Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 10
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sendi Gör- an Persson, forsætisráðherra Svía, og sænsku ríkisstjórninni samúðarkveðjur í gærmorgun fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands vegna morðs- ins á Önnu Lindh. „Kæri vinur, á þessum erfiðu stundum er hugur minn og Íslendinga hjá þér og sænsku þjóðinni,“ segir í bréfi Davíðs Oddssonar til Perssons. Davíð sagðist í gær vera harmi sleg- inn vegna þessa voðaatburðar. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sendi einnig samúðarkveðjur til Perssons og Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, sendi fjölskyldu Önnu Lindh samúðarkveðjur. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í gærmorgun Karli Gústafi konungi Sví- þjóðar og Göran Persson forsætisráðherra samúðarskeyti vegna morðsins á Önnu Lindh. Í skeytunum vottaði forseti Íslands þeim og sænsku þjóðinni samúð sína og Íslendinga allra vegna atburðarins og sagði m.a.: „Hugur okkar dvelur hjá fjölskyldu hennar, börnum og eiginmanni sem nú glíma við sára sorg. Anna Lindh var glæsilegur og gáfaður leiðtogi, virt um veröld víða, öflugur talsmaður lýðræðis, réttlætis og mannréttinda. Við Íslendingar minnumst vináttu hennar í okkar garð og varð- veitum minningar um heimsókn hennar fyrr á þessu ári.“ Fánar í hálfa stöng Í fréttatilkynningu frá Norðurlandaráði segir að Norðurlöndin hafi misst mikilsverðan stjórnmálamann og að fráfall Önnu Lindh skilji eftir sig tómarúm á öllum Norðurlönd- unum. Forsætisráðherrar allra Norður- landanna vottuðu Svíum samúð sína vegna frá- falls utanríkisráðherrans og sömuleiðis þjóðarleiðtogar um allan heim, þ.á m. George Bush, forseti Bandaríkjanna. Í Reykjavík mátti víða sjá fána dregna í hálfa stöng í gær, t.d. við öll sendiráð erlendra ríkja. Þá voru norrænu fánarnir við Norræna húsið dregnir í hálfa stöng vegna fráfalls Lindh og einnig íslenskir fánar við aðalbygg- ingu Háskóla Íslands. Vegna fráfalls utanríkisráðherra Svíþjóðar liggur samúðarbók frammi í sendiherrabústað sænska sendiráðsins á Fjólugötu 9 sem fjöl- margir skrifuðu nafn sitt í í gær. Íslensk stjórnvöld votta samúð vegna morðsins á Lindh Morgunblaðið/Ásdís Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands, ritar nafn sitt í minningarbók um Önnu Lindh í sænska sendiráðsbústaðnum en margir lögðu leið sína þangað í gær í þessum tilgangi. ANNA LINDH, UTANRÍKISRÁÐHERRA SVÍÞJÓÐAR, RÁÐIN AF DÖGUM 10 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir í samtali við Morgun- blaðið að honum sé mjög brugðið vegna morðsins á Önnu Lindh, ut- anríkisráðherra Svíþjóðar. Ekki síst vegna þess að svona atburðir ættu helst ekki að geta gerst á Norðurlöndunum. Hann kveðst þó ekki eiga von á því að morðið muni hafa áhrif á öryggisgæslu stjórn- málamanna á Norðurlöndunum. Alltént muni það ekki hafa áhrif á öryggismál hér á landi. Davíð seg- ist hafa átt fund með Lindh þegar hún kom í heimsókn hingað til lands sl. vetur og lýsir henni sem fjörmikilli og fróðri manneskju. „Öllum er mjög brugðið,“ segir hann, „hér á í hlut einn af fremstu forystumönnum Svíþjóðar, sem hef- ur rækt sitt starf afar vel eftir því sem við þekktum til. Þetta er mikið áfall.“ Eins og áður sagði hitti hann Lindh á sérstökum fundi hér á landi í vetur. „Ég átti fund með henni hér í stjórnarráðinu. Við áttum ágætan fund; upplýsandi og skemmtilegan fund, hvar hún var fjörmikil og fróð í senn, þannig að mér verður sá fundur minnisstæður.“ Inntur eftir því hvort hann telji að þessi atburður muni hafa áhrif á öryggisgæslu stjórnmálamanna á Norðurlöndunum segir hann: „Ég á ekki endilega von á því en það verð- ur sjálfsagt farið í gegnum það. Ég held að það sé reynt að huga að þessu öryggi eins og fært er án þess að stíga skrefið til fulls með sama hætti og gert er í stærri löndum.