Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurbjörn Sig-tryggsson fædd- ist á Svarfhóli í Lax- árdal í Dalasýslu 17. nóvember 1918. Hann lést laugardaginn 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigtryggur Jónsson hreppstjóri, f. 3. september 1887, d. 14. nóvember 1971, og Guðrún Sigur- björnsdóttir ljósmóð- ir, f. 11. janúar 1893, d. 12. mars 1980. Systkini Sigur- björns eru: 1) Jón, f. 2. september 1917; og 2) Margrét, f. 10. septem- ber 1925. Hinn 17. nóvember 1943 kvænt- ist Sigurbjörn eftirlifandi eigin- konu sinni, Ragnheiði Viggósdótt- ur, f. 4. nóvember 1920 á Broddanesi í Strandasýslu. For- eldrar Ragnheiðar voru Sigríður Húnbjörg Jónsdóttir, f. 26. septem- ber 1903, d. 19. júlí 1975, og Viggó Halldórsson, f. 8. apríl 1898, d. 20. júlí 1921. Börn Sigurbjörns og Ragnheið- ar eru: 1) Birna lögfræðingur, f. 28. maí 1956, gift Jóni Gunnlaugi Jónassyni lækni, f. 19. janúar 1956. Börn þeirra eru: a) Marta, f. 9. nóv- ember 1978, b) Hjalti, f. 25. ágúst 1982, c) Ragnheiður, f. 27. janúar 1989 og d) Davíð, f. 24. októ- ber 1991; 2) Hilmar viðskiptafræðingur, f. 20. júlí 1963. Sigurbjörn ólst upp á Hrappsstöðum. Að loknu prófi frá Héraðsskólanum í Reykholti 1937 tók Sigurbjörn kennara- próf 1940 og sótti síð- ar námskeið fyrir bankamenn í Eng- landi og fór í náms- för til Bretlands, Norðurlanda og Þýskalands. Sig- urbjörn var starfsmaður Lands- banka Íslands frá 1940. Hann var gjaldkeri útibúsins á Ísafirði árin 1943 til 1945; gjaldkeri í Reykjavík 1945 til 1950; aðalfulltrúi í gjald- eyrisdeild 1951 til 1960; útibús- stjóri Austurbæjarútibús 1960 til 1964; og aðstoðarbankastjóri aðal- bankans frá 1964 þar til hann fór á eftirlaun 1988. Hann var félagsmaður í Oddfel- low-reglunni og á tímabili var hann yfirmeistari í sinni stúku. Auk þess tók hann virkan þátt í fé- lagsmálum bankamanna. Jarðarför Sigurbjörns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdafaðir minn, Sigurbjörn Sig- tryggsson, fyrrverandi aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, er látinn. Mætur maður er genginn og langar mig til að minnast hans í fáeinum orðum. Sigurbirni kynntist ég fyrst þegar við eiginkona mín, Birna, fór- um að draga okkur saman árið 1976. Mér varð strax ljóst hvílíkur heiðurs- maður Sigurbjörn var. Hann hafði þétt og vingjarnlegt handtak og tók mér afskaplega vel. Árið 1977 dvaldist fjölskyldan um hálfs árs skeið í London og vorum við Birna hjá þeim í nokkrar vikur um sumarið og ferðuðumst meðal annars með þeim til Parísar. Á þeim tíma kynntist ég þeim hjónum Ragnheiði og Sigurbirni náið og varð mér ljóst að betri tengdaforeldra var ekki hægt að hugsa sér. Tókst þá með okkur vinskapur, tryggð og traust sem aldrei hefur borið skugga á síð- an. Ég fékk þá skoðun á Sigurbirni strax við þessi upphafskynni að þar færi heiðarlegur, traustur, hlýr og næmur maður, sem einnig var víðles- inn og fróður. Þessi skoðun mín á honum hélst æ síðan. Sigurbjörn var ætíð fljótur að átta sig og ráðagóður, en þessa eiginleika hefur hann getað tamið sér í og með vegna þess hversu vel hann ætíð var að sér um margvísleg mál. Hann hafði víðtækan áhuga á þjóðmálum, t.d. málefnum atvinnuvega, fé- lagsmálum og pólitík, þótt ekki hafi hann getað talist verulega pólitískur. Heimili þeirra Ragnheiðar og Sig- urbjörns var vinalegt og þangað var ævinlega gott að koma. Þau studdu okkur Birnu vel á