Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ er fátt sem vakið hefur jafn mikla athygli á Íslandi erlendis undanfarin misseri og tilraunir við að nýta vetni sem eldsneyti. Í apríl var fyrsta vetnisstöðin vígð en hún hefur einungis staðið sem aðgerða- lítið augnayndi á Grjóthálsi við Vesturlandsveg frá því 24. apríl og beðið þess að fá að þjóna vetnisfar- artækjum. Nú fer að líða að því að hún komist í fullan gang því vetn- isstrætisvagnarnir eru væntanleg- ir á götur Reykjavíkurborgar í byrjun október. Það er því við hæfi að upplýs- ingar um vetni, framleiðslu þess og notkun, eins og hún er áætluð fyrst í stað, eru komnar út. Fram- haldskólum og raungreinakennur- um hefur verið sendur geisladiskur um vetnistækni og fljótlega verður ítarlegri kennslubók komið upp á veraldarvefnum. Bókin fjallar um nokkrar aðferðir við að framleiða vetni, mismunandi geymslutækni og notkunarmöguleika. Einnig er í henni að finna töflur um helstu efnis- og eðliseiginleika þessa elds- neytis. Marmiðlunarefni disksins grein- ir frá því í myndum og máli hvern- ig fallorka er virkjuð, hvernig raf- magn nýtist við að kljúfa vatn í vetni og súrefni og hvernig efnarafalar vinna. Efnið sýnir hvernig vatnshringrásin og nýting endurnýjanlegrar orku helst í hendur við notkun vetnis. Bakgrunn þessa verkefnis er að finna í hugmynd Jóns Björns Skúlasonar um að efla skilning al- mennings á þeirri tækni sem fylgir notkun vetnis. Áhugi Fjölbrauta- skólans á Suðurnesjum varð frek- ari hvati til að setja verkið af stað. Ari Trausti Guðmundsson skrifaði síðan handrit sem lagt var til grundvallar teiknimynd og öðrum útfærslum og nú hefur verið gefið út aðgengilegt fræðsluefni fyrir framhaldsskóla á Íslandi. María Maack ritstýrði verkinu og Gag- arín sá um myndgerð og aðra hönnun. Efnið hefur nú þegar vak- ið athygli erlendis fyrir skýra framsetningu og verður væntan- lega notað til almenningsfræðslu í nokkrum löndum. Með þessum orðum vil ég vekja athygli á því að fræðsluefnið er hægt að nálgast ókeypis á netsíðu Íslenskrar NýOrku sem og annað kennslu- og upplýsingaefni um vetni á nokkrum tungumálum (www.newenergy.is). Þetta efni getur tvímælalaust hjálpað Íslend- ingum að svara þeim áhuga sem vetnisverkefnin hafa vakið og sval- að fróðleiksþorsta og forvitni margra. Einungis fyrstu skrefin hafa verið tekin í átt að vetnisvæð- ingu en hér með hefur almenningi verið gefinn kostur á að kynna sér í hverju hún er fólgin. MARÍA HILDUR MAACK, umhverfisstjóri Íslenskrar NýOrku. Vetni – viltu vita meira? Frá Maríu Hildi Maack: Á DÖGUNUM fór skrúðganga homma og lesbía niður Laugaveg- inn. Þeir voru að vekja athygli á öf- ugri tilveru sinni og klæddust við það tækifæri furðulegum búning- um. Þarna voru menn sem höguðu sér eins og konur og konur sem höguðu sér eins og karlar. Það fór ekki framhjá neinum að þarna var hinsegin fólk á ferðinni, öfugsnúið sem kallast hefur kynvillingar í gegnum tíðina en bera nú hið furðu- lega nafn, samkynhneigðir, þar sem þeim þykir gott að samrekkja ein- hverjum af sama kyni. Hátíð kyn- villinganna var kölluð fjölskylduhá- tíð þótt lifnaður þeirra brjóti öll fjölskyldulögmál. Svo langt gengu þeir í fáránleikans uppákomum að þeir hengdu hálfnakta, eggjandi og brosandi lesbíu upp á kross og fór hún þannig niður aðalgötu borgar- innar. Ekki eitt orð hefur borist frá prestum í blöðum um þetta svívirði- lega guðlast sem þarna fór fram í kös þúsunda manna undir stjórn kynvillinga. Sýnir það best hversu siðblint þjóðfélag okkar er orðið. Kynvilla sem kallast í dag samkyn- hneigð hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. En hún er ekkert til að státa sig af, hvað þá til að stilla á stall og hefja til skýjanna með húll- um hæ og fagnaðarlátum. Hún er erfðagalli, vanskapnaður eins og margur annar ófullkomleiki sem leggst á mannkynið og það er sorg- legt til þess að vita að fólk sem ber þennan galla skuli kynna hann sem eðlilegan lífsmáta og telja eðlilegu fólki trú um að það sé kannski líka samkynhneigt. Margt eðlilegt fólk sem umgengst kynvillinga hefur byrjað að trúa því að kynvilla sé eðlilegt lífsmynstur. Svo langt hef- ur áróðurinn gengið að nú þykir orðið töff að vera hinsegin. Sem kristinn maður reyni ég að elska náunga minn og koma fram við hann eins og ég vildi að hann kæmi fram við mig. Það á einnig við um fólk sem ber kynvillunnar ófullkom- leika. Við ættum að hjálpa því að takast á við fötlun sína og umbera það og umgangast í anda Krists. En það skyldi aldrei vera á kostnað lögmáls lífsins né boðorða Drottins almáttugs. Þegar þeir auglýstu sig og málstað sinn með kynvillingnum á krossinum svívirtu þeir með því guðlasti sínu Guð frelsis og kær- leika. EINAR INGVI MAGNÚSSON, Heiðargerði 35, 108 Rvk. Svívirða Frá Einari Ingva Magnússyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.