Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 37 komið snemma á hvítasunnudag í Hof að sækja þennan verðandi vinnumann, sem þá hafði nýlega misst föður sinn aðeins tíu ára gam- all. Þeir gengu veginn út með Hvammsfjallinu þar til komið var yfir Reistarána að beygt var niður- eftir. Þegar komið var á Ásinn blasti Bakkagerði við, þetta látlausa býli í Möðruvallasókn sem var heimili Jóns uns hann flutti til Hafnarfjarðar ung- ur maður. Á lognkyrrum Eyjafirð- inum sáust svartir blettir austur í álnum. Það var vaðandi síld svo snemmsumars. Þótt engin væru salarkynnin lét Jón vel af veru sinni hjá fólkinu í Bakkagerði. Þar var nóg að bíta og brenna enda sótt í sjávarfang og hann lærði fljótt áralagið. Svo bar- dúsuðu þeir nafnarnir við frágang aflans í fjörunni og báru hann langa sjávargötuna heim. Átthagatryggð var Jóni í blóð bor- in. Hann ólst upp þar sem ung- mennafélög og samvinnustefna voru í hávegum höfð. Og rómantíska skáldið í Fagraskógi, sveitungi Jóns, mærði eyfirsku moldina með mynd- rænum kvæðum um helga jörð. Ekki varð Jóni Pálmasyni heldur bumbult af pólitíkinni í Bakkagerði, því þau voru bæði formálalaust fram- sóknarfólk afi minn og amma, þótt úfar risu þar eins og á fleiri bæjum þegar Jónas á Hriflu fór afvega í flokknum. Þeim galt hann svo fóst- urlaun með velvild og tryggð alla þeirra tíð. Jón Pálmason var kunnur borgari í Hafnarfirði, lét sig ýmis félagsmál skipta og var meðal annars í bæj- arstjórn fyrir Framsóknarflokkinn um tíma og fékk til þess ágætt fylgi á árum þegar framsóknarmenn voru jafnvel fátíðari í Firðinum en nú er. Hann var nútímamaður sem hélt til haga því besta úr fortíð, ekki síst minningu um gengið samferðafólk. Ég þakka fyrir þann skerf sem ég hlaut af félagsskap við Jón Pálmason og sé hann fyrir mér glerfínan ásamt Sigrúnu, fágaðri eiginkonu sem gekk við hlið hans langan aldur. Kári Valvesson. Með Jóni Pálmasyni er genginn einstakur mannkostamaður. Kynni okkar Jóns hófust í flokksstarfi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði, en þar var hann einn af máttarstólp- unum allt frá því fyrir 1960 og vann mikið og óeigingjarnt starf. Hann var um árabil formaður og gjaldkeri Framsóknarfélags Hafnarfjarðar. Jón var íhugull, úrræðagóður og yf- irvegaður maður. Í flokksstarfi var hann stöðugt að hvetja flokksmenn til dáða. Sjálf þáði ég frá honum leið- sögn og hvatningu sem hefur reynst mér gott veganesti í stjórnmálunum. Árið 1962 leiddi Jón lista Fram- sóknarflokksins í bæjarstjórnar- kosningum í Hafnarfirði og náði hann glæsilegri kosningu. Myndaði Jón þá sögulegan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, en Alþýðu- flokkurinn hafði farið með stjórn um árabil. Jóni líkaði ekki hvað sjálf- stæðismenn gengu hart fram gegn Alþýðuflokknum og átti það stóran þátt í því að Framsóknarflokkurinn ákvað að slíta meirihlutasamstarfinu á miðju kjörtímabilinu. Jón hafði gaman af að rifja upp þessa atburði og framganga hans á þessum um- brotatímum í sögu Hafnarfjarðar lýsir honum vel, sem manni friðar og samvinnu. Til að efla flokksstarfið hafði Jón forgöngu um að flokkurinn keypti húsnæði undir starfsemi sína. Einnig sá Jón lengi um allt er laut að fjár- málum og auglýsingum í blaðinu Hafnfirðingi, málgagni framsóknar- manna í Hafnarfirði. Þótt aldurinn færðist yfir dró Jón hvergi af sér í flokksstarfinu. Við hlið hans í því starfi öllu stóð Sigrún Að- albjarnardóttir kona hans með mikl- um sóma. Ekki hef ég tölu á þeim kosningum þar sem Jón lagði hönd á plóg. Í þeim síðustu, nýliðið vor, lagði Jón sitt af mörkum sem fyrr. Hafði