Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Mánafoss, Skógafoss
og Poseidon fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Sunna kemur í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Bingó í
dag kl. 14.
Árskógar 4. Kl. 9–12
opin handavinnustofa
kl. 13–16.30 opin
smíðastofa. Bingó spil-
að 2. og 4. föstudag í
mánuði.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–12.30 bað, kl. 9–
12 vefnaður, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 13–16
vefnaður og frjálst að
spila í sal.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 að-
stoð við böðun og hár-
greiðslustofan opin, kl.
14 söngstund. kl. 9–
16.30 púttvöllurinn op-
inn.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–12 applikering, kl.
10–13 opin verslunin.
Bingó spilað síðasta
föstudag í mánuði.
Félagsstarfið Hæðar-
garði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, mynd-
list o.fl., kl. 9.30
gönguhópur, frjálst, kl.
14 almenn spila-
mennska.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10
hárgreiðsla, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13 „opið
hús“, spilað á spil.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. brids kl.
13, billjard kl 13.30.
Púttkeppni á Hrafn-
istuvelli, keppt verður
við Púttklúbb Hrafn-
istu, mæting kl. 13.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Opið hús,
vetrardagskráin kynnt
frá kl. 14–16 í Ásgarði,
Glæsibæ í endur-
bættum húsakynnum.
Nýtt í félagsstarfi.
Skemmtiatriði, harm-
onikkuleikur, söngur
o.fl. S. 588 2111.
Gerðuberg, félags-
starf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, frá
hádegi spilasalur op-
inn, s. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, kl. 13.15 brids, kl.
20.30 félagsvist.
Gullsmári, Gullsmára
13. Félagsþjónustan er
opin frá kl. 9–17 virka
daga, heitt á könnunni.
Hraunbær 105. Kl. 9
almenn handavinna,
útskurður, baðþjón-
usta, fótaaðgerð og
hárgreiðsla.
Hvassaleiti 58–60. Kl.
14.30 föstudagskaffi.
Hársnyrting. Fótaað-
gerðir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
17 hárgreiðsla, kl. 10–
11 boccia, kl. 14 leik-
fimi.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–14.30
handavinna, kl. 10–11
kántrýdans, kl. 13.30
sungið við flygilinn við
undirleik Sigurbjargar
Petru Hólmgríms-
dóttur.
Dansað í kaffitímanum
við lagaval Halldóru,
pönnukökur með
rjóma, allir velkomnir.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla
og myndlist, kl. 9.30
bókband og morgun-
stund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi al-
menn, kl. 12.30 leir-
mótun, kl. 13.30 bingó.
FEBK. Brids spilað kl.
13.15 í Gjábakka.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað
frá Gjábakka kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13 kl. 10 á laug-
ardögum.
Félag kennara á eft-
irlaunum heldur
skemmti- og fræðslu-
fund í Húnabúð, Skeif-
unni 11, laugardaginn
13. september klukkan
13.30.
Á dagskrá verður fé-
lagsvist, veislukaffi og
Óli Kr. Jónsson segir
frá norrænu móti
kennara sem haldið
var á Íslandi í júní síð-
astliðnum.
Minningarkort
Minningarkort MS-
félags Íslands eru seld
á skrifstofu félagsins,
Sléttuvegi 5, 103 Rvk.
Skrifstofan er opin
mán.–fim. kl. 10–15.
Sími 568-8620. Bréfas.
568-8621. Tölvupóstur
ms@msfelag.is.
Minningarkort For-
eldra- og vinafélags
Kópavogshælis fást á
skrifstofu endurhæf-
ingardeildar Landspít-
alans í Kópavogi (fyrr-
verandi Kópavogs-
hæli), síma 560-2700,
og skrifstofu Styrktar-
félags vangefinna, s.
551-5941, gegn heim-
sendingu gíróseðils.
Minningarkort Sjálfs-
bjargar, félags fatl-
aðra á höfuðborgar-
svæðinu, eru afgreidd í
síma 551-7868 á skrif-
stofutíma og í öllum
helstu apótekum. Gíró-
og kreditkorta-
greiðslur.
