Morgunblaðið - 16.07.2003, Síða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2003 39
Súlumót frá formaco
● úr pappa
● einföld og þægileg í notkun
● fæst í mörgum lengdum
og breiddum
Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík
Sími 577 2050 • Fax 577 2055
formaco@formaco.is • www.formaco.is
www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40
Karfa á fæti með hjólum
kr. 27.405 stgr.
Karfa á fæti
kr. 16.055 stgr.
Vandið valið verslið í sérverslun með þjónustu
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
M
ar
ki
ð
/
07
. 2
00
3
kr. 28.405 stgr.
Tilboð!
kr. 29.925 stgr.
kr. 11.305 stgr.
Karfa með neti kr. 2.690
Fjaðrandi karfa kr. 4.990
Karfa á sterku
veðurþolnu fiberspjaldi
kr. 11.305 stgr.
Vandaðar rólur frá
KETTLER, CE merktar
Buslulaug. Tilboð,
stærð 120 x 180 cm kr. 3.900
stærð 120 x 240 cm kr. 5.900
Þegar hafa verið gefnar út og seldar
300.000.000 kr. að nafnverði. Heildarnafnverð
flokksins verður allt að 1.000.000.000 kr.
Sparisjóður Vestfirðinga, kt. 610269-2499,
Fjarðargötu 2, 470 Þingeyri.
Kauphöll Íslands mun taka þegar útgefin og seld
bréf að upphæð 300.000.000 kr. á skrá þann
21. júlí 2003.
Skuldabréf 1. flokks 2003 eru verðtryggð
vaxtagreiðslubréf til 7 ára. Útgáfudagur er
15. mars 2003. Vaxtagjalddagi er einu sinni á
ári, í fyrsta skipti 15. mars 2004 og í síðasta
sinn 15. mars 2010. Lokagjalddagi bréfanna er
15. mars 2010. Skuldabréfin bera 7% ársvexti.
Auðkenni bréfanna í kerfi Kauphallar Íslands
er SPVF 03 1.
Sparisjóðabanki Íslands hf.,
kt. 681086-1379, Rauðarárstíg 27,
105 Reykjavík.
Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands
Nafnverð útgáfu
og lánstími:
Útgefandi:
Skráningardagur
í Kauphöll Íslands:
Skilmálar
skuldabréfa:
Auðkenni
skuldabréfaflokksins:
Umsjón með
skráningu:
Sparisjóður Vestfirðinga - 300.000.000 kr. - 1. flokkur 2003
Skráningarlýsing og önnur gögn varðandi ofangreind skuldabréf liggja frammi hjá
Sparisjóðabanka Íslands hf, Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavík,
sími 540-4000, myndsendir 540-4181.
Auk þess er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu bankans
http://www.icebank.is/www.icebank.is
ÍSLENSKIR viðgerðarmenn frá
Heklu, sem tóku þátt í alþjóðlegri
viðgerðakeppni Scania, náðu þriðja
sæti í keppni viðgerðarmanna sem
haldin var í Ríga í Lettlandi á dög-
unum. Viðgerðarlið frá 17 þjóðum
tóku þátt í keppninni sem stóð yfir í
tvo daga. „Eftir harða og spennandi
keppni bar lið Danmerkur sigur út
býtum, Svíar hrepptu annað sætið og
íslensku kapparnir náðu þriðja sæt-
inu og vöktu þar með talsverða at-
hygli,“ segir í frétt frá Heklu hf.
Viðgerðakeppni Scania gengur út
á að greina bilanir og gera við
Scania-bifreiðar innan ákveðinna
tímamarka. Keppnin hefur verið
haldin um árabil. Upphaflega kepptu
aðeins fulltrúar Norðurlandanna um
titilinn en í ár var keppnin alþjóðleg í
fyrsta sinn. Íslenska liðið frá Heklu
sigraði í norrænu keppninni árið
2001.
Undirbúningur íslenska liðsins
stóð í tvo mánuði. Öll keppnislöndin,
að Íslandi undanskildu, standa fyrir
undankeppni heima fyrir og er
sigurliðið sent í alþjóðlegu keppnina.
Alls tóku 900 viðgerðarmenn þátt í
undankeppninni í Svíþjóð, svo dæmi
sé tekið.
Fjórir viðgerðarmenn, einn vara-
hlutamaður, þjálfari og tengiliður
mynda hvert keppnislið. Lið Heklu
var skipað Bergi Guðmundssyni,
Kristjáni Gunnarssyni, Magnúsi
Hákonarsyni, Sigurjóni Ólafssyni og
Þorsteini Bjarnasyni. Þjálfari og far-
arstjóri var Bjarni Arnarson og Ólaf-
ur B. Jónsson tengiliður liðsins við
keppnina.
Hekla í þriðja sæti í al-
þjóðlegri viðgerðakeppni
Starfsmenn Heklu urðu í þriðja sæti í alþjóðlegri viðgerðakeppni Scania. Þeir voru ánægðir með árangurinn.
MÁNUDAGINN 14. júlí var
ekið á bifreiðina YD-617, sem
er Nissan Terrano-jeppabif-
reið, blá að lit, þar sem hún stóð
á stöðureit við Vatnsstíg 10. At-
vikið gerðist á milli kl. 17.00 og
18.00. Tjónvaldur fór af vett-
vangi án þess að láta vita. Sá
eða þeir sem geta gefið upplýs-
ingar varðandi atvikið eru
beðnir að hafa samband við lög-
regluna í Reykjavík í síma 569-
9014.
Vitni
vantar að
árekstri
Röng fyrirsögn
Röng fyrirsögn birtist með frétt í
Morgunblaðinu sl. föstudag. Fyrir-
sögn fréttarinnar var „Staðardag-
skrá 21 staðfest“. Þetta gefur ekki
rétta mynd af efni fréttarinnar, en
hún fjallar um að Green Globe-verk-
efnið hafi verið staðfest. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
Ekki fokhelt
Ofsagt er í frétt á Suðurnesjasíðu í
gær að húsið við Heiðarbraut 4 í
Gerðahreppi sé fokhelt. Eins og sjá
má á mynd sem fylgir fréttinni er bú-
ið að reisa sperrur, en húsið er ekki
enn orðið fokhelt.
LEIÐRÉTT
VEGAFRAMKVÆMDIR á
Þorskafjarðarheiði hafa gengið mun
hraðar en áætlað var og er veg-
urinn nú opinn fyrir umferð þótt
enn megi búast við einhverjum
smávegis töfum. Þetta kemur fram
í fréttatilkynningu frá Vegagerð-
inni.
Vegurinn hafði verið auglýstur
lokaður allri umferð fram á föstu-
dag 18. júlí.
Þorska-
fjarðarheiði
opnuð á ný
www.nowfoods.com