hann sam- band við fólk í síma, notaði sínar að- ferðir og fór fram með gætni og virð- ingu. Þannig uppskar Jón stuðning við Framsóknarflokkinn. Vil ég þakka Jóni og konu hans Sigrúnu allan stuðning og hvatningu í flokksstarfi Framsóknarflokksins í gegnum árin. Jóns verður sárt sakn- að í okkar röðum, en minningin um hann mun lifa. Sigrúnu, Þorgerði og barnabörnum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Siv Friðleifsdóttir. Það er sárt að kveðja góðan og traustan vin við leiðarlok eftir ára- tuga samfylgd. Við Jón Pálmason kynntumst fyrst haustið 1937 en þá urðum við nemendur í yngri deild Héraðsskólans á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu. Þegar við kvödd- umst við skólalok 1939 hygg ég að við höfum reiknað með að þar með skildi leiðir. En sú varð ekki raunin. Jón lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1943. Við hittumst þá að nýju og nú hér syðra og vorum saman í herbergi einn vetur. Ég flutti til Hafnarfjarð- ar 1941 og fékk vinnu þar. Ég hafði verið í stopulu námi í menntaskóla og hugðist ljúka því 1943–44. Ég var þá í vinnu hjá Dröfn hf. og vildi ekki sleppa því starfi. Ég þurfti að fá traustan og góðan mann til að leysa mig af. Ég leitaði til Jóns og það varð að ráði að hann flytti til Hafnarfjarð- ar og tæki við starfi mínu yfir vet- urinn. Ég vissi að hann var einn þeirra manna sem hafa mikla sam- skiptahæfileika, eru samviskusamir, verklagnir og vinnusamir. Það fór því svo að stjórnendur Drafnar vildu fá að njóta starfskrafta hans og hann varð fastur starfsmaður Drafnar all- an sinn starfsferil. Voru stjórnendur og eigendur honum þakklátir fyrir farsælt og gott ævistarf sem lauk með því að hann skráði 50 ára sögu fyrirtækisins. Við Jón og Hans Lindberg skipa- smiður, sem einnig vann í Dröfn, byggðum húsið á Hringbraut 65 og bjuggum þar í góðu sambýli í nokkur ár. Jón og kona hans Sigrún Aðal- bjarnardóttir voru mikil náttúrubörn og ferðuðust þau mikið bæði innan- lands og utan. Þau héldu ávallt sterk- um tengslum við heimabyggðir Jóns við Eyjafjörð. Það var notalegt að vera í nærveru Jóns. Hann var prúður, glaðvær, hlýr og samræðugóður. Hann var vinsæll í skóla og sama var í lífsstarf- inu öllu. Orðspor hans var hreint og gott. Það hrærir okkar bestu tilfinn- ingar að missa hann. Lífsganga hans bætti mannlífið. Jón var félagslyndur og lagði góð- um málum lið. Hann braut blað í stjórn bæjarmála í Hafnarfirði þegar hann fyrstur framsóknarmanna var kosinn góðri kosningu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1962. Þá hófust nýir tímar sem leiddu til farsældar og framfara í bænum. Við þökkum Jóni langa, trygga og góða samfylgd á lífsleiðinni. Hann hefur gefið gott fordæmi og markað spor sem farsæld fylgir að feta. Við biðjum honum blessunar á nýjum vegum. Sigrúnu og fjölskyldu flytjum við innilegar samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson. Í dag kveðjum við gamlan vin og nágranna sem reynst hefur okkur fjölskyldunni einstaklega vel. Allt frá því Jón og Hans Lindberg kynntust fyrst fyrir 60 árum hefur verið ein- stök vinátta á milli okkar fjölskyldn- anna. Á meðal þess sem þeir tóku sér fyrir hendur var að þeir unnu saman hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn, þar sem kynni þeirra hófust, og upp frá því fóru þeir að leigja saman. Þeir byggðu saman á Hringbraut í Hafn- arfirði og síðan hvor sitt húsið á Ölduslóðinni. Alla tíð síðan hefur haldist mikil og góð vinátta okkar á milli. Eftir að þeir hættu að vinna löbbuðu þeir nær daglega saman í sundlaugina og ræddu þá landsins