Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRANSKA stjórnin kvaðst í gær ætla að styðja tillögu um að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna aflétti refsiaðgerðum gegn Líb- ýu eftir að líbýsk stjórnvöld undirrituðu samning um bóta- greiðslur til fjölskyldna 170 manna sem fórust þegar frönsk farþegaþota var grandað yfir Níger árið 1989. Bretar vildu að öryggisráðið greiddi atkvæði um tillöguna sl. þriðjudag. Frakkar hótuðu hins vegar þá að beita neitunarvaldi sínu gegn tillögunni nema fjöl- skyldur þeirra sem fórust í frönsku þotunni fengju svipaðar bætur og fjölskyldur þeirra sem létu lífið í Lockerbie-tilræðinu. Ekki var skýrt frá því hversu miklar bætur fjölskyldur far- þega frönsku þotunnar fá. Tals- maður þeirra sagði að með samningnum hefðu þær afsalað sér rétti til frekari lögsókna. „Mussolini drap aldrei neinn“ SILVIO Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, sagði í viðtali, sem birt var í ítölsku dagblaði í gær, að fasistaleiðtoginn og ein- ræðisherrann Benito Muss- olini hefði aldrei drepið neinn. Um- mælin ollu uppnámi með- al stjórnar- andstæðinga og leiðtoga gyð- inga. „Mussolini drap aldrei neinn. Mussolini var vanur að senda fólk í frí innan landamæranna,“ sagði Berlusconi í viðtalinu. Hann útskýrði síðar að hann hefði ekki ætlað að bera í bæti- fláka fyrir Mussolini, kvaðst að- eins hafa svarað ummælum blaðamanns sem hefði líkt Írak undir stjórn Saddams Husseins við Ítalíu Mussolinis. „Ég sætti mig ekki við þessa samlíkingu, eða að landi mínu væri líkt við annað einræðisríki, land Sadd- ams Husseins, sem bar ábyrgð á dauða milljóna manna.“ „Fasistastjórnin kom ekki upp útrýmingarbúðum fyrir gyðinga, en hún stuðlaði örugg- lega að því að þeim var komið upp,“ sagði formaður samtaka ítalskra gyðinga. „Teljist menn ekki hafa drepið nema þeir geri það með eigin höndum væri hægt að segja að jafnvel Hitler hafi ekki drepið neinn.“ Berezovskí veitt hæli BRESK stjórnvöld hafa ákveðið að veita rússneska auðjöfrinum Borís Berezovskí hæli í Bret- landi þótt rússnesk yfirvöld hafi krafist þess að hann verði fram- seldur til Rússlands vegna meintra fjársvika hans eftir hrun Sovétríkjanna. Berez- ovskí, sem er einn af helstu and- stæðingum Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, lýsti ákvörð- un breskra stjórnvalda sem miklum sigri fyrir sig og kvaðst hafa sannfært þau um að hann væri fórnarlamb „pólitískra hefnda“. STUTT Frakkar styðja af- nám refsi- aðgerða Silvio Berlusconi BANDARÍKJAMENN minntust í gær atburðanna 11. september fyrir tveimur árum þegar hryðjuverka- menn rændu fjórum farþegaflugvél- um og flugu þremur þeirra á World Trade Center í New York og Penta- gon-bygginguna í Washington. Hátt í 3.000 manns létu lífið í þessum voða- verkum. Mikill öryggisviðbúnaður var í New York og Washington í gær, m.a. vegna þess að yfirvöld töldu aukna hættu á nýjum árásum. Sérstök minningarathöfn var hald- in á staðnum þar sem World Trade Center stóð áður. Hún hófst með því að viðstaddir virtu einnar mínútu þögn kl. 8.46 að staðartíma en á þeirri stundu fyrir tveimur árum skall fyrsta farþegaflugvélin, sem hryðju- verkamennirnir höfðu rænt, á norð- urturni World Trade Center. Við- staddir þögðu síðan aftur í eina mínútu nítján mínútum síðar, til að minnast þess er seinni farþegavélin lenti á suðurturni byggingarinnar. Veður var gott í New York í gær og ekki ský á himni. Tvö hundruð börn, dætur og synir einstaklinga sem lét- ust í árásunum, lásu upp nöfn allra þeirra 2.792 manna sem biðu bana í árásinni á New York. Kirkjuklukkum hringt George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði við athöfn í Washington að Bandaríkjamenn minntust nú fórnar- lamba voðaverks. „Við minnumst nú þeirra sem biðu bana. Við minnumst hetjudáðanna. Við minnumst þeirrar samkenndar og samúðar, sem greip um sig meðal þjóðarinnar á þessum hræðilega degi,“ sagði Bush. Minningarathöfn var einnig haldin við Pentagon-bygginguna, þar sem 184 biðu bana. Þá glumdu kirkju- klukkur í Shanksville í Pennsylvaníu, þar sem fjórða farþegavélin hrapaði til jarðar eftir að hryðjuverkamenn- irnir höfðu verið yfirbugaðir af far- þegunum. Glumdu klukkurnar fjöru- tíu sinnum, einu sinni fyrir hvern farþega flugvélarinnar. Fórnarlamba árásanna 11. september minnst New York. AFP. AP Anthony Taccetta, sem er tíu ára gamall, heldur á lofti ljósmynd af frænda sínum, slökkviliðsmanninum Lenny Ragaglia, í gær. Ragaglia lést í árás- unum á World Trade Center. George W. Bush Bandaríkjaforseti og Laura, kona hans, við minning- arathöfn fyrir utan Hvíta húsið í Washington. SÉRFRÆÐINGAR bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, segjast nokkuð vissir um að hljóðupptaka sem kom fram daginn áður en þess var minnzt að tvö ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin geymi rödd næst- æðsta stjórnanda al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, Ayman al-Zawahri. Þeir kveðast ekki eins vissir um að meint rödd Osama bin Ladens sé í raun hans. Skýrðu talsmenn CIA frá þessu í gær. Hljóðupptökurnar fylgdu myndbandi sem arabíska sjónvarpsstöðin Al- Jazeera sýndi í fyrradag þar sem má sjá þá al-Zawahri og bin Laden með hríðskotariffla um öxl í grýttu fjallalandslagi. Sögðust stjórnendur Al- Jazeera hafa fengið upptökurnar í hendur á miðvikudag. Myndbandsupptök- urnar væru alls um einn tími og 45 mínútur að lengd, en hljóðupptakan að- eins um átta mínútur. Þeir vildu ekki gefa upp hvernig upptökurnar hefðu borizt Al-Jazeera, aðeins að myndbandið væri framleitt af fyrirtæki sem nefndist Al-Sahhab, sem „sérhæfði sig í að útbúa kvikmyndaefni fyrir Al- Qaeda“. Ekki vissir um rödd bin Ladens Washington, Beirut. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.