Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sverrir Her-mannsson fædd- ist á Ísafirði 22. ágúst 1931. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 3. september síðastlið- inn. Sverrir var einka- barn hjónanna Guð- rúnar Þorvarðar- dóttur, f. 16. júlí 1904, d. 17. október 1986, og Hermanns Erlendssonar, f. 13. október 1901, d. 1. ágúst 1983. Hinn 17. apríl 1954 giftist Sverrir eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Sigríði Jóhannes- dóttur, f. 4. desember 1932 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Friðjónsdóttir, f. 14. jan- úar 1902, d. 21. desember 1962, og Jóhannes Ásgeirsson, f. 20. febr- úar 1891, d. 1. desember 1967. Sverrir og Guðrún eiga fimm börn, ellefu barnabörn og tvö barnabarnabörn. Börn þeirra eru: 1) Sigrún, f. 22. september 1954, gift Arnari Sigurbjörnssyni, f. 16. janúar 1949, þau eiga þrjú börn; Evu Ösp, Davíð Örn og Gunnar Hrafn. Sambýlismaður Evu er Benjamín Þór Þorgrímsson og eiga þau soninn Arnar Elí. Fyrir á Arnar synina Hrannar Björn og Ólaf Stefán. 2) Margrét, f. 9. des- ember 1956, gift Viðari Guð- mundssyni, f. 20. maí 1954, þau eiga þrjú börn; Sverri Þór, Arn- eyju Hrund og Katrínu. Sambýlis- kona Sverris Þórs er Sigurrós Pálsdóttir og eiga þau dótturina Heklu. 3) Hermann Sverris- son, f. 3. maí 1961, giftur Margréti Er- lingsdóttur, f. 10. febrúar 1964, þau eiga þrjú börn; Bergdísi Örnu, Sverri og Arnþór Grétar. 4) Erna, f. 23. ágúst 1967, gift Viktori Jens Vigfús- syni, f. 20. júlí 1967. Sonur hans er Stefán Andri. 5) Gunnar, f. 19. apríl 1970, giftur Höllu Báru Gestsdóttur, f. 3. febr- úar 1973, þau eiga eitt barn, Leu. Fyrir á Gunnar soninn Guðmund Örn. Sverrir flutti til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum á 10. ald- ursári. Hann stundaði sjómennsku með föður sínum og afa ungur að árum, var sendill hjá Sambandinu á unglingsárum og um tvítugsald- urinn hóf hann störf hjá Skipaút- gerð ríkisins, fyrst sem messa- gutti og síðar sem bátsmaður. Sverrir var bátsmaður á strand- ferðaskipunum Heklu og Esju til ársins 1966 þegar hann hóf störf í landi, fyrst sem verkstjóri og síð- ar flutningastjóri. Gegndi hann því starfi til ársins 1992 þegar Skipaútgerðin var lögð niður. Hann vann hjá Samskipum á ann- að ár og síðar í Landsbókasafni Ís- lands - Háskólabókasafni. Útför Sverris verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hetja er fallin, hetjan okkar hann pabbi minn. Hann var Vestfirðingur í húð og hár og stoltur af því. Sögur hans eru í minningunni mikilfeng- legar og þar sem allt var stærst og best, aðalbláberin á stærð við mand- arínur. Pabbi var sjómaður og með honum fór ég í mína fyrstu ferð til út- landa, þá aðeins tólf ára. Hann fór með mig um Kaupmannahöfn og sýndi mér undur sem ég hafði aldrei augum litið, Tívolí, dýragarðinn og litlu hafmeyjuna. Það voru einnig flottir og sjaldséðir hlutir sem hann færði okkur systkinunum, við áttum flott safn af Barbie og Ken ásamt fylgihlutum sem ekki sáust hér á landi á þessum árum.