Morgunblaðið - 10.08.2003, Síða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FORNLEIFAFUNDUR
Kirkjugarður frá upphafi kristni
á Íslandi hefur fundist í Keldudal
á Hegranesi í Skagafirði. Í garð-
inum hafa fundist 52 grafir, bæði
fullorðinna og barna, og eru bein
vel varðveitt. Jarðsett var í garð-
inum fram til ársins 1104.
Nýr vegur um Svínahraun
Undirbúningur Vegagerðarinnar
að framkvæmdum á nýjum veg-
arkafla um Svínahraun milli Litlu
kaffistofunnar og Hveradala-
brekku er langt kominn. Vegurinn
mun stytta leiðina milli Reykjavík-
ur og Hveragerðis um einn kíló-
metra.
Nýjar kennsluaðferðir
Hópur á vegum Íslensku
menntasamtakanna hefur unnið í
sumar að undirbúningi nýs
kennsluefnis í stærðfræði sem ætl-
að er fyrir grunn- og framhalds-
skóla. Kennsluefnið er í formi
stuttra bæklinga sem nemendur
geta unnið á ólíkum hraða.
Árásir í Írak
Bandarískir hermenn í norður-
írösku borginni Kirkuk og höf-
uðborginni Bagdad og brezkir
hermenn í Basra í Suður-Írak
urðu fyrir árásum í gær. Fjórir
bandarískir hermenn særðust. Við
rannsóknina á bílsprengjutilræði
sem framið var við jórdanska
sendiráðið í Bagdad á fimmtudag
og kostaði nítján manns lífið eru
uppi grunsemdir um að þar hafi
verið um skipulagt hryðjuverk að
ræða, hugsanlega á vegum Ansar
al-Islam, samtaka sem bandarísk
yfirvöld segja í tengslum við al-
Qaeda.
Sóknardögum fækkað
Naumur meirihluti á færeyska
lögþinginu hefur samþykkt að
fækka sóknardögum um 2% á
næsta fiskveiðiári, en það hefst 1.
september. Færeyskir fiskifræð-
ingar og Alþjóðahafrannsókna-
ráðið höfðu hins vegar lagt til, að
þeim yrði fækkað um fjórðung á
næstu árum.
Sunnudagur
10. ágúst 2003
atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð
mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 6.757 Innlit 13.012 Flettingar 62.234 Heimild: Samræmd vefmæling
Brekkuskóli við
Laugargötu
Brekkuskóli er heildstæður, einsetinn grunnskóli,
nemendur eru nú um 530 og starfsmenn um 80,
þar af um 50 kennarar. Hlutfall fagmenntaðra kennara
er yfir 85%.
Lausar eru þrjár stöður kennara fyrir næsta skólaár.
Umsjónarkennsla í 1. bekk
Umsjónarkennsla í 7. bekk
Íþróttakennsla til afleysinga í eitt ár.
Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Brekkuskóla
Karl Erlendsson í síma 462 2525 og 899 3599.
Veffang skóla: http://www.brek.akureyri.is
Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar
Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í störfin.
Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar
sveitarfélaga.
Upplýsingar um kaup og kjör eru veittar á
starfsmannadeild Akureyrarbæjar í síma 460 1000.
Umsóknum skal skilað í upplýsingaanddyri í
Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást.
Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu
Akureyrarbæjar - www.akureyri.is
Umsóknarfrestur er til 18. ágúst 2003.
Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri
Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is
Stuðningsfulltrúi
Óskað er eftir stuðningsfulltrúum til starfa
á heimiliseiningu Sólheima. Óskað er ann-
ars vegar eftir stuðningsfulltrúa í fullt starf,
þar sem unnið er í vinnulotukerfi, einnig er
óskað eftir stuðningsfulltrúa í hlutastarf.
Við leitum að einstaklingum með góða
almenna menntun og hæfni í mannlegum
samskiptum.
Allar nánari upplýsingar gefur Ingibjörg í
síma 486 4430.
Í boði er áhugavert og krefjandi starf fyrir
metnaðarfulla einstaklinga, sem hafa áhuga
á að vinna á Sólheimum. Æskilegt er að við-
komandi geti hafið störf sem fyrst.
Sólheimar eru vistvænt byggðahverfi
í Árnessýslu ( klst. akstur frá Reykja-
vík). Á staðnum er m.a. garðyrkjustöð,
skógræktarstöð, gistiheimili, verslun
með helstu nauðsynjavörum, listhús,
kertagerð og vinnustofur sem vinna að
umhverfisvænni framleiðslu og endur-
vinnslu. Ennfremur kaffihús, sundlaug,
íþróttahús, líkamsræktarstöð og vist-
menningarhús.
