Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MÖGULEIKAR til símenntunar eru nánast óendanlegir og við Háskóla Íslands skipta leiðirnar hundruðum, allt frá því að örva hugann og auka þekkingu með því að hlýða á opna fyr- irlestra um málefni líðandi stundar, hefja grunnnám í háskóla, styrkja stöðu sína á vinnumarkaði með viðbótarnámi til starfsréttinda eða til þess að fara í framhaldsnám á háskólastigi. Opinn Háskóli Í Háskóla Íslands er haldinn fjöld- inn allur af opnum fyrirlestrum og málþingum, auk ýmissa annarra við- burða sem standa almenningi opnir. Oft snerta þessir viðburðir málefni sem eru ofarlega á baugi, þar sem inn- lendir sem erlendir fræðimenn úr fremstu röð varpa ljósi á málin. Marg- ir virtir og heimsþekktir fyrirlesarar hafa verið gestir Háskólans í áranna rás og miðlað af þekkingu sinni. Að- gangur á slíka viðburði er ókeypis og allir áhugasamir velkomnir. Upplýs- ingar er að finna á vefsetri Háskólans, hi.is, en einnig er greint frá þeim í fjöl- miðlum. Stuttar hagnýtar námsleiðir Símenntun er hver sú leið sem farin er til að halda áfram að læra og afla þekkingar. Margir hafa farið beint á vinnumarkað að loknu stúdentsprófi og það getur verið átak að hefja há- skólanám eftir ára, jafnvel áratuga, hlé á námi. Við Háskóla Íslands eru í boði nokkrar stuttar hagnýtar náms- leiðir (diplómanám) sem skipulagðar eru sem þriggja missera nám. Þessar leiðir geta hentað þeim sem ekki hafa tök á að stunda langt háskólanám, eða stefna á frekara nám síðar. Í boði er diplómanám í hagnýtri ensku, spænsku, íslensku, dönsku og þýsku fyrir atvinnulífið, ferðamálafræði og tómstundafræði. Fjölbreytni og þverfaglegt nám Ein helsta sérstaða Háskóla Ís- lands er fjölbreytnin í námsframboði sem opnar nemendum margar leiðir í samsetningu og sveigjanleika náms, og veitir þann möguleika að ljúka grunnnámi með áherslu á fleiri en Símenntun við Háskóla Íslands Eftir Guðrúnu J. Bachmann Höfundur er kynningarstjóri Háskóla Íslands. eina námsgrein. Þar er um margar leiðir að velja en auk þess eru sumar námsleiðir fyrirfram skipulagðar sem þverfaglegt nám og eru settar saman úr námskeiðum úr mismunandi deildum Háskólans. Meðal leiða í þverfaglegu námi má nefna almenn trúarbragðafræði, kynjafræði, miðaldafræði, borgarfræði og at- vinnulífsfræði. Meistaranám og starfstengt viðbótarnám Möguleikum í framhaldsnámi hefur fjölgað gífurlega á liðnum árum og all- ar deildir Háskólans bjóða meistara- nám. Þessi öra þróun hefur aukið til muna möguleika háskólamenntaðs fólks á framhaldsnámi. Meist- aranámið er skipulagt sem eins og hálfs til tveggja ára nám, en nem- endur geta lokið því á lengri tíma, t.d. ef þeir stunda vinnu með námi. Einnig býðst diplómanám á meistarastigi í vissum námsleiðum. Auk hefðbundins framhaldsnáms í deildum eru fjölmargar áhugaverðar leiðir í þverfaglegum námsleiðum í meistaranámi. Þar má nefna sjáv- arútvegsfræði, umhverfisfræði, tungutækni og opinbera stjórnsýslu (MPA). Dæmi um starfstengt viðbótarnám er m.a. djáknanám, siðfræði, hagnýt fjölmiðlun, félagsráðgjöf, kennslu- fræði til kennsluréttinda, bókasafns- og upplýsingafræði og námsráðgjöf. MBA-nám MBA-nám er afar hagnýtt nám með starfi fyrir þá sem þegar hafa há- skólapróf og