Morgunblaðið - 12.09.2003, Síða 51

Morgunblaðið - 12.09.2003, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 51 DAGBÓK Mikil sala - Vantar allar eignir á skrá Sölufulltrúi: Friðlín Arnarsdóttir fridlin@remax.is Símar: 520 9305 864 1717 Hef hafið störf sem sölufulltrúihjá RE/MAX suðurlandsbraut. Hafðu samband við mig og ég mun hjálpa þér að selja eignina þína, fljótt og örugglega Mikil sala, ekkert skoðunargjald, Ath:er með opið á laugardögum. Suðurlandsbraut Hrafnhildur Bridde, lögg. fasteignasali STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert sterkur persónuleiki, kraftmikil/l og óttalaus. Komandi ár gæti orðið eitt besta ár ævi þinnar. Leyfðu þér að dreyma stóra drauma. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að skipuleggja þig fyrir helgina. Þú hefur mikla þörf fyrir að hafa stjórn á að- stæðum. Notaðu tækifærið til að koma hlutunum í lag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að komast í burtu yfir helgina. Þetta er góður tími til ferðalaga og skemmtana. Það eru líkur á að ástin blómstri. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einbeittu þér að fjölskyldu þinni og heimili í dag og næstu daga. Íhugaðu hvað þú getur gert til að fegra umhverfi þitt. Þú hefur þörf fyrir að hafa notalegt í kring um þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú munt hafa gaman af stutt- um ferðalögum og heimsókn- um til systkina þinna í dag. Þú ert ekki í skapi til að sitja heima. Farðu út og njóttu samskipta við annað fólk. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Farðu gætilega í fjármál- unum. Þótt þú hafir góðar tekjur er hætt við að þú eyðir um efni fram. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er tímabært að þú setjir sjálfa/n þig í fyrsta sætið. Þetta er sá árstími sem hentar þér best til að endurhlaða batteríin. Láttu þarfir þínar ganga fyrir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að gefa þér tíma til slaka á með sjálfri/sjálfum þér í dag. Þú getur ekki sinnt þörfum allra í kring um þig. Hættu að reyna það og ein- beittu þér að þínum eigi þörf- um. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samræður við vini þína eru glaðlegar og uppörvandi. Taktu þátt í einhvers konar hópstarfi um helgina. Þú munt njóta samvistanna við aðra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú vekur athygli annarra hvað sem þú tekur þér fyrir hendur í dag. Gættu að því hvað þú segir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Leitaðu leiða til að auka skiln- ing þinn á heiminum. Farðu á námskeið sem gagnast þér í vinnunni eða örva huga þinn. Þig þyrstir í nýjan fróðleik Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Heitar ástríður setja svip sinn á þennan tíma í lífi þeirra vatnsbera sem eru í tilhugalíf- inu. Tilfinningar þeirra eru heitar og rista sérstaklega djúpt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að jafna ágreining við maka þinn eða náinn vin. Láttu viðkomandi vita að þér þyki vænt um hann. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÍTALIR unnu 13 IMPa í fyrsta spili úrslitaleiksins við Dani á HM ungmenna. Þeir fengu 1 IMPa í næsta spili og svo kom þetta: Spil 3. