Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðrún Einars-dóttir fæddist í
Reykjavík 4. septem-
ber 1922. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 2. septem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Einar E. Sæmund-
sen skógræktar-
fræðingur og skóg-
arvörður á
Suðurlandi, f. 7.
október 1885 á
Hrafnabjörgum í N-
Múlasýslu, d. 16.
febrúar 1953, og
Guðrún Sigfríður Sæmundsen,
húsfreyja í Reykjavík og síðan
Kópavogi, f. 14. september 1886 á
Nautabúi í Hjaltadal, d. 15. ágúst
1972. Guðrún átti einn bróður,
Einar Guðmund, skógarvörð og
framkvæmdastjóra Skógræktar-
félags Reykjavíkur, f. 18. septem-
ber 1917 á Þjótanda í Árnessýslu,
d. 15. febrúar 1969. Kona Einars
var Sigríður Vilhjálmsdóttir hár-
greiðslukona og húsfreyja, f. 3.
júní 1916, d. 12. ágúst 1999.
Guðrún giftist 2. desember
1944 Lofti Þór Einarssyni húsa-
smíðameistara, f. 26. júní 1921 á
Geldingalæk á Rangárvöllum, d.
30. maí 1954. Foreldrar hans
voru Einar Jónsson bóndi og al-
þingismaður frá Geldingalæk, f.
b) Áslaug, f. 29. október 1981 í
Reykjavík. 3) Yngvi Þór, f. í
Reykjavík 11. febrúar 1952, land-
fræðingur og landslagsarkitekt,
búsettur í Kópavogi, k. 14. júlí
1978 Jóna Björg Jónsdóttir
meinatæknir, f. 11. mars 1952 á
Akureyri. Þeirra börn eru: a)
Bryndís, f. 9. janúar 1979 í
Reykjavík, sambýlismaður Bjarki
Hólm; b) Guðrún Ragna, f. 22.
apríl 1982 í Reykjavík, sambýlis-
maður Júlíus Þór Sigurjónsson;
c) Þorsteinn, f. 23. júlí 1984 í
Kanada.
Guðrún varð gagnfræðingur frá
Ingimarsskóla 1939. Að lokinni
gagnfræðaskólagöngu vann hún
ýmis störf, m.a. við gróðrarstöðv-
arnar í Múlakoti og á Vöglum.
Guðrún og Loftur hófu búskap í
foreldrahúsum á Grettisgötu 67 en
fluttu árið 1950 í Fossvogsdal í
Kópavogi ásamt foreldrum hennar,
bróður og mágkonu og móður
Lofts. Þar sameinaðist fjölskyldan
við byggingu húsa við Nýbýlaveg 3
og 5 (síðar Birkigrund 9a og 9b).
Guðrún var lengst af húsfreyja
en eftir lát Lofts starfaði hún sem
skrifstofumaður hjá Skógræktar-
félagi Reykjavíkur fram til 1963.
Eftir stofnun hjúkrunarheimilisins
Sunnuhlíðar 1982 vann hún sem
sjálfboðaliði á vegum Rauða kross
Íslands fram til 1998. Guðrún bjó
til hinsta dags í húsi sínu við Birki-
grund og eftir að hún veiktist á
árinu 1998 hafði hún dagdvöl í
Sunnuhlíð.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
18. nóvember 1868, d.
22. október 1932, og
Ingunn Stefánsdóttir,
rjómabúfræðingur og
húsfreyja, f. 15. des-
ember 1880, d. 20.
febrúar 1952. Guðrún
og Loftur eignuðust
þrjá syni: 1) Jón, f. 2.
desember 1945 í
Reykjavík, skógrækt-
arstjóri, búsettur á
Stóra Sandfelli I í
Skriðdal, k. 3. apríl
1971 Berit Helene
Johnsen, doktor í sér-
kennslufræðum, f. 20.
maí 1951 í Kongsberg í Noregi.
Þeirra börn eru a) Loftur Þór, f.
