Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Deilurnar um greiðslu fasteignagjalda hinna mismunandi orkufyrirtækja OR mun fara að lögum FORSVARSMENN Orkuveitu Reykjavíkur segjast munu fara að lögum um greiðslu fasteignagjalda, en telja eðlilegt að það sama gangi þá yfir orkufyrirtæki í ríkiseigu svo sem Rafmagnsveitur ríkisins (RARIK) og Orkubú Vestfjarða. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær áformar Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, að leggja fram frumvarp um breyt- ingu á orkulögum þannig að orku- fyrirtæki greiði fasteignaskatta, og segir breytingar á lögum frá 2001 vera mistök. „Ef ég skil það sem ráðherra er að segja rétt gengur þetta vænt- anlega yfir öll orkufyrirtæki á landinu,“ segir Guðmundur Þór- oddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hann bendir á að OR hafi hætt að greiða fasteignagjöld eftir að endurskoðendur bentu á að fyrirtækinu bæri ekki að greiða þessi gjöld. Þessi fyrirhugaða lagabreyting er einungis eðlileg ef það sama á að gilda fyrir orkufyrirtæki í rík- iseign, að mati Guðmundar: „Hvorki RARIK né Orkubú Vest- fjarða hafa þurft að greiða þessi gjöld undanfarin ár og áratugi og hafa gengið fjölmörg dómsmál þar að lútandi. Ég skildi það þannig að tilgangurinn á bak við lagabreyt- inguna 2001 væri að jafna sam- keppnisstöðu orkufyrirtækjanna, þannig að það skipti ekki máli hvort fyrirtækið væri í eigu rík- isins eða ekki, þau byggju við sama skattaumhverfi.“ Hann segir það mundu skerða mjög samkeppnis- stöðu ef það sama verður ekki látið yfir alla ganga. Guðmundur segir að þó að þessi lagasetning hafi hugsanlega verið mistök muni OR fara að lögum í þessu máli sem og öðrum: „Ef lög- in segja að við eigum ekki að greiða fasteignagjöld þá gerum við það ekki. Við förum bara að lög- um.“ Hann segir að OR verði sátt á hvorn veginn sem málið fer, hvort sem öll orkufyrirtækin eigi að greiða fasteignagjöld eða engin: „Við höfum ekkert á móti því að borga fasteignaskatta, svo lengi sem það er hin almenna regla.“ HÆSTIRÉTTUR hafnaði í gær kröfu konu um nálgunarbann í hálft ár gagnvart fyrrverandi sambýlis- manni hennar. Konan fór fram að manninum yrði bannað að veita henni eftirför, heimsækja eða með öðru móti að vera í beinu og milliliðalausu sambandi, þar með talið símasam- bandi, við sig og sameiginleg börn þeirra. Í dómnum er vitnað til lækn- isvottorðs sem segir að maðurinn sé jafnan dagfarsprúður þegar hann sé ekki undir áhrifum áfengis. Með þessu staðfesti hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra frá því 5. september sl. Í héraðsdómnum kemur fram að lögregla var kvödd á heimili mannsins og konunnar 9. ágúst sl. að beiðni kon- unnar vegna heimilisófriðar, ölvunar og ofbeldis. Konan hefur kært mann- inn fyrir eignaspjöll, líkamsárás, önn- ur kynferðisbrot og fyrir brot á lögum um vernd barna og ungmenna. Í dómnum segir að líta beri til þess að maðurinn og konan séu að slíta sambúð en í dómi hæstaréttar kemur jafnframt fram að maðurinn hafi ekki flutt lögheimili. Þá segir að hann hafi ekki veist að börnunum. Einnig segir að sýslumaðurinn á Húsavík, sem fór fram á nálgunarbannið, hafi ekki á nokkurn hátt gert það „sennilegt eða líklegt að rökstudd ástæða sé til að ætla að varnaraðili muni fremja af- brot eða raska á annan hátt friði [kon- unnar] og barna hennar.