Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
egar Li Peng yfirgaf
landið eftir heim-
sóknina fyrir nokkr-
um árum fór ég
ásamt nokkrum vin-
um mínum til Keflavíkur til að
fylgja honum til flugvélar. Við
stilltum okkur upp með mót-
mælaspjöld fyrir utan flugvall-
arsvæðið, þannig að bílalestin
sæi þegar hún keyrði framhjá á
leið til vélarinnar. Á skilti mínu
stóð ritað fagurri rithönd „Li
Penis“.
Ríkisreknir Kínverjar gátu
ekki stillt sig um að brosa eða
jafnvel hlæja að uppátækinu,
þótt þeir væru þarna staddir á
vegum kínverska ríkisins til að
sýna höfðingjanum þá virðingu
sem tilhlýðileg þótti. Hið sama
gilti um ís-
lenska fylgd-
armenn fyr-
irmennisins,
sem óttuðust
ekki afleið-
ingarnar.
Nú má kannski segja að þessi
gagnrýni mín á höfðingja fjöl-
mennustu þjóðar heims hafi ver-
ið í ómálefnalegri kantinum. Ef
til vill risti hún ekki djúpt og að
öllum líkindum er ég ekki á
svörtum lista kínverskra stjórn-
valda yfir óvini ríkisins.
Hin málefnalega gagnrýni er
hins vegar þessi: Hin komm-
úníska hugsjón gengur út á að
eyða eignarréttinum, þannig að
mönnum sé ekki heimilt að eiga
afrakstur svita síns og erfiðis.
Allir vinna fyrir alla, eftir áætl-
un ríkisins. John Lennon, snill-
ingurinn mikli, söng um þetta á
sínum tíma: „Imagine no
possessions/it’s easy if you try“.
Raunin verður á hinn bóginn
sú, í kerfi sem þessu, að rík-
isvaldið fær sjálfstæða tilveru.
Allt er gert í þágu ríkisins og
hagsmunir einstaklinganna eru
fyrir borð bornir.
Enda þarf gríðarlega sterkt
ríkisvald, til að halda niðri sköp-
unar- og athafnaþörf mannsins.
Sjálfsbjargarviðleitni hans er of-
boðslega sterk. Þess vegna þarf
að kæfa hana með ofbeldi. Öll
brot á samhyggjuhugsjóninni
verður að refsa grimmilega fyrir
og alla einstaklinga sem sýna
óþægð verður að taka úr um-
ferð, annaðhvort með fangels-
isvist eða aftökum.
Járnaginn verður að vera al-
gjör. Ríkið verður að bæla niður
allar tilraunir manna til að
koma saman, eða breiða út
skoðanir sem ekki samræmast
kommúnismanum. Þannig er
tjáningarhelsi, eða -ófrelsi, alltaf
fylgifiskur efnahagslegs helsis.
Við prísum okkur sæl fyrir að
þetta skipulag tíðkist ekki hér á
landi, í þessu blandaða hagkerfi
fyrirmyndarþjóðfélagsins. En er
það svo fjarri lagi? Í raun má
segja, að í kommúnistaríkjum sé
100% skattur á tekjur fólks.
Þær eru allar gerðar upptækar.
Þetta hlýtur að falla undir skil-
greininguna á þrælahaldi.
Hvað mega skattar verða há-
ir, áður en þeir teljast skerðing
á frelsi? 90% skattur hlýtur að
hafa svipuð áhrif og algjör
skattur. Hann hlýtur að teljast
meiriháttar mannréttindabrot,
hvað sem líður efnahagslegum
afleiðingum slíkrar skattastefnu.
Vinnukraftur einstaklingsins er
þá að níu tíundu í eigu rík-
isvaldsins.
En 80%? Hvað með 70%?
Hvað um helmingsskatt? Telst
það ekki frelsisskerðing, að
svipta mann helmingi tekna
sinna? Helmingur starfskrafta
hans er þá gerður upptækur af
ríkinu.
Það vill svo til, að þeir sem
þokkalega háar tekjur hafa hér
á landi, þurfa að greiða allt að
helming þeirra til hins opinbera;
ríkis og sveitarfélaga. Eins og
við vitum varða brot á skatta-
lögum harðri refsingu. Þar get-
ur verið um að ræða fjársektir
eða fangelsisvist, allt að sex ár-
um.
