Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 39 ✝ Rúnar KolbeinnÓskarsson sjó- maður fæddist 25. júlí 1956. Hann varð bráðkvaddur 4. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Óskar Sveinbjörn Pálsson, f. 3. mars 1932, d. 24. maí 2000, bifvélavirki frá Sauð- árkróki, og Margrét Sigríður Guðjóns- dóttir, f. 22. mars 1938, kaupkona frá Mjóafirði, búsett í Reykjavík. Systkini Rúnars eru: 1) Guðjón Grétar, f. 17. júlí 1956. 2) Unnur Sveindís, f. 10. janúar 1962. 3) Steinunn Ósk, f. 13. október 1971. Árið 1996 kvæntist Rúnar Láru Dís Sigurðardóttur, f. 13 febrúar 1961. Foreldrar hennar eru Sig- urður Brynjólfsson sjómaður, f. 1. maí 1936, og Herdís Jónsdóttir húsmóðir, f. 29. maí 1937. Þau eru búsett á Bíldudal. Börn Rúnars og Láru eru Salóme, f. 14. febr- úar 1979, og Sigurð- ur Hlíðar, f. 6. mars 1989. Rúnar ólst upp í Keflavík og lauk grunnskólanámi þaðan. Einnig var Rúnar einn vetur á Lýðháskóla í Skál- holti og í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja á viðskiptabraut í tvö ár. Rúnar fluttist til Reykjavíkur 1984 og þaðan á Bíldudal árið 1999. Hann starfaði lengst af sem sjómaður, og var hann búinn að sækja sér ýmis réttindi varðandi sjómennskuna. Útför Rúnars verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við sitjum hljóð og reynum að finna einhverja ástæðu fyrir því að Rúnar skuli hafa verið kallaður frá okkur, svona skyndilega. Hver er tilgangurinn með því að menn á besta aldri skuldi deyja svo óvænt að við sem eftir stöndum erum í stökustu erfiðleikum með að sætta okkur við það? Rúnar var góður drengur og gaf sér ætíð tíma til að spjalla við þá sem urðu á vegi hans. Hann var ljúf- ur í lund og kom sér vel við alla hvort sem var í vinnu eða frítíma. Hann var traustur vinur og margir leituðu til hans með sín vandamál. Rúnar hafði alltaf tíma til að hlusta. Hann var glaður og hamingjusamur þegar hann kom hér og kvaddi okk- ur með kossi. Hann var að fara í vikudvöl í sumarbústað suður í Borgarfjörð með fjölskyldu sinni. Þar ætlaði hann að hvíla sig og njóta samvista við sína nánustu. Hann var nýbúinn að ráða sig í gott skipspláss í vestur, Núpinn frá Patreksfirði. Framtíðin var björt og allt lék í lyndi. Hann hafði ástæðu til að vera glaður. En þá kom kallið. Nú kemur hann ekki lengur í eldhúsið til okkar að leita að íþróttasíðunum úr Morg- unblaðinu sem hann var alltaf að fylgjast með. Rúnar stundaði sjó- mennsku undanfarin sumur, var á handfæraveiðum á Sölva BA-19 með undirrituðum Sigurði tengdaföður sínum. Allt sem hann gerði, það gerði hann vel og var samviskusam- ur. Alltaf hafði hann lag á því að halda öllu um borð hreinu og fínu og tókst það með stakri prýði. Nú verð- ur vandasamt að fylla hans stöðu á Sölvanum. Við þökkum honum fyrir allar góðar stundir. Minning um góðan mann lifir að eilífu. Herdís og Sigurður. Með mikilli sorg kveð ég þig nú, minn elskulegi bróðir og besti vinur. Þú varst frábær drengur og sönn perla sem enginn kynntist án þess að finnast þú einstakur og frábær maður. Þú varst uppáhald allra sem þér kynntust, enda góðmenni, með skemmtilegan húmor og mikla út- geislun sem heillaði alla. Þú varst alltaf trúr og traustur þínum á hverju sem gekk. Rúnar var einstaklega vel gefinn. Það sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann alltaf framúrskarandi hvort sem það var í námi, vinnu eða í sínum áhugamálum. Skemmst er þess að minnast að þegar hann fékk skipstjórnarréttindin sín skaraði hann fram úr og útskrifaðist með hæstu einkunnir í sínum bekk. Hann var mjög fær stangveiðimaður og fiskinn. Hann var ljómandi góður bridgespilari og áttum við margar skemmtilegar stundir við þann leik, oftast með föður okkar og bróður. Hann var mikill útivistarmaður og náttúrubarn. Það var alltaf mjög gott að vera í návist hans og kom hann manni alltaf í gott skap. Sem lítil stúlka dvaldist ég mikið hjá þeim hjónum og fór í margar úti- legur og gerði margt skemmtilegt enda mikið fjölskyldufólk og alltaf var mikið fjör. Rúnar setti fjöl- skyldu sínar ofar öllu. Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, Í sálu þinn fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur-glys. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri enn þá glaða, þýða róminn frá hreinni sál með hárra vona ris. (A.K.) Ég sendi ástvinum Rúnars og öðrum ættingjum og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur, sér- staklega henni móður okkar Mar- gréti, konu hans Láru og börnum hans þeim Salóme og Sigurði. Ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem ég fékk að eiga með þér, elsku bróðir. Ástar- og saknaðarkveðjur. Þín systir Steinunn. Elsku Rúnar bróðir. Ef eitthvað er óréttlátt í þessum heimi þá var þetta eitt af því, að þú skyldir hrif- inn á brott frá okkur aðeins 46 ára gamall, í blóma lífsins. Það er svo margs að minnast, elsku Rúnar minn, sérstaklega hvað þú varst mér alltaf góður. Þær voru ófáar næturnar sem lítil myrkfælin systir skreið upp í rúm til stóra bróður og fannst henni hún þá vera öruggasta barn í heimi, ekkert var sjálfsagðara hjá þér en að leyfa henni að kúra það sem eftir lifði nætur. Og þegar ég elti þig og Gauja bróður út um allan bæ, af því að ég vildi vera með ykkur, ég veit ekki hvort þú varst svona stoltur af mér eða hvort þú vorkenndir mér svona mikið, en þegar ég var búin að elta ykkur um hálfan bæinn gastu ekki annað en brosað og sagðir: Allt í lagi, komdu þá með, og ég brosti á móti og fannst ég vera búin að sigra allan heiminn. Og hvað þú varst ótrúlega þolinmóður að spila fótbolta við mig uppi á ganginum á Greniteignum í Keflavík, hurðirnar notaðar fyrir mörk og sokkar fyrir fótbolta, og þú varst alltaf að reyna að venja mig á að nota alvöru fótbolta en ég vildi bara nota samanbrotna sokka af því að mér fannst það miklu betra. Þegar ég hugsa til baka held ég að þú hafir hreinlega látið allt eftir mér. Elsku Rúnar, við sáumst kannski ekki eins oft og við vildum eftir að þú fluttist vestur en við heyrðumst alltaf reglulega í síma, en síðast þegar við hittumst var í fermingarveislunni hans Sigga Hlíð- ar í júní sl. og hvað ég og fjöl- skyldan mín erum ofboðslega þakk- lát fyrir að hafa drifið okkur til ykkar. Elsku Rúnar, það er sárt til þess að hugsa að þú svo ungur skulir hafa verið hrifsaður frá konu og börnum en þið elskuðuð hvert annað svo mikið, þau voru þér allt, og þú þeim, þú varst svo stoltur af Sallý sem stundar sálfræðinám við Há- skólann í Reykjavík, og þið Siggi Hlíðar svo samrýndir feðgar, gerð- uð nánast allt saman, missirinn er þeim svo gríðarlega mikill. En Rúnar minn, við munum styðja þau og styrkja eins mikið og okkur er unnt. Ég veit að pabbi, amma og Bragi frændi munu taka vel á móti þér, og við sjáumst þegar minn tími kemur. Elsku Lára, Sallý, Siggi, mamma og aðrir aðstandendur, okkar tilvera er fátæklegri en áður en megi guð styrkja okkur öll í þessari miklu sorg. Þín elskandi systir Unnur. Ástkæri bróðir, ég kveð þig með trega og sárum söknuði. Dýrmætar eru mér þær stundir sem við áttum saman, elsku Rúnar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Blessuð sé minning þín. Bið ég guð að blessa og varðveita fjöl- skyldu þína. Þinn bróðir Guðjón. Á fimmtudaginn í síðustu viku fékk ég þær hörmulegu fréttir að hann Rúnar frændi