Morgunblaðið - 12.09.2003, Síða 53

Morgunblaðið - 12.09.2003, Síða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 53 BJARNI Guðjónsson skoraði eitt mark og lagði upp þrjú með liði Bochum þegar liðið sigraði þýska neðrideildarliðið SC Telgte, 4:0, í æfingaleik á þriðjudagskvöld. Lið Bochum var blanda leikmanna úr aðal- og varaliðinu. Bjarni lék allan leikinn en Þórður bróðir hans fékk að hvílast enda lúinn eftir landsleik- inn við Þjóðverja um síðustu helgi. Bochum heimsækir Hansa Ro- stock í þýsku 1. deildinni á morgun og spurning er hvort Bjarni hafi með frammistöðu sinni á móti Telgte tryggt sér sæti í liðinu en hann hefur aðeins fengið að spreyta sig í einum af fjórum leikjum liðsins – lék síðasta hálftímann í 2:0 tapi fyrir Bayern München. Bjarni í stuði með Bochum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bræðurnir Þórður og Bjarni Guðjónssynir á góðri stund. FYRIRLIÐI enska landsliðsins, David Beckham, hvetur stuðn- ingsmenn enska liðsins að fara ekki til Tyrklands til þess að fylgjast með leik liðsins í Istanbúl gegn Tyrkjum í undankeppni Evrópumóts landsliða. Beckham tekur þar með undir orð landsliðsþjálfarans Sven- Göran Eriksson sem segir að það sé of hættulegt fyrir enska áhorf- endur að fara til Tyrklands. Enska knattspyrnusambandið hefur ekki selt miða á leikinn en fregnir herma frá Tyrklandi að margir Englendingar hafi nú þegar keypt miða á leikinn í gegnum miðlara í Tyrklandi. Þar með verða enskir stuðn- ingsmenn á sömu svæðum og stuðningsmenn Tyrkja og eru miklar líkur á því að upp úr sjóði við þær aðstæður. Ekki er langt síðan stuðnings- menn Leeds United voru stungnir hnífi til bana í Istanbúl þar sem Leeds lék gegn Galatasary í und- anúrslitum UEFA-keppninnar. Þá létu tveir menn lífið. Fosvarsmenn UEFA áttu í gær fund með Richard Caborn, íþróttamálaráðherra Breta, vegna vaxandi spennu á milli Englend- inga og Tyrkja vegna leiksins. Beckham vill ekki stuðningsmenn til Tyrklands AP David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins.  ÓLAFUR Víðir Ólafsson, leik- stjórnandi bikarmeistara HK í hand- knattleik, gekkst undir aðgerð á hné fyrir skömmu og verður ekki með liðinu í fyrstu leikjum Íslandsmóts- ins, sem hefst í næstu viku. Ólafur Víðir varð fyrir meiðslunum í leik með 21-árs landsliðinu í Svíþjóð snemma í sumar.  ALAN Shearer hefur ákveðið að ljúka knattspyrnuferli sínum hjá Newcastle. Þessi mikli markaskor- ari hefur ákveðið að framlengja samning sinn við Newcastle um eitt ár og gildir samningurinn til 2005 en reiknað er með að Shearer riti nafn sitt undir samninginn fyrir leikinn á móti Everton á morgun.  EQALUNNGUAQ Kristiansen, 17 ára piltur úr FH, hefur verið valinn í grænlenska unglingalandsliðið í handknattleik sem tekur þátt í und- ankeppni HM í Brasilíu síðar í þess- um mánuði. Eqalunnguaq er fæddur og uppalinn á Grænlandi en flutti hingað til lands 14 ára að aldri.  EINAR Hlöðver Sigurðsson leik- ur ekki með ÍBV í tveimur síðustu leikjum úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu. Einar meiddist í leik gegn Val í 11. umferð deildarinnar og hef- ur ekki spilað síðan og nú hefur kom- ið í ljós að þá brotnaði upp úr beini í ökkla. Einar var búinn að spila sex leiki með ÍBV í deildinni í sumar.  TVÖ met geta fallið í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu á næstunni. Takist Timo Hildebrand, markverði Stuttgart, að halda marki sínu hreinu í 70 mínútur á móti Schalke slær hann met Olivers Reck þegar hann hélt markinu hreinu í 429 mín- útur tímabilið 1987–88. Hildebrand hefur ekki þurft að hirða knöttinn úr neti sínu í fyrstu fjórum leikjum Stuttgart, eða í 360 mínútur.  