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ G953 ♥ Á1097 ♦ D9862 ♣-- Vestur Austur ♠ ÁKD84 ♠ 6 ♥ 32 ♥ 4 ♦ ÁG10 ♦ K543 ♣K104 ♣ÁG98753 Suður ♠ 1072 ♥ KDG865 ♦ 7 ♣D62 Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Mazzadi Schaltz Lo Presti Gjaldbaek -- -- -- 2 hjörtu Dobl 5 hjörtu 6 lauf Pass Pass Pass Kare Gjaldbaek opnar á veikum tveimur í hjarta og Francesco Mazzadi opn- unardoblar. Sem er dálítið óvenjuleg ákvörðun með góðan fimmlit í spaða. Mart- in Schaltz sá í hendi sér að AV áttu bullandi lauflit sín á milli og gerði þeim erfitt fyrir með stökki í fimm hjörtu. En austur á of góð spil til að láta stinga upp í sig og Lo Presti sagði óhik- að sex lauf. Útspilið var hjartakóngur og Gjaldbaek spilaði meira hjarta í öðrum slag. Sagnhafi þarf að hitta á að spila fyrst laufásnum og það gerði Lo Presti, áhorfendum til nokkurrar furðu. Fyrirfram virðast vera meiri líkur á því að suð- ur sé stuttur í laufi, því hann á sexlit í hjarta en norður aðeins fjögur. En Lo Presti tók mark á kröftugri hindr- un Schaltz. Það er mjög lík- legt að norður sé stuttur í einhverjum lit. Það getur ekki verið spaði (þá á suður minnst sexlit í spaða!) og ef það er tígull er suður með 5-6 lit þar. Sem er kannski hugsanlegt, en ólíklegt. Lo Presti spilaði því vel og upp- skar 1370. Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður B. Houm. S. di Bello J. Houm. F. di Bello -- -- -- 2 hjörtu 2 spaðar 4 hjörtu 5 lauf Pass 5 tíglar Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Systkinin Björg og Jonas Houmöller virðast misskilja hvort annað, því ekki ber á öðru en að Björg líti svo á að Jonas sé að samþykkja spaðann með fimm laufum. Sex spaðar fóru tvo niður og Ítalir unnu 17 IMPa á spilinu og höfðu því skorað 31 IMPa gegn engum eftir þrjú spil. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÉG BIÐ AÐ HEILSA Nú andar suðrið sæla vindum þýðum. Á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði. Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði. Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín! Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, í peysu. Þröstur minn góður, það er stúlkan mín. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. g3 Rc6 4. Bg2 Bb4 5. Rd5 Bc5 6. e3 Rxd5 7. cxd5 Re7 8. Re2 d6 9. b4 Bb6 10. Bb2 Bg4 11. h3 Bh5 12. 0–0 f6 13. Kh2 Dd7 14. a4 a6 15. d4 Bf7 16. e4 c6 17. f4 exf4 18. Rxf4 Rg6 19. dxc6 bxc6 20. Rh5 0–0 Staðan kom upp á Skák- þingi Íslands, landsliðs- flokki, sem lauk fyrir skömmu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Ingvar Þór Jóhannesson (2.247) hafði hvítt gegn Jóni Viktori Gunnarssyni (2.411). 21. Hxf6! Bc4 22. Hxf8+ Hxf8 23. d5 Hf2 24. Bxg7 Be2 25. Dxe2! Hxe2 26. Rf6+ Kxg7 27. Rxd7 Bd4 28. Hd1 Re5 29. Rxe5 dxe5 30. dxc6 Hc2 31. b5 Kf7 32. h4 Ke7 33. Hb1 axb5 34. axb5 Bb6 35. Kh3 Kd6 og svartur gafst upp um leið. Ingvar var stigalægsti keppandinn í flokknum og kom á óvart með góðri og frísklegri taflmennsku. Hann deildi þriðja sætinu með al- þjóðlegu meisturunum Stefáni Kristjánssyni og Sævari Bjarnasyni og var einungis hálfum vinningi frá því að ná sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 85 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 12. sept- ember, er 85 ára Ólína Rebekka Eiríksdóttir, áður búsett í Víðiholti í Skaga- firði, nú til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík. Ól- ína tekur á móti ættingjum og vinum laugardaginn 13. september kl. 14–18 á Helgafelli á 4. hæð Hrafn- istu í Reykjavík. 