fyrstu búskaparár- um okkar. Við bjuggum í nokkur ár í kjallaraíbúð í húsi þeirra á Reynimel 28, á námsárum okkar í Háskóla Ís- lands. Þar bjuggum við með elstu dóttur okkar, Mörtu, sem fæddist 1978, og vorum við á þessum árum nánast daglegir gestir í kvöldverði hjá Sigurbirni og Ragnheiði. Það var alltaf uppbyggilegt að ræða við Sig- urbjörn og var ég ætíð margs fróðari eftir samtöl við hann. Í starfi var Sigurbjörn farsæll. Hans starfsvettvangur var Lands- banki Íslands. Er ég kynntist honum var hann orðinn aðstoðarbankastjóri Landsbankans. Það var ekki hans máti að hælast um af eigin verkum, en marga hef ég hitt sem talað hafa vel um Sigurbjörn sem bankastjóra og ætíð hafi verið gott að leita til hans. Hann hafi sýnt málum skilning og ávallt reynt að leysa farsællega mál þeirra er til hans leituðu. Á þeim tíma er hann var í aðstoðarbanka- stjórastöðu var bankaumhverfi ann- að en nú er. Ekki var eins auðvelt að fá lán og aðalbankastjórar voru póli- tískt ráðnir, en aðstoðarbankastjórar ekki. Einn mann heyrði ég segja að nokkru í gríni en að nokkru í alvöru að „kommarnir“ hefðu getað leitað til Sigurbjörns, þar sem þeir litu á hann sem ópólitískan. Þótt ekki ásaki ég aðra bankastjóra um að mismuna viðskiptavinum eftir pólitík, þá get ég fullvissað þá sem þetta lesa um að Sigurbjörn Sigtryggsson fór ekki í manngreinarálit og til hans leituðu menn úr öllum flokkum og þjóð- félagsstigum. Hann setti sig ævin- lega vel inn í vanda fólks áður en hann tók afstöðu og ráðlagði heilt. Sigurbjörn var virkur í félagsmál- um innan bankans og starfaði vel með starfsmannafélagi Landsbank- ans. Hann var í forsvari af hálfu bankans í orlofshúsamálum og á Sig- urbjörn miklar þakkir skildar fyrir hversu vel staðið var að þeim málum innan bankans. Landsbankinn var einna fyrstur til að reisa orlofshús fyrir starfsmenn og var það hin mikla orlofshúsabyggð í Selvík við Álfta- vatn í Grímsnesinu. Fleiri orlofshús víðar um land bættust svo við síðar. Bankinn reisti húsin og hélt þeim við en reksturinn var í höndum starfs- mannafélags bankans. Samstarfs- menn mátu hann mikils, meðal ann- ars fyrir aðkomu hans að orlofshúsabyggingum, en einnig fyr- ir hlýlegt viðmót í allra garð, sem var honum eðlislægt. Þegar Sigurbjörn lét af störfum er hann varð sjötugur lét bankinn mála af honum mynd sem nú hangir uppi í myndarlegu ráðstefnuhúsi á sumar- húsalóð bankans í Selvík, en Sigur- björn átti einnig þátt í að láta reisa það hús. Sigurbjörn hafði mikla ánægju af að ferðast. Hann ferðaðist mikið í starfi sínu innanlands þar sem hann hafði eftirlit með útibúum bankans úti á landi. Í þessum ferðum kynntist hann fjölmörgum mönnum sem urðu góðir vinir hans en einnig kynntist hann landinu mjög náið og var vel inni í staðháttum og atvinnuháttum byggða landsins, sem og landafræði Íslands. Landafræðiþekking hans kom einnig til vegna mikils útivist- aráhuga Sigurbjörns, en hann var á sínum tíma einn tiltölulega fárra sem höfðu verulega ánægju af að ganga úti í náttúrunni og upp á fjöll, á þeim tíma sem margir landsmenn litu að- eins á fjöll og ása sem farartálma. Þetta hefur eins og allir vita verulega breyst á síðustu áratugum. Ég fór stöku sinnum með honum í slíkar göngur en nú finnst mér það hafa verið alltof sjaldan. Langflestar göngurnar gekk hann með sínum góða og trausta félaga Alfreð Karls- syni, sem var starfsmaður Lands- bankans. Hann