Ég var litin öf- undaraugum út af bláa kragalausa bítlajakkanum sem hann gaf mér ’66. Pabbi kenndi mér að meta sjóinn og alla tíð síðan hefur mér þótt skemmtilegra að ferðast sjóleiðina. Pabbi var sterkur persónuleiki og hafði ákveðnar skoðanir, mikið snyrtimenni og fargurkeri hvort sem um var að ræða fatnað eða hluti. Hann var mjög skipulagður og til merkis um það er sælureitur þeirra mömmu austur í Tungum. Þar fór ekkert tré né annar gróður niður nema staður og stund væri skráð. Sökum veikinda sinna átti pabbi erfitt með að halda á barnabörnum sínum en sýndi þeim hlýju, væntum- þykju og virðingu með því að fylgjast með því sem þau gerðu og tóku sér fyrir hendur og vissi alltaf hvernig þeim gekk í skólanum. Þetta kunnu þau að meta og báru bæði væntum- þykju og virðingu fyrir afa sínum. Elsku mamma, það hlýtur að vera sárt að sjá á bak lífsförunauti til 50 ára og er það einlæg von okkar að við systkinin, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn getum létt þér lífið og hjálpað þér að líta glaðan dag í framtíðinni. Ó, minning þín er minning hreinna ljóða, er minning þess, sem veit hvað tárið er. Við barm þinn greru blómstur alls hins góða. Ég bið minn guð að vaka yfir þér. (Vilhjálmur frá Skáholti.) Elsku pabbi, við Arnar munum ávallt minnast þín eins og við sáum þig nokkrum dögum fyrir andlát þitt í bústaðnum með mömmu. Kærar þakkir fyrir allt, án þín og mömmu værum ég og afkomendur mínir ekki hér. Þín mun verða sárt saknað í lífi okkar. Kveðja, Sigrún og Arnar. Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda hvað það er að missa félaga sinn til fimmtíu ára; það hefur mamma nú gert. Pabbi er dáinn. Mig langar að minnast hans. Það besta í fari pabba var það sem okkur er mikilvægast, umburðar- lyndi og samkennd með náunganum. Hann var jafnaðarmaður fram í sína gigtveiku fingurgóma. Okkur systk- inunum var hann meira en góður og mömmu var hann bestur, svo og öll- um afa- og langafabörnunum. Það er mér svo dýrmætt sem pabbi kenndi mér og hefur reynst mér hvað best, sjálfstæðið og örlítið af þrjóskunni. Hann og mamma leyfðu mér að finna það sjálfur hvað mig langaði að gera. Það var ljós- myndaáhugi pabba sem varð til þess að ég átti mjög auðvelt með að finna mér starfsvettvang. Ég sinni starfi mínu með gleði og á ég það honum og mömmu að þakka með „smá“ hjálp frá henni Höllu Báru minni. Mér finnst ég svo heppinn að hafa unnið níu sumur með pabba hjá Ríkisskip- um. Samviskusemin var hann upp- máluð og gaman var að sjá vinnu- félagana bera ómælda virðingu fyrir pabba sem var ávallt ráðagóður. Þar var hægt að læra margt af honum. Það er ein stund ofar öllum í mín- um huga sem við pabbi áttum tveir saman. Það var eitt gamlárskvöld á sælustað hans í sumarhúsinu góða í Biskupstungum. Í svartamyrkri skemmtum við okkur konunglega með saltkjötsbita í annarri hendi og flugelda í hinni. Við höfðum fyrir því að koma okkur á staðinn vegna veð- urs og það fannst okkur einna skemmtilegast. Ég veit að þessi ferð var pabba minnisstæð. Ég er mjög þakklátur fyrir þann tíma sem Halla Bára og tengda- foreldrar mínir fengu með þér. Ég veit að hann var þeim dýrmætur og þau dáðust að baráttuþreki þínu eins og allir sem þekktu þig, sem og vammlausri þolinmæði þinni gagn- vart sjúkdómi þínum. Takk pabbi, hvað þú varst mér og börnunum mínum góður, Guðmundi Erni sem saknar þín svo mikið og henni Leu. Þótt hún fái ekki að kynn- ast þér meira mun ég halda