4. september 1971 í Noregi, sam-
býliskona Edda Óttarsdóttir; b)
Andra Björk, f. 31. ágúst 1974 á
Egilsstöðum, sambýlismaður
Olave Hoemsnes; c) Sólrún Kari,
f. 8. júní 1977 í Noregi, sambýlis-
maður Aimar Niedzwiedzki
Braaten; d) Árni Berúlfur, f. 14.
júlí 1984 á Egilsstöðum. 2) Einar,
f. í Reykjavík 3. maí 1949, vél-
stjóri og húsasmíðameistari, bú-
settur í Kópavogi, k. 15. nóvem-
ber 1975 María Sigurðardóttir,
matarfræðingur, f. 3. febrúar
1949 í Reykjavík. Þeirra börn
eru: a) Loftur Þór, f. 2. nóvember
1976 í Reykjavík, sambýliskona
Brynhildur Helga Nikulásdóttir;
Elsku Dúna. Í huganum virði ég
fyrir mér sólbrúnt slétt andlit þitt,
umlukt silfurgráu hári sem skreytir
hvítan koddann. Hjartað bærist
hljótt í brjósti þínu og hugur minn
hverfur 35 ár aftur í tímann þegar
þú varst húsmóðir á Nýbýlavegi 5.
Fjórtán árum áður hafðir þú misst
áskæran eiginmann langt um aldur
fram frá þremur ungum drengjum.
Á þeim tíma sem ég kynnist fjöl-
skyldunni voru þar grösugar lendur
með hesta á beit og hænur sem
verptu fyrir heimilisfólkið, dreng-
ina þína, ömmu Guðrúnu og Steina
frænda. Það leið ekki á löngu þar til
ég uppgötvaði að í næsta húsi bjó
annar hluti fjölskyldunnar, Sísi og
Einar frændi, ásamt börnunum sín-
um.
Allt var þetta mjög spennandi í
augum 16 ára stúlku sem kunni vel
að meta sveitasæluna sem þarna
ríkti mitt í amstri stórborgarinnar.
Fossvogsdalurinn var umgjörð
þessarar sveitasælu. Þú varst frá-
bær húsmóðir sem auðvelt var að
taka sér til fyrirmyndar. Amma
Guðrún var líka liðtæk í eldhúsinu
og við kleinubaksturinn sem var
fastur liður í heimilishaldinu. Þú
kenndir mér að búa til bestu kjöt-
súpu í heimi. Þú kenndir mér líka að
vera með hvíta svuntu. Þegar eitt-
hvað mikið stóð til hjá okkur Yngva
varstu vön að taka dúkana okkar og
strauja þá af stakri snilld til að létta
undir.
Börnin hændust að þínu blíða fasi
og nutu návistar við þig. Auk barna-
barnanna varst þú amma allra
barnanna á Torfunni. Það var mikið
ríkidæmi, sem ekki hlotnast öllum.
Allt fram á síðasta dag varst þú
mikill náttúruunnandi og naust
hverrar sólskinsstundar sem gafst í
garðinum þínum. Þar töluðu lauf
trjánna sínu máli og hvísluðust á í
vindinum um allt það sem fram fór í
húsunum tveimur sem voru hlið við
hlið og upphaf heillar stórfjölskyldu
sem byggði mörg hús á litlu svæði,
svonefndri Torfu. Þarna bjó allt
frændfólkið, afkomendur þínir og
Einars bróður þíns. Það var einmitt
vegna þessa fyrirkomulags og góðr-
ar umönnunar sona þinna að þér
hlotnaðist sú gæfa að geta búið
heima svo lengi. Allir lögðu sitt af
mörkum og ekki síst frændfólkið
sem bjó í svo mikilli nálægð við þig.
Nú lít ég aftur til nútímans og sé
þig enn fyrir mér sofandi svo fallega
á hvítum koddanum. Við kveðjum
þig nú með trega en örugg því við
vitum að þú hvílir í örmum löngu
liðinna ástvina. Hver kveðjustund
hefur í för með sér nýtt upphaf. Að
lokum drúpum við höfði í lotningu
gagnvart æðsta dómsvaldi þessa
heims og lútum þeim dómi sem
kveðinn er upp.
Guð blessi þig.
Jóna Björg Jónsdóttir.
Ég á erfitt með að trúa því að
amma mín, hún amma Dúna, sé dá-
in. Að húsið hennar í Birkigrund-
inni sé án litlu sætu ömmu minnar.
Húsið hennar ömmu var undra-
heimur út af fyrir sig. Kjallarinn
var fullur af gömlum húsgögnum og
fötum sem við barnabörnin hennar
gátum notað óspart í ýmsa þykj-
ustuleiki og leikrit.
Amma var líka nánast alltaf
heima þegar mann vanhagaði um
eitthvað. Sama hvaða tíma dags við
krakkarnir vorum búin í skólanum,
alltaf gátum við kíkt yfir til ömmu
Dúnu. Það virðist vera eins með all-
ar ömmur, þær vilja alltaf vera að
gefa manni eitthvað að borða. Þegar
við vorum lítil gátum við átt von á að
fá heimsins besta hakkrétt eða
besta grjónagraut sem til var, réttir
sem hún átti lager af í stærstu
frystikistu sem ég hafði séð. Einnig
var eitt annað mjög „ömmulegt“ við
hana, hún var alltaf jafn hissa yfir
því hvað við værum orðin stór. Þó
að ég hafi beygt mig niður til þess
að kyssa hana á ennið síðan ég var
15 ára var það alltaf jafn mikið
sjokk fyrir hana að sjá að ég væri
orðin stærri en hún.