hafði einnig veru- legan áhuga á að ferðast erlendis, einkum að kanna framandi slóðir sem ekki var algengt að menn sæktu til. Sigurbjörn lét af störfum árið 1988 eftir nærri hálfrar aldar starf í Landsbankanum. Hann hafði látið í ljós tilhlökkun áður en hann hætti í bankanum um að geta ferðast meira þegar hann hefði rýmri tíma. Þótt vissulega næði hann að þjóna þessu áhugamáli sínu nokkuð er á eftir- launaaldur kom varð þó ekki af því sem skyldi. Áhugamál Sigurbjörns voru marg- vísleg. Auk útivistar- og gönguáhuga og áhuga á ferðalögum stundaði hann badminton í fjölmörg ár og sótti mikið sundlaugar. Hann var lengi mjög virkur í Oddfellow-reglunni í Reykjavík. Sigurbjörn var myndar- legur maður á velli og þau Ragnheið- ur og Sigurbjörn glæsileg hjón. Til dauðadags fylgdist hann vel með þjóðmálum og var vel inni í flestum málum. Því var ætíð gaman og gagn- legt að ræða við hann. Hann hélt and- legri heilsu og óskertu minni, en síð- ustu árin varð smátt og smátt erfiðara fyrir Sigurbjörn að ganga og komast um, en þrátt fyrir það vildi hann fram til dauðadags vera sjálf- bjarga og sóttist ekki eftir aðstoð heldur vildi eftir fremsta megni kom- ast um með eigin mætti. Sigurbjörn var fæddur á Svarfhóli í Laxárdal og uppalinn á Hrapps- stöðum í Dalasýslu. Hálfum mánuði fyrir andlát Sigurbjörns fórum við fjölskylda mín ásamt Ragnheiði og Sigurbirni og Margréti, systur Sig- urbjörns, í ferðalag í Dalina. Þar þekkti Sigurbjörn hvern krók og kima og naut ferðarinnar vel. Hann fræddi mig um ýmislegt í þeirri ferð og hlakkaði til að fara í fleiri slíkar. Ekki hefði maður þá trúað að hann yrði allur aðeins tveimur vikum síð- ar. Ég þakka fyrir og tel forréttindi að hafa kynnst og verið samferða Sig- urbirni Sigtryggssyni. Hann var heiðursmaður. Jón Gunnlaugur Jónasson. Ég kynntist Sigurbirni fyrst árið 1964 þegar ég var ráðinn til Lands- banka Íslands og byrjaði að vinna í útibúi bankans á Laugavegi 77. Sig- urbjörn og foreldrar mínir voru vina- fólk; kona Sigurbjarnar, Ragna, og móðir mín voru skólasystur og vin- konur. Fljótlega fann einhver sam- starfsmaður það út að ég væri frændi SIGURBJÖRN SIGTRYGGSSON ✝ Sigurgeir Þor-steinsson fæddist á Akureyri 30. maí 1951. Hann lést á heimili sínu 5. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar Sigur- geirs eru hjónin Oddrún Sigurgeirs- dóttir húsmóðir, f. 23. apríl 1929, og Þorsteinn Auðuns- son, fyrrverandi skipstjóri, f. 22. febrúar 1920. Systk- ini Sigurgeirs eru 1) Vilhelmína Sigríður, f. 13. febrúar 1950, maki Ólafur Þorsteinsson, f. 9. apríl 1945, d. 6. júlí 1991; 2) Halldór Pétur, f. 12. október 1956, maki Sigrún Eðvaldsdóttir, f. 13. janúar 1967; 3) Þorsteinn, f. 26. mars 1960, maki Ingibjörg Ragnarsdóttir, f. 23. september 1963; 4) Aðalheið- ur, f. 19. maí 1974, maki Hreinn Jónsson, f. 11. febrúar 1973. Hinn 29. júní 1991 kvæntist Sigurgeir eftirlifandi eiginkonu sinni, Ellen Þórarinsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 3. maí 1953, og eiga þau eina dóttur, Signýju, f. 11. febrúar 1994. Ell- en er dóttir hjónanna Helgu Signýjar Helgadótt- ur, fyrrverandi skrifstofumanns, f. 14. október 1932, og Þórarins Sigfússon- ar Öfjörð, fyrrver- andi verkstjóra, f. 3. janúar 1926. Sigurgeir ólst upp í Reykjavík frá fjögurra ára aldri og lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1972. Að stúdentsprófi loknu hóf hann störf