Einhvern veginn minnir þetta
á það þjóðskipulag, sem oftast
er kallað kommúnismi. Hér eru
gríðarlega umsvifamiklar og
dýrar stofnanir, sem hafa eftirlit
með því að hver og einn skili
ríkinu sínum skerf.
Það er ljóst, að ef maður með
300.000 krónur á mánuði skilaði
ekki tekjuskatti í eitt ár, myndi
það falla undir 262. grein al-
mennra hegningarlaga. Sú grein
segir, að sá sem gerist sekur
um meiriháttar brot á lögum um
tekjuskatt, af ásetningi eða gá-
leysi, skuli sæta fangelsi allt að
sex árum.
Það er svolítið magnað að
íhuga þetta. Einstaklingum er
hent í fangelsi ef þeir afhenda
hinu opinbera ekki stóran hluta
af þeim tekjum, sem þeir hafa
unnið sér inn með hæfileikum
eða gáfum.
Marsbúi, sem kæmi hingað
eftir erfiða ferð um sólkerfið og
kynnti sér hina ýmsu þjóð-
félagsskipan, myndi draga eft-
irfarandi ályktun:
„Jarðarbúar skipta sér í hópa
og hver hópur er undir stjórn
nokkurra manna, sem láta hina
vinna fyrir sig. Mismunandi er
hversu hátt hlutfall vinnunnar
fer til yfirstjórnarinnar.“ Hann
myndi ekki sjá eðlismun á Ís-
landi og Kúbu, eða Íslandi og
Kína. Aðeins stigsmun.
Auðvitað er þó síður þörf á að
hefta tjáningarfrelsi, þegar fólki
er „leyft“ að halda töluverðum
hluta sjálfsaflafjár síns. Við slíkt
kerfi er hægt að una, að
minnsta kosti til skamms tíma,
og því stafar ekki bein ógn af
opinni umræðu. Menn bíta bara
á jaxlinn og bölva í hljóði.
Þó eru ef til vill þónokkrir,
sem hefðu ekkert á móti því að
banna sjónarmið eins og þau,
sem sett eru fram í þessum
pistli. Fjölmargir eiga mikla
hagsmuni undir sterku rík-
isvaldi, sem dreifir þeim fjár-
munum sem það gerir upptækt
hjá vinnandi fólki.
Hér hefur aðeins verið rakinn
annar helmingur röksemda-
færslunnar gegn skattheimtu,
þ.e. um að hún sé skerðing á
frelsi mannsins. Hin hliðin væri
efni í annan pistil, en hún lýtur
að innbyggðu óhagræði rík-
isrekstrar, tilhneigingu hans til
að hlaða utan á sig og neikvæð-
um áhrifum á framleiðslu í þjóð-
félaginu og þar með hagsæld.
Skattar
og frelsi
Járnaginn verður að vera algjör.
Ríkið verður að bæla niður allar
tilraunir manna til að koma saman,
eða breiða út skoðanir sem ekki sam-
ræmast kommúnismanum.
VIÐHORF
Eftir Ívar Pál
Jónsson
ivarpall@mbl.is
✝ Jón Pálmasonfæddist á Hofi í
Hörgárdal 15. ágúst
1918. Hann lést á
Landspítalanum 31.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Elín Indriða-
dóttir frá Keldunesi í
N-Þing., f. 5. febrúar
1890, d. 7. mars 1972,
og Halldór Pálmi
Magnússon frá Ytra-
Brekkukoti í Hörgár-
dal, f. 2. apríl 1882, d.
15. maí 1928. Jón var
fóstraður í Bakka-
gerði í Arnarneshreppi frá láti
föður síns, hjá hjónunum Guðrúnu
Gísladóttur og Jóni Ólafssyni.
Systkini Jóns eru: 1) Indriði, f.
1910, d. 1964. 2) Soffía, f. 1912, d.
1995. 3) Bjarni, f. 1914, d. 1994. 4)
Jakob, f. 1915, d. 1998. 5) Elín
Björg, f. 1917, d. 1979. 6) Sigríður
f. 1921. 7) Gunnlaugur Tryggvi, f.
1923. 8) Erlingur, f. 1925, d. 1997.
9) Halldór Pálmi f. 1927.
