Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 41
Sigurbjörns og þótt svo hafi ekki ver- ið festist þetta og ég fór að kalla hann frænda. Útibú Landsbankans á Laugavegi 77 var um margt sérstök stofnun og engum duldist að þetta var ríki Sigurbjörns. Það var fyrir dugnað hans og framsýni að þetta stóra hús var byggt, þótt að því kæmu einnig fleiri aðilar. Sigurbirni og Jóhanni Ágústssyni tókst að byggja upp ótrú- lega góðan anda, áhuga og starfs- gleði í þessu útibúi, sem varð einnig uppeldisstöð ungs fólks, sem svo síð- ar varð yfirmenn og leiðandi í bank- anum. Það er tíminn á Laugavegi 77, sem flest okkar sem þarna unnum minnumst sem manndómsára og ómetanlegrar lífsreynslu. Sigurbjörn var óumdeilanlega höf- uðið á þessum her. Með rólegheitum sínum og föðurlegri umhyggju vakti hann yfir okkur. Hann var alveg viss um hvað skipti máli í bankarekstri, þjónusta, mannvirðing og umhverfi. Þessi maður var langt á undan sinni samtíð, markaðshugtakið „viðskipta- vinurinn nr. eitt“ hafði þá ekki verið fundið upp ef svo má segja, en þetta var þó æðsta boðorð á Laugavegi 77. Viðskiptavinur sagði um Sigurbjörn á tímum gjaldeyrishafta: „Þótt mað- ur fái klárt nei og engan gjaldeyri, þá kemur maður alltaf ánægður af fundi Sigurbjörns.“ Bankastjórar Landsbankans sáu fljótlega hvern mann Sigurbjörn hafði að geyma, sakir mikillar þekk- ingar hans á starfsemi bankans. Hann var því kallaður til starfa í aðal- bankanum og í framhaldi af því varð hann aðstoðarbankastjóri. Ég vann í Landsbankanum í yfir 20 ár. Sigurbjörn var einn af æðstu mönnum bankans, en var á þessum árum ekki beinn yfirmaður minn. Samskipti okkar Sigurbjörns voru alla tíð ákaflega einlæg og persónu- leg. Ég gat alltaf leitað til hans með hvaðeina og maður fór aldrei tóm- hentur af hans fundi. Ég missti föður minn á besta aldri og finnst eftir á að hyggja að Sigurbjörn hafi í reynd gengið mér í föður stað. Hann hafði þetta hlýlega viðmót, og leysti vand- ann með því að beina manni í rétta átt í stað þess að trana fram sinni skoðun. Taki einhver þessa mannlýs- ingu mína þannig að hér hafi farið einhver gufa af manni, þá er það mik- ill misskilningur. Sigurbjörn vissi alltaf hvað hann vildi en valdi aðeins hina mjúku aðferð til þess að koma sínum málum fram. Við hittumst stundum á göngu- ferðum hans um Garðastræti; hann var maður hreyfingar og útiveru. Ég vil trúa því að við eigum eftir að hitt- ast aftur í einhverju öðru Garða- stræti. Innilegar samúðarkveðjur til Rögnu og fjölskyldu Sigurbjörns frá móður minni og fjölskyldu okkar. Jón Atli Kristjánsson. Sigurbjörn Sigtryggsson ætlaði sér ekki að verða bankamaður. Hann hafði nýlokið kennaraprófi þegar hann sá auglýsingu um laust starf í Landsbankanum, sótti um starfið og fékk það. Þetta var ekki hugsað til frambúðar því að hugur hans stóð til framhaldsnáms í uppeldisfræðum sem kennari hans og vinur, Frey- steinn Gunnarsson skólastjóri, hafði hvatt hann til. En styrjöldin var skollin á og viðdvölin í Lands- bankanum varð lengri en ætlað hafði verið og stóð raunar í hartnær hálfa öld. Á þessum árum voru bankamenn ekki menntaðir í skólum heldur þjálf- aðir í starfi, og átti það jafnt við ann- ars staðar sem hér á landi. Það var talinn kostur að menn hæfu störf sem yngstir og ynnu sem lengst innan einnar og sömu stofnunar. Frekari kunnáttu og meira víðsýnis var leitað í heimsóknum og námsdvöl meðal er- lendra banka. Með þessu móti þróað- ist mikil hollusta starfsmanna við bankann, sem hann endurgalt með hollustu af sinni hálfu. Einkunnar- orðin voru trúnaður og staðfesta, en ekki nýjung og umbreyting. Eftir nokkurra ára starf í