“ Hann segir að verði „skrefið gengið til fulls“ í öryggisgæslu þá muni það um leið skerða persónufrelsi viðkomandi og svigrúm. „Þannig að auðvitað hugsa menn sinn gang.“ Hann segist þó ekki eiga von á því að öryggisgæsla stjórnmála- manna verði hert hér á landi. „Ég á ekki von á því að menn stigi það skref að láta lögreglumenn fylgja mönnum hvert fótmál. Það er nátt- úrulega dýrt en þess utan er það mjög úr takti við þann lífsstíl sem við viljum lifa hér.“ Hver var tilgangurinn? Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í fyrradag að tilræðið við Lindh væri árás á hið opna samfélag í Sví- þjóð. Þegar Davíð var spurður hvort hann teldi árásina tilræði á hið opna samfélag sagði hann að það færi eftir því hvort ráðist hefði verið á Lindh vegna starfa hennar eða hvort árásin hefði verið skelfi- leg tilviljun. „Ég veit ekki hvort það sé komið í ljós hver var tilgangur þessa manns sem voðaverkið framdi; var hann að ráðast á þessa konu vegna starfa hennar eða var það eitthvað annað sem vakti fyrir honum? Var þetta eitthvert sam- særi eða einhver skelfileg tilviljun? Maður áttar sig ekki á því.“ Davíð sagði að ef árásin hefði verið í pólí- tískum tilgangi þá væri fyrrgreind skilgreining Perssons svo sann- arlega rétt. „Ef þetta er pólitískt mál þá er skilgreiningin sannarlega rétt.“ Davíð Oddsson Óvíst um áhrifin á öryggisgæslu GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, segir morðið á Önnu Lindh, ut- anríkisráðherra Svíþjóðar, hörmulegt og bætir því við að það sé skelfilegt til þess að hugsa verði þróunin sú að stjórn- málamenn hér á Norðurlöndunum eigi ekki eftir að geta gengið um óáreittir um götur eins og hver annar borgari. „Samfélagið á Norð- urlöndunum hefur verið opið að því leyti að menn hafa geta gengið um stræti og torg án þess að verða fyr- ir árásum,“ segir hann. Guðjón segir ennfremur mikinn missi að Lindh sem stjórnmála- manni; hún hafi verið mjög efnileg- ur stjórnmálamaður og að miklar vonir hafi verið bundnar við hennar framtíð. Guðjón A. Kristjánsson Mikill missir að Lindh STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, segir morðið á Önnu Lindh, utanrík- isráðherra Sví- þjóðar, hörmu- legt. Þá sé mikil eftirsjá að Lindh sem stjórnmálamanni. „Þetta er hörmulegur atburður og kemur ákaflega illa við mann. Það er stutt síðan hún var hér í heim- sókn og áttu þá margir Íslend- ingar samskipti við hana.“ Hann segir að Lindh hafi verið mjög sýnileg og áberandi í stjórn- málum og að það sé mikil eftirsjá að henni. „Hún var kraftmikil og sjálfstæð og flest benti til að þarna færi framtíðarleiðtogi Svía,“ segir hann. Steingrímur rifjar upp morðið á Olof Palme og segir hörmulegt að Svíar skyldu aftur verða fyrir slíku áfalli. Hann kveðst hafa áhyggjur af því að morðið á Lindh muni þýða að Svíar muni telja sig knúna til að auka örygg- isgæslu í kringum fólk í opinber- um störfum. Þar með muni draga úr „hinni opnu og alþýðlegu sam- skiptahefð“ sem ríkt hefði milli stjórnmálamanna og almennings. „Maður vonar að þetta verði ekki til þess að þær hefðir verði gefn- ar upp á bátinn. Það yrði ákaf- lega dapurlegt.“ Steingrímur J. Sigfússon Hörmulegur atburður ÖSSUR Skarp- héðinsson, for- maður Samfylk- ingarinnar, sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær varla vera búinn að jafna sig á þeim tíðindum að Anna Lindh, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, hefði látist af völdum hníf- stunguárásar. „Þetta er hörmuleg- ur atburður og hugur manns leitar auðvitað fyrst til fjölskyldu hennar; sona hennar tveggja og eig- inmanns.