Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Undankeppni HM 2006 SUÐUR-AMERÍKA: Venesúela – Argentína ............................0:3 Pablo Aimar 6., Hernan Crespo 24., Cesar Delgado 30. Chile – Perú...............................................2:1 Mauricio Pinilla 34., Arturo Norambuena 69. – Perus Andres Mendoza 56. Bólivía - Kólumbía ................................... 4:0 Botero 32., 49., 59., Baldivieso 12. Paragvæ – Úrúgvæ ................................. 4:1 Jose Cardozo 26., 58., 72., Paredes 54. – Javier Chevanton 23. Brasilía – Ekvador .................................. 1:0 Ronaldinho 13. Staðan: Brasilía 2 2 0 0 3:1 6 Argentína 2 1 1 0 5:2 4 Chile 2 1 1 0 4:3 4 Úrúgvæ 2 1 0 1 6:4 3 Perú 2 1 0 1 5:3 3 Ekvador 2 1 0 1 2:1 3 Paragvæ 2 1 0 1 5:5 3 Bólivía 2 1 0 1 4:5 3 Kólumbía 2 0 0 2 1:6 0 Venesúela 2 0 0 2 0:5 0 Vináttulandsleikir Japan – Senegal........................................0:1 Papa Bouba Diop 5. Noregur – Portúgal ................................ 0:1 Pedro Pauleta 9. Austurríki Austria Vín – Pasching ............................ 1:0 Mattersburg – Salzburg .......................... 0:1 KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót kvenna ÍR – ÍS ................................................... 31:63 Reykjavíkurmót karla ÍR – ÍS ................................................... 90:77 Evrópukeppni landsliða 8 liða úrslit: Litháen – Serbía-Svartfjallaland........ 98:82 Frakkland – Rússland ......................... 76:69 Spánn – Ísrael....................................... 78:64 Grikkland – Ítalía ................................. 59:62  MAGNÚS Ingi Eggertsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KA/ Þórs í handknattleik og tekur hann við af Hlyni Jóhannssyni. Akureyr- arliðið hefur misst nokkra leikmenn, m.a. Ásdísi Sigurðardóttur, til Þýskalands og Mörthu Her- mannsdóttur til Hauka, en hefur fengið nokkrar í staðinn. Þar á meðal er Ingibjörg Bjarnadóttir úr Hauk- um og Steinunn Bjarnarson úr Vík- ingi, auk þess sem von er á rúm- enskum leikmanni á næstu dögum.  ÍSLENSKT dómarapar, þeir Guð- jón L. Sigurðsson og Ólafur Har- aldsson, dæma í Hollandi á morgun leik Figas Aalsmeer og Bosna Saraj- evo í undankeppni Meistaradeildar- innar í handknattleik.  DÓMARAR á leik Hauka og Bern- ardo-Aveiro frá Portúgal í sömu keppni, verða frá Sviss, en leikurinn hefst kl. 16.30 á morgun.  RATIEF Goosen, lék frábærlega á fyrsta hring á Lancome mótinu sem hófst í Frakkland í gær, kom inn á átta undir pari, 63. höggum. Hann fékk átta fugla, einn örn og tvo skolla. Fyrri níu holurnar voru sér- lega glæsilegar hjá honum því hann fékk fugl á fyrstu holu, par á þá næstu og síðan komu fjórir fuglar í röð áður en hann fékk par og síðan örn á áttundu holu og var því kominn sjö udir eftir átta holur. Hann fékk síðan skolla á níundu.  MIKAEL Lundberg frá Svíþjóð er annar á 64 höggum en skorkortið hans var nokkuð öðruvísi en Goos- ens. Hann byrjaði á fjórum pörum, síðan fugl og tvö pör en endaði á tveimur fuglum. Fyrstu þrjár hol- urnar á síðari níu lék hann á fugli og hafði þá fengið fimm slíka í röð.  SKOR keppenda á fyrsta degi var annars mjög gott og má sem dæmi nefna að tæpur helmingur kepp- enda, eða 73 kylfingar léku undir pari í gær. Ekki gekk þó vel hjá öll- um því heimamaðurinn Sebastien Branger er í 156. og neðsta sæti á 80 höggum. FÓLK ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mun leika níu landsleiki áður en það mætir til leiks í úr- slitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Slóveníu 22. janúar til 1. febrúar á næsta ári. Pólverjar koma hingað til lands og leika þrjá leiki um mánaðamótin október-nóvember. Í byrjun janúar koma Svisslendingar til landsins og leika þrjá leiki við Íslendinga, 9. til 11. janúar. Lokahnykkurinn í undirbúningi íslenska liðs- ins verður þátttaka á móti sem haldið verður í Dan- mörku og Svíþjóð 15.–17. janúar en á því móti leika auk Íslendinga Evr- ópumeistarar Svía, Danir og Egyptar. Að sögn Guðmundar Guð- mundssonar landsliðsþjálfara er stefnt að því að íslenski lands- liðshópurinn verði í Danmörku og æfi þar áður en haldið verð- ur til Slóveníu 20. janúar. „Ég held að við getum vel við unað hvað þennan undirbúning varðar. Hann er á svipuðum nótum og við höfum unnið eftir áður fyrir svona stórmót,“ sagði Guðmundur Guðmunds- son. 16 þjóðir keppa til úrslita um Evrópumeistaratitilinn og eru Íslendingar í C-riðli ásamt Tékkum, Ungverjum og gest- gjöfunum frá Slóveníu. Í A-riðli leika: Svíar, Rússar, Úkraínumenn og Svisslend- ingar. Í B-riðli: Danir, Spánverjar, Portúgalar og Króatar og í D-riðli: Þjóðverjar, Frakkar, Serbar og Pólverjar Níu leikir fyrir EM í Slóveníu Ólafur Stefánsson ÁRNI Stefánsson, þjálfari bikarmeistara HK í handknattleik karla, hefur fengið í hendurnar upptökur af leikjum rússneska liðsins Stepan frá St. Pétursborg. HK mætir Stepan í Evrópukeppni bikarhafa í næsta mánuði og verður fyrri leik- urinn í Rússlandi hinn 11. október en sá síðari í Digranesi 18. október. Það voru nýju Litháarnir í röðum HK, Andrius Rackauskas og Augustas Strazdas, sem útveguðu Árna upptökurnar. Lið þeirra, Granitas Kaunas, lék gegn Stepan í æfingamótum, bæði í vor og haust. „Það vantaði eitthvað í lið Stepan í þessum leikj- um en ég get vonandi fengið einhverja mynd af því hvernig það spilar. Sergei Ziza, fyrrverandi KA- maður, mun spila með Stepan, sem og fyrrverandi varamarkvörður rússneska landsliðsins, en mikið meira vitum við ekki um liðið að svo stöddu,“ sagði Árni Stefánsson við Morgunblaðið í gær. Árni með upp- tökur af rússn- eska liðinu Þrekmælingar landsliðsmann-anna fara fram á tveimur stöð- um, í Þýskalandi og á Laugarvatni í samvinnu við KHÍ. Þeir tíu landsliðs- menn sem leika í Þýskalandi verða þrekmældir ytra 23. september næstkomandi en í byrjun ársins verða hinir leikmennirnir mældir hér heima. Guðmundur hélt fyrirlestur á þingi hjarta- og íþróttalækna á sjúkrahúsinu í Bad Oyenhausen, sem meðal annars framkvæmir hjartaígræðslur og er talinn virtasti hjartaspítali í Nordrhein Westfalen. Upp úr því bauðst honum að senda landsliðsmenn sína til mælinga en sjúkrastofnunin hefur unnið með handbolta- og íshokkíliðinu þar í landi, knattspyrnuliði Bochum og þýska handboltaliðinu Minden svo dæmi séu tekin. „Við viljum með þessu reyna að afla okkur sem mestra upplýsinga um ástand leikmannanna og tryggja það að þeir verði í sem bestu formi og einnig að það verði þá hægt að grípa inn í tímanlega ef á þarf að halda. Ég sem landsliðsþjálfari hef takmarkaðan tíma með liðið og get litlu breytt hvað líkamlegt ástand leikmanna varðar þar sem tíminn er það naumur sem við höfum saman. Þetta er því bara ein leið til að hlúa enn betur að undirbúningi liðsins og þar sem mjög stór verkefni eru á næsta leiti þá brugðum við á að það ráð að fara af stað með þessar þrek- mælingar,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið. Guðmundur segir að ekki sé auð- velt að koma þessu í kring þar sem landsliðsmennirnir séu dreifðir út um allan heim. „Ég mun byrja á því að safna þeim leikmönnum saman sem eru í Þýska- landi en síðan mun ég á síðari stigum þrekmæla þá leikmenn sem eru í hópnum og spila á Íslandi og annars staðar í heiminum. Þessum mæling- um verður lokið í janúar fyrir Evr- ópumótið en síðan er áætlað að fram- kvæma aftur mælingar í júní fyrir Ólympíuleikana. Hverning verður þessum mæling- um háttað? „Þarna verður meðal annars mæld hámarks súrefnisupptaka, það verða teknar blóðprufur, menn þyngdar- mældir og ýmislegt athugað varð- andi heilbrigði og annað. Þetta verða viðbótarupplýsingar sem ég fæ en auðvitað fæ ég upplýsingar hjá þjálf- urum leikmannanna og sem endra- nær fylgist ég með þeim í leikjum með sínum félagsliðum. “ Átt þú ekki von á að leikmenn verði yfirhöfuð í góðu ástandi? „Jú en það sem við viljum reyna að gera með þessu er að auka líkurnar á að þeir séu í toppformi þegar þeir mæta til æfinga hjá íslenska lands- liðinu. Þetta er einn þátturinn í að vanda okkar undirbúning og þróa hann eins og kostur er. Við erum líka að horfa til lengri tíma. Við ætlum að safna upplýsingum um leikmenn sem geta nýst okkur í framtíðinni. Við þurfum að túlka gögnin sem við fáum, vinna með þau og sjá hvaða þýðingu þau hafa. Tilgangurinn er að vita meira um ástand manna. En auðvitað er þessi þáttur bara einn af mörgum sem verða að vera í lagi. Það er ekki nóg að geta hlaupið 10 km án þess að blása úr nös.“ Guðmundur Guðmundsson fylgist grannt með landsliðsmönnum Morgunblaðið/RAX Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara í handknattleik, og lærisveina hans bíður mikil vinna á næstu mánuðum við að búa íslenska landsliðið undir Evrópumótið sem fram fer í Slóveníu snemma á næsta ári. Þrekmældir fyrir EM og Ólympíuleikana GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik verður ef að líkum lætur vel meðvitandi um líkamlegt ástand ís- lensku landsliðsmannanna fyrir stórmótin tvö sem Íslendingar taka þátt í á næsta ári – Evrópumótið í Slóveníu í janúar og Ólympíu- leikana í Aþenu næsta sumar. Fyrir mótin tvö fara leikmennirnir nefnilega í gegnum ítarlega læknisrannsókn og þrekmælingar, bæði hér heima og í Þýskalandi. Guðmundur Hilmarsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.