minn hefði sofn- að svefninum langa nóttina áður, þrjátíu, fjörutíu árum of snemma, þvílíkt áfall þar sem allt var búið að ganga svo vel undanfarin ár. Minningarnar streyma fram í hugann og þá sérstaklega unglings- árin sem við áttum saman í Kefla- vík, þá brölluðum við margt saman frændurnir. Á þessum árum stund- uðum við stíft borðtennis, æfðum á hverjum degi í tvö til þrjú ár, við fórum meðal annars í æfingabúðir í Svíþjóð. Í þeirri ferð fórum við t.d. í dýragarðinn í Kaupmannahöfn. Þar keyptum við okkur lakkrísrör sem var á annan metra á lengd, við vor- um eitthvað að sveifla þessu í kring- um okkur þegar strútshöfuð kom allt í einu yfir girðingu og stal lakkr- ísnum af Rúnari. Þá var nú mikið hlegið. Svona streyma minningarn- ar fram, hver af annarri, um hluti sem maður hugsar ekkert um dags- daglega. Því miður hittumst við of sjaldan síðustu árin þar sem fjölskyldan flutti á Bíldudal, en öðru hvoru töl- uðum við saman í síma og einhvern veginn skipti ekki máli hversu lang- ur tími leið á milli símtala, það var alltaf eins og við hefðum talað sam- an deginum áður. Í vor töluðum við mikið um að koma á frændsystk- inamóti í sumar en því miður varð ekkert af því. Elsku Rúnar, vonandi líður þér vel hjá ömmu og honum pabba þín- um, þín er sárt saknað. Á taflborði lífsins mennirnir mætast og misjafnt þar leikur hver. Í einhverri mynd er einum fórnað þá annan til sigurs ber. Hvað er það sem gerir gæfumuninn? Er það grimmd eða völdin há? Guð hefir þó sjálfsagt ætlað oss öllum eitthvað svipað að fá. (Sigrún Fannland.) Elsku Lára, Salóme og Siggi, Magga, Guðjón, Unnur og Steinunn, Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Árni Gunnarsson og fjölskylda. Rúnar Kolbeinn Óskarsson æsku- félagi minn, mágur, veiðifélagi og keppnisfélagi í borðtennis frá ferm- ingu hefur nú yfirgefið þetta tilveru- stig. Rúnar vinur minn var í mínum huga frábær drengur í alla staði, alltaf til reiðu ef eitthvað bjátaði á og snöggur að bæta úr öllu ef það væri mögulegt. Við byrjuðum okkar veiðar á flugu á sama tíma fyrir 19 árum, þá var ég sjómaður og gat ekki farið á fluguhnýtinganámskeið, en Rúnar kenndi mér öll grunnat- riðin og ég varð hugfanginn af þess- um flugugræjum sem hann hafði keypt sér í London, sem urðu til þess að ég fór að safna mér fyrir slíkum hlutum. Með tíð og tíma end- uðu flestir krókar og mestallt efnið í mínum höndum með samkomulagi um að ég sæi um hnýtinguna og hann hjálpaði mér að afla upplýs- inga, sem hann var ansi duglegur við. Rúnar starfaði sem leiðsögu- maður við veiðar við Laxá í Kjós og víða annars staðar og skilaði því verki ansi vel og held ég að það hafi verið fáir dagar sem Rúnari tókst ekki að skila minnst einum fiski, en sérstaklega er mér minnisstætt metsumarið í Kjósinni er enginn fékk neitt sem er um að tala, en þá fengu þeir sem Rúnar var að lið- sinna mest, þar á meðal Kópeling sem Rúnar hafði miklar mætur á og sagði mér að væri meistari í veiði. En af mörgu er að taka og gæti það nú rúmast í heilli bók. Guð geymi þig, Rúnar minn. Þinn vinur Jón Sigurðsson. Elsku vinur, sofnaður svefninum langa langt um aldur fram. Fregn þess efnis að þú vaknaðir ekki eftir ánægjulegan dag, síðasta dag lífs þíns, gerðir þú það sem þér þótti skemmtilegast, að veiða á flugu. Þú varst ávallt í essinu þínu þegar veiðiferð var framundan eða að veiðiferð lokinni. Sumarið í sumar hafði verið sérstaklega gjöfult í veiðinni og samhljómur var með gangi lífsins. Allt lék í lyndi hjá þér, Láru stóru systur minni og mágkonu, Sallý og Sigga ykkar. Loksins voru framtíð- arplönin komin í fastan farveg, þú varst rétt að fara að byrja í nýju