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 12. sept- ember, er áttræður Lárus Johnsen, fyrrv. deildar- stjóri hjá RHÍ, Stigahlíð 36, Reykjavík. Eiginkona hans er Jóna Kristjana Jóns- dóttir, hágreiðslukona. Þau taka á móti ættingjum og vinum í dag kl. 16–19 í Bræðraminni, Engjateigi 11. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 12. sept- ember, er fimmtug Ástríður Helga Sigurvinsdóttir. Af því tilefni tekur hún, ásamt eiginmanni sínum, Júlíusi H. Gunnarssyni, á móti ætt- ingjum og vinum í sal Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur (Víkinni) á Hafnargötu 80, efri hæð, laugardaginn 13. september kl. 17–20. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband í Garða- kirkju hinn 16. ágúst sl. af sr. Þóri Stephensen þau Sigrún Lóa Sigurgeirs- dóttir og Steinar Stephen- sen. Þau eru til heimilis í Þrastarási 8 í Hafnarfirði. FRÉTTIR VERSLUNIN Thyme Maternity heldur upp á tveggja ára afmæli sitt um helgina og af því tilefni verður 20% afsláttur af öllum vörum í dag, föstudaginn 12., og á morgun, laug- ardaginn 13. september. Allir sem versla þessa daga geta sett nafn sitt í pott og eru vinningarnir gjafa- pakkar frá Íslensk-ameríska. Versl- unin er opin kl. 11–18 virka daga og 11–16 á laugardögum. Verslun Thyme Maternity var opnuð 13. september 2001 í Hlíða- smára 17 í Kópavogi. Á sl. ári hafa verið opnaðar tvær Thyme Mat- ernity-verslanir í Stokkhólmi. Thyme Maternity sérhæfir sig í fatnaði og ýmsum fylgihlutum fyrir barnshafandi konur. Einnig geta konur sem ekki nota hefðbundnar stærðir fundið fatnað við sitt hæfi, segir í fréttatilkynningu. Eigendur Lucina sem er rekstraraðili Thyme Maternity á Norðurlöndum eru Guðrún Möller og Ólafur Árnason. Verslunin er í Hlíðarsmára. Verslunin Thyme Maternity tveggja ára BJARNI Brynjólfsson og Kristján Þorvaldsson, ritstjórar tímaritsins Séð og heyrt, hafa sent eftirfarandi yfirlýsingu f.h. tímaritsins Séð og heyrt: „Í 38. tbl. tímaritsins Séð og heyrt er kom út sl. þriðjudag var fréttagrein þess efnis að Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, hefði verið kærður fyrir hraðakstur og fyrir að hafa ekið bifreið án öku- réttinda. Væri sú kæra byggð á mynd lögreglunnar, sem sýndi hann undir stýri bifreiðar sinnar. Séð og heyrt taldi að þær heimildir sem blaðið hafði og komu frá fleiri en einum aðila væru áreiðanlegar og réttar. Nú hefur verið lögð fram óyggjandi sönnun þess að Sigurður Kári ók ekki bifreið sinni er umrætt atvik átti sér stað, heldur sat í far- þegasæti hennar. Séð og heyrt lýsir því hér með yfir að umrædd frétt blaðsins var röng og biður Sigurð Kára Kristjánsson afsökunar á henni og þeim óþægindum sem birting hennar hefur valdið hon- um.“ Yfirlýsing frá tímaritinu Séð og heyrt LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð hinn 9. september um kl. 11:50 á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Þar rákust saman tvær fólksbifreiðir, rauð Ford Fiesta og grá Subaru Impreza. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Myndatextar víxluðust Í myndlistarumsögn í blaðinu í gær víxluðust myndatextar. Um leið og réttur texti birtist með réttri mynd er beðist velvirðingar á mis- tökunum. LEIÐRÉTT ASÍ dustar rykið af málara sem ekki fór mikið fyrir en þar má nú sjá verk Kristins heitins Péturs- sonar í Arinstofu. Innsetning Magnúsar Pálssonar í samvinnu við Helgu Hansdóttur öldrunarlækni Í Hafnarhúsi. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.