starfsreynslu, vilja efla þekkingu sína á sviði viðskiptafræði og auka færni í stjórnun og rekstri. Námið er í samstarfi viðskipta- og hagfræðideildar og Endurmenntunar. Endurmenntun Háskóla Íslands Endurmenntun fagnar um þessar mundir tuttugu ára afmæli. Tilkoma Endurmenntunar HÍ markaði tíma- mót í endur- og símenntun á Íslandi og hefur æ síðan verið leiðandi á því sviði. Þúsundir Íslendinga hafa sótt þar fróðleik og menntun og tengsl Endurmenntunar við atvinnulífið hafa ávallt verið sterk. Allar nánari upp- lýsingar má finna á www.end- urmennt.is. Við Tungumálamiðstöð HÍ fer fram sjálfsnám í dönsku, frönsku, spænsku og þýsku fyrir alla sem skráðir eru í Háskólann. Nemendur af öllum fræðasviðum hafa nýtt sér þennan möguleika, enda er tungumálakunn- átta drjúgt veganesti fyrir fólk á al- þjóðlegum vinnumarkaði. Fjarnám og fræðasetur Háskóli Íslands er skóli allra lands- manna. Hann er í nánu samstarfi við símenntunarmiðstöðvar um land allt, jafnframt því sem Háskólinn starf- rækir fræðasetur víða um land í sam- starfi við sveitarfélög. Fjarnám við Háskólann fer m.a. fram í gegnum sí- menntunarmiðstöðvarnar. Á þessu skólaári er í boði fjarkennsla í ís- lensku, ensku, opinberri stjórnsýslu og sagnfræði, en einnig stendur nú yf- ir einstaklega vel heppnað til- raunaverkefni á fjarnámi í náms- og starfsráðgjöf. Síðustu ár hefur gífurleg uppbygg- ing átt sér stað á vefkerfi HÍ, sem þjónar nemendum og kennurum. Með tilkomu nýrrar tækni dregur hratt saman með fjarnámi og staðbundnu námi, því möguleikarnir sem vefkerfi Háskólans opnar gera nemendum kleift að stunda námið að miklu leyti á vefnum, þótt ekki sé um hefðbundið fjarnám að ræða. Margir spá því að þróunin á næstu árum verði sú að bilið milli fjarnáms og staðnáms þurrkist út. Margvíslegur stuðningur, leiðsögn og þjónusta Háskólinn leitast við að styðja nem- endur í hvívetna jafnt í vali og sam- setningu náms sem í sjálfu náminu. Nemendaráðgjafar eru til staðar í deildum og skorum og á vegum Fé- lagsstofnunar stúdenta og Stúdenta- ráðs er margvísleg þjónusta, ráðgjöf og stuðningur. Námsráðgjöf Háskólans hefur um áraraðir unnið frumkvöðlastarf á þeim vettvangi og er þjónusta Námsráð- gjafar opin jafnt nemendum skólans sem þeim sem hyggja á háskólanám. Heimsókn til þeirra og á vefsetur Há- skóla Íslands, hi.is, gæti verið fyrsta skrefið í átt að símenntun – möguleik- arnir eru nær óþrjótandi. Á SUNNUDAGINN verður haldinn í íþróttahúsinu á Ísafirði fundur sem mun að öllum líkindum snúast um ábyrgð alþingismanna gagnvart kjós- endum. Ábyrgðin snýr að málflutningi þeirra í kosningabaráttunni, hverju var lofað og hvort ætlunin sé að standa við loforðin. Í þessu tilfelli snýst málefnið um línuívilnun til dagróðr- arbáta. Báðir stjórnarflokkarnir höfðu gert samþykktir um málefnið fyrir kosningar og því kom það ekki á óvart að það skyldi sett inn í stjórnarsáttmálann. Flestir bjuggust því við að línuívilnun yrði samþykkt strax og þing kæmi saman 1. október og ekki síst þar sem forsætisráðherra hafði gefið afar greinargóð svör um það á fundi á Ísafirði 22. apríl. Hann „sagði línuívilnun dagróðrarbáta koma til framkvæmda í haust ef allt gengi eftir enda hafi hún verið samþykkt á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hann vissi ekki til þess að aðrir flokkar hefðu sett sig á móti þessari tillögu.