Amma var trúuð kona. Tók að sér
það hlutverk snemma að fræða okk-
ur barnabörnin um trú og allt sem
henni tengdist. Hún kenndi mér Fað-
irvorið, fór með mig í sunnudagaskól-
ann og leyfði mér líka stundum að
koma með í messur í Sunnuhlíð, þar
sem hún aðstoðaði prestinn. Hún
vildi líka fá að vita klukkan hvað við
værum að fara í próf eða keppa, því
þá skyldi hún hugsa fallega til okkar
og biðja fyrir okkur. Ég er ekki frá
því að mér hafi gengið betur í þau
skipti sem hún gerði það.
Ég á eftir að sakna þess að kyssa
hana á ennið, sakna þess að grúska í
öllum fínu kjólunum hennar og
skoða allar myndirnar hennar,
sakna þess að fá hana í mat um
helgar og sakna þess að kíkja yfir til
hennar í mjólkursopa eftir skóla.
Það er svo margt sem mig langar
að segja um ömmu, ótal margt sem
erfitt er að koma orðum að. Ég er
fegin því að hafa fengið að kveðja
hana og fegin því að hafa sagt henni
oft að mér þykir vænt um hana.
Elsku amma mín, ég vona að þér
líði vel þar sem þú ert núna og að
þið Loftur afi séuð loksins saman
eftir langan aðskilnað.
Þín
Áslaug.
Ég á margar minningar úr æsku
þar sem amma Dúna og amma Sísí
eru í aðalhlutverkum. Þær tvær
áttu margt sameiginlegt, báðar
höfðu þær misst maka sinn snemma
á lífsleiðinni og stóðu sterkar saman
sem vinkonur, mágkonur og ná-
grannar. Þær ferðuðust víða og
nutu styrks hvor frá annarri. Börn-
in þeirra eru sem systkini og við
barnabörnin erum samheldinn hóp-
ur. Samgangur hefur alltaf verið
mikill á Torfunni, fastir liðir eins og
sunnudagskaffi meðan amma Sísí
var hjá okkur, daglegt spjall úti á
plani þegar einhver átti leið hjá og
ég man ekki þau áramót þar sem ég
hef ekki staðið í eldhúsinu hjá Dúnu
ásamt öðrum og þakkað fyrir liðin
ár. Dúnu þótti afskaplega gaman
þegar fólkið á Torfunni kom saman
og því fleiri því skemmtilegra. Ætíð
geislaði hún af gleði og var hrókur
alls fagnaðar með skemmtilegum
tilsvörum.
Ýmsar minningar á ég tengdar
bílferðum okkar Dúnu, fyrst hún
sem bílstjórinn en nú síðustu ár hef
ég verið í því sæti. Við krakkarnir á
Torfunni gátum alltaf leitað til
Dúnu ef lyklar að okkar húsum
höfðu gleymst því alltaf var geymd-
ur aukalykill hjá henni, en ef svo
bar undir að gleymst hafði að koma
lyklinum til skila þá spjallaði maður
bara í eldhúsinu yfir sandköku og
mjólk.
Það verður mikil breyting á núna
í litla samfélaginu á Torfunni. Síð-
ustu ár höfum við treyst því þegar
við renndum inn Birkigrundina að
Dúna væri komin að vörmu spori.
Nú ef hún varð ekki vör við okkur
þá röltum við bara uppeftir og Óli
og Bryndís fengu að glamra á org-
elið með sínu lagi og aldrei var neitt
út á það sett af Dúnu hálfu þótt öðr-
um hafi þótt nóg um. Dúna þreyttist
aldrei á að lýsa því hve stolt og hissa
hún væri yfir afrekum Óla og Bryn-
dísar, hvort sem þau voru að ropa,
velta sér, tala, skríða, syngja,
ganga, hlaupa eða nú upp á síðkast-
ið ræða heimsins gagn og nauðsynj-
ar með þeirra augum.
Það eru svo margar minningar
sem fljúga í gegnum hugann nú og
ég þakka kærlega fyrir að hafa
fengið að vera með þér allan þenn-
an tíma og vil kveðja, elsku Dúna
mín, með orðunum hans Steina
frænda:
Ljós ber á rökkurvegu,
rökkur ber á ljósvegu.
