Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 53 BJARNI Guðjónsson skoraði eitt mark og lagði upp þrjú með liði Bochum þegar liðið sigraði þýska neðrideildarliðið SC Telgte, 4:0, í æfingaleik á þriðjudagskvöld. Lið Bochum var blanda leikmanna úr aðal- og varaliðinu. Bjarni lék allan leikinn en Þórður bróðir hans fékk að hvílast enda lúinn eftir landsleik- inn við Þjóðverja um síðustu helgi. Bochum heimsækir Hansa Ro- stock í þýsku 1. deildinni á morgun og spurning er hvort Bjarni hafi með frammistöðu sinni á móti Telgte tryggt sér sæti í liðinu en hann hefur aðeins fengið að spreyta sig í einum af fjórum leikjum liðsins – lék síðasta hálftímann í 2:0 tapi fyrir Bayern München. Bjarni í stuði með Bochum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bræðurnir Þórður og Bjarni Guðjónssynir á góðri stund. FYRIRLIÐI enska landsliðsins, David Beckham, hvetur stuðn- ingsmenn enska liðsins að fara ekki til Tyrklands til þess að fylgjast með leik liðsins í Istanbúl gegn Tyrkjum í undankeppni Evrópumóts landsliða. Beckham tekur þar með undir orð landsliðsþjálfarans Sven- Göran Eriksson sem segir að það sé of hættulegt fyrir enska áhorf- endur að fara til Tyrklands. Enska knattspyrnusambandið hefur ekki selt miða á leikinn en fregnir herma frá Tyrklandi að margir Englendingar hafi nú þegar keypt miða á leikinn í gegnum miðlara í Tyrklandi. Þar með verða enskir stuðn- ingsmenn á sömu svæðum og stuðningsmenn Tyrkja og eru miklar líkur á því að upp úr sjóði við þær aðstæður. Ekki er langt síðan stuðnings- menn Leeds United voru stungnir hnífi til bana í Istanbúl þar sem Leeds lék gegn Galatasary í und- anúrslitum UEFA-keppninnar. Þá létu tveir menn lífið. Fosvarsmenn UEFA áttu í gær fund með Richard Caborn, íþróttamálaráðherra Breta, vegna vaxandi spennu á milli Englend- inga og Tyrkja vegna leiksins. Beckham vill ekki stuðningsmenn til Tyrklands AP David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins.  ÓLAFUR Víðir Ólafsson, leik- stjórnandi bikarmeistara HK í hand- knattleik, gekkst undir aðgerð á hné fyrir skömmu og verður ekki með liðinu í fyrstu leikjum Íslandsmóts- ins, sem hefst í næstu viku. Ólafur Víðir varð fyrir meiðslunum í leik með 21-árs landsliðinu í Svíþjóð snemma í sumar.  ALAN Shearer hefur ákveðið að ljúka knattspyrnuferli sínum hjá Newcastle. Þessi mikli markaskor- ari hefur ákveðið að framlengja samning sinn við Newcastle um eitt ár og gildir samningurinn til 2005 en reiknað er með að Shearer riti nafn sitt undir samninginn fyrir leikinn á móti Everton á morgun.  EQALUNNGUAQ Kristiansen, 17 ára piltur úr FH, hefur verið valinn í grænlenska unglingalandsliðið í handknattleik sem tekur þátt í und- ankeppni HM í Brasilíu síðar í þess- um mánuði. Eqalunnguaq er fæddur og uppalinn á Grænlandi en flutti hingað til lands 14 ára að aldri.  EINAR Hlöðver Sigurðsson leik- ur ekki með ÍBV í tveimur síðustu leikjum úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu. Einar meiddist í leik gegn Val í 11. umferð deildarinnar og hef- ur ekki spilað síðan og nú hefur kom- ið í ljós að þá brotnaði upp úr beini í ökkla. Einar var búinn að spila sex leiki með ÍBV í deildinni í sumar.  TVÖ met geta fallið í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu á næstunni. Takist Timo Hildebrand, markverði Stuttgart, að halda marki sínu hreinu í 70 mínútur á móti Schalke slær hann met Olivers Reck þegar hann hélt markinu hreinu í 429 mín- útur tímabilið 1987–88. Hildebrand hefur ekki þurft að hirða knöttinn úr neti sínu í fyrstu fjórum leikjum Stuttgart, eða í 360 mínútur.  