Jón kvæntist 1. apríl 1950 eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu
Aðalbjarnardóttur, kennara, f. 8.
desember 1923. Foreldrar Sigrún-
ar voru hjónin Þorgerður Jóns-
dóttir, f. 4. apríl 1879, og Aðal-
björn Bjarnason, f.
24. apríl 1871. Börn
Jóns og Sigrúnar
eru: 1) Þorgerður, f.
2. mars 1951, maki
Steingrímur Þórðar-
son. Þeirra börn eru:
A) Viðar Hrafn, f. 25.
ágúst 1973, sam-
býliskona Lena Kar-
en Sveinsdóttir, f.
10. apríl 1973.
Þeirra barn Hrefna
Margrét, f. 31. maí
2000. B) Sigrún, f.
22. mars 1980, sam-
býlismaður Nikulás
Árni Sigfússon, f. 8. janúar 1980.
2) Kjartan, f. 17. maí 1966, d. 24.
júlí 1972.
Jón lauk prófi frá Héraðsskól-
anum á Laugum í S-Þing. 1939 og
Samvinnuskólanum 1943. Hann
vann ýmis störf á sjó og landi þar
til hann réðst til starfa hjá Skipa-
smíðastöðinni Dröfn hf. 1943. Þar
var hann skrifstofustjóri til ársins
1993. Jón átti sæti í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar fyrir Framsóknar-
flokkinn frá 1962–1966 og átti
sæti í bæjarráði frá 1962–1963.
Útför Jóns verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Látinn er eftir stutta sjúkralegu
Jón Pálmason frá Hofi í Hörgárdal.
Jón bjó lengstum í Hafnarfirði og
vann nánast allan sinn starfsaldur
hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn. Jón
var sjötti í röðinni í hópi tíu systkina
en nú eru sjö látin.
Jón missti föður sinn ungur og var
fóstraður frá níu ára aldri hjá ábú-
endunum í Bakkagerði í fæðingar-
sveit sinni, Jóni Ólafssyni og Guð-
rúnu Gísladóttur. Til þeirra hjóna og
barna þeirra bar hann mikinn hlýhug
jafnan síðan. Svo sem títt var með
fósturbörn áður fyrr lærði Jón
snemma að bjarga sér og var vanur
mikilli vinnu. Hann gerði sér fljótt
grein fyrir gildi menntunar og safn-
aði fé til að standa straum af skóla-
lærdómi. Hann var um hríð á héraðs-
skólanum á Laugum í Reykjadal og
síðar í Samvinnuskólanum í Reykja-
vík. Á báðum stöðum naut hann leið-
sagnar kennara sem hann mat mik-
ils. Í þéttunni fyrir sunnan kynntist
hann lífsförunaut sínum, Sigrúnu
Aðalbjarnardóttur, sem ættuð er af
Hvaleyri við Hafnarfjörð. Þau
byggðu fyrst á Hringbraut 65 og síð-
ar á Ölduslóð 34 í Hafnarfirði.
Kröpp kjör í æsku settu mark á
Jón Pálmason. Hann var afsprengi
þeirrar kynslóðar sem vann hörðum
höndum við að sjá sér farborða og
nýtti hverja ögn sem nýtanleg var.
Það fólk á sumt minningu um fyrsta
brjóstsykursmolann eða ávöxtinn
sem það fékk í munninn og þannig
var með Jón. Hann orðaði það þó svo
að sjaldan hefði hann verið svangur í
æsku en stundum hefði hann getað
þegið meira en í boði var. Sagði að í
hörðu vori hefði stundum verið ný-
lunda í því að fá loðnu, sem kölluð var
vorsíli fyrir norðan, það hefði verið
tilbreyting frá saltmetinu. Sá hluti
vorsílisins sem ekki náðist að mat-
reiða var svo settur út í skafl, frysti-
kistu þess tíma, og gefinn kúm þegar
drýgja þurfti vortöðuna. Kannski var
það slík nýtni og svengd stöku sinn-
um í æsku sem leiddi af sér svolitla
löngun hans í sætmeti síðar á ævinni.
Þegar hagur batnaði og Jón varð
sjálfs sín átti hann jafnan súkku-
laðimola og gaf með sér. Að því kom
að Jón eignaðist hlut í trillu, sótti á
vorin rauðmaga út fyrir Vatnsleysu-
ströndina og þorsk í Faxaflóa. Sá
þorskur fannst honum þó ekki jafn-
ast á við norðlenskan. Löngu eftir að
Jón varð bjargálna taldi hann af-
rakstur fjölmargra silungsveiðiferða
með eiginkonu og vinnufélögum góða
búbót. Engu var hent, það mátti hita
upp afgangana.
