Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glucosamine (870 mg Glucosamine í hverjum belg) ásamt engifer og turmeric Fyrir vöðva og liðamót Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Jakkar • kápur dragtir • peysur samkvæmisklæðnaður Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. HELDUR hefur lifnað yfir Nausta- hverfi, nýjasta byggingasvæði Akureyringa sunnan Eyrarlands- holts, eftir að nýr leikskóli tók þar til starfa í síðasta mánuði. Leikskól- inn, sem heitir Naustatjörn, er fyrsta byggingin sem tilbúin er í hverfinu. Fyrstu íbúarnir, fimm manna fjölskylda, sem er að byggja sér einbýlishús, stefna hins vegar að því að flytja í hverfið í lok þessa mánaðar. Aðeins tvö íbúðarhús hafa risið í hverfinu og búið er að steypa upp fjóra grunna til viðbótar. Annað húsanna er í eigu Þórhalls Berg- þórssonar og stendur við Vaðlatún 7. Þórhallur og kona hans eiga þrjú börn og hann sagði stefnt að því að flytja inn í nýja húsið í lok mán- aðarins. Um er að ræða timburhús, sem fyrirtækið Trégrip hefur reist, samtals rúmlega 150 fermetrar að stærð. Þórhallur sagði að í júlí hefði verið hafist handa við að reisa hús- ið og hefðu framkvæmdir gengið mjög vel. Hann sagði að sér litist vel á hverfið og að það legðist vel í sig og fjölskyldu sína, að verða fyrstu íbúar þess. Þórhallur sagði að yngsti fjölskyldumeðlimurinn væri þegar kominn á leikskólann Naustatjörn og hann vonast til að grunnskóli risi í hverfinu sem fyrst. Leikskólinn Naustatjörn tók til starfa 18. ágúst sl., þegar börn á leikskólanum Árholti í Glerárhverfi færðu sig um set en leikskóla- rekstri hefur verið hætt á Árholti. Allir glaðir og ánægðir á leikskólanum Inda Björk Gunnarsdóttir aðstoð- arleikskólastjóri sagði að eftir að- lögun yrðu 98 börn á leikskólanum í fjórum deildum. Hún sagðist hæst- ánægð með húsnæði leikskólans og útisvæðið. Þá sagði Inda Björk að staðsetning skólans byði upp á mikla möguleika. „Okkur finnst við ekki vera úti í sveit, við sjáum hér mikla möguleika og það verður skemmtilegt að fá að fylgjast með uppbyggingu hverfisins.“ Í starfi leikskólans verður lögð sérstök áhersla á náttúru og um- hverfi, sem felur m.a. í sér endur- vinnslu og umhverfismennt og enn- fremur verður lögð áhersla á samfélag og menningu. Í Nausta- tjörn eru 23 starfsmenn, „hér starfa bara konur, nema hvað við fengum karlkynskokk í eldhúsið og ég held að honum líði bara vel. Hér er gott starfsfólk sem smellur mjög vel saman. Það er því bjart yfir okkur, allir glaðir og ánægðir enda spenn- andi tímar framundan,“ sagði Inda Björk. Fyrsta skóflustunga að fyrsta íbúðarhúsinu í Naustahverfi var tekin með viðhöfn um miðjan maí sl. en húsið er við Stekkjartún 23. Áætlað er að hverfið byggist upp á 15 árum og að íbúafjöldi verði á bilinu 6–8 þúsund manns í tvö til þrjú þúsund íbúðum. Hverfið skipt- ist í tvö skólahverfi og eina kirkju- sókn. Í fyrsta áfanga verða 158 íbúðir en í öðrum áfanga 170 íbúðir og er gert ráð fyrir að lóðir í þeim áfanga verði byggingarhæfar 1. nóvember nk. Leikskólinn Naustatjörn tekur til starfa í nýja Naustahverfinu Fyrstu íbúarnir að flytja í hverfið Þórhallur Bergþórsson og dóttirin Katrín við heimili sitt í Vaðlatúni 7. Morgunblaðið/Kristján Stefán Karlsson og Björn Ingi Hermannsson hjá SJBald ehf. í Grýtubakka- hreppi setja saman sperrur á grunni húss í Naustahverfi. Í dag verða reist- ir veggir á næsta grunni en einingarnar eru smíðarar á Grenivík. Börn að leik á útisvæði leikskólans Naustatjarnar. Tríótónleikar verða haldnir í Dalvík- urkirkju í kvöld, föstudagskvöldið 12. september, kl. 20.30. Flytjendur eru Sigurður Ingvi Snorrason klarínettu- leikari, Pawel Panasiuk sellóleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir pí- anóleikari. Tónleikarnir verða endurteknir í sal Tónlistarskólans á Akureyri daginn eftir, laugardaginn 13. september, kl. 16. Skólinn er nýfluttur í sér- innréttað Linduhúsið á Hvannavöll- um 14 og er húsnæðið allt hið glæsi- legasta, salurinn bjartur og vel hljómandi segir í frétt um tónleikana. Á efnisskránni er Tríó op. 11 eftir Ludwig van Beethoven, Tema senza variazioni eftir Þorkel Sigurbjörns- son og Tríó op. 114 eftir Johannes Brahms. Aðgöngumiðar fást við innganginn. Í DAG RÁÐNING í stöðu slökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Akureyrar er gild að því er fram kemur