Sjá: www.solheima.is
Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í
fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá
bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af
hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuð-
borgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði
Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða lýðræðis- og jafnréttis-
fulltrúa. Starf fulltrúans er á stjórnsýslusviði og næsti yfirmaður
hans er bæjarlögmaður. Hann starfar með lýðræðis- og jafn-
réttisnefnd. Með ráðningu fulltrúans hyggst bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar styrkja lýðræðis- og jafnréttismál í allri stjórnsýslu
sveitarfélagsins.
Hæfnis- og menntunarkröfur:
Gerð er krafa um lögfræðimenntun. Æskileg er reynsla af
jafnréttismálum í víðtækum skilningi.
Umsækjendur hafi staðgóða þekkingu á stjórnsýslu sveitar-
stjórnarstigsins, sé lipur í mannlegum samskiptum, sjálfstæður
og skipulegur í vinnubrögðum.
Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi er ráðinn af bæjarstjóra.
Um kaup og kjör fer eftir viðkomandi kjarasamningi Launa-
nefndar sveitarfélaga.
Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið.
Umsókn skal vera ítarleg, greint skal frá menntun og fyrri
störfum. Umsóknir skulu berast bæjarstjóranum í Hafnarfirði,
Strandgötu 6, eigi síðar en 22. ágúst nk.
Nánari upplýsingar um starfið veita auk bæjarstjóra,
bæjarlögmaður og forstöðumaður starfsmannahalds.
REKSTRARSTJÓRI
Burger King á Íslandi leitar eftir dugmiklum,
hugmyndaríkum og kraftmiklum einstaklingi til að
gegna rekstrarstjórastöðu fyrirtækisins.
Við leitum að manni með reynslu af rekstri fyrirtækis
sem er tilbúinn að bretta upp ermarnar og taka þátt í
að byggja upp og skapa öflugt fyrirtæki
VAKTSTJÓRAR
Við leitum einnig eftir tveimur duglegum og öflugum
einstaklingum í stöður vaktstjóra.
Viðkomandi þurfa að vera eldri en 24 ára og hafa
góða reynslu af því að vinna með og stjórna fólki til
að skapa ánægjulegt andrúmslof og góðan vinnuanda.
Morgunblaðið/RAX
Austurströnd Grænlands
er óviðjafnanleg útivistar-
perla sem ferðafólk
hefur verið að uppgötva á
síðari árum. Hver veit
nema hinn venjulegi
ferðamaður rekist á
hálfrar milljónar króna
gullklump í einhverri
gönguferðinni, segir
Örlygur Steinn Sigurjónsson
um Grænlandsferð þeirra
Ragnars Axelssonar og
fleiri í júlíbyrjun. /8
ísherrans
Þegnar
í ríki
ferðalögLoðmundarfjörðursælkerar Í húsi humarsinsbörnFlugurbíóMonica Belluci
Í nýjum heimkynnum
Til Íslands í leit að tækifæri
Framandi
hænsnfugl
kemur úr eggi á
Tókastöðum
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Sunnudagur
10. ágúst 2003
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Hugvekja 33
Af listum 22 Myndasögur 34
Listir 22/23 Bréf 34/35
Forystugrein 24 Dagbók 36/37
Þjóðlífsþankar 27 Krossgáta 38
Reykjavíkurbréf 24 Leikhús 40
Skoðun 26 Fólk 40/45
Minningar 30/33 Bíó 43/45
Kirkjustarf 33 Sjónvarp 46/47
Þjónusta 33 Veður 47
* * *
HÉRAÐSDÓMUR Vest-
fjarða hefur frestað ákvörðun
refsingar í máli konu á fimm-
tugsaldri sem sakfelld var
fyrir rúmlega 275 þúsunda
króna fjárdrátt. Þótti rétt að
fresta refsingu þar sem rann-
sókn málsins stóð í tæp þrjú
ár án þess að ákærðu yrði um
það kennt.
Brotið átti sér stað á ár-
unum 1996, 1998 og 1999 en
sannað þótti að konan hefði
dregið sér í auðgunarskyni
greiðslur frá kaupendum
happdrættismiða og lagt féð
inn á einkareikning sinn og
notað það í eigin þágu. Konan
hefur þegar verið dæmd til
greiðslu skuldar sinnar.
Í dómnum kemur fram að
refsingin fellur niður að
tveimur árum liðnum haldi
konan almennt skilorð. Hún
var dæmd til að greiða allan
kostnað sakarinnar, þ.m.t.
25.000 króna málsvarnarlaun
skipaðs verjanda síns.
Refsingu
frestað
ÞUNGAÐAR konur og konur með
börn undir eins árs aldri voru stærsti
hópurinn sem hlaut geðmeðferð
heimageðhjúkrunar á árinu 2002.
