Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Eftir hv erju ertu að bíða, manne skja! Dagana 11. til 14. september er rétti tíminn til að kaupa sér notaðan bíl. Þá fer fram á efsta bílaplaninu í Kringlunni ótrúlegt útsölu BÓNANZA á notuðum bílum. Komdu og gerðu ótrúleg kaup, þetta er verð sem kemur ekki aftur - allir bílar munu seljast. Ótrúlegt en hreina satt! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 21 95 5 0 9/ 20 03 Opið til kl. 21.00 í kvöld! og fjölda annarra bíla ÍBÚAR í Grafarvogi fá útdeilt heimabökuðu brauði gangi þeir til altaris í útimessu á Graf- arvogsdaginn á morgun. Stefán Sandholt, bakari Grafarvogsbúa, ætlar að baka brauðið m.a. úr byggi sem ræktað var af starfs- fólki jarðræktarsviðs Rannsókn- arstofnunar landbúnaðarins, RALA, á Keldnaholti í Grafarvog- inum. Björn Erlingsson, sem er virk- ur í starfi sóknarinnar í Stað- arhverfi, segir að um 10 kg af byggi hafi fengist af akrinum við Korpu til að nota í brauðið. Fyrst var það skorið, kornið slegið af axinu og það fínhreinsað með sigti. Kornið verður notað heilt í brauðið en er ekki þurrkað og malað svo úr verði hveiti. Saga Korpúlfsstaða kynnt Grafarvogshátíðin er nú haldin í sjötta sinn og er útimessan einn liður í viðamikilli dagskrá. Séra Bjarni Þór Bjarnason, einn fjög- urra sóknarpresta, segir að á annað hundrað manns komi beint að messunni. Allir prestarnir þjóni, kórar kirkjunnar syngi auk aðkomu annarra leikmanna. Svo er búist við fjölda messugesta. Athöfnin hefst fyrir utan aðaldyr Korpúlfsstaða kl. 13 og verður stólum stillt upp svo fólk geti set- ið. Korpúlfsstaðir verða í bak- grunni dagsins og þar munu íbú- ar Grafarvogs hittast. Saga bæj- arins verður kynnt af Birgi Aðalsteinssyni bónda sem þar er alinn upp og öllu kunnugur. Menningarverðlaun verða afhent í golfskálanum og skólabörn leika, syngja og spila á hljóðfæri. Korpuskóli verður opinn gestum auk þess sem handverksfólk sýnir verk sín. Dáðadrengir spila svo um kvöldið, en deginum lýkur með mikilli flugeldasýningu kl. 22. Björn segir Grafarvoginn líkj- ast litlu bæjarfélagi á degi sem þessum þar sem íbúar koma sam- an og eiga góða stund. Þá fléttast saman fólk úr starfi íþróttafélags- ins, kirkjunnar og skólunum. Margir einstaklingar leggi sín lóð á vogarskálarnar til að gera dag- inn skemmtilegan; bakarinn úr hverfinu bakar brauðið, skáldin lesa úr verkum sínum, handverks- fólkið sýnir muni og krakkarnir spili og syngi. Allt er þetta tengt hverfinu sem fólkið býr í. Grafarvogsdagurinn haldinn hátíðlegur á morgun Heimabökuðu brauði útdeilt við altarisgöngu Morgunblaðið/Kristinn Stefán Sandholt bakari leyfir sr. Bjarna Þór Bjarnasyni, Áslaugu Helgadótt- ur hjá RALA og Birni Erlingssyni t.h. að smakka á nýbökuðu altarisbrauði. „Það smakkaðist einstaklega vel,“ sagði Björn ánægður með afraksturinn. Grafarvogur KÍNVERSKA sendiráðið við Garða- stræti 41 hefur látið útbúa tennisvöll í fullri stærð í bakgarðinum. Ná- grannar sendiráðsins sendu á mánu- dag úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála í Reykjavík stjórn- sýslukæru og fara fram á að heimild byggingarfulltrúa til fram- kvæmdanna verði felld niður og þær stöðvaðar. Í greinargerð með stjórnsýslu- kærunni segir að sendiráðið hafi hundsað fyrirmæli byggingafulltrúa Reykjavíkur. Í bréfi bygginga- fulltrúans frá 26. mars sl. kom fram að ekki þurfi að sækja um leyfi fyrir gerð tennisvallarins þar sem land- hæð yrði nær óbreytt. Þetta telja ná- grannarnir að hafi verið þverbrotið og segja að miklu magni af jarðvegi hafi verið keyrt í lóðina. Innbyrðis afstaða