“ (RÚV 23. apríl.) Óvænt útspil sjávarútvegsráðherra varð til þess að málið tók skyndilega aðra stefnu. Hann lýsti því yfir að hann hygðist afnema byggðakvótann og koma á línuívilnun í staðinn. Formaður Framsóknarflokksins sagði hug- myndir um afnám byggðakvóta ekki hafa verið bornar undir ríkisstjórn og sagði að aldrei hefði verið rætt um þann möguleika að afnema byggðakvótann. Það stendur í stjórnarsáttmála að það eigi að athuga möguleika á því að auka hann. (Fréttab. 10. júlí.) Fylgismenn línuívilnunar sáu þá að það var ekki ætlun sjávarútvegs- ráðherra að koma á línuívilnun í haust eins og lofað var. Viðtal við hann birtist á sunnudag í Morgunblaðinu og hann sagði: „Ég hef ekkert svik- ið.“ Því miður var ekki rætt um ábyrgð hans gagnvart þeim málflutningi sem sumir flokksbræðra hans sögðu að hefði trúlega tryggt meirihluta stjórnarflokkanna. Er það miður að ráðherrann hafi ekki verið spurður um slíkt, þar sem kveðið er skýrt á um málefnið í stjórnarsáttmálanum. Mál hafa nú þróast svo að Elding – félag smábátaeigenda á norð- anverðum Vestfjörðum – hefur haft forystu um að efna til fundar um málefnið á Ísafirði eins og áður hefur komið fram. Yfirskrift fundarins er: „Orð skulu standa.“ Þar skýra væntanlega þingmenn ríkisstjórnarflokkanna afstöðu sína gagnvart útspili sjávarútvegsráðherra. Þeir lofuðu en hann ekki. Ef þeir efna þá svíkur hstv. sjávarútvegsráðherra heldur engan. Hann væri að framfylgja samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Hvað það er sem rekur sjávarútvegsráðherra inn á þessa hliðargötu skal ósagt látið en það er von mín að hann komi aftur inn á aðalgötuna og fylgi henni í þessu máli svo samþykkt Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnar sem hann er aðili að nái fram að ganga. Munu orð standa? Eftir Örn Pálsson Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamband smábátaeigenda. SKÓLASTARF, bæði almennt og sérhæft, er afar mikilvægt frá þjóð- félagslegu sjónarmiði. Það skiptir miklu máli fyrir nem- endur, aðstandendur þeirra og samfélagið allt að hæfileikaríkir og metnaðarfullir einstaklingar veljist til kennarastarfa. Það skiptir einnig miklu máli að þeir sem stunda upp- eldis- og kennslustörf kunni til verka svo að nám nemenda þeirra verði ár- angursríkt, þeir fái markvissan stuðning á þroskaferli sínum og öðl- ist menntun sem nýtist bæði þeim sjálfum og þjóðfélaginu í heild. Ef til vill skiptir þó mestu að þeir sem leggja kennslu og uppeldi fyrir sig og mennta sig til slíkra starfa líti aldrei svo á að þeir séu fullnuma. Fagvitund og fagmennska eru ekki síst í því fólgin að halda áfram að læra í starfi af eigin reynslu og annarra. Til þess að svo megi verða þurfa kennarar að hafa fræðilega afstöðu til starfsins, til eigin þekkingar og viðhorfa. Skuldbundin fagstétt Kennaramenntun ber að ætla stór- an og vaxandi hlut í breyttu sam- félagi þar sem öflun og miðlun þekk- ingar mun skipta sköpum fyrir möguleika einstaklinga og sam- félagsins í heild. Hugtökin kennari og kennsla hafa öðlast nýtt umfang og inntak í þekkingarsamfélaginu þar sem nám fer fram bæði utan skólastofnana og innan þeirra. Því