Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 43  Fleiri minningargreinar um Högna Jóhannsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. En fjórtán árum síðar, hinn 17. apríl 1954, gengu þau í hjónaband. Saman eiga þau fimm mannvænleg börn, tvo syni og þrjár dætur. Stöð- ugt hefur bæst í hópinn því barna- börnin eru orðin ellefu og barna- barnabörnin tvö. Að lokum vil ég hrósa systur minni fyrir dugnað hennar og fórnfýsi í gegnum öll þessi ár. Það má ei gleymast. Eitt kærleiksorð, það sólbros sætt um svartan skýjadag. Ó, hvað það getur blíðkað, bætt og betrað andans hag. (S. Th.) Elsku systir mín og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Unnur Jóhannesdóttir, börn og barnabörn. Minningarnar hrannast upp um Sverri, mann sem var mér alla tíð góður. Aldrei minnist ég þess að Sverrir hafi verið að æsa sig yfir hlutunum við okkur, „stóru“ fjöl- skylduna, sem vorum saman komin í sumarbústað foreldra minna austur í Laugardal sumar eftir sumar. Sverr- ir var mikið á sjónum í þá tíð en mamma og Gunna frænka voru með okkur grísina í dalnum og ólu okkur upp eftir bestu getu. Þegar Sverrir kom austur kom hann alltaf færandi hendi með góðgæti eða leikföng og hvort sem um var að ræða hans eigin börn eða börnin hennar mömmu var ekki gerður mannamunur, allir fengu sitt. Ég gæti setið lengi við og talið upp mannkosti Sverris og yfirvegun því að allir sem þekktu hann vita hvaða yndislega mann hann hafði að geyma. Við ferðalok langar mig að biðja Sverri þeirrar bónar að skila kveðju til föður míns ef svo vel vildi til að hann rækist á hann einhvers staðar á ferli. Elsku, elsku Gunna frænka, megi börn þín, fjölskyldur þeirra og al- máttugur Guð styrkja og styðja þig í sorg þinni. Hvíldu í ró og friði. Edda. Hvernig minnist maður manns sem var sterkur, ákveðinn, heiðar- legur, skyldurækinn, myndarlegur, snyrtilegur, smekklegur, duglegur, vinnusamur, reglusamur, hlýr, örlát- ur, nákvæmur, hafði yndislega kímnigáfu, var góður faðir og ástrík- ur eiginmaður? Sverrir bjó yfir öll- um þessum eiginleikum sem stund- um er svo óskiljanlegt í ljósi þess heilsuleysis sem hann mátti stríða við allt frá besta aldri. En þetta er erfitt að orða og það stendur reyndar hvergi skráð því að reisn Sverris var slík að aldrei þáði hann það sem honum bar heldur vann sína vinnu eins og aðrir full- frískir menn og það langt fram yfir eftirlaunaaldur. Síðasta æviár Sverris herjuðu svo á hann fleiri sjúkdómar en hægt er að leggja á eina manneskju. En jafn- vel þá lét hann ekki staðar numið heldur hélt sínu striki við tómstundir og störf, keyrði upp í sumarbústað, smíðaði, sífellt eitthvað að bauka. Þrekið og styrkurinn var hreinlega með ólíkindum. Suma þessa mannkosti þekkti ég af eigin raun en flesta þó í gegnum þá sem elskaði hann, elsku Ernu vin- konu mína. Væntumþykjan og virð- ing hennar fyrir föður sínum var djúp og ekki laust við að í augum vin- kvenna hennar yrði Sverrir eins kon- ar dýrlingur. Auðvitað getur hann varla hafa verið gallalaus frekar en aðrir góðir menn en stundum hefur hvarflað að mér að einu gallar Sverr- is hafi verið mannkostirnir sjálfir. Samband hans og eftirlifandi eigin- konu, Guðrúnar, var fallegt og náið, þau voru alltaf tvö saman, hjón og bestu vinir sem eignuðust fimm börn, og þegar Sverrir lést voru barnabörnin ellefu, barnabarna- börnin tvö. Þar hafa eiginleikar Sverris erfst og augun sem eru eng- um lík. Minningin um Sverri er öllum sem þekktu hann bætandi og upplífgandi. Megi dyggðir hans vera ástvinum styrkur á kveðjustund. Sigrún Pálsdóttir. ✝ Högni Jóhanns-son fæddist í Auðahrísdal fyrir ut- an Bíldudal í Arnar- firði 7. apríl 1924. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut aðfaranótt 4. septem- ber. Foreldrar hans voru Jóhann Eiríks- son, f. 5.5. 1874, og Salóme Kristjánsdótt- ir, f. 24.6. 1889, lést af slysförum 1943. Þau gengu í hjónaband 21.3. 1909. Börn þeirra auk Högna eru: 1) Gunnar, f. 3.9. 1908, d. 19.12. 1996, 2) Högni, f. 7.9. 1910, d. 16.7. 1924. 3) Ragnar, f. 22.6. 1911, látinn. 4) Gústaf Adólf, f. 5.11. 1914, dó af slysförum í fiskiróðri 25.11. 1939, ókvæntur og barnlaus. 5) Gunn- laugur, f. 21.7. 1914, fórst með mb. Þormóði frá Bíldudal 1943. 6) Jón, f. 27.7. 1915. 7) Emma Sigríður, f. 24.6. 1917, látin. 8) Hulda Sigríður, f. 19.11. 1918. 9) Halldóra, f. 12.9. 1922. 10) Þorsteina, f. 12.5. 1925. Áður var Jóhann kvæntur Guð- rúnu Ólafsdóttur, f. 14.9. 1873, d. 1906. Börn þeirra og hálfsystkini Högna voru: 1) Valgerður, f. 21.5. 1897. 2) Eiríkur, f. 22.11. 1898, lát- inn. 3) Kristín Pálína, f. 23.6. 1900, látin. 4) Jóhann, f. 16.11. 1902, lát- inn. 5) Ólafur, f. 17.1. 1904, lést af slysförum. Hinn 14. september 1958 kvænt- ist Högni eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónu Guðlaugu Þorgeirs- dóttur, og saman eiga þau fimm börn, en fyrir átti Högni einn son, óskírðan, f. 21.3. 1946, d. sama dag. Börn Högna og Jónu eru: 1) Anna Þorgerður, f. 23.8. 1958, sambýlis- maður hennar er Eggert Bergsveins- son, saman eiga þau þrjú börn. 2) Ólafur Jóhann, f. 29.12. 1960, kvæntur Sæ- rúnu Lísu, og saman eiga þau tvö börn, fyrir á Ólafur Jóhann tvö börn og fyrir á Særún Lísa tvö börn. 3) Salóme, f. 8.6. 1963, og á hún tvö börn með Jóni Aðal- steini en þau slitu samvistum fyrir 14 árum. Sambýlismað- ur Salóme í dag er Gerald Martin Wall. 4) Unnur, f. 23.1. 1966, og á hún þrjú börn með Arngrími Óm- ari en þau slitu samvistum fyrir tveimur árum. Sambýlismaður Unnar í dag er Guðni Ársæll, fyrir á hann einn son. 5) Arnbjörg, f. 17.5. 1972, og á hún tvö börn. Fyrir átti Jóna Guðlaug þrjú börn. Þau eru: 1) Andrés Þorgeir, f. 22.11. 1953, kvæntur Hugrúnu Halldórs- dóttur, f. 24.3. 1945, og saman eiga þau tvö börn og eitt barnabarn, fyrir á hann einn son og tvö barna- börn, og fyrir á Hugrún fimm börn. 2) Hallgrímur, f. 3.5. 1957, og á hann tvö börn, og þrjú barna- börn. 3) Dóttir fædd andvana. Högni var sjómaður, auk þess að vera þúsundþjalasmiður. Hann byrjaði til sjós aðeins 14 ára gam- all. Þegar árin fóru að færast yfir stundaði hann landvinnu sem á einn eða annan hátt tengdist sjón- um. Árin 1983 til 1989 starfaði hann í Tollvörugeymslunni við Héðinsgötu. Útför Högna fer fram frá Selja- kirkju í Breiðholti í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Kveðjan mín til þín, elsku pabbi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín er sárt saknað, guð geymi þig. Þín dóttir Unnur. Elsku besti pabbi minn, nú dap- urt er í mínu hjarta því nú komið er að kveðjustund, þú ert búinn að vera svo duglegur í gegnum þín veikindi svo lengi og þú varst orðinn óskaplega þreyttur. Um leið og ég kveð þig, elsku pabbi minn, þá lang- ar mig að minna þig á hversu mik- ilvægt hlutverk þú lékst í mínu lífi. Það