skipsplássi á Núpnum frá Patreks- firði og þið voruð staðráðin í að setj- ast að fyrir vestan til framtíðar á Bíldudal, þú varst orðinn sannkall- aður þorpari. Sumarið var hefð- bundið, þú varst bundinn við sjóinn með pabba á Sölva eins og sl. þrjú sumur. Þessi heilaga þrenning, pabbi, þú og Sölvi BA var eitthvað miklu meira en vinna. Það var ein- kennilegt að í sumar fór Vigdís dótt- ir okkar með ykkur pabba á sjóinn og tók upp á vídeó heilmikla heim- ildamynd af lífinu um borð í Sölva BA og töluðum við hin gjarnan um að þetta yrði skemmtilegt að eiga þegar sá gamli yrði allur. Engan grunaði að röðin yrði þessi að þú færir á undan pabba. Þegar við stöndum frammi fyrir þessum ósanngjarna raunveruleika að þú ert farinn erum við hin eyðilögð yfir öllu því sem við frestuðum alltaf. Kæri vinur, það er margt sem við eigum eftir að sakna. Eitt af því sem þú varst svo ríkur af var þolinmæði og voru mörg í okkar hópi sem nutu þess og eiga eftir að sakna góðs fé- laga sem ávallt var jafningi. Eitt af því sem þú skildir eftir var að þú gafst þér góðan tíma með krökk- unum, Sigga ykkar og Bryndísi okk- ar, þú kenndir þeim hin hefðbundnu spil s.s. vist, manna, kana o.fl. og lést þau skilja það að spilamennsk- una þyrfti að taka alvarlega. Einnig var aðdáunarvert hversu miklir fé- lagar þið Siggi voruð og hvernig þið nutuð þess að eigan sameiginleg áhugamál í sportinu. Láru var eins gott að draga sig í hlé með þrif eða annað á meðan á útsendingu stóð. Kæri vinur, þú sigldir þitt líf í stormi og blíðu. Það sem stendur upp úr er það góða og hversu lán- söm þú og Lára eruð með börnin ykkar Sigga og Sallý. Missir þeirra er mikill og munum við sem eftir er- um heita því að leggja þeim lið eins og okkur er kostur, þó ekkert komi í þinn stað því þú varst þeim ein- stakur og verður ávallt þeirra. Elskulega Lára, Sallý og Siggi, orð eru til lítils þegar raunveruleik- inn er jafnóvæginn og hann hefur reynst ykkur, biðjum við því algóð- an guð að leiða ykkur í gegnum þetta. Þín mágkona og svili Guðný Sigurðardóttir og Hreinn Bjarnason. Þeir komu hingað til Norðurfjarð- ar fyrir nokkrum árum. Tveir menn á bát, hefðbundinn fiskibátur, Sölvi BA19, hefðbundin áhöfn. Þeir komu til að landa fiski. Eftir löndunina var allt þvegið og pússað. Fullorðni maðurinn sagði að lestin væri eins og aldrei hefði komið fiskur í hana, svo gljáfægð var hún. Það væri hon- um Rúnari sínum að þakka. Þeir fóru í annan róður og ekkert víst, að þeir kæmu aftur. Þeir komu aftur. Fullorðni maðurinn sagði, að eitt- hvað drægi sig inn til Norðurfjarð- ar. Ungi maðurinn mótmælti ekki. Með þessum mönnum tókst náin vinátta við heimafólk. Ungi maður- inn var hlýr í viðmóti, framkoma hans öll hæglát, þó glettni í svipn- um, ævinlega brosandi með spaugs- yrði á vörum. Manni leið vel í návist hans. Verk sín vann hann öll af natni og vandvirkni, svo ekki varð betur gert. Það eru góðir eðliskost- ir. Í áhöfn bátsins voru Sigurður H. Brynjólfsson, formaður, og tengda- sonur hans, Rúnar Óskarsson. Snemma á föstudagsmorgun sl. hringdi Sigurður í mig og sagði mér lát Rúnars tengdasonar síns. Maður á besta aldri kallaður burt. „Hér grisjaði dauði meir en nóg.“ Í lítilli verstöð eins og Norðurfirði verður til „samfélag“ með sjómönn- um og þeim, sem vinna þjónustu- störfin í landi. Í nafni þeirra vona ég að mér leyfist að senda aðstand- endum hins látna innilegar samúð- arkveðjur. Þær berast einnig sérstaklega frá okkur hjónunum, Álfheiði dóttur okkar og drengjunum hennar, Frið- riki og Daníel. Gunnsteinn Gíslason, Norðurfirði. RÚNAR KOLBEINN ÓSKARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.