Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Grafarvogsdagurinn Þátttaka farið stigvaxandi Grafarvogsdagurinnverður haldinn há-tíðlegur, í sjötta skipti, á morgun, laugar- daginn 13. september. Það er Fjölskylduþjónustan í Grafarvogi sem stendur fyrir deginum en innan raða hennar er m.a. Þrá- inn Hafsteinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Graf- arvogs. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Þráin og var hann fyrst beðinn um að segja frá fyrirbærinu Fjöl- skylduþjónustunni í Graf- arvogi. „Jú, það má segja að Fjölskylduþjónustan í Grafarvogi sé tilrauna- verkefni Reykjavíkur- borgar til að færa ýmiss konar þjónustu út í hverf- in og efla samhliða hverf- isvitundina. Verkefnið hófst árið 1997 og eru 29 manns í fullu starfi. Hér er um að ræða margs konar fjölskylduþjónusta, m.a. heimahjúkrun og þjónustu fyrir fatlaða. Stór hluti af starfinu er einnig að efla hverfisvitund íbúa svæðisins og það má segja að þar komi Grafarvogsdagurinn sterk- ur inn. Þetta er í sjötta skipti sem hann er haldinn, fyrst var hann haldinn 1998, og tilgangurinn með honum er að gefa Grafar- vogsbúum tækifæri til að hittast og skemmta sér saman yfir tóm- stundum og menningu.“ – Hafa Grafarvogsbúar svarað kallinu og nýtt þetta tækifæri? „Grafarvogsbúar hafa tekið Grafarvogsdeginum fagnandi og þátttaka hefur farið stigvaxandi. Í fyrra tóku t.d. milli fjögur og fimm þúsund manns þátt í hinum ýmsu uppákomum dagsins og vel á fimmta hundrað manns komu að meira eða minna leyti að skipu- lagningu og framkvæmd dagsins. Við vonumst eftir svipaðri ef ekki meiri þátttöku nú og til viðbótar við hefðbundna skipulagninu og undirbúning má nefna skemmti- lega nýjung sem á annan tug nemenda í Borgarholtsskóla legg- ur til, en það er heimasíða sem þegar hefur verið opnuð og er til- einkuð Grafarvogsdeginum. Heimasíðugerðin er hluti af skólaverkefni og hefur tekist afar vel til.“ – Segðu okkur eitthvað meira um Grafarvogsdaginn? „Eins og ég gat um áðan hefur hann frá upphafi verið til þess að sameina Grafarvogsbúa og skapa þeim tækifæri til að hittast, skemmta sér og öðrum og koma því mikla og merkilega menning- arstarfi á framfæri sem fer fram í hverfinu. Dagskránni er ætlað að höfða til allra aldurshópa og hefur alltaf verið stíluð á að fjölskyldan taki þátt í deginum saman. Dag- skráin er mismunandi frá ári til árs og einnig staðsetning hátíð- arhaldanna. Ákveðnar skemmti- legar hefðir hafa þó skapast í dag- skránni sem sjálfsagt þykir að séu fastir liðir. Sögu- gangan, helgistundin, Grafarvogsglíman, af- hending Máttarstólp- ans, kvöldvakan og flugeldasýningin eru fastir punktar í annars mjög fjöl- breyttri dagskrá. Grafarvogsdag- urinn hefur líka orðið fyrirmynd að nýjum hverfishátíðum í öðrum og eldri hverfum Reykjavíkur, t.d. í Vesturbæ og Breiðholti.“ – Hefur dagurinn eitthvert sér- kenni í ár? „Það má segja það. Þegar ákveðið var að meginhluti hátíð- arhalda Grafarvogsdagsins færi fram við Korpúlfsstaði þótti sjálf- sagt að gera sögu staðarins eins aðgengilega fyrir gesti Grafar- vogsdagsins og mögulegt væri. Birgir Aðalsteinsson bóndi mun verða leiðsögumaður í sögugöngu um húsið. Birgir er alinn upp á Korpúlfsstöðum og því öllu kunn- ugur þar. Einnig verður sett upp spjald við húsið með texta og myndum sem lýsa sögu hússins og þeirri starfsemi sem þar hefur farið fram í gegnum tíðina. Í þriðja lagi verður svo sýnt mynd- band á risaskjá þar sem sögu Korpúlfsstaða eru gerð skil. Meg- inhluti hússins verður opinn al- menningi þennan dag.“ – En það er væntanlega margt, margt fleira? „Já. Fjölbreytileikinn hefur alltaf verið í ríkum mæli og svo er og nú. Það er af mörgu að taka ef nefna á eitthvað. Fjölbreytt skemmtidagskrá verður á sviði í Golfskálanum þar sem listamenn úr Grafarvogi koma fram og leik- skólabörn og krakkar úr öllum grunnskólum Grafarvogs koma líka og leika, syngja og spila á hljóðfæri. Félagsmála- og menn- ingarverðlaun hverfisráðs Graf- arvogs, „Máttarstólpinn“ verða afhent fyrir framúrskarandi framlag til félags- og menningar- starfs í hverfinu. Fleira mætti nefna. Nokkur Grafarvogsskáldanna munu lesa úr verkum sínum í skólaportinu á Korpúlfsstöðum þar sem nem- endur og foreldrar Korpuskóla verða með kaffisölu og hand- verkafólk úr Grafarvogi sýnir og selur verk sín. Myndir leikskóla- barna verða þar einnig til sýnis. Það er í raun allt of langt mál að tína til allt sem á boðstólum er. Sunda- brautartillögur verða til sýnis, lifandi mynd- list, opið hús í Korpu- skóla, helgistund og heimagert messubrauð utanhúss að Korpúlfsstöðum, skrúðganga, leikir, leiktæki, hestar og golf. Síðan kvölddagskrá þar sem Dáðadrengir og fleiri efnilegir munu halda uppi fjörinu og dag- skráin endar með flugeldasýn- ingu klukkan tíu. Ef fólk vill kynna sér dagskrána betur er hún á vefslóðinni www.midgar- dur.is.“ Þráinn Hafsteinsson  Þráinn Hafsteinsson er fædd- ur 6. september 1957 á Selfossi. Hann er útskrifaður íþróttafræð- ingur frá Háskólanum í Alabama í Bandaríkjunum og hefur starfs- ferill hans alla tíð tengst íþrótt- um. Síðasta hálft þriðja árið hef- ur hann starfað sem íþrótta- og tómstundafulltrúi í Grafarvogi. Efla samhliða hverfis- vitundina Ármúla 44 • Sími 553 2035 • www.hphusgogn.is • Borðstofuborð m. stækkun 172.760 – • Stóll 25.920 Stóll m. örmum 31.860 – Skenkur 90.720 • Hornskápur 79.380 – Skápur 177.660 borðstofuhúsgögn úr eik Fáanlegt í 7 viðarlitum Stærð á borði 160x100 sm Stækkanlegt í 205 sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.