aðal- banka tók Sigurbjörn við starfi gjald- kera útibúsins á Ísafirði, en þaðan lá leiðin aftur til aðalbankans í Reykja- vík. Varð Sigurbjörn þá bráðlega handgenginn Svanbirni Frímanns- syni, sem var einn reyndasti starfs- maður bankans, aðalbókari og síðar bankastjóri. Mikill gjaldeyrisskortur var á þessum árum og skömmtun á gjald- eyri. Opinberri skömmtun tókst þó sjaldnast að halda leyfisveitingum innan þeirra marka sem framboðið setti og gjaldeyrisforði var lengst af lítill eða enginn. Bankarnir tveir sem með gjaldeyri fóru þurftu því sjálfir að miðla gjaldeyri á milli viðskipta- manna sinna, enda þótt tilskilin leyfi væru fyrir hendi. Þessum málum hafði Svanbjörn sinnt, en Sigurbjörn tók við þeim árið 1951, þegar hann varð aðalfulltrúi í gjaldeyrisdeild bankans. Þetta var erfitt starf, óskemmtilegt og vanþakklátt, og kom sér betur að ekki væri öðrum fyrir því trúað en þeim sem ekki máttu vamm sitt vita. Þegar leið á sjötta áratuginn varð mikil breyting á Landsbankanum þegar seðlabanki var aðskilinn frá viðskiptabanka og Landsbankinn gat betur einbeitt sér að hlutverki sínu sem viðskiptabanki. Mikilvægur þáttur þeirrar einbeitingar var að koma á fót nýju og stóru útibúi innan Reykjavíkur, sem var Austurbæjar- útibúið á Laugavegi 77. Stofnun þess og rekstur var með öðru sniði en áður hafði tíðkast. Ný og rúmgóð bygging var reist og vandað að öllu með er- lendar fyrirmyndir í huga. Sjálfur reksturinn var einnig mun sjálfstæð- ari en hjá öðrum útibúum innan Reykjavíkur. Um svipað leyti urðu einnig umskipti í viðskipta- og gjald- eyrismálum er frjálsræði var komið á í áföngum. Sigurbjörn Sigtryggsson var val- inn til forystu í hinu nýja útibúi, og mun það hafa verið það starf sem honum féll best á ferli sínum. Hann hafði umsjón með öllum undirbún- ingi og kynnti sér þá fyrirkomulag og afgreiðslu banka á öðrum Norður- löndum og víðar í Evrópu. Er útibúið lauk upp dyrum árið 1960 tók hann við stjórn þess, sem hann hélt enn áfram um nokkurt skeið eftir að hann var skipaður aðstoðarbankastjóri 1964. Á þessum árum ólst upp í úti- búinu undir hans handleiðslu hópur ungra og dugmikilla manna sem mjög settu svip sinn á Landsbankann á næstu tveimur áratugum. Þegar ég hóf störf í Landsbank- anum árið 1969 hafði Sigurbjörn látið af störfum útibússtjóra og gengið til verka í bankastjórninni. Með okkur tókust brátt hin bestu kynni. Mér er einkum hugleikið samstarfið við Sig- urbjörn um hvers konar skipulags- mál bankans, stofnun og fyrirkomu- lag útibúa, upptöku nýrra vinnubragða og nýrrar tækni, ásamt kynningu bankans meðal almenn- ings. Fyrir öllu því er vera mátti bankanum til eflingar og þjóðinni til heilla hafði Sigurbjörn brennandi áhuga. Þá kom til sögunnar samstarf við aðra banka og sparisjóði um nýjung- ar sem standa þurfti að sameiginlega og þar sem Landsbankinn var vanda- bundinn um forustu vegna stærðar sinnar. Eitt fyrsta verkefnið af þessu tagi var sameiginleg gíróþjónusta, er einnig náði til póstsins, en hið mik- ilvægasta varð með tíð og tíma Reiknistofa bankanna. Þetta sam- starf, ásamt nauðsyn þess að taka þátt í samskiptum banka á Norður- löndum, leiddi til stofnunar sam- bands viðskiptabankanna árið 1972, og var Sigurbjörn árum saman ritari þess sambands, og um leið fram- kvæmdastjóri. Þá voru félagsmál starfsmanna bankans Sigurbirni hjartfólgin. Um 1960 var fjöldi starfsmanna í Reykja- vík að verða það mikill að sameig- inlegar sumarferðir áttu ekki lengur við. Var ákveðið að leggja í þeirra stað áherslu á sumarbúðir starfsfólks og keypt land í því skyni í Selvík við Álftavatn. Átti Sigurbjörn mikinn þátt í undirbúningi