gagn og nauðsynjar. Nú er komið að því að þeir hittast aftur og hafa þeir örugglega um nóg að ræða. Við biðjum góðan Guð að styrkja Sigrúnu, Þorgerði, Steingrím, Viðar Hrafn og Sigrúnu og fjölskyldur í þeirra sorg. Ala og Valgerður Lindberg. Mig langar í fáum orðum að þakka fyrir þau kynni sem ég hef haft af Jóni í gegnum tíðina. Það eru ekki margir fyrir utan fjölskyldumeðlimi, sem maður hefur þekkt alla tíð. Al- veg frá því að ég man fyrst eftir mér í Ölduslóðinni hjá ömmu og afa þá vissi maður af Sigrúnu og Jóni í næsta húsi. Það var alltaf jafn gaman að hitta þau. Jón var svona frekar formlegur en samt með alveg ein- staklega hlýtt viðmót og sýndi alltaf öllu áhuga sem var að gerast hjá mér og spurði um alla í kringum mig og það var ekki bara af kurteisi. Kynni afa míns og Jóns hófust fyrir u.þ.b. 60 árum og hélst sú vinátta alveg þar til afi lést árið 1999. Amma og afi og Jón og Sigrún byggðu hús hlið við hlið í Ölduslóðinni, ásamt þriðju hjónunum með þriðja húsið, og var sú samvinna sennilega alveg einstök. Ég og fjölskylda mín fluttum svo í hús ömmu og afa 1998 þegar við keyptum af þeim húsið. Betri ná- granna held ég að við hefðum ekki getað eignast. Þau hafa frá því við komum í húsið fylgst með öllu sem við höfum tekið okkur fyrir hendur og samglaðst yfir því sem við höfum verið að gera. Það verður breyting að hitta ekki Jón fyrir utan og spjalla við hann um líðandi stund. Elsku Sigrún og fjölskylda, fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég ykk- ur innilegustu samúð. Minning um góðan mann mun ávallt lifa. Hörður Pétursson. ✝ Kristján HelgiBenediktsson fæddist á Jarlsstöð- um í Höfðahverfi 23. október 1923. Hann lést á heimili Stein- laugar dóttur sinnar 4. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Steinlaug Guð- mundsdóttir, f. 29. júlí 1878, d. 17. ágúst 1960, og Jóhann Benedikt Sigur- björnsson, f. 3. apríl 1976, d. 13. janúar 1962. Kristján Helgi var yngstur sex bræðra en þeir voru auk hans: Sigurbjörn, f. 16. apríl 1899, d. 6. apríl 1987, Sig- urður, f. 2. nóvember 1902, d. 4. október 1987, Ingólfur, f. 25. sept- ember 1908, d. 6. maí 1990, Bjarni, f. 12. janúar 1914, d. 1. september 1999, og Jóhann, f. 5. júlí 1920, d. 4. október 2002. Kristján kvæntist 1. janúar 1950 Steinunni Helgu Björnsdóttur, f. 23. september 1930, d. 28. desem- ber 2000. Börn þeirra eru: 1) Ragnheiður, f. 28. október 1954, lést í apríl 1955. 2) Oddný Ragn- heiður, f. 9. febrúar 1956, í sam- búð með Pétri Guðjónssyni, f. 19. október 1956, búsett á Akranesi, sonur hennar er Helgi Gunnlaugs- son, f. 25. september 1978, í sam- búð með Þórunni Ágústu Garðars- dóttur, f. 19. maí 1983, búsett á Akureyri. 3) Einar Birgir, f. 13. júní 1959, kvæntur Ásdísi Sigurvinsdóttur, f. 12. mars 1960, búsett á Akureyri, börn þeirra eru: Kári, f. 21. júlí 1989, og Gígja, f. 31. október 1992. 4) Steinlaug, f. 25. mars 1962, gift Steingrími Helga Steingrímssyni, f. 13. september 1960, bú- sett á Akureyri, börn þeirra eru: Gunn- hildur, f. 14. júní 1980, Ísak, f. 27. desember 1985, og Steinunn, f. 29. september 1991. 