Kannski hafði Jónas frá Hriflu,
skólastjóri Samvinnuskólans, áhrif á
lífssýn Jóns Pálmasonar sem varð
mjög ötull málsvari Framsóknar-
flokksins. Raunar gæti þó verið nær
sanni að Jón hafi orðið framsóknar-
maður, ekki af því að hann vildi sitja
við hlaðborð með mektarmönnum,
heldur af því að hafa séð hvers virði
upphaflegur samtakamáttur kaup-
félaganna gat verið fátæku fólki.
Hann horfði upp á hvers megnug þau
voru við að aðstoða móður hans, fyr-
irvinnulausa ekkju með mörg börn, á
öndverðri síðustu öld. Þar fannst
Jóni sýnt drengskaparbragð sem
hann launaði með ævilangri hollustu
við málstaðinn.
Jón var svo hollur Framsóknar-
flokknum að hann kunni lítt að meta
kímnisögur sagðar um flokkinn eða
einstaka fylgismenn hans, hló ekki að
slíkum sögum. Jón var í forystusveit
framsóknarmanna í Hafnarfirði á ár-
unum 1962–1966. Hann undirbjó þá
gjarna og æfði framsöguræður fyrir
bæjarstjórnarfundi í smíðakompu
sinni í kjallaranum á Ölduslóð 34 og
forvitnilegt væri nú að hlýða á verk-
færin þar mættu þau mæla. Sú
kompa ber annars vitni um óvenju-
lega hirðusemi og einstakan um-
gang. Þangað var hægt að koma og
fá léð hvaðeina. Þar gat Jón jafnt
gengið að 3,5 mm steinbor, passandi
tappa og treikvarttommu skrúfu á
vísum stað ef einhvern vanhagaði um
slíkt. Á efri árum skar hann út í tré
og var dverghagur eins og margir
muna hans bera vott um.
Í einkalífi var Jón einkar farsæll
maður. Hann átti Sigrúnu Aðal-
bjarnardóttur að lífsförunaut í 53 ár
og vandfundin voru samhentari hjón,
betri vinir og jafningjar. Þeim varð
tveggja barna auðið, aðeins hið eldra
komst á legg. Kjartan, yngra barn
þeirra Sigrúnar, lést í hörmulegu
slysi aðeins sex ára gamall. Harminn
vegna sonarmissisins bar Jón með
óvenjulegum mannsbrag en varð þó
kannski aldrei alveg jafn eftir. Ein
afleiðing hinnar óvægnu lífsreynslu
var að hugur hans hneigðist til and-
legra málefna. Bjargföst var trú
hans á endurfundi þeirra feðga og
trúin á Skaparann og fullvissa þess
að sérhver uppskeri fyrir handan
eins og hann hefur sáð hérmegin var
hans leiðarljós í lífinu.
Jón var félagslyndur maður. Auk
margra trúnaðarstarfa fyrir Fram-
sóknarflokkinn var hann Lionsfélagi
og frímúrari í mörg ár og mat mikils
hvorn tveggja félagsskapinn. Einna
lengst naut Jón sín þó í hópi dans-
elskra vina sinna undir leiðsögn
Heiðars Ástvaldssonar. Í röska
fjörutíu vetur voru vikulegar dans-
æfingar og til eru þær konur sem
höfðu á orði að alltaf væri nú jafn-
gaman að fá að dansa við hann Jón í
Dröfn. Því til sannindamerkis má
nefna að á stórafmæli dóttur sinnar
og tengdasonar fyrir fáeinum árum
biðu stúlkur á öllum aldri í röðum eft-
ir því að fá að sveiflast um í fangi
hans. Þá var Jón kominn á níræð-
isaldur.
Þau Jón og Sigrún voru óvenju-
lega víðförul, bæði innan lands og ut-
an, og fóru ekki einatt troðnar slóðir.
Þó var enginn staður honum kærari
en æskustöðvarnar á Hofi í Hörgár-
dal. Þar gerði Jón upp hluta gamla
bæjarins af smekkvísi og hagleik
sem var við brugðið. Þar undu þau
Sigrún sér hvert sumar og nutu
margir góðs af höfðinglegri gestrisni
þeirra.