og framkvæmd þess máls. Enn kom til hans kasta löngu síðar, þegar félagsmiðstöð var reist á þessum stað um það leyti sem bankinn átti hundrað ára afmæli. Það er mjög við hæfi að sú ágæta mynd sem Sigurður Sigurðsson listmálari gerði af Sigurbirni skuli prýða setu- stofu þeirrar byggingar. Árið 1943, eftir að Sigurbjörn hafði tekið við starfi sínu á Ísafirði, gekk hann að eiga Ragnheiði Viggósdóttur sem hann hafði kynnst í bankanum nokkru áður. Hún starfaði síðar meir að nýju í Landsbankanum við ágæt- an orðstír. Ragnheiður var bankan- um ekki síður holl en eiginmaðurinn, og í sameiningu voru þau tákn þeirr- ar festu og trausts sem var ímynd Landsbankans. Með þeim hjónum og okkur Guðrúnu konu minni tókst sú vinátta sem ég minnist af hlýjum hug. Það er öðruvísi um að litast í heimi bankanna nú en þegar Sigurbjörn Sigtryggsson starfaði í Landsbank- anum, svo ekki sé minnst á þann tíma þegar hann hóf þar fyrst störf. Bankamenn eru nú menntaðir í háskólum og flytjast á milli stofnana eftir því sem kaupin gerast á eyrinni. Viðskiptamenn leita eftir viðskiptum þar sem þeir telja þau hagkvæmust í það og það skiptið, án tillits til fyrri tengsla. Það er von okkar margra að sú umbylting sem yfir hefur gengið muni leiða til góðs en þeirri von má gjarnan fylgja sú ósk að enn megi að nokkru gæta þess anda trausts og trúnaðar sem Sigurbjörn Sigtryggs- son var fulltrúi fyrir. Jónas H. Haralz. Sigurbjörn Sigtryggsson hóf störf í Landsbanka Íslands 9. desember 1940 og starfaði í bankanum til árs- loka árið 1988 en þá var hann nýorð- inn sjötugur. Fyrstu starfsár sín starfaði hann í flestum deildum aðal- bankans í Austurstræti 11. Þá starf- aði hann í útibúi Landsbankans á Ísafirði árin 1943-1945. Sigurbjörn varð útibússtjóri í Austurbæjar- útibúi bankans 1960. Hann tók síðan við starfi aðstoðarbankastjóra undir árslok 1964. Því starfi gegndi hann af mikilli samviskusemi þar til hann lét af störfum 31. desember 1988. Sigurbjörn var einstaklega þægi- legur í viðmóti, hlý persóna með ró- legt og virðulegt yfirbragð. Hann var í forystu í sumarhúsamálum bankans um langt árabil og var stærsta verk- efnið á því sviði undirbúningur og bygging fræðslu- og frístundamið- stöðvar Landsbankans í Selvík við Álftavatn. Sú aðstaða varð lyftistöng í öllu fræðslu- og félagsstarfi bank- ans. Í setustofu fræðslumiðstöðvar- innar er portrettmynd af Sigurbirni. Yfirstjórn Landsbankans sendir samúðarkveðjur til eiginkonu hans, Ragnheiðar Viggósdóttur, og fjöl- skyldu. Við minnumst hans með virð- ingu og þakklæti. F. h. Landsbanka Íslands, Brynjólfur Helgason. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 41 Minnst er vinar og félaga til nærri 40 ára sem látinn er eftir skamma baráttu við illvígan sjúkdóm. Fund- um okkar bar fyrst saman á Akur- eyri, í skíðaferð um páska á vegum Menntaskólans við Hamrahlíð. Við vorum áreiðanlega hvorugur með skíði, notuðum bara ferðina til þess að hitta ættingja fyrir norðan. Ég man ekki hvort við töluðum saman þarna, vissum bara að við vorum í sama skóla. Að loknum prófum um vorið hittumst við á bryggju í Reykjavík, báðir á leið um borð í togarann Narfa, og heilsuðumst eins og við hefðum þekkst lengi. Þarna hófust kynni er vöruðu óslitið síðan. Þar sem Sigurgeir var fór dugleg- ur maður, samviskusamur og áreið- anlegur og komu þessir eiginleikar fram í sérhverju sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var þrautseigur og óhræddur við að takast á við erfið verkefni og reyndi einmitt mjög á þann eiginleika hans þegar hann veiktist tæplega þrítugur af sjúk- dómi sem hann barðist við á þriðja ár en hafði þá betur. Ómögulegt