Í dag er föstudagur 12. septem-
ber, 255. dagur ársins 2003. Orð
dagsins: Sá sem trúir á mig, – frá
hjarta hans munu renna lækir lif-
andi vatns, eins og ritningin segir.
(Jh. 7, 38.)
Svanborg Sigmars-dóttir skrifar pistil á
Kreml.is og fjallar um
gagnrýni á að íslenzk
stjórnvöld skuli hafa tek-
ið á móti Luo Gang, ein-
um af foringjum kín-
verska Kommúnista-
flokksins.
Svanborg bendir á að
ýmsir hafi hneykslazt á
framferði stjórnvalda,
mótmælt því að Luo Gan
skuli yfirhöfuð vera á Ís-
landi og gagnrýnt að
ráðamenn skuli hafa tal-
að við manninn og meira
að segja boðið honum í
mat. Nefnir hún sér-
staklega pistil, sem Illugi
Jökulsson flutti í Íslandi í
bítið.
Ef við viljum virkilegastyðja mannréttinda-
baráttu í Kína er það ekki
rétta leiðin að loka land-
inu fyrir kínverskum
ráðamönnum,“ segir
Svanborg. „Ef það væri
gert hefðu samtök eins
og Amnesty ekki jafngóð
tækifæri til að hafa í
frammi sýnileg mótmæli,
baráttufólk mannrétt-
indamála ætti erfiðara
með að lýsa andúð sinni á
framferði kínverskra
stjórnvalda í heimalandi
sínu og færri tækifæri
væru til þess að vekja at-
hygli almennings á mann-
réttindabrotum sem eru
framin í löndum eins og
Kína. Heldur Illugi
kannski að þorri almenn-
ings væri meðvitaður um
stöðu Falun Gong-
meðlima í Kína ef ekki
hefði komið til opinberr-
ar heimsóknar forseta
Kína í fyrra og umfjöll-
unar fjölmiðla af því til-
efni?
En heimsókn Luo Gangefur ekki bara til-
efni til mótmæla – hún
gefur einnig íslenskum
stjórnvöldum, a.m.k.
þeim aðilum sem fengu
að tala við manninn, tæki-
færi til samræðna og í
gegn um þær möguleika
á að sýna kínverskum
stjórnvöldum að hægt sé
að halda uppi lögum og
reglu án mannréttinda-
brota. Slíkt mistókst
reyndar í fyrra, þar sem
íslensk yfirvöld gengu
gegn tjáningarfrelsi á Ís-
landi til að þóknast „ör-
yggiskröfum“ kínverska
forsetans og því var nú
tilvalið tækifæri að reyna
að bæta skaðann sem þá
varð. Ef það er sér-
staklega haft í huga
hvaða stöðu Luo Gan hef-
ur í Kína, sem yfirmaður
öryggis- og löggæslu-
mála, á að bjóða mann-
inum sem oftast til að
sýna honum hvernig stað-
ið er að löggæslumálum
án misþyrminga og pynt-
inga.
Ef kínverskum ráða-
mönnum er haldið í fíla-
beinsturni í sínu heima-
landi læra þeir lítið á
reynslu og þekkingu ann-
arra þjóða – þeirra þjóða
sem við teljum skara
fram úr í virðingu mann-
réttinda. Í sínum fíla-
beinsturni mun hugs-
unarháttur þeirra lítið
breytast og því mun lítið
þokast áfram í mannrétt-
indabaráttu Kínverja. Því
segi ég bjóðum Luo Gan
aftur heim að ári – og öll-
um hans vinum.“
STAKSTEINAR
Bjóðum Luo Gan sem
oftast
Víkverji skrifar...