HERTHA Berlin getur slegið mið- ur skemmtilegt met en takist liðinu ekki að skora í fimmta leiknum í röð á morgun þegar liðið mætir Hann- over verða fyrrverandi samherjar Eyjólfs Sverrissonar aðeins 24 mín- útum frá því að bæta met Bochum frá árinu 1979 en það tímabil lék liðið í 474 mínútur án þess að skora.  TEDDY Sheringham, framherji nýliða Portsmouth, var í gær út- nefndur leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Sheringham, sem er 37 ára gamall, og gekk í raðir Portsmouth í sumar frá Tottenham, skoraði fjögur mörk í mánuðinum og sýndi gamalkunna takta.  EYJÓLFUR Sverrisson, fyrrum atvinnumaður og fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur bæst í hóp svokallaðra sérfræðinga sem munu aðstoða við lýsingar á leikjum í Meistaradeildinni í knatt- spyrnu á Sýn í vetur. Auk Eyjólfs munu þeir Logi Ólafsson, Bjarni Jó- hannsson og Guðmundur Torfason sitja í stól sérfræðingsins. FÓLK Framkvæmdastjórn UEFA kem-ur saman til fundar í Brat- islava næsta miðvikudag og þar verður ákveðið hvort þjóðunum tíu verði skipt niður í styrkleika- flokka, fimm sterkari þjóðirnar verði dregnar gegn þeim fimm veikari, eða hvort allir geta dregist gegn öllum í drættinum. Líkur eru á að Ísland verði í hópi þessara tíu þjóða. Takist Skotum ekki að vinna Litháen í Glasgow hinn 11. október endar Ís- land í öðru sæti 5. riðils, þótt liðið tapi eða geri jafntefli við Þjóð- verja. Vinni Ísland hins vegar leik- inn í Hamborg verður það hlut- skipti Þjóðverja að fara í umspilið. Niðurstaða framkvæmdastjórn- arinnar í Bratislava getur haft mikið að segja um möguleika ís- lenska liðsins, komist það í um- spilið. Verði liðunum raðað eftir styrkleika er ljóst að íslenska liðs- ins biði leikur gegn afar sterkum andstæðingum, svo sem Hollend- ingum, Spánverjum, Englending- um eða Tyrkjum, jafnvel Dönum eða Rúmenum. Ef allir verða hins vegar jafnir í drættinum, gætu mótherjarnir verið lið á borð við Lettland eða Wales þar sem mögu- leikar Íslands væru aðrir og meiri. Holland og Slóvenía í umspilinu Þegar er ljóst að Holland úr 3. riðli og Slóvenía úr 1. riðli enda í öðru sæti og verða meðal þessara tíu þjóða í umspilinu. Aðrar þjóðir sem þar gætu orðið eru sem hér segir: 2. riðill: Danmörk, Rúmenía, Bosnía og Noregur geta enn öll lent í öðru sæti. 4. riðill: Lettland, Ungverjaland og Pólland berjast um annað sæt- ið. Lettar ná því með jafntefli í Svíþjóð. 5. riðill: Ísland, Þýskaland eða Skotland. 6. riðill: Spánverjar verða að öll- um líkindum í öðru sæti, annars Grikkir ef þeim mistekst að vinna Norður-Íra á heimavelli og Spánn sigrar í Armeníu. 7. riðill: Tyrkland eða England. Englandi nægir jafntefli í leik lið- anna til að vinna riðilinn. 8. riðill: Króatía eða Belgía. Króatar ef þeir vinna Búlgara, annars Belgar með því að vinna Eista. 9. riðill: Wales, nær örugglega. Nema Ítalir vinni ekki Aserbaídsj- an heima og Wales vinni Serbíu- Svartfjallaland. Þá fer Ítalía í um- spilið. 10. riðill: Sviss, Rússland og Ír- land geta öll endað í öðru sæti. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Oliver Kahn, fyrirliði þýska landsliðsins, Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, og Christian Wörns, varnarmaður Þjóðverja, spá í stöðu mála í viðureign þjóðanna á Laugardalsvelli sl. laugardag. Þjóðverjar standa best að vígi í 5. riðli. Ekki ljóst hvort styrk- leikaröðun verður í umspilinu fyrir EM EKKI liggur enn nákvæmlega fyrir hvernig dregið verður um hvaða lið mætast í umspili Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í nóv- ember. Þá leika þau tíu lið sem enda í öðru sæti riðlanna í und- ankeppninni um fimm sæti í lokakeppninni í Portúgal. Leikið verður heima og heiman, fyrri leikirnir 15. eða 16. nóvember og þeir síðari 18. eða 19. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.