í úrskurði félags- málaráðuneytisins. Þá vísaði ráðu- neytið frá kröfu um að ráðning í embætti aðstoðarslökkviliðsstjóra verði ógild, en ástæða þess sé sú að enn hafi ekki verið tekin lögformleg endanleg ákvörðun um ráðningu í það starf. Einn af tíu umsækjendum um stöður slökkviliðs- og aðstoðar- slökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Akureyrar kærði ráðningar í stöð- urnar og taldi að þær hefðu byggst á ólögmætum sjónarmiðum sem og að ekki hafi verið færð fullnægjandi rök fyrir því að þeir sem ráðnir voru hafi verið hæfari en hann. Ráðu- neytið kemst að þeirri niðurstöðu að eðlilega hafi verið staðið að ráðn- ingu í stöðu slökkviliðsstjóra og hún því gild. Varðandi ráðningu í stöðu aðstoðarslökkviliðsstjóra kemur fram að stjórnvaldsákvörðun verði að vera tekin af aðila sem til þess hefur vald samkvæmt lögum, en ráðuneytið telur að slökkviliðsstjór- ann hafi brostið vald til að taka end- anlega ákvörðun þar að lútandi. Þannig telur ráðuneytið að enn hafi ekki verið tekin lögformleg ákvörð- un um ráðningu aðstoðarslökkviliðs- stjóra hjá Slökkviliði Akureyrar. Forsendur skorti því til að taka kröfu kæranda til umfjöllunar og henni vísað frá. Ráðning hjá slökkviliði kærð til ráðuneytisins Eðlilega staðið að ráðningu SÝNINGIN Þrettán plús þrjár hefur verið í Lystigarðinum á Akureyri frá því í byrjun ágúst og er haldin til heiðurs konun- um sem gerðu garðinn fyrir 91 ári, en henni lýkur nú á sunnu- dag, 14. september. Aðsókn hefur verið einstak- lega góð, en hundruð gesta hafa heimsótt garðinn og skoðað sýninguna. Þó hafa einhverjir óprúttnir náungar séð ástæðu til að fjarlægja hluta verkanna og vona sýnendur að viðkom- andi sjái að sér og skili þeim aftur t.d. í Eyrarlandsstofu. Sýnendur eru þrettán norð- lenskar listakonur og þrjár frá Færeyjum og vinna þær verk sín í textíl, leir, tré, grafík, stein o.fl. Góð aðsókn NORÐLENSKA er um þessar mundir að hefja útflutning á lamba- kjöti til Bandaríkjanna með skipi en fram til þessa hefur kjötið verið flutt vestur um haf flugleiðis. Fyrsti gám- urinn fer í skip í dag, föstudag, en margvíslegur ávinningur er af því fyr- ir fyrirtækið að nýta þessa flutninga- leið.Ingvar Már Gíslason útflutnings- stjóri Norðlenska sagði að um nokkur tímamót væri að ræða í sögu fyrir- tækisins nú þegar byrjað væri að fyrsta 40 feta gámi eru 8,2 tonn af lambakjöti, allt unnar lambaafurðir og gerði Ingvar Már ráð fyrir að sendingin yrði komin til Bandaríkj- anna að liðnum 12 dögum eða svo. „Þetta er fyrst og fremst gerlegt vegna þess að við höfum nú yfir að ráða gaspökkunarvél, en með þessari gaspökkun verður geymsluþol vör- unnar mun meira en ella, eða allt að helmingi meira,“ sagði Ingvar Már. Margvíslegur ávinningur Hann sagði að ávinningurinn væri margvíslegur. Fyrst og fremst væri horft til þess að nú væri hægt að koma mun meira magni en áður á markað, þá væri sparnaður umtals- verður með þessum flutningsmáta og loks mætti nefna aukið geymsluþol. Þannig sæu menn nú fram á að geta sent jólakjötið út í lok nóvember, bú- ast mætti við því í verslanir í byrjun desember og sölutíminn næði til ára- móta. „Það að geta lengt sláturtíðina í báða enda er það eiginlega það sem er mikilvægast í þessu,“ sagði Ingvar Már. Gert er ráð fyrir að á þessu ári muni Norðlenska flytja út um 150 tonn af lambakjöti, en útflutningur hefur að sögn Ingvars Más farið vax- andi. Í vikunni voru á ferð norðan heiða verslunar- og innkaupastjórar Whole Foods verslana frá nokkrum stöðum í Bandaríkjunum, en tilgang- ur ferðarinnar var að fræðast og kynnast íslenskum landbúnaði af eigin raun. Norðlenska selur afurðir úr lambakjöti í 90 versl- unum Whole Foods í Bandaríkjunum. Hópurinn skoðaði m.a. vinnslulínu Norðlenska á Akureyri fyrir grísa- og nautakjöt og vinnslulínu fyrirtækisins á Húsavík fyrir lambakjöt. „Í kjölfar þessarar heimsóknar sjáum við fram á aukinn útflutning, því menn voru mjög áhugasamir og leist vel á. Nú vilja þeir helst fá meira kjöt og treysta sér vel til að selja meira magn en áður,“ sagði Ingvar Már. Norðlenska hefur útlutning á lambakjöti með skipi Hægt að senda meira magn og auka sparnað Ljósmynd/Ingvar Már Gíslason Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska, ásamt Blair Gordon og Glenn Goddard frá Whole Foods-verslununum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.