má ekki gleyma að störf kennara eru í raun undirstaða þróunar nútíma- samfélagsins. Kennsla, uppeldi og umönnun eru siðferðilega skuldbundin störf sem byggjast ekki einungis á mikilli þekkingu og tæknilegri færni heldur einnig á samskiptum við annað fólk, virðingu og umhyggju fyrir nem- endum, hvort sem í hlut eiga börn, unglingar eða fullorðnir. Þeir sem taka að sér það samfélagslega hlut- verk að kenna öðrum, miðla þekk- ingu og gildum og laða fram þá hæfi- leika sem hverjum og einum eru í blóð bornir eru, eða ættu að vera, skuldbundin fagstétt í besta skilningi þess orðs. Kennarar eru sérfræðingar Þjóðfélagið þarf að meta að verð- leikum þá sem mennta sig til og taka að sér að sinna þessum mikilvægu störfum. Kennarar eru sérfræðingar hver á sínu sviði. Það verður að skapa þeim slík kjör að störfin verði eft- irsóknarverð og að gott fólk haldist við í starfi. Það verður einnig að veita þeim nægjanlegt svigrúm og búa þeim aðstæður sem nauðsynlegar eru til þess að þeir geti unnið störf sín vel og náð árangri. Kennarar vinna við nýsköpun, úr- vinnslu og miðlun þekkingar á fjöl- mörgum sviðum. Þeir þurfa að þjálf- ast í meðferð ritaðs og talaðs máls, í beitingu upplýsingatækni og í mann- legum samskiptum. Þeir vinna skipu- lega að því að afmarka og skilgreina fjölbreytileg verkefni, setja raunhæf markmið, vinna að framkvæmd þeirra á vettvangi og meta hvernig til hefur tekist. Þeir verða vissulega að geta unnið með öðrum, en líka að bera ábyrgð á eigin verkum gagnvart skjólstæðingum og aðstandendum þeirra, samstarfsfólki og samfélag- inu í heild. Kröfurnar eru miklar Þau störf sem hér um ræðir verða ekki unnin í einrúmi svo vel fari. Þau krefjast teymisvinnu einstaklinga sem hafa sameiginlega sýn á við- fangsefnið og samanlagt nægjanlega þekkingu og færni til að leysa hvert verkefni farsællega og á árangurs- ríkan hátt. Hver einstaklingur sem þessum störfum sinnir þarf að hafa yfirsýn og þekkingu sem nauðsynleg er til að sjá viðfangsefnið í samfélags- legu samhengi en líka kunnáttu og innsýn á afmörkuðu sviði, sem nefna má sérfræði. Þannig er kennaranum kleift að takast á við einstök við- fangsefni á sérfræðilegan hátt. Þessi sérfræði geta t.d. tengst aldri nem- enda, félagslegri stöðu, líkamlegu og andlegu atgervi, kennslugrein eða tæknilegum lausnum af ólíku tagi. Viðfangsefni kennara er svo yf- irgripsmikið og flókið að enginn ein- staklingur getur haft nægjanlega þekkingu eða færni til að takast á við öll þau fjölbreytilegu tilvik sem upp koma og krefjast lausnar. Sjálfsskoðun og ígrundun Undirbúningur fyrir svo fjölþætt störf krefst mikillar og góðrar undir- stöðumenntunar, bæði almennrar og sérhæfðrar. Umfram allt er mik- ilvægt að menntunin sé fræðileg í besta skilningi þess orðs. Höfuðmáli skiptir tóm til ígrundunar og gagn- rýni. Og gagnrýnin má ekki einungis beinast út á við. Hún verður líka að ná til kennarans sjálfs í formi sjálfs- skoðunar og ígrundunar. Það eru gagnvirk tengsl iðju og ígrundunar, athafna og kenninga, rannsókna og framkvæmda, sem eru lykillinn að menntunarferlinu – leiðarljós í kenn- aramenntun. Lengra kennaranám Við Íslendingar höfum ekki lagt sama metnað og aðrar þjóðir í kenn- aramenntun. Langflestar Evr- ópuþjóðir