minn- ingu þinni á lofti í máli og myndum. Gunnar. Hvaða orð hæfa? Hógvær að hætti lítilláts manns? Sterk fyrir stór- brotinn tengdaföður? Á hugann leit- ar það sem yfirgnæfði allt, sem þann- ig gerir það svo auðvelt að fylgja vafalausum óskum tengdaföður míns um að dvelja ekki við baráttu hans við alvarlega liðagigt. Þeirri langvar- andi viðureign mætti Sverrir með óbilandi æðruleysi og andlegum styrk sem erfitt er að skilja. Það er engu að síður önnur mynd sem gnæf- ir yfir. Sú mynd birtir mann sem gaf, eiginmann og föður sem gaf ást og trúnað, vin sem hægt var að leggja allt traust á, fyrirmynd sem göfgaði. Hér fór einfaldlega góður maður. Þannig er það þrátt fyrir allt styrkur Sverris sem minnast ber. Sá styrkur sem aldrei þvarr og okkar er að varðveita. Minnumst alls þess sem hann fékk áorkað þrátt fyrir alla hæfileikana sem ekki fengu notið sín. Við þurfum ekki að velta fyrir okkur hvað hann hefði getað orðið því hann var svo mikið. Hans verður ávallt sárt saknað, minnst með virðingu og þakklæti. Það getur á stundum verið auðvelt að missa sjónar á hinu góða sem þróast hefur í samneyti manna og einblína á það sem miður fer. Þess vegna er mikil gæfa að eiga kost á fyrirmyndum sem sýna hvernig má sigrast á mótlæti, göfga líf sitt og annarra með því að hafa réttlæti, heiðarleika, dugnað, kímni og ást að leiðarljósi. Tengdafaðir minn, Sverr- ir Hermannsson, var slík fyrirmynd. Hans arfleifð er mikil. Viktor J. Vigfússon. Fyrir hartnær þrjátíu árum hófust mín fyrstu kynni af tengdaföður mín- um. Til marks um hversu vel mér var tekið þá liðu ekki margar vikur þar til ég fékk lánaðan bílinn hjá honum. Ég þóttist nokkuð viss um að hann léti ekki hvaða strákkjána sem er fá bílinn að láni enda hugsaði hann allt- af vel um sína bíla. Þetta var upphaf- ið að því trausti sem hann ávallt sýndi mér. Hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða aðra eftir fremsta megni og það sem sagt var stóð eins og stafur á bók. Sverrir átti sér stóra og góða fjöl- skyldu með trausta og góða konu sér við hlið. Margar voru ánægjustund- irnar sem við áttum saman. Fyrir tveimur áratugum byggðum við sumarbústað saman með góðra manna hjálp í Biskupstungum og varð þar með stór draumur þeirra að veruleika. Þessi bústaðarreitur ber þeim hjónum gott vitni um smekkvísi og ötula vinnu við garðrækt. Við komum til með að njóta þess um ókomna tíð. Sverrir kom mörgu í verk þrátt fyrir veikindi sín og kvart- aði aldrei, hafði frekar áhyggjur af því hvernig öðrum liði. Það bitnaði oft á Sverri vegna þrjósku sinnar að reyna að gera hlut- ina sjálfur frekar en að þurfa að vera upp á aðra kominn. En þannig var hann bara og við þurftum að lifa með því. Við áttum ýmislegt ógert fyrir austan og bíður það betri tíma. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst mér og við deildum saman. Guð veiti tengdamóður minni styrk í hennar miklu sorg. Viðar Guðmundsson. Nú þegar fyrstu haustlaufin voru að falla lést elskulegur tengdafaðir minn. Þótt vitað væri í hvað stefndi bar andlát hans brátt að. Mig langar til að kveðja hann með fáeinum orð- um og þakka honum fyrir samfylgd- ina. Það eru rúm 22 ár síðan ég kom fyrst á Kambsveg 15 og kynntist þeim hjónum Sverri og Guðrúnu. Alltaf var tekið á móti mér með hlý- hug og kræsingar voru bornar á borð. Sverrir var í mínum huga einstak- lega góður og vel gerður maður, þolinmóður og með þægilegt viðmót. Gott var að tala við hann enda leið manni vel í návist hans. Sjálfur var hann ekki maður margra orða en lét verkin tala. Hann var mikið snyrti- menni, allt var í röð og reglu hjá hon- um og allir hlutir á sínum stað. Um 37 ára aldur greindist hann með liða- gigt sem lagðist á hann með miklum þunga eftir því sem árin liðu. Sjúkra- húsferðirnar voru orðnar æði marg- ar en aldrei nokkurn tímann heyrði ég hann að kvarta eða harma hlut- skipti sitt. Það hlýtur samt að hafa verið erfitt fyrir mann í blóma lífsins að geta ekki gert allt sem hugurinn stóð til. Í sumarbústaðnum í Biskupstung- unum undi hann sér vel og vildi hvergi annars staðar vera. Alltaf voru þau hjón að sýsla við eitthvað, hvort sem var að gróðursetja eða dytta að bústaðnum. Í júlí gistum við fjölskyldan hjá þeim í sveitinni. Nýtt grindverk átti að setja upp. Hamars- höggin glumdu inn í bústaðinn þar sem ég sat inni en Sverrir lá þar fyr- ir. Sagði hann þá við mig hvað lélegt honum þætti að liggja í rúminu með- an Hermann og Sverrir yngri voru að smíða úti og hann gæti ekkert gert sjálfur og þá skynjaði ég sárs- auka hans yfir eigin vanmætti. Sverrir stóð þó ekki einn. Hann var gæfumaður í sínu einkalífi og átti góða konu sem stóð eins og klettur við hlið hans á erfiðum stundum, enda fann maður hve hann bar mik- inn hlýhug til hennar. Þau voru sam- stiga hjón þótt þau væru ekki endi- lega sammála um allt. Oft var nú brosað í laumi þegar þau voru að kýta um ýmsa hluti því að bæði stóðu fast á sínu. Ég kveð þig að sinni, Sverrir minn, betri tengdaföður var ekki hægt að hugsa sér. Ég bið algóðan guð að styrkja tengdamóður mína á þessum erfiðu tímum. Þín tengdadóttir, Margrét. Elsku afi, mér þykir svo sárt að kveðja þig núna en ég veit að þér líð- ur miklu betur en áður. Það var gam- an að vera með þér uppi í sumarbú- stað þar sem þér leið alltaf svo vel og þú hefðir helst vilja búa þar. Þú fylgdist vel með hvernig mér gekk í skólanum og í íþróttunum. Þegar þú varðst sjötugur stofnuðum við barnabörnin kór sem við kölluðum afakór og sungum lagið „Ó borg mín borg“ sem þér þótti svo vænt um. Ég gleymi þér aldrei, elsku afi. Ég mun alltaf sakna þín, þegar ég horfi á myndir af þér tárast ég alltaf og líka þegar ég minnist einhvers sem við gerðum saman fer ég að gráta. Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit komið er sumar og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún brosa við aftanskin fögurgræn tún. Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit. (Guðm. Guðm. skólaskáld.) Þín Katrín. Erfitt er að lýsa með orðum hvernig afi okkar var. Hann var ein- faldlega yndislegasti maður sem hægt var að hugsa sér. Þvílíkt æðru- leysi, barátta og kraftur sem hann afi bjó yfir. Hann lagði sig fram við alla hluti og hlífði sér hvergi en það var kannski það sem hann hefði stundum þurft að gera. Hann hugsaði fyrst og fremst um aðra og vildi ekki vera byrði á neinum. Sjálfsvorkunn og uppgjöf var ekki til í orðaforða hans. Þótt afi hafi staðið í erfiðum veik- indum í langan tíma lét