Líf ber til dauða,
og dauði til lífs.
(Þorsteinn Valdimarsson.)
Ásrún Óladóttir.
Ó, Jesú, bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(P. Jónsson.)
Elsku amma, þessi bæn hefur
fylgt okkur systkinunum frá því er
þú kenndir okkur hana í æsku. Í
hvert sinn sem við gistum hjá þér
fórum við með hana í sameiningu
fyrir háttinn og sváfum því vært ná-
lægt þér.
Þær eru ófáar stundirnar sem við
dvöldum í húsinu þínu með stóra
garðinum, Birkigrund 9a. Í eldhús-
inu hljómaði ávallt útsending Rásar
1 og þú bauðst okkur upp á snúða
með súkkulaði og mjólk. Í garðinum
príluðum við í klifurtrjám og feng-
um reit til að rækta okkar eigin
plöntur við hliðina á trénu sem var
gróðursett þegar pabbi okkar fædd-
ist. Alltaf máttum við leika okkur í
kjallaranum þínum, sem í augum
barna var fullur af leyndardómum
og ævintýrum. Í heimsóknum okkar
tókstu oftar en ekki fram flétturnar
þínar og barst þær saman við flétt-
ur okkar systra til að sjá hvor okkar
hefði hárlitinn þinn. Við fengum víst
aldrei fullkomlega úr því skorið –
eigum við ekki bara að segja að
hann hafi verið blanda af okkar
beggja lit?
Aldrei virtist þú þreytast á að
leyfa okkur að spila á orgelið þitt,
þó svo að kunnáttan hafi ekki verið
mikil og flestir fullorðnir hefðu fyrir
löngu gefist upp á okkur, en ekki þú
amma, þolinmæði þín og jákvæðni
var svo mikil og það var alltaf stutt í
fallega brosið þitt.
Það er svo skrýtið að þú sért farin
elsku amma, en þú býrð ennþá í
hjörtum okkar því við munum alltaf
elska þig og muna. Það verður erfitt
að venjast fjarveru þinni því við er-
um orðin svo vön því að hafa þig ná-
lægt, sama hvort það er heima hjá
þér í Birkigrund eða hjá okkur í
Skólagerði. Við söknum þín meira
en orð fá lýst en verðum nú að
kveðja þig.
Þín barnabörn,
Bryndís, Guðrún Ragna
og Þorsteinn Yngvabörn.
Elsku amma Dúna. Við sitjum við
eldhúsborðið þitt í Kópavoginum,
þú hefur hellt upp á kaffi og úr ofn-
inum læðist ilmur af eplaköku. Það
er hlýtt, ekki einungis vegna þess
að ofninn er á, heldur kemur hlýjan
frá nærveru þinni. Þú tókst á móti
okkur með útbreiddan faðminn, lífs-
gleðina mátti skynja úr hverju orði,
með bros á vör sagðir þú: „Velkom-
in, elsku krakkar mínir, nei, eruð
þið orðin stærri en ég?!“ Svo hlóst
þú og úr augunum skein umhyggja
og ást. Svo sitjum við með eplakök-
una fyrir framan okkur og njótum
þess að vera komin í heimsókn á
Birkigrund 9a, til ömmu sætu.
Þetta er ein af þeim ótal fallegu
myndum sem við höfum af þér,
amma, og sem ávallt munu ylja okk-
ur.
Ástarkveðjur.
Árni, Karí og Andra.
Dúna föðursystir mín kvaddi um
leið og fyrstu merki haustsins gerðu
vart við sig.
Í lífi frænku skiptust á skin og
skúrir eins og í lífi flestra en í huga
okkar sem næst henni stóðum er
bjart yfir minningunni, mildi og
ávallt stutt í bros á hverju sem
gekk. Heimilið sem hún hafði búið
sér og sínum í Kópavogi var hennar
ríki í 53 ár og þar í fallegri íbúð og
stórum garði var hún drottning. Um
leið og sól fór að hækka á lofti var
hún farin að hlúa að gróðri í garð-
inum og baða sig í sólinni því hún
var sólskinsbarn.
