju til messu. [...] ég bað um að barnið mitt færi ekki. Var tekið nokkuð vel í það en þó sagt að slíkt væri kannski ekki hægt nema finndist starfsmaður sem vildi vera eftir til að gæta barnsins á meðan allir færu til messu. Var mér gert ljóst að ég væri að skapa vesen.“ Trúboð ekki fræðsla Í frétt Morgunblaðsins síðastlið- inn fimmtudag fullyrðir biskup að kristinfræðslan sé „ekki trúboð heldur fræðsla um trúarbrögð sem meirihluti landsmanna aðhyllist...“ Gott ef satt væri. Kristinfræðslan í skólum er yfirleitt kennd í formi trúboðs en ekki hlutlausrar fræðslu. Enda ekki undarlegt þar sem flestar bækur sem notaðar eru til kennslunnar eru skrifaðar af prestum. Bækurnar fjalla um goð- sagnir kristinnar trúar eins og um staðreyndir væri að ræða og börn hvergi vöruð við því að efnið sé ekki byggt að sagnfræðilegum stað- reyndum. Í sumum skólum eru haldnir bænadagar, börn látin búa til bænabækur með kristnum bænum og í sumum skólum eru börn látin fara með kristna bæn við upphaf kennslutíma hvern morgun! Í aðalnámsskrá grunnskóla er auk þess gert ráð fyrir því að krist- in trú og goðsögur hennar séu stað- reyndir: „Kristin trú á sér rætur í sögulegum atburðum, allt frá tím- um Gamla testamentisins, sem ná hámarki í lífi og starfi, dauða og upprisu Jesú Krists.“ (bls. 7–8.) Líf, starf og dauði Jesú eru ekki sögulegir atburðir. Sagnfræðilegar heimildir benda ekki til þess. Hvað þá meint upprisa Jesú. Enn fremur er kveðið á um það í námsskránni að „kristilegt siðgæði [eigi] að móta starfshætti skólans ásamt umburðarlyndi og lýðræð- islegu samstarfi.“ (bls. 8.) Þarna er óbeint sagt að umburðarlyndi, lýð- ræði og siðferði séu sérstaklega kristin fyrirbæri. Það er vitanlega ekki rétt. Það er erfitt fyrir sjálfs- mynd þeirra sem ekki eru kristnir (trúlausir eða annarrar trúar) að hlusta á slíkan áróður. Námsskráin segir svo skýrt og skilmerkilega frá því að lokamark- miðin með kristinfræðikennslu séu að börn „efli trúarlegan... þroska sinn“. (bls. 13.) Auk þess eiga börn- in að gera „sér grein fyrir því hvaða þýðingu krossdauði Jesú og upprisutrúin [hafi] fyrir kristna einstaklinga andspænis dauðanum og þá von sem henni tengist.“ (bls. 21.) Menn hljóta að spyrja sig hvort slík trúfræði eigi heima í skólum? Hvaða þýðingu hefur krossdauðinn þá fyrir trúlausa og þá sem eru annarrar trúar? Á að kenna börnum að þau fari til helvít- is? Trúarbragðafræði sem hluti af sagnfræðikennslu Ekkert er óeðlilegt við að kenna börnum um uppruna og áhrif hina ýmsu trúarbragða á mannkynssög- una. Kennslan verður þó að vera byggð á veraldlegum grunni en ekki guðfræðilegum. Í skólum á að kenna staðreyndir sem staðreyndir og goðsagnir sem goðsagnir. Ekki goðsagnir sem staðreyndir og öf- ugt. Það er verkefni foreldra að innræta börnum trúarhugmyndir ef þeir það kjósa. Kristin trú og önnur trúarbrögð hafa haft mjög mikil áhrif á líf og aðstæður manna í gegnum tíðina, bæði slæm og góð. Mjög mikilvægt er því að skólar fræði nemendur sína um þessi áhrif á hlutlausan og óhlutdrægan hátt. Það hvetur hins vegar, rétt eins og Evrópunefndin bendir á, bæði til fordóma og um- burðarleysis þegar kennarar eru settir í trúboðshlutverk presta og saklausir skólakrakkar gerðir, ósp- urðir, að sóknarbörnum ríkiskirkj- unnar. Um trúfræðslu og trúboð í skólum Eftir Sigurð Hólm Gunnarsson Höfundur er blaðamaður og varaformaður Siðmenntar.  Steypusögun  Vegg- og gólfsögun  Múrbrot  Vikursögun  Malbikssögun  Kjarnaborun  Loftræsi- og lagnagöt  Hreinlæti og snyrtimennska í umgengni BT-sögun Sími 567 7544 Gsm 892 7544 Útflutningur á fiski Til sölu er útflutningsfyrirtæki á fiski með mjög traust erlend sam- bönd. Góð sambönd við innlenda framleiðendur. Mjög áhugavert fyr- irtæki fyrir fjársterka aðila. Vilyrði (letter of intend) fyrir útflutningi á þúsundum tonna af saltfiski og frystum fiski liggur þegar fyrir. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni. fyrirtaeki.is Öll fyrirtækjaskráin okkar er nú á netinu í mjög aðgengilegu formi. Nýjung: Farið inn á síðuna atvinnutækifæri. Það gæti borgað sig. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. Best frá Tékk Handskorin og handmáluð kristalljós Hágæða ljósakrónur Frí ráðgjöf, heimsending og samsetning Skúlagötu 10 Símar 894 0655 og 562 0900. www.bestfratekk.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.