er að gera skil í stuttu máli þeim ótal viðfangsefnum sem við unnum að saman. Minnst er ánægjulegra samverustunda og ber þar hæst þátttöku og áhuga þessa kæra vinar á uppvexti barna minna og fjölskyldu. Ég og fjölskylda mín vottum konu hans, dóttur, foreldrum, tengdafor- eldrum og systkinum innilega samúð á sorgarstund. Einar Ingimarsson. Góður og kær vinur, Sigurgeir Þorsteinsson, er fallinn frá fyrir ald- ur fram. Af einstöku æðruleysi tókst hann á við sjúkdóm sinn og með ást og umhyggju eiginkonu sinnar var honum kleift að vera heima í faðmi fjölskyldunnar til hinstu stundar. Okkar kynni af Sigurgeiri hófust þegar Ellen vinkona okkar færði okkur þær fréttir að hún hefði fundið sér mann sem hún væri tilbúin að deila lífinu með. Fundum við í Sig- urgeiri traustan vin sem lét hag Ell- enar sinnar og einkadótturinnar og augasteinsins Signýjar ávallt skipta mestu máli. Í byrjun marsmánaðar sl. áttum við fjögur saman fjóra frábæra daga í höfuðborg Bretaveldis og þeir dag- ar verða alltaf ljós í minningunni um Sigurgeir. Elsku Ellen og Signý. Á þessum erfiða tíma biðjum við góðan Guð að veita ykkur og fjölskyldunni allri styrk í sorg ykkar og söknuði. Laufey og Gylfi. Þegar ég minnist æskuáranna finnst mér að alltaf hafi verið gott veður, skyrtuveður á sumrin og snjór á vetrum. Í Hlíðunum voru endalausar víðáttur fyrir leikvelli. Fótbolti var stundaður á götunni eða í bakgörðum, kálgarðarnir með fugl- um, Öskjuhlíðin með stríðsminjum, gamli golfvöllurinn varð vettvangur knattspyrnumóta og ef þannig lá á hraustum mönnum voru götu- bardagar. Á þessum árum tók ég eftir stórum strák í Mávahlíðinni. Hann var bekkjarbróðir Högna vinar míns. Þegar ég varð læs sótti ég fróðleik í Öldina okkar. Þar var mynd af föður og fimm sonum, sem voru togara- skipstjórar. Stóri strákurinn í Máva- hlíðinni var sonur eins skipstjórans og það skýrði margt. Eitt sumarið sagði Högni mér að Sigurgeir væri kominn á sjóinn, þá aðeins 12 ára gamall. Seinna frétti ég að það hefði verið upp á hálfan hlut til að byrja með en presturinn, sem var munstraður sem loftskeytamað- ur, taldi það ekkert réttlæti og krafð- ist þess að ungi hásetinn, sem gæfi þeim fullorðnu ekkert eftir, fengi fullan hlut. Svo urðum við Sigurgeir bekkjar- bræður í landsprófi og samferða í gegnum menntaskóla. Eftir skóla- tíma í landsprófi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar gengum við ásamt Birni vini mínum heim á leið í Hlíð- arnar. Oftar en ekki sagði Sigurgeir okkur frá starfi sínu á sjónum, starfi sem ég þráði en enginn vildi ráða mig. Ég minnist góðs félaga, hann var dálítið dulur, brosmildur og gaman- samur þrátt fyrir allt, samviskusam- ur, umfram allt traustur. Enda orð- inn bátsmaður á aflaskipinu Narfa áður en menntaskóla lauk. Seinna frétti ég af veikindum hans en trúði því að þessi stóri sterki strákur hefði sigrast á meininu eins og á öldum hafsins. Svo kom ólagið aftur og þá lét Sigurgeir undan. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra okkar sem gengum út í lífið úr Menntaskólanum við Hamrahlíð 15. júní 1972 þegar ég kveð Sigurgeir, góðan og traustan félaga. Hugur okkar er hjá mæðgunum Ellen og Signýju, foreldrum, tengda- foreldrum og systkinum. Megi þau öðlast styrk í sorginni. Góður drengur er fallinn, far þú vel, vinur. Vilhjálmur Bjarnason. Ljúflingurinn Sigurgeir Þor- steinsson kvaddi þennan heim nú í haustbyrjun, segja má að himinninn hafi grátið síðustu dagana hans sem aldrei fyrr. Ég sá Sigurgeir fyrst í ársbyrjun 1990 þegar Ellen vinkona mín kynnti hann fyrir okkur Hjalta. Honum hafði tekist að heilla hana svo, að 29. júní 1991 gengu þau í hjónaband. Það var ógleymanlegur dagur fyrir alla viðstadda. Þau urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast litla telpu, Signýju, 11. febrúar 1994. Hamingjan var fullkomnuð, þau fengu tíu góð ár sem notuð voru til innri sem ytri uppbyggingar. Þau báru gæfu til að njóta hins smáa sem hins stóra. Ferðalaga og útilega innanlands auk ferða til út- landa nutu þau saman. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og héldu stórkostleg matarboð sem þau und- irbjuggu í sameiningu og voru hin frumlegustu. Ógleymanleg eru spila- kvöldin og minnist ég sérstaklega þess síðasta milli jóla og nýárs sl. þar sem við Hjalti ásamt Sibbu sátum með þeim hjónum yfir „Pictionary“. Þar réð kátínan og gleðin ríkjum. Sigurgeir þurfti í þrígang að glíma við illvígan sjúkdóm, fyrst þegar hann var innan við þrítugt, síðan 10 árum síðar og nú í vor hófst lokaslag- urinn. Þrátt fyrir mikinn baráttu- hug, æðruleysi og aðstoð færustu sérfræðinga varð ekki við neitt ráðið. Ellen stóð þétt við bak eiginmanns síns með sínar líknandi hendur og gerði honum kleift að dveljast heima í faðmi fjölskyldunnar til hinstu stundar. Megi góður Guð styrkja þær mæðgur Ellenu og Signýju, foreldra, systkini, tengdaforeldra og aðra ást- vini. Guðrún B. Tómasdóttir. Sigurgeir Þorsteinsson er látinn langt fyrir aldur fram og mig langar til þess að minnast hans með örfáum orðum. Ég kynntist Sigurgeiri fyrir u.þ.b. þremur áratugum þegar hann gerð- ist vinnufélagi eiginmanns míns heit- ins og varð upp frá því velkominn fjölskylduvinur á heimili okkar. Sigurgeir var einstaklega ljúfur maður og hógværð og prúðmennska voru honum í blóð borin. Sigurgeir var fjölskyldurækinn og samband hans við foreldra sína og systkini mjög gott. Stuðningur þeirra reynd- ist Sigurgeiri síðan ómetanlegur þegar hann þurfti að þola erfið og tvísýn veikindi. Í þeirri orrustu hafði Sigurgeir betur þótt stríðið tapaðist að lokum. Síðar kynntist Sigurgeir eigin- konu sinni, Ellen, sem auk ungrar dóttur þeirra veitti honum þá ham- ingju sem hann svo sannarlega verð- skuldaði. Ásamt dætrum mínum, Árnýju og Brynju, sendi ég Ellen, Oddrúnu og Þorsteini innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls þessa góða drengs. Kolbrún Hilmarsdóttir. Kveðja frá Keldum Okkur starfsfólkið á Keldum setti hljóð þegar fréttist af andláti Sigurgeirs Þorsteinssonar skrif- stofustjóra síðastliðinn föstudag. Við vissum að Sigurgeir átti við erfið veikindi að stríða, en eigi að síður var okkur brugðið enda Sigurgeir á besta aldri. Sigurgeir réðst sem skrifstofu- stjóri að Tilraunastöð HÍ í meina- fræði á Keldum fyrir átta árum og átti hann gott og farsælt samstarf við samstarfsfólk á Keldum. Hann hafði umsjón með bókhaldi og upp- gjöri á fjárreiðum stofnunarinnar. Sigurgeir var mjög vandvirkur og nákvæmur á allar tölur og þurfti aldrei að vefengja tölur sem komu frá honum. Auk þess setti Sigurgeir sig inn í margvísleg mál og var sam- starfsfólki sínu alltaf mjög hjálpleg- ur hvort sem leysa þurfti vandamál vegna tölvuforrita eða gera við ljós- ritunarvél. Sigurgeir var vinsæll meðal sam- starfsfólks sem sést vel á því að hann var formaður starfsmannafélagsins á Keldum um hríð og var seinna trúnaðarmaður starfsfólks. Þegar undirritaður hóf störf á Keldum var gott að leita til Sigurgeirs, þar sem kunnátta hans á innviðun stofnunar- innar var mjög yfirgripsmikil. Fyrir hönd Tilraunastöðvarinnar vil ég þakka Sigurgeiri dygga þjón- ustu á undanförnum árum. Við á Keldum sendum Ellen og Signýju og öðrum ástvinum innileg- ustu samúðarkveðjur. Helgi S. Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.