Á þessum tímamótum rifjast upp
ótal minningar frá liðinni tíð. Bjart-
ar og ánægjuríkar bernskuminn-
ingar þar sem Dúna er alls staðar
nálæg. Ung giftist hún Lofti og
frumburðurinn fæddist 1945 á
fyrsta brúðkaupsafmælisdegi
þeirra. Næstu ár Dúnu eru í senn
hamingjurík og annasöm því vorið
1950 flytja ungu hjónin ásamt
tveimur eldri sonunum í nær fullbú-
ið íbúðarhús sem þau höfðu reist við
Nýbýlaveg í Kópavogi. Yngsti son-
urinn fæddist tveim árum síðar og
hamingjan blasir við ungu hjónun-
um. Árið 1954, fellur Loftur frá eftir
vetrarlanga baráttu við ólæknandi
sjúkdóm. Ekki þarf að lýsa því að
það var mikið áfall fyrir Dúnu að-
eins 31 árs með þrjá unga syni
tveggja til níu ára.
Með styrkri aðstoð móður, bróð-
ur og mágkonu sem bjuggu saman á
Torfunni einbeittu þau sér að því að
gera framtíð fjölskyldunnar allrar
örugga og ánægjuríka. Sviplegt frá-
fall bróðurins í bílslysi 1969 var
mikið áfall fyrir frænku og okkur öll
og skömmu seinna andaðist móðir
þeirra. Þá urðum við vitni að ein-
lægu kærleikssambandi mág-
kvennanna sem aldrei bar skugga á
meðan báðar lifðu. Dúna heimsótti
móður mína í Sunnuhlíð nær dag-
lega og sat hjá henni löngum stund-
um. Það verður seint fullþakkað.
Frænka fékk útrás fyrir orku sína
til góðra verka og samneytis við
gott fólk, m.a. við undirbúning fyrir
uppbyggingu Sunnuhlíðar í Kópa-
vogi og seinna í starfi þar með
Rauða krossinum. Við störf að góð-
gerðarmálum undi hún seinni árin
og ferðaðist m.a. með Rauða kross
konum til Frakklands í fræðsluferð.
Alla tíð sótti hún styrk í trúna og
var kirkjurækin.
Hún lifði og hrærðist alla ævi fyr-
ir velgengni sonanna og fjölskyldna
þeirra og var þeim stoð og stytta.
Fátt veitti henni meiri ánægju en að
fylgjast náið með velgengni þeirra
allra.
Ríkri ævi með öllum litbrigðum
lífsins gleði og sorgum er lokið.
Rauði þráðurinn í lífshlaupi frænku
var að hún var mest til fyrir aðra,
hún var gefandi og naut þess það,
gaf henni lífsfyllingu.
Þess nutum við sem gengum veg-
inn með henni í ríkum mæli, stund-
um án þess að veita því athygli, það
var svo sjálfsagt. Það verður seint
fullþakkað, að hafa verið svo lán-
samur og ríkur, að hafa átt Dúnu að.
Einar E. Sæmundsen.
Það haustar snemma í Birki-
grundinni. Tignarlegasta tréð hefur
fellt öll laufin. Þetta tré hefur staðið
af sér harða vetur og góð sumur en
aldrei látið á sjá. Hlaðið er tómlegt.
Amma Dúna er dáin. Tignarlega
konan með góðu augun, fallega
brosið, hlýju hendurnar og trausta
faðminn.
Fyrir tuttugu árum keyrði Dúna
mömmu mína upp á fæðingardeild.
Ég var farin að segja til mín, spenn-
andi hlyti að vera utan við bumb-
una. Dúna hefur líklega óskað þess
að ég myndi bíða í tvo daga og koma
í heiminn á afmælisdaginn hennar
en asinn á mér var of mikill.
Þegar ég kom labbandi upp
brekkuna, þreytt eftir skólann, stóð
Dúna stundum við eldhúsgluggann
og bankaði á rúðuna og með hand-
arhreyfingu bauð hún mér inn. Ég
vissi hverju ég ætti von á, mjólk-
urglasi og kexköku. Ég sagði henni
frá viðburðum dagsins. Eftir hress-
inguna fór ég inn í stofu og glamraði
á orgelið hennar. Dúna sat og hlust-
aði allan tímann og klappaði fyrir
mér, hversu slæmt sem glamrið var.
Ó, elsku besta Dúna mín, ég
sakna þín svo mikið. Ég fór á af-
mælisdaginn þinn til Spánar og þar
er ég núna. Það hefði verið svo gam-
an að koma heim um jólin og segja
þér frá öllu. En það verður að bíða
betri tíma.
Þú varst svo sterk og svo dugleg
en núna ertu komin til hans Lofts
þíns eftir öll þessi ár.
Ég kveð þig með miklum söknuði.
Þín
Sóley Ösp.
GUÐRÚN
EINARSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar
um Guðrúnu Einarsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.