er stór gjá milli þess sem ég hef sagt þér um ævina og þess sem ég mundi vilja hafa sagt, ég vona að mínar hugsanir sem ég rita hér komi til með að minnka þessa gjá, pabbi, ég held að þú vitir alveg hversu mikilvægur þú varst í mínu lífi sem pabbi og vinur, það er svo margt sem ég hef reynt að segja þér í gegnum árin með mínu brosi og faðmlögum, hversu þakklát ég er að þú sért pabbi minn, hversu náin við vorum og hversu mikið ég lít upp til þín. Hvenær sem heimurinn virðist svo snauður af hetjum þá hugsa ég til þín og ég veit að ég á mína eigin hetju og mun alltaf eiga. Það ert þú, pabbi minn, sá sem ég leitaði til þegar mig vantaði leiðsögn og visku, öryggi og stuðning, ég er þér svo þakklát pabbi minn, takk fyrir að vera sá sem ég gat talað við og deilt sálu minni með, fyrir þínar bænir og þolinmæði, fyrir að kenna mér það sem þú gast og leyfa mér að læra svo margt á eigin spýtur. Þú hvattir mig til að trúa á það besta, að ganga alltaf upprétt. Allt sem ég er í dag ætla ég að varðveita þar til ég geng á þinn fund því það mun alltaf minna mig á hversu náin við vorum og verðum. Ég bið góðan almátt- ugan guð að geyma þig, elsku pabbi minn, og litlu englarnir munu færa þér laxableikar rósir frá mér. Í þögninni ég hugsa um þig, til þín ég tala líka. Þú varst alltaf þar, þegar ég þarfnaðist þín, ekkert verk of stórt eða smátt, með þitt elskandi hjarta og viljugu hendur. Fyrir mig þú gerðir allt. Þín elskandi dóttir Salóme. Elsku afi, takk fyrir allt. Við eigum minningar um brosið bjarta, lífsgleði og marga góða stund, um mann sem átti gott og göfugt hjarta sem gengið hefur á guðs síns fund. Hann afi lifa mun um eilífð alla til æðri heima stíga þetta spor. Og eins og blómin fljótt að frosti falla þau fögur lifna aftur næsta vor. (Guðrún Vagnsdóttir.) Fannar Smári Erlingsson, Arngrímur Arngrímsson, Ellen María Arngrímsdóttir. HÖGNI JÓHANNSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Lokað í dag, föstudaginn 12. september eftir hádegi, vegna útfarar SIGURGEIRS ÞORSTEINSSONAR skrifstofustjóra. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Kær frænka okkar, SOFFÍA VILHJÁLMSDÓTTIR, Skeggjagötu 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Oddakirkju á Rangár- völlum laugardaginn 13. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðnir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Systkinabörnin. Ástkær fósturmóðir, systir, tengdamóðir og amma, JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hurðarbaki, Birkivöllum 10, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 13. september kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og annarra vandamanna, Matthías Viðar Sæmundsson og Steinunn Ólafsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, KRISTINN HANSEN, Santa Fe, New Mexico, er látinn. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Joyce Hansen. Móðurbróðir minn, GÍSLI KETILSSON, Hellissandi, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 4. september, verður jarðsunginn frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 13. septem- ber kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Breiðfjörð Eiríksson. EIRÍKUR ELISSON, Bláskógum 8, Egilsstöðum, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 10. september. Jarðarförin auglýst síðar. Fjölskylda hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.