HERTHA Berlin getur slegið mið- ur skemmtilegt met en takist liðinu ekki að skora í fimmta leiknum í röð á morgun þegar liðið mætir Hann- over verða fyrrverandi samherjar Eyjólfs Sverrissonar aðeins 24 mín- útum frá því að bæta met Bochum frá árinu 1979 en það tímabil lék liðið í 474 mínútur án þess að skora.  TEDDY Sheringham, framherji nýliða Portsmouth, var í gær út- nefndur leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Sheringham, sem er 37 ára gamall, og gekk í raðir Portsmouth í sumar frá Tottenham, skoraði fjögur mörk í mánuðinum og sýndi gamalkunna takta.  EYJÓLFUR Sverrisson, fyrrum atvinnumaður og fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur bæst í hóp svokallaðra sérfræðinga sem munu aðstoða við lýsingar á leikjum í Meistaradeildinni í knatt- spyrnu á Sýn í vetur. Auk Eyjólfs munu þeir Logi Ólafsson, Bjarni Jó- hannsson og Guðmundur Torfason sitja í stól sérfræðingsins. FÓLK Framkvæmdastjórn UEFA kem-ur saman til fundar í Brat- islava næsta miðvikudag og þar verður ákveðið hvort þjóðunum tíu verði skipt niður í styrkleika- flokka, fimm sterkari þjóðirnar verði dregnar gegn þeim fimm veikari, eða hvort allir geta dregist gegn öllum í drættinum. Líkur eru á að Ísland verði í hópi þessara tíu þjóða. Takist Skotum ekki að vinna Litháen í Glasgow hinn 11. október endar Ís- land í öðru sæti 5. riðils, þótt liðið tapi eða geri jafntefli við Þjóð- verja. Vinni Ísland hins vegar leik- inn í Hamborg verður það hlut- skipti Þjóðverja að fara í umspilið. Niðurstaða framkvæmdastjórn- arinnar í Bratislava getur haft mikið að segja um möguleika ís- lenska liðsins, komist það í um- spilið. Verði liðunum raðað eftir styrkleika er ljóst að íslenska liðs- ins biði leikur gegn afar sterkum andstæðingum, svo sem Hollend- ingum, Spánverjum, Englending- um eða Tyrkjum, jafnvel Dönum eða Rúmenum. Ef allir verða hins vegar jafnir í drættinum, gætu mótherjarnir verið lið á borð við Lettland eða Wales þar sem mögu- leikar Íslands væru aðrir og meiri. Holland og Slóvenía í umspilinu Þegar er ljóst að Holland úr 3. riðli og Slóvenía úr 1. riðli enda í öðru sæti og verða meðal þessara tíu þjóða í umspilinu. Aðrar þjóðir sem þar gætu orðið eru sem hér segir: 2. riðill: Danmörk, Rúmenía, Bosnía og Noregur geta enn öll lent í öðru sæti. 4. riðill: Lettland, Ungverjaland og Pólland berjast um annað sæt- ið. Lettar ná því með jafntefli í Svíþjóð. 5. riðill: Ísland, Þýskaland eða Skotland. 6. riðill: Spánverjar verða að öll- um líkindum í öðru sæti, annars Grikkir ef þeim mistekst að vinna Norður-Íra á heimavelli og Spánn sigrar í Armeníu. 7. riðill: Tyrkland eða England. Englandi nægir jafntefli í leik lið- anna til að vinna riðilinn. 8. riðill: Króatía eða Belgía. Króatar ef þeir vinna Búlgara, annars Belgar með því að vinna Eista. 9. riðill: Wales, nær örugglega. Nema Ítalir vinni ekki Aserbaídsj- an heima og Wales vinni Serbíu- Svartfjallaland. Þá fer Ítalía í um- spilið. 10. riðill: Sviss, Rússland og Ír- land geta öll endað í öðru sæti. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Oliver Kahn, fyrirliði þýska landsliðsins, Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, og Christian Wörns, varnarmaður Þjóðverja, spá í stöðu mála í viðureign þjóðanna á Laugardalsvelli sl. laugardag. Þjóðverjar standa best að vígi í 5. riðli. Ekki ljóst hvort styrk- leikaröðun verður í umspilinu fyrir EM EKKI liggur enn nákvæmlega fyrir hvernig dregið verður um hvaða lið mætast í umspili Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í nóv- ember. Þá leika þau tíu lið sem enda í öðru sæti riðlanna í und- ankeppninni um fimm sæti í lokakeppninni í Portúgal. Leikið verður heima og heiman, fyrri leikirnir 15. eða 16. nóvember og þeir síðari 18. eða 19. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.