Það fór aldrei hátt að Jón skrifaði
sögu skipasmíðastöðvarinnar Drafn-
ar en þar var hann skrifstofumaður í
hálfa öld. Við það verk sýndi hann
óvenjulega elju og dugnað, lærði á
tölvu á áttræðisaldi en varð aldrei
elskur að henni.
Tvennt er enn ónefnt í fari Jóns.
Hann var einatt smekklega klæddur
og svo kurteis að af bar. Af honum
mátti læra miklu víðfeðmari kurteisi
en þá sem var skyldulærdómur
heima. Hitt var að hann var afar vin-
fastur. Minnisstæð og falleg var vin-
átta hans og Hans Lindberg, sam-
herja og nágranna, meðan báðum
entist aldur.
Jón átti farsælt ellikvöld. Hann
hélt reisn sinni og mannkostum til
hins hinsta, lét alltaf gott af sér leiða.
Í frásögum hans og minningabrotum
var einatt veðursæld fyrir norðan.
Vonandi verður þannig veður fyrir
handan.
Kært er kvaddur tengdafaðir, vin-
ur, uppfræðari og öðlingur.
Steingrímur Þórðarson.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast afa míns Jóns sem lést
aðfaranótt 31. ágúst.
Afi minn Jón gat allt. Það fannst
mér að minnsta kosti þegar ég var
lítill. Afi kunni að laga og smíða betur
en nokkur annar. Mér áskotnaðist
aðeins ein byssa í æsku. Þetta var
ansi mögnuð hríðskotabyssa, trúlega
keypt í Ameríku og smyglað í hendur
mínar af frjálslyndri frænku án þess
að sænskmenntaðir foreldrar mínir
kæmust að því fyrr en of seint. Fljót-
lega fór ég að reka hana utan í og
detta á hausinn með hana í öllum
hasarnum sem fylgdi því að eiga
svona morðtól. Það varð auðvitað til
þess að hún fór að brotna því hún var
úr plasti. En alltaf gat afi lagað hana.
Á endanum var hann búinn að smíða
alveg nýja byssu á grunni hinnar
fyrri. Seinni byssan var reyndar öll
úr tré og það heyrðist ekkert í henni
þegar tekið var í gikkinn en mér þótti
engu minna vænt um hana og hún
brotnaði ekki.
Einhvern tíman ákváðum ég og
frændi minn að við skyldum reyna að
halda okkur vakandi heila nótt, það
hlyti að vera ákveðin manndóms-
vígsla. Við urðum fljótlega ansi syfj-
aðir. Þá brugðum við á það ráð að
fara út á Hvaleyri að tína golfkúlur
þótt ekki kynnum við golf. Þegar við
vorum búnir að tína nægju okkar var
sólin komin nokkuð hátt á loft og við
sælir með að hafa staðist þessa raun.
Til að fá einhvern til að fagna með
okkur fórum við til afa. Hann var
reyndar nokkuð hissa á að sjá okkur
enda klukkan varla orðin fimm. Það
var þó engin fyrirstaða. Hann bauð
okkur inn, eldaði hafragraut ofan í
okkur og hlustaði af athygli á afrek
næturinnar.
Hugurinn leitar auðvitað til ömmu,
en eins og hún segir sjálf hefur hún
minningarnar úr 53 ára hjónabandi
þeirra. Hjónabandi sem ég tel að
margir gætu tekið sér til fyrirmynd-
ar.
Ótalmargt fleira mætti tína til en
ég læt staðar numið hér. Að lokum
þakka ég fyrir þær samverustundir
sem ég átti með afa Jóni, afa sem gat
allt.
Viðar Hrafn Steingrímsson.
Við andlát Jóns Pálmasonar verð-
ur mér hugsað til frásagna hans frá
löngu liðnum dögum, sem voru hon-
um ávallt í fersku minni frá því er
hann kom í Bakkagerði fyrir um 75
árum. Hann sagði frá hversdagslífi
fólks sem er mér hugleikið og ég hitti
ekki nema endrum og sinnum á ung-
lingsárum, þegar liðið var á ævi þess.
Jón, bóndinn í Bakkagerði, hafði
JÓN
PÁLMASON