VÍKVERJA finnst óborganlegt aðHeilbrigðiseftirlitið í Hafnarfirði
og Kópavogi skuli hafa viljað banna
dagmömmu að gæta barna í íbúð á
þriðju hæð í blokk, á þeim for-
sendum að slysahætta fylgdi því að
vera með börn í húsnæði þar sem að-
koma væri um stigagang. Úrskurð-
arnefnd í kærumáli dagmömmunnar
á hendur stofnuninni komst að þeirri
niðurstöðu að ekkert væri því til fyr-
irstöðu að dagmamman fengi starfs-
leyfi. Nefndin fann ekkert í reglum,
sem kvað á um að húsnæði með stig-
um væri óviðunandi vegna öryggis
barna.
Það er líka eins gott, vegna for-
dæmisgildisins. Ef niðurstaðan hefði
verið sú að taka undir með Heil-
brigðiseftirlitinu hefði allt barnafólk
í blokkum líklega orðið að flytja og
kaupa sér einbýlishús á einni hæð,
þar sem stigar ógna ekki öryggi
barnanna. Unga fólkið í gömlu timb-
urhúsunum með bröttu stigunum
hefði líka orðið að selja og flytja í
hættulausar íbúðir á jarðhæð.
Sennilega hefði verið í lagi að geyma
gamla fólkið í blokkunum, en það er
spurning hvort það hefði mátt passa
barnabörnin.
LEIKSKÓLINN, þar sem dóttirVíkverja dvelur í góðu yfirlæti á
meðan foreldrar hennar eru í
vinnunni, er rekinn í gömlu fjölbýlis-
húsi. Þar eru allbrattir stigar, en
Víkverji hefur enn ekki heyrt af því
að neinn hafi slasað sig alvarlega
þar, enda er brýnt fyrir smáfólkinu
að halda sér í handriðið og hlaupa
ekki. En ef einhver dytti nú og
meiddi sig – myndi Heilbrigðiseft-
irlitið þá loka leikskólanum?
Þessi vitleysa í Heilbrigðiseftirlit-
inu er gott dæmi um að góðviljuð
forsjárhyggja stjórnvalda gengur
stundum út í algerar öfgar.
x x x
VÍKVERJI er með miklu verðugraverkefni fyrir Heilbrigðiseft-
irlitið í Hafnarfirði og Kópavogi. Það
er að gera útlæga kvenskó með
háum hælum. Að undanförnu hefur
Víkverji nokkrum sinnum frétt af
því – og jafnvel orðið vitni að því
sjálfur – að virðulegar frúr hrynji í
gólfið eða götuna er alltof háir
pinnahælarnir brotna undan skón-
um þeirra. Þarna er ljóslega um
miklu nærtækari slysahættu að
ræða en vegna stiga í fjölbýlishúsum
og ólíkt stigunum gera háu hælarnir
ekkert gagn (stigarnir spara land-
rými, því að þeir gera fólki kleift að
byggja á mörgum hæðum) heldur
eru bara upp á punt. Það mætti jafn-
vel fara fram á það við Evrópusam-
bandið að það gæfi út tilskipun um
leyfilega hæð skóhæla í Hafnarfirði
og Kópavogi og jafnframt um styrk-
leikaprófanir og staðlaðan frágang á
hælum, sem væru innan hæð-
armarkanna.
Morgunblaðið/Golli
Eru hús á mörgum hæðum hættu-
leg börnum?
Dýrt í
strætó
MIG langaði bara að koma
því á framfæri hversu dýrt
mér finnst að borga í stræt-
isvagna. Ég er einstæð
tveggja barna móðir í
Garðabænum og bý frekar
langt frá skóla barnanna.
Það myndi taka þau ca 40
mín. að ganga heim og þess
vegna taka þau strætó þeg-
ar ég kemst ekki að ná í
þau.
Það kostar samtals 440
kr. fyrir þessar 7 mínútur
sem þau eru í strætó. Það
er auðvitað ódýrara að
kaupa miða en samt of dýrt
að mínu mati. Krakkarnir
frá Álftanesi fá fría strætó-
miða og það er örugglega
svipað langt að fara og
heim til okkar.
Einnig, til að leggja
áherslu á orð mín, vildi ég
sýna að það kostar mig
8.800 bara í strætókostnað
á mánuði ef börnin mín
tækju strætó aðeins heim
eftir skóla.