“ Össur rifjar upp að Lindh hafi komið hingað til lands sl. vetur með eiginmanni og sonum og að henni hefði líkað svo vel að hún hefði tekið sér tvo aukafrídaga með fjölskyldu sinni. „Auðvitað er þetta líka mikill missir fyrir sænsk stjórnmál og þá ekki síst fyrir syst- urflokk okkar, Jafnaðarmanna- flokkinn,“ segir Össur en ítrekar að missirinn sé langmestur meðal ást- vina Lindh og „ungra sona sem munu aldrei geta skilið ódæði af þessu tagi fremur en aðrir“. Össur tekur fram að Norð- Össur Skarphéðinsson Hugurinn hjá fjölskyldunni urlöndin hafi hingað til verið öðru- vísi en aðrir heimshlutar að því leyti að hjá okkur á Norðurlönd- unum hafi samfélagið verið mjög opið; þar sem stjórnmálamenn og kjósendur hafi haft mjög náið sam- band. „Þessi atburður leiðir auðvit- að hugann að því hvort afleiðingin verði sú að stjórnmálamenn neyðist til þess að taka upp aðra umgengn- ishætti og haga sér með öðru móti.“ Það verði síðan til þess að það togni eða jafnvel slitni á þessu nána sam- bandi sem hafi verið milli stjórn- málamanna og kjósenda. „Það yrði sannarlega ekki góð þróun fyrir stjórnmálin og myndi auka enn á gjána milli þeirra sem eru valdir til að stjórna og hinna sem velja.“ HALLDÓR Ás- grímsson utan- ríkisráðherra segir að morðið á Önnu Lindh, ut- anríkisráðherra Svía, sé einn hörmulegasti at- burður sem hann hafi upplifað. Hann segir að sá sem þennan verkn- að framdi hljóti að vera haldinn miklum sjúkleika. „Anna Lindh var þannig manneskja að hún ávann sér vini en ekki óvini. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur hafi borið haturshug til hennar,“ segir Hall- dór. „Anna var einstök manneskja, baráttuglöð, vingjarnleg og vildi hvar sem hún kom láta gott af sér leiða. Það er ekki aðeins mikill miss- ir að henni fyrir Svíþjóð; og ég votta sænsku þjóðinni og fjölskyldu Lindh mína dýpstu samúð. Það er einnig mikill missir að henni fyrir okkur hin á Norðurlöndunum, sem áttum þess kost að kynnast henni vel. Ég sé á bak góðum vini og samstarfs- manni, sem við eigum öll eftir að sakna.“ Halldór sagði að Lindh hefði ver- ið ákveðin og staðið fast á sínu og sínum skoðunum en hún hefði um- gengist alla af mikilli virðingu. „Hún átti auðvelt með að ná fólki með sér og ná samstöðu um erfið mál. Það reyndi mjög á hana þegar Svíþjóð gegndi formennsku í Evr- ópusambandinu. Því hlutverki sinnti hún af einstökum dugnaði og þar komu hæfileikar hennar afskaplega vel í ljós.“ Halldór segir að hann og Anna Lindh hafi þekkst ágætlega og hafi átt mjög gott samstarf. „Anna var afskaplega hlý manneskja og var hrifin af Íslandi, sem hún sýndi þeg- ar hún kom í opinbera heimnsókn síðastliðinn vetur ásamt eiginmanni sínum og ungum sonum. Það voru mjög ánægjulegar stundir sem við áttum saman.“ Aðspurður hvort morðið á Lindh veki upp spurningar um öryggi nor- rænna stjórnmálamanna, þar á með- al íslenskra, svaraði hann því ját- andi. „Það gerðist einnig þegar Olof Palme [fyrrverandi forsætisráð- herra Svía] var myrtur í febrúar ár- ið 1986. Það leiddi af sér ákveðnar breytingar gagnvart forsæt- isráðherrum landanna. Hins vegar er það svo í okkar litlu samfélögum, að það er erfitt að sjá að nokkurt Norðurlandanna geti hugsað sér að við hættum að búa í þessum opnu þjóðfélögum þar sem náin tengsl eru á milli stjórnmálamanna og fólksins. Ég sé ekki fyrir mér neinar stórkostlegar breytingar þar á.“ Halldór Ásgrímsson Einn hörmu- legasti atburð- ur sem ég hef upplifað HARALDUR Johannessen ríkis- lögreglustjóri segir að morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, kalli á það að lögreglan hugi að öryggismálum æðstu stjórnar ríkisins og þeim reglum sem í gildi eru í því sambandi. „Eðli máls samkvæmt eru örygg- ismál æðstu stjórnar ríkisins í stöðugri skoðun,“ segir Haraldur. „Þessi hörmulegi atburður kall- ar á það að við munum fara frekar yfir þessi mál og ráðfæra okkur við starfsfélaga okkar í Svíþjóð og á hinum Norðurlöndunum,“ segir Haraldur. „Ég reikna með því að þessi atburður leiði til þess að lög- regluyfirvöld á Norðurlöndunum hugi sérstaklega að öryggismál- um ráðamanna. Við munum ráð- færa okkur við forsætisráðuneyti og dómsmálaráðuneyti, en ég geri ekki ráð fyrir miklum breytingum í þessum efnum hér á landi.“ Öryggisreglur í stöðugri endurskoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.