hann það ekki á sig fá. Það var ávallt stutt í brosið og húmorinn. Það sem var skemmtilegt með afa var að hann einfaldlega lagaði hlutina að sínum þörfum og kom oft með skemmtileg- ar „patent“-lausnir á hinum ýmsu hlutum til að létta sér lífið. Það varð allt að vera í röð og reglu í kringum afa og hann vissi nákvæmlega hvar hver hlutur var geymdur til að hægt væri að ganga að honum sem vísum. Og aldrei sást svo mikið sem ryk- korn á þeim bílum sem hann átti. Það lýsir honum kannski best, hann var maður sem var með allt sitt á hreinu og vissi hvað hann vildi. Afabörnin skipuðu ávallt stóran sess í lífi hans og hafði hann mikinn áhuga á að fylgjast með því sem við tókum okkur fyrir hendur hverju sinni. Það skipti hann miklu máli að okkur farnaðist vel og fundum við vel fyrir umhyggju hans í okkar garð. Ef það er eitthvað sem hann kenndi okkur þá er það að gefast ekki upp, vera jákvæð og þolinmóð þrátt fyrir allt. Sumarbústaðurinn var sá staður þar sem afi og amma undu sér best, þar gátu þau verið að sýsla úti í garði myrkranna á milli og létu sér aldrei leiðast. Þar hafa þau búið sér ynd- islegan stað sem við barnabörnin eigum eftir að njóta um ókomna tíð. Afi sagði við okkur barnabörnin að þar vildi hann helst vera. Hann var mikill verkstjóri í sér og hafði gaman af því að fá hjálp frá okkur krökk- unum við hin ýmsu verk í bústaðn- um. Um leið og við kveðjum elsku afa okkar þökkum við fyrir allar góðu stundirnar gegnum árin og geymum þær minningar með okkur. Nú ertu kominn á stað þar sem þér líður bet- ur og hugsaðu nú vel um sjálfan þig. Elsku amma, megi guð styrkja þig í sorginni og við krakkarnir munum styðja við bakið á þér. Hvíl í friði, elsku afi. Eva Ösp, Sverrir Þór, Davíð Örn, Bergdís Arna, Arney Hrund, Gunnar Hrafn, Sverrir, Arnþór Grétar og Guðmundur Örn. Mér þótti mjög vænt um afa og hann var góður við mig. Hann fór oft með mig í bíltúr að skoða skipin og það var svo gaman að borða fisk með smjöri með honum. Guðmundur Örn. Kær mágur minn er fallinn frá eft- ir 30 ára veikindi. Liðagigt heltók lík- ama hans, svo löng var hans þrauta- ganga, en krabbamein varð honum að aldurtila að síðustu. Æðruleysið og geðprýðin var með ólíkindum enda var ég löngu hætt að spyrja: „Hvernig líður þér?“ því að hann svaraði því engu, slíkt var jákvæðið og bjartsýnin. Vinátta okkar Sverris spannar meira en 60 ár. Ungur drengur kom hann frá Ísafirði og flutti í næsta hús við okkur systur. Það fyrsta sem ég tók eftir var hve mikið af freknum hann hafði. Ég var svo ánægð, því þá var ég sjálf með ógrynni af freknum. Þarna var kominn drengur sem var enn freknóttari en ég. Engan grun- aði þá, að hann yrði mannsefni syst- ur minnar. Hann níu ára og hún átta ára. SVERRIR HERMANNSSON Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EGGERT THORBERG GUÐMUNDSSON frá Melum, Háeyrarvöllum 28, Eyrarbakka, andaðist á heimili sínu mánudaginn 8. septem- ber. Útför hans fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 13. september kl. 14. Erla Óskarsdóttir, Helga Eggertsdóttir, María Eggertsdóttir, Agnar Guðmundsson, Guðrún Björk Eggertsdóttir, Páll Ólafsson, Guðmundur Guðjón Eggertsson, Eggert Gísli Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.