“ Einnig kemur fram að dómnum þyki of hátt reitt til höggs af sóknaraðila. Hæstiréttur hafnaði kröfu um nálgunarbann SAUÐFÉ landsmanna rennur nú af heiðum þessa dagana. Myndin er tekin af fjallsafni Hrunamanna í gær en réttað verður í Hrunarétt- um og Skaftholtsréttum í dag. Á laugardag verður réttað í Reykja- réttum á Skeiðum og Tungna- réttum. Réttardagurinn er jafnan mikill hátíðisdagur í hverri sveit. Mikið fjölmenni sækir jafnan þess- ar fjórar réttir þótt sauðfé fari fækkandi í ofanverðri Árnessýslu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sauðfé af heiðum Rætt um sölu Norðurljósa FULLTRÚAR tveggja erlendra fyrirtækja hafa verið staddir hér á landi síðustu daga til viðræðna við eigendur Norðurljósa um kaup á fyr- irtækinu. Fyrirtækin tvö gáfu sig fram þegar tilkynnt var um áhuga eigenda Norðurljósa á að selja félag- ið og er um að ræða sölu á öllu hlutafé í fyrirtækinu. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir viðræður hafa staðið alla vikuna, bæði hér á landi og í Lundúnum. Engin niðurstaða er fengin um hvort af sölu verður. SKIPVERJAR á Rainbow Warr- ior, skipi Greenpece-samtakanna, fundu bát Kjartans Jakobs Hauks- sonar, Rödd hjartans, á leið sinni frá Ísafirði til Akureyrar á mið- vikudag. Báturinn fannst á reki 3–4 mílur út af Rekavík, þar sem för Kjartans endaði á sunnudag, eftir að bát hans hvolfdi yfir hann og rak upp brimgarðinn. Kjartan slapp frá óhappinu með skrámur og mar en báturinn, sem er úr plasti og trefjaplasti, er ónýtur. Báturinn var hífður í land á Akureyri í gær og hefur Eimskip tekið að sér að flytja bátinn til Reykjavíkur, Kjartani að kostn- aðarlausu. Kjartan var mættur á Oddeyrarbryggju á Akureyri í gær, til að taka á móti bát sínum. Hann sagðist hafa frétt af því að báturinn hefði fundist á reki, um 10 mínútum eftir að Greenpeace- menn fundu hann. Sjálfur hélt Kjartan að báturinn væri enn í fjörunni í Rekavík. „Báturinn get- ur ekki sokkið en ég vissi þó að það gæti gerst að hann ræki frá landi.“ Kjartan var á leið í kringum landið á árabát sínum þegar óhappið varð. Ferðin hófst í Reykjavík og hann hafði verið um þrjár vikur í báti sínum þegar ferðalagið tók enda með áð- urnefndum hætti. Kjartan sagði það hafa verið sárt og leiðinlegt að hafa ekki komist lengra en velti sér þó ekkert upp úr því. Hann ætlar ekki að gefast upp og hyggst smíða nýjan bát í vetur og halda af stað á ný í júní á næsta ári. „Ef mér tekst ekki að ljúka ferðinni næsta sumar mun ég bara reyna enn og aftur, þar til ætlunarverkinu lýkur.“ Kjartan sagði að ferðalagið á bátnum hefði verið erfitt en þó ekkert erfiðara en hann átti von á. „Veðrið var frekar leiðinlegt og ég þurfti að hafa fyrir hverj- um metra.“ Hann er að ná sér eft- ir volkið en sagðist enn finna til á ýmsum stöðum og vera marinn á baki en væri þó orðinn vinnufær. Greenpeace-menn komu færandi hendi til Akureyrar Fundu bátinn Rödd hjart- ans á reki út af Rekavík Akureyri. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristján Kjartan Jakob Hauksson ræðari, annar frá vinstri, tekur á móti bát sínum, Rödd hjartans, á Oddeyrarbryggju á Akureyri í gærdag. Kallar ekki á sérstakar aðgerðir ÁRNI M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra segir að í raun sé ekkert nýtt í yfirlýsingu ríkjanna sem hafi í fyrradag mótmælt hrefnuveiðum Íslend- inga og því kalli hún ekki á sér- stakar aðgerðir. Eins og greint var frá í gær afhenti sendiherra Bretlands á Íslandi íslenskum stjórnvöld- um yfirlýsingu fyrir hönd 23 ríkja sem fordæma ákvörðun Íslendinga að hefja hvalveiðar í vísindaskyni. Árni M. Mathie- sen segir að þetta séu allt ríki sem Ísland hafi samskipti við og þeim samskiptum verði haldið áfram. Margbúið sé að útskýra fyrir þeim um hvað veiðarnar snúist og áfram verði unnið að því að skýra málið. „Það er stöðugt verið að vinna í þessum málum, en í þessu er ekkert nýtt sem kallar á sér- stök viðbrögð,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.