hjá IBM, síðar Ný- herja, þar sem hann starfaði til ársins 1995 við margvísleg störf, sem verkstjóri, umsjónarmaður og síðast í bókhaldi. Frá árinu 1995 og þar til hann lést var hann skrifstofustjóri á Tilrauna- stöð Háskóla Íslands í meina- fræði á Keldum. Árið 1999 lauk Sigurgeir rekstrar- og viðskipta- námi hjá Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands. Útför Sigurgeirs verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Það var fallegur sumarmorgunn föstudaginn 5. september þegar Sigurgeir bróðir minn lést á Rauða- læknum, þangað sem þau Ellen og dóttir þeirra höfðu nýlega flutt. Hann kvaddi þennan heim af sama virðuleika og einkenndi allt annað sem ég sá hann taka sér fyrir hendur í lífinu. Þar með lauk erfiðri en stuttri sjúkdómsbaráttu sem hófst snemma síðastliðið vor. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Sigurgeir barðist við krabbamein því að aðeins 28 ára gamall gekk hann í gegnum erfiða meðferð sem kom honum til heilsu á ný þrátt fyrir dökkt útlit í upphafi. Það ætlaði hann sér líka í þetta skiptið en þegar það varð ljóst í hvað stefndi tók hann því með ein- stöku æðruleysi. Sigurgeir var á margan hátt ein- stakur maður og allir sem honum kynntust eiga minningar um góðan dreng. Aldrei man ég t.d. eftir því að það hafi kastast í kekki með okkur. Á uppvaxtarárunum í Mávahlíðinni deildum við herbergi og þar sem ég var fimm árum yngri hefði það átt að gefa tilefni til árekstra sem aldrei urðu. Þvert á móti átti ég alltaf hauk í horni á þessum árum og alla tíð síð- ar. Það eru ófáir atburðir sem rifjast upp þegar hugsað er til baka sem lýsa hjartalagi Sigurgeirs. Honum var í blóð borið að lagfæra hluti sem hann taldi að þyrftu lagfæringar við. Þetta átti að sjálfsögðu við um allt sem laga þurfti á heimilinu en ekki síður ef honum þótti halla á systkini sín. Þegar ég var tólf ára áttu, eins og gengur og gerist, margir strákar í götunni hjól og sumir áttu DBS-hjól sem þótti flottast þá. Sigurgeir vissi hvað mig langaði mikið í hjól og gerði sér lítið fyrir og rölti með mig niður á Laugaveg og keypti spánnýtt DBS- hjól og gaf mér. Svona var Sigurgeir, hann mátti ekkert aumt sjá. Snemma fór Sigurgeir að vinna fyrir sér. Hann stundaði sjómennsku á sumrin öll sín námsár og hóf þau störf tólf ára gamall með föður okkar á Skagfirðingi SK 1 frá Sauðárkróki. Frá þeim tíma var Sigurgeir fjár- hagslega sjálfstæður, aðeins barn að aldri. Hann gat sér gott orð til sjós og naut sín á margan hátt við þau störf þótt hugurinn stefndi annað. Samhliða námi vann hann ýmis störf eins og bauðst á þessum árum, m.a. hjá togaraafgreiðslunni. Mér eru eftirminnileg árin hans Sigurgeirs í MH þar sem hann ásamt Einari Ingimarssyni vini sínum, sem hann kynntist til sjós, sá um alla fjöl- ritun á námsefni fyrir skólann og síð- ar fyrir fleiri menntastofnanir lands- ins. Það var oft glatt á hjalla og mikið gert að gamni sínu á þessum árum, eins og þegar ég ásamt vinum mín- um fékk vasapening fyrir að raða saman hinum ýmsu námsbókum sem þeir félagar framleiddu. Að stúd- entsprófi loknu, árið 1972, hóf Sig- urgeir störf hjá IBM sem var að hefja störf á Íslandi. Þar voru starfs- menn menntaðir til þeirra starfa sem þeir gegndu og sótti Sigurgeir ófá námskeið hér á landi og erlendis. Hjá IBM og síðar Nýherja starf- aði Sigurgeir til ársins 1995 en þá hóf hann störf sem skrifstofustjóri hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum en þar starfaði hann þar til hann lést. Árið 1991 gekk Sigurgeir að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Ellen Þórarinsdóttur. Það hefur eflaust mörgum frænkunum þótt hann alltof seinn í þessu en þetta gerði hann af sömu kostgæfni og allt annað. Þeim fæddist svo dóttirin Signý árið 1994 og var að sjá að loksins væri Sig- urgeir kominn á þann stað í lífinu sem hann óskaði sér. Hann naut sín vel sem fjölskyldumaður þann tíma sem hann hafði og skilur eftir sig ljúfar minningar sem aldrei gleym- ast hjá öllum sem kynntust honum. Elsku Ellen og Signý, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Halldór Pétur Þorsteinsson. Mig langar til að minnast í nokkr- um orðum Sigurgeirs, elsku stóra bróður míns, sem hefur nú kvatt þennan heim eftir erfiða sumarmán- uði. Þegar ég kom í heiminn var Sigur- geir orðinn fullorðinn maður en samt var ég svo lánsöm að nær alla mína æsku bjó hann líka á heimili foreldra okkar í Mávahlíðinni. Þar eignaðist ég eiginlega þriðja foreldrið sem sýndi mér endalausa umhyggju og elsku sem aldrei breyttist. Á þessum árum í Mávahlíðinni áttum við margar góðar stundir sam- an, sumar hversdagslegar og aðrar óvenjulegri. Með Sigurgeiri fékk ég nefnilega að skoða dálítið af heim- inum því hann bauð litlu systur sinni með sér í ótal skemmtileg ferðalög. Þótt ég væri honum þakklát fyrir það á sínum tíma held ég að mér hafi ekki fundist neitt eðlilegra en að hann byði mér með sér í allar þessar ferðir því aldrei fann ég annað á hon- um en að það væri alveg sjálfsagt. Seinna skildi ég svo hvað örlæti hans í minn garð var mikið og óvenjulegt og hvað hann var einstakur. Ekkert breyttist eftir að ég full- orðnaðist því alltaf gat ég leitað til Sigurgeirs með hvað sem var. Hlýja glettnin sem skein úr augum hans alla tíð gerði það að verkum að það var alltaf gott að vera í návist hans. Hann hafði eins marga kosti og prýtt geta einn mann; hann var einstakt ljúfmenni, örlátur og einstaklega hjálpsamur. Hann var alltaf fyrstur til að bjóða fram aðstoð sína þegar eitthvað stóð til, hvort sem það voru veisluhöld eða framkvæmdir, án þess að um það þyrfti að biðja. Hann hafði bæði gaman af alls kyns stússi og naut þess að geta hjálpað til. Sigurgeir var svo gæfusamur að kynnast Ellen, eftirlifandi eiginkonu sinni, fyrir nærri fjórtán árum, þá kominn nálægt fertugu. Með henni blómstraði hann sem aldrei fyrr og þeim sjálfum og öllum ættingjum og vinum til mikillar gleði eignuðust þau gullmolann sinn, Signýju, nokkrum árum síðar. Þar fékk Sig- urgeir að nýta föðurhæfileika sína til fulls. Hann naut þess svo sannarlega og var afar stoltur af dóttur sinni. Enda þótt tíminn sem þau áttu sam- an öll þrjú hafi verið alltof stuttur var hann vel nýttur og margt skemmtilegt gert. Það er óhætt að segja að bestu stundir Sigurgeirs hafi verið þær sem hann átti með þeim mæðgum. Þegar að kveðjustundinni kom vildi Sigurgeir helst af öllu vera heima hjá sér og hjúkraði Ellen hon- um og gætti hans af einstakri alúð fram á síðustu stund. Það verður seint fullþakkað. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að þakka Sigurgeiri bróður mínum fyrir allt. Elsku Ellen og Signý, megi minning hans vera ljós í lífi ykkar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir. SIGURGEIR ÞORSTEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.