5) Eygló, f. 27. júní 1965, gift Hafsteini Sigfússyni, f. 15. apríl 1959, búsett á Grenivík, börn þeirra eru: Kristján Helgi, f. 30. ágúst 1983, Hákon, f. 22. mars 1991, Hlynur, f. 28. júní 1995, og Guðrún Erla, f. 4. febrúar 1999. Kristján og Steinunn bjuggu á Akureyri fyrir utan árin 1955– 1960 sem þau stunduðu búskap í Litlagerði í Dalsmynni. Kristján útskrifaðist sem bú- fræðingur frá Hvanneyri vorið 1944 og lærði síðan málaraiðn á Akureyri og varð málarameistari árið 1962 og starfaði sem slíkur alla sína starfsævi. Útför Kristjáns Helga fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kvaddur verður í dag frá Akur- eyrarkirkju Kristján Helgi Bene- diktsson málarameistari og skáld, samferðamaður til margra ára. Eft- ir Kristján liggja þúsundir af lausa- vísum og kviðlingum og virtist hann hafa full tök á flestum þeim brag- arháttum sem íslensk tunga bauð uppá þótt limran hafi verið einna handhægust þann tíma sem við deildum saman á seinni árum. Mín fyrstu kynni af kveðskap Kristjáns voru vísnagátur sem gefn- ar voru út í bæklingaformi og bar fyrir augu mín fyrir tæpum 30 ár- um, efni sem enn í dag er notað fólki til ánægju. Sá er þetta ritar bar þá gæfu að njóta tilsagnar Kristjáns og Gísla Jónssonar í bragfræði og voru í þeim málum engin grið gefin og engar undantekningar frá reglunum leyfðar, þannig að námið sóttist seint og sennilega hefur vantað þessa næmu tilfinningu þeirra tveggja, þannig að sennilega er það rétt að ekki geta allir lært til skálds. Af mörgu er að taka þegar litið er yfir farinn veg í rímnagerð Krist- jáns svo sem bálkinn um þá kappa tvo og frændur Elías og Tobías og ævintýri þeirra sem og braginn um manninn sem vaknaði uppá sjúkra- húsi og hélt því fram að hann væri forsetinn; svona mætti lengi telja. Ennfremur man ég það vel hversu óræður og fjarrænn svipur- inn á konu einni mér tengdri varð þegar lítill kvenmaður á fimmta árinu sagði henni frá því að hún hefði hitt frænda sinn í sundlauginni og hann hefði kennt sér vísu og hún byrjaði á orðunum: Aðalbjörn með engan rass... Þar var Kristjáni rétt lýst, um að gera að byrja að ala ung- viðið upp við skáldskap og ljóð. Að lokum, kæri frændi og félagi, morgunstundirnar verða fátæklegri í framtíðinni án þín en ég dreg ekki í efa að þín bíði áframhaldandi átök við rím og stökur í góðum fé- lagsskap í nýrri vist. Guðmundur Hrafn Brynjarsson. Elsku afi minn, ég vona að þér sé batnað og ég veit að þér líður vel hjá ömmu á himnum. Ég á eftir að sakna þess að sjá þig ekki í holunni þinni í sófanum uppi á lofti, við mat- arborðið og í graut í Norðurbyggð- inni. Ég veit að þú munt sakna okkar allra jafnt og við söknum þín og ætíð munum við hugsa hlýtt til þín. Ég bið að heilsa ömmu. Kveðja. Steinunn. Við söknum afa okkar mjög mikið og þó að við séum ekki skáld eins og hann var finnst okkur rétt að kveðja hann með vísu: Afi var ávallt hress og kátur, aldrei neinn í skeifu sá. Hann gaf mér bæði graut og slátur, gott var hann sem afa að fá. (K.E.) Vertu sæll, afi minn, við biðjum að heilsa henni ömmu. Kári og Gígja Einarsbörn. KRISTJÁN HELGI BENEDIKTSSON Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi ogbróðir, LÚÐVÍK J. KR. MAGNÚSSON frá Bæ í Reykhólasveit, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 2. september sl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Jóhanna I. Lúðvíksdóttir, Kristín L. Lúðvíksdóttir, Kolbeinn Sigurjónsson, Atli Freyr Kolbeinsson, Guðrún Ása Kolbeinsdóttir, Fannar Logi Kolbeinsson og systkini hins látna. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG VALDIMARSDÓTTIR, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, miðvikudaginn 10. september. Gunnar Guðmundsson, Áslaug Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, VALLAÐUR PÁLSSON, Dvergabakka 30, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala fimmtu- daginn 11. september. Ólöf Brandsdóttir, Guðbjörg Vallaðsdóttir, Jón Norðmann Engilbertsson, Sigrún Vallaðsdóttir, Kristinn, Bjarnrún, Ólöf og Kristín Rut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.