Þetta kemur fram í samantekt Berg-
þóru Reynisdóttur geðhjúkrunarfræð-
ings fyrir Tryggingastofnun ríkisins.
„Við meðgöngu og fæðingu virtist sem
allar varnir brystu og sársaukafullar
minningar skutu upp kollinum á ný,
jafnvel löngu gleymd atvik,“ segir í
skýrslu hennar.
Heimageðhjúkrun hefur færst í
vöxt á Íslandi en árið 2002 var alls farið
í 918 vitjanir til 93 einstaklinga. 93,5%
þeirra voru konur, flestar á aldrinum
21–40 ára. Vitjanir voru oftast einu
sinni í viku og stærstur hluti hópsins
var í meðferð í allt að 6 mánuði.
Að því er fram kemur í skýrslunni
virðist yngra fólk eiga auðveldara með
að ræða opinskátt um tilfinningar sín-
ar og persónuleg málefni en aldraðir
voru líklegri til að líta á meðferðar-
vinnuna sem tímasóun.
86,2% fólksins voru með sjúkdóms-
greininguna þunglyndi en auk þess
var tæpur fjórðungur með sjúkdóms-
greiningar vegna líkamlegra sjúk-
dóma. Helstu þunglyndiseinkenni sem
fólkið lýsti voru kvíði, vonleysi, skortur
á einbeitingu og einangrunartilhneig-
ing og ríflega helmingur tjáði sig um
sjálfsvígshugleiðingar. Samkvæmt
lýsingum fólksins má oft rekja rætur
þunglyndiseinkenna kvenna til
bernsku- og unglingsára. Þannig tjáðu
flestar þeirra sig um áföll í æsku en
helstu orsakir þunglyndiseinkenna hjá
körlum mátti rekja til ófullnægjandi
tengslamyndunar við foreldra eða
maka.
Stuðningur ættingja mikilvægur
Það vekur athygli að flestir einstak-
linganna sem höfðu leitað til lækna
höfðu eingöngu fengið boð um geð-
deyfðarlyf eftir fyrsta viðtal.
Aftur á móti voru flest þeirra sem
sóttu beint í þjónustu heimageðhjúkr-
unar án geðdeyfðarlyfja og unnu á
þann hátt úr tilfinningalegri vanlíðan
sinni.
Í heimageðhjúkrun er lyfjagjöfum
haldið í lágmarki en í skýrslunni segir
að aukaverkanir og fráhvarfseinkenni
geðdeyfðarlyfja sé umhugsunarefni
fyrir heilbrigðisstéttir. Jafnframt er
bent á að stuðningur nánustu ættingja
og skilningur á veikindunum séu mjög
mikilvægir þættir, sérstaklega meðan
á meðferð stendur, en stuðningsnet
langveikra einstaklinga er lítið og jafn-
vel ekkert.
Í lok skýrslunnar leggur Bergþóra
til ýmis atriði sem eru umhugsunar-
efni fyrir heilbrigðisyfirvöld. Þar kem-
ur m.a. fram að efla þurfi fræðslu um
þunglyndiseinkenni og önnur geðræn
einkenni og að leita skuli orsaka and-
legrar vanlíðanar áður en lyfseðlar eru
gefnir út. Bergþóra bendir jafnframt á
að skoða þurfi sérstaklega félagsstöðu
íslenskra kvenna. „Tölurnar benda til
að félagsleg staða kvenna á Íslandi sé
erfiðari en af er látið,“ segir Bergþóra
en hún á sér draum um að stofnuð
verði sérhæfð heilsumiðstöð kvenna
þar sem markmiðið sé að efla geð-
heilsu og styðja konur í erfiðum kring-
umstæðum.
Tölfræðilegar upplýsingar um heimageðhjúkrun árið 2002
Þungaðar konur og mæður
með börn stærsti hópurinn
JARÐBORANIR hafa nú lokið við
að bora liðlega 2,8 km djúpa bor-
holu fyrir Orkuveitu Reykjavíkur
við Kolviðarhól á Hellisheiðinni.
Var þetta sjöunda og síðasta holan
sem boruð verður að þessu sinni.
Næsta verkefni Jarðborana hf.
með Jötni verður borun við Há-
göngulón fyrir Landsvirkjun og
hófst flutningur borsins um
helgina.
„Við vitum eiginlega ekki fyrr en
holan fer að hitna upp og blása
hversu mikla orku hún mun gefa.
Við fáum ekki upplýsingar um
orkuna fyrr en við sjáum gufu-
strókinn frá holunum. Það er oft
sem þær hitna upp í einn til tvo
mánuði áður en menn fara að huga
að því að láta þær blása,“ segir
Einar Gunnlaugsson á rannsókn-
arsviði Orkuveitu Reykjavíkur.