garðanna hafi því raskast stórlega. Nú hafi lóð kínverjanna verið lyft töluvert upp fyrir lóð ná- grannanna, sem áður hafi verið í sömu hæð. Eftir fund með byggingafulltrúa voru framkvæmdirnar stöðvaðar 8. ágúst. Segir byggingafulltrúi í bréfi að umfang framkvæmdanna var meira en honum var gert grein fyrir í upphafi. Málinu var vísað til borg- arlögmanns sem sagði það álit sitt, að gerð tennisvallar á einkalóð kín- verkska sendiráðsins sé ekki bygg- ingarleyfisskyld og afgreiðsla bygg- ingarfulltrúa því í samræmi við lög og reglur. Á fundi byggingarfulltrúa 26. ágúst var svo samþykkt bygging- arleyfi fyrir gerð tennisvallarins. Þessa afgreiðslu byggingafulltrúa hafa nágrannar sendiráðsins nú kært til úrskurðarnefndar skipu- lags- og byggingamála. Segir að ein höfuðástæðan fyrir kærunni sé sú að framkoma starfsmanna sendiráðsins gagnvart nágrönnum hafi einkennst af frekju og yfirgangi. „Virðist sem erlendir sendimenn telji sig hafna yf- ir þær almennu samskipta- og laga- reglur, sem gilda í því landi, sem þeir dveljast í,“ og vitnað í 41. grein Vín- arsamnings um stjórnmálasamband þar sem skýrt sé tekið fram að sendi- mönnum beri að virða lög og reglur móttökuríkisins. Þegar byggingar- leyfi er veitt skal grenndarkynning Nágrannar kínverska sendiráðsins ósáttir Kæra byggingu tenn- isvallar í bakgarði Vesturbær Morgunblaðið/Jim Smart Nágrannar kínverska sendiráðsins í Garðastræti munu væntanlega geta fylgst með starfsmönnum þess út um gluggann slá á milli sín tennisbolta. NÝTT húsnæði Lækjarskóla í Hafnarfirði verður vígt í dag og stjórnendum afhentur skólinn form- lega við hátíðlega athöfn. Haraldur Haraldsson hefur verið ráðinn skólastjóri og hlakkar til fyrsta vetrarins í glæsi- legu húsnæði við lækinn. „Við erum stödd inn í listaverki,“ segir Haraldur. Líðanin í vinnunni sé góð, ekki bara út af fyrsta flokks að- stöðu, heldur ekki síst vegna fólksins sem þarna starfi. Bæði börn og full- orðnir skapi góðan anda og hjálpist að við að gera daginn góðan og gagnleg- an. Skólinn fellur geysilega vel inn í umhverfið að sögn Haraldar og verktakar hafa varðveitt vel ná- grenni skólans á byggingartíman- um. Hraunið sem húsið stendur í fær að njóta sín sem og gróðurinn. „Mér finnst þetta lofa afskaplega góðu þannig að ég er bæði stoltur og glaður,“ segir skólastjórinn. Að- koman sé góð og mikill mannauður búi bæði í nemendum og starfsfólki. Hafnfirðingar byggi á svo góðum grunni. Haraldur nefnir sem dæmi að börnin bæði heilsa og kveðja sem honum þykir vænt um. Það merki að þau kunni að tjá sig. Í skólanum verður nemendum boðið upp á heitan mat í hádeginu. Þar er líka sérdeild fyrir yngsta stig og miðstig grunnskóla í Hafnarfirði og móttökudeild fyrir nýbúa. Um 460 nemendur í 1.-10. bekk munu sækja skólann daglega. Skólinn er í eigu Nýtaks og er smíði hans svokölluð einkafram- kvæmd. Þá leigir Hafnarfjarðarbær húsnæðið af fasteignafélagi til árs- ins 2028 samkvæmt sérstökum þjónustusamningi. Arkitektar að húsinu eru Finnur Björgvinsson, Hilmar Þór Björnsson og Sigríður Ólafsdóttir. Formleg vígsluathöfn fer fram kl. 13 í dag. Húsið verður blessað, frumfluttur verður skólasöngur Lækjarskóla auk kaffiveitinga. Har- aldur segir stefnt að því fljótlega að hafa opinn dag þar sem landsmenn geti kynnt sér húsnæðið og starf- semi skólans. „Ég vona að fólk finni að hérna er stærsta heimili hverf- isins,“ segir hann. Nýr Lækjarskóli í Hafnarfirði vígður Morgunblaðið/Þorkell Haraldur Haraldsson, skólastjóri Lækjarskóla. Skólinn er listaverk Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.