hafa skipulagt kenn- aramenntun sem fjögurra til fimm ára háskólanám og nokkrar sem sex ára nám. Finnar, sem við lítum gjarnan til þegar rætt er um náms- árangur í skólum og þróun nútíma rannsókna- og þekkingarsamfélags, gerðu fyrstir Evrópuþjóða árið 1979 kröfu um meistarapróf fyrir kennara eftir fimm til fimm og hálfs árs há- skólanám. Er hugsanlegt að merki- legur árangur Finna á fjölmörgum sviðum sé að verulegu leyti að þakka meiri og betri kennaramenntun? Við eigum að sjálfsögðu að setja markið hátt. Kennarar eru fagstétt sem sinnir mikilvægu og flóknu verkefni í nútímasamfélagi. Það eru engin rök fyrir því að þeim nægi mun styttra nám en öðrum fagstéttum, svo sem lögfræðingum, hjúkrunarfræðingum, viðskiptafræðingum eða prestum. Það er tímabært að hefja á nýjan leik alvarlega umræðu um lengingu kennaranáms á Íslandi. Kennaranám í þágu þekkingarsamfélags Eftir Ólaf Proppé Höfundur er rektor Kennaraháskóla Íslands. Umferðaröryggi í Hafnarfirði Umferðarmál verða í sér- stökum brennidepli í Hafnarfirði nú í september- mánuði, en um- ferðarvika stendur þá yfir. Við fram- setningu sér- stakrar umferð- arviku, sem nú er haldin í sjöunda sinn, er það von þeirra sem að þessu verkefni koma að bæjarbúar verði varir við og geti nýtt sér þær upplýs- ingar sem liggja frammi. Áætlun til framtíðar Dómsmálaráðherra hefur á ári hverju óskað eftir því við sveit- arfélögin að gerð yrði grein fyrir framkvæmdaáætlun eða tillögum sem leiði til aukins umferðarör- yggis. Markmiðið er að fækka al- varlegum umferðarslysum hér á landi. Margir þættir tengjast þessu markmiði, s.s. umferð- arfræðsla, ástand ökutækja, vegakerfið, umhverfisþættir o.fl. Mikilvægi upplýsingastarfs er aldrei vanmetið sem þáttur í að hafa áhrif á vegfarendur þannig að þeir öðlist rétt viðhorf og sýni rétta hegðun í umferðinni. Veg- farendur gegna mismunandi hlut- verkum í umferðinni og þess vegna þarf að koma á framfæri upplýsingum sem henta hverjum hópi. Hafnarfjarðarbær reynir í umferðarvikunni að ná til sem flestra hópa og miðla fjölbreyti- legum upplýsingum. Hjóla- og gönguleiðir áhugamál margra Mikilvægt er í almennum upp- lýsinga- og fræðsluþætti að ná til yngstu vegfarendanna. Umferð- arráð, lögreglan og skólarnir hafa sinnt þessu verkefni af alúð sl. áratugi. Samstarfsverkefni innan skólanna hafa mörg hver gengið afar vel eftir þar sem t.d. er hugað að göngu- og hjólaleið- um barna. Niðurstöður slíkra verkefna ættu að henta vel sem grunnur að góðu upplýsingaefni fyrir börn og foreldra. Reynslan er sú að það er stækkandi hópur sem vill huga sérstaklega að göngu- og hjólreiðafólki bæði í fræðsluefni og í skipulagsmálum. Vonandi tekst sveitarfélögunum hér á höfuðborgarsvæðinu að setja tengingar á milli svæða fram með þeim hætti að fyllsta öryggis sé gætt hvað varðar aukningu í umferð gangandi og hjólandi. Sveitarstjórnarfólk og þingmenn eru áhugasamir um þessi mál jafnt sem fjölmargir aðrir. Sá þáttur sem er hvað viða- mestur í umferðaröryggismálum er beinar umferðarörygg- isaðgerðir sem oftar en ekki eru endurhönnun og breytingar á umferðarmannvirkjum. Í Hafn- arfirði hefur á undanförnum ára- Umferðarmál – allra hagur Eftir Gunnar Svavarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.