„Við fáum fyrstu upplýsingar
þegar holan er boruð og þá að-
allega um jarðlögin og hversu mik-
ið vatn tapast út. Síðan þarf þetta
vatn að hitna upp og jarðhitavatnið
þarf að koma aftur inn í holuna og
þetta tekur allt sinn tíma.“
Allar boranir hafa heppnast
Einar segir sjö holur hafa verið
boraðar á svæðinu undanfarin þrjú
ár og allar hafi heppnast, þ.e. eng-
in þeirra sé ónýt. „Holurnar eru
allar kringum eða rétt fyrir ofan
meðallag miðað við það sem gerist
á svona svæðum. „Undirbúning-
urinn fyrir gufuaflsvirkjunina á
heiðinni hefur gengið alveg eðli-
lega fyrir sig. Við erum núna að
leggja síðustu hönd á matsskýrslu
fyrir mat á umhverfisáhrifum fyrir
virkjunina á Hellisheiði og hún
verður trúlega lögð fyrir skipu-
lagsyfirvöld í september. Þetta er
því allt á lokastigi.“
Starfsmenn Jarðborana hófu á
föstudag að taka niður Jötun, bor-
inn sem notaður var við að bora
síðustu holuna á Hellisheiðinni.
„Við förum núna með borinn upp
að Hágöngulóni þar sem við mun-
um bora fyrir Landsvirkjun,“ segir
Bjarni Guðmundsson, verkefn-
isstjóri hjá Jarðborunum. „Jötunn
er stærsti bor landsins og við höf-
um farið með hann rétt niður fyrir
þrjá kílómetra.“
Bjarni segir sex menn vinna við
borinn í einu og unnið sé á tólf
tíma vöktum. Auk þess komi æv-
inlega fleiri að borunum, s.s. jarð-
fræðingar, verkfræðingar, eftirlits-
menn o.fl. Bjarni segir Jötun vega
með öllu á bilinu 600 til 700 tonn
en þó taki engan ógnartíma að
gera hann kláran í flutning: „Við
áætlum að vera einhvers staðar í
kringum 40 daga við Hágöngulón
með flutningi og eftir það förum
við með Jötuninn á Nesjavelli.“
Sjö holur hafa verið boraðar á vegum Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði
Lokið við hátt í 3 km djúpa holu
Morgunblaðið/Jim Smart
Mastur borsins er 54 metra hátt.
SKEMMDARVERK hafa verið unnin
á nokkrum ljósmyndum er hafa verið
til sýnis á Austurvelli í sumar undir
heitinu „Jörðin séð frá himni“. Taka
þurfti niður fimm myndir í gær þar
sem krotað hafði verið á þær. Telja að-
standendur sýningarinnar að skemmd-
arverkin hafi valdið mörg hundruð þús-
und króna tjóni.
Til sýnis hafa verið ljósmyndir sem
franski ljósmyndarinn Yann Arthus-
Bertrand hefur tekið úr lofti víðs vegar
um heim, m.a. á Íslandi. Skemmdir
hafa einnig verið unnar á stóru
alheimskorti sem sett var upp vegna
sýningarinnar.
Umsjónarmenn sýningarinnar,
Stine Norden og Sören Rud hjá Foto-
selskapet Jorden í Danmörku, eru mið-
ur sín vegna þessa, en þau hafa séð um
fjölmargar sýningar á myndum Bertr-
ands á Norðurlöndunum án þess að
verða vör við spellvirki af þessu tagi.
„Við höfum fengið mjög góðar undir-
tektir bæði frá ferðamönnum og Reyk-
víkingum en haldi skemmdarverkin
áfram verðum við að vega það og meta
hvort það sé þess virði að hafa sýn-
inguna áfram í Reykjavík,“ segja þau.
Áætlað er að sýningin verði á Aust-
urvelli til 21. september nk. en verði
hún tekin niður er það í fyrsta sinn sem
hætta þarf sýningu á verkum Bertr-
ands á undan áætlun.
Skemmdar-
verk á ljós-
myndum
ÞAU Guðjón Vilhjálmur Ágústsson, Bryndís
Klara Runólfsdóttir og Guðrún Jenný Ágústs-
dóttir voru við sílaveiðar í affallinu frá Göngu-
skarðsárvirkjun á Sauðárkróki er ljósmyndari
átti þar leið um á dögunum í miklu blíðviðri.
Nokkuð var á sig lagt til að fanga sílin með
litlum háfi en eins og gamla máltækið segir þá
fiska þeir sem róa.
Morgunblaðið/Kristinn
Sílaveiðar á Sauðárkróki