Með von um að þetta eigi
eftir að breytast.
Ásta.
Animal Planet
MIG langar að benda á
þann dónaskap sem Norð-
urljós sýna áskrifendum
sínum þessa dagana.
Ég hef frá því Stöð 2 var
stofnuð verið áskrifandi og
núna sl. tvö ár verið með
fjölvarpið eingöngu. Hef
notið þess að geta horft á
Animal Planet ásamt öðr-
um góðum stöðvum sem í
boði eru.
En hvað gera þeir svo
ekki hjá Stöð 2? Bæta inn
efni fyrir M12 áskrifendur
og taka það út á kostnað
þeirra sem eru með fjöl-
varpið og endurvarpa því á
rás Animal Planet.
Bestu þættirnir eru á
kvöldin á Animal Planet
þ.e. frá 18–23.
Eins hitt að við borgum
fullt gjald fyrir Fjölvarpið
en missum þar 6 klst.
Og t.d. eru 3 tónlistar-
stöðvar. Af hverju ekki að
minnka eitthvað á einhverri
þeirra?
Ég varð svo hissa að ég
átti ekki til orð yfir þessum
dónaskap, að loka rásinni
frá kl. 18:00 til þess eins að
endurtaka það sem hefur
verið fyrir um kvöldið á
Stöð 2!
En verði þeim að góðu.
Ég sagði upp áskriftinni
eftir öll þessi ár og fékk
mér Breiðbandið.
Kveðja,
Anna.
Hraðahindranir
á Ægissíðu
HRAÐI bifreiða eftir Æg-
issíðu er æðislegur, iðulega
keyrt á 80–90 km hraða.
Það er því algjör nauðsyn
að leggja þar hraðahindr-
anir, einkanlega á kaflan-
um frá Hofsvallagötu að
Suðurgötu, til að tryggja
öryggi fyrir gangandi veg-
farendur. Á þeim kafla er
gatan notuð sem hraðakst-
ursbraut.
Páll G. Hannesson,
íbúi við Ægissíðu.
Tapað/fundið
Karlmannsreiðhjól
týndist
SVART Trek-karlmanns-
reiðhjól fyrir fullorðinn
með rauðum stöfum var
tekið úr bakgarði við Haga-
sel í Seljahverfi laugar-
dagskvöldið 23. ágúst sl.
ásamt öðru hjóli. Þeir sem
hafa séð eða orðið varir við
þetta hjól eru beðnir um að
hafa samband í síma
587 2312 eða 840 5384 (Sig-
urður).
Barnareiðhjól
í óskilum
RAUÐBRÚNT barnahjól
er í óskilum á Select í
Hraunbæ 102. Upplýsingar
í síma 847-7374.
Telpnareiðhjól
í óskilum
LJÓSGRÆNT telpnareið-
hjól er í óskilum í Ásenda.
Hjólið er búið að vera
þarna lengi. Upplýsingar í
síma 553-3646.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
LÁRÉTT
1 vanga, 4 útlimir, 7
rödd, 8 sóum, 9 rölt, 11
kögur, 13 kveina, 14
sorg, 15 boli, 17 storms,
20 lík, 22 rödd, 23 auðum,
24 ákveð, 25 deila.
LÓÐRÉTT
1 litið, 2 fiskinn, 3 virða,
4 ágeng, 5 oft, 6 baula, 10
stirðleiki, 12 spor, 13
bókstafur, 15 þurrka, 16
trylltur, 18 snákum, 19
setja saman, 20 bylur, 21
borðandi.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 skítmenni, 8 teppa, 9 rupla, 10 nei, 11 mussa,
13 runni, 15 svöng, 18 strák, 21 lúi, 22 gaufa, 23 nagar,
24 samtvinna.
Lóðrétt: 2 kopps, 3 trana, 4 eyrir, 5 næpan, 6 átum, 7
hani, 12 son, 14 urt, 15 soga, 16 ötula, 17 glatt, 18 sinni,
19 regin, 20 kort.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16