Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MORÐIÐ Á ÖNNU LINDH Eftir árásina á Önnu Lindh, ut-anríkisráðherra Svíþjóðar, ífyrradag fór allt á versta veg. Hún lézt af sárum sínum á sjúkrahúsi í gærmorgun. Svíþjóð missti þar mik- ilhæfan stjórnmálamann og framtíð- arleiðtoga. Víða um heim syrgir fólk Önnu Lindh, en hæfileikar hennar höfðu vakið á henni athygli langt út fyrir landsteina Svíþjóðar og raunar langt út fyrir Evrópu. En Svíar hafa ekki bara misst for- ystukonu og missirinn er ekki aðeins þeirra. Morðið á Önnu Lindh hefur í huga margra Norðurlandabúa í för með sér missi öryggistilfinningar og ímyndar sakleysis og friðsemdar, sem hefur einkennt hin norrænu sam- félög. Að því leyti hefur þetta voða- verk svipuð áhrif og morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, fyrir sautján árum. Morðið á Palme hefur verið sem opið sár í sænsku þjóðarsálinni, ekki sízt vegna þess að það hefur aldrei tekizt að koma lögum yfir morðingjann. Nú ýfist þetta sár upp. Margir Svíar mega vart hugsa þá hugsun til enda að nú fari á sama veg. Sænsk stjórnvöld hljóta því að leggja allt kapp á að finna morðingj- ann, en ekki síður að grípa til að- gerða, sem stuðla að því að tekið verði af festu á ofbeldisglæpum og örygg- iskennd almennings fari vaxandi á ný. Leiðtogar sænsku stjórnmála- flokkanna urðu í gær sammála um að fresta ekki þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um evruna, sem á að fara fram á sunnudaginn. Ákvörðun þeirra var erfið, en þeir komust þó líkast til að réttri niðurstöðu. Með því að fresta atkvæðagreiðslunni hefðu menn látið í það skína að með ofbeldi gætu menn haft áhrif á framgang lýðræðisins. Menn hafa velt fyrir sér hvaða áhrif morðið geti haft á úrslit at- kvæðagreiðslunnar. Ekki er ósenni- legt að það veki bylgju samúðar með málstað Lindh, sem var einn helzti leiðtogi stuðningsmanna evruaðildar. Um leið er hætta á því að verði mjótt á munum, dragi úr lögmæti niður- stöðunnar í augum almennings; að á hvorn veginn sem fer muni menn segja síðar að atkvæðagreiðslan hafi farið fram við mjög óvenjulegar kringumstæður og því sé vart mark á henni takandi. Hin eindregna sam- staða flokksleiðtoganna um að virða niðurstöðuna, hver sem hún verður, dregur þó úr líkum á þessu. Margir spyrja hvort efla þurfi mjög öryggisgæzlu stjórnmálamanna á Norðurlöndum eftir ódæðið í Stokk- hólmi. Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir í Morgunblaðinu í dag að reynt sé að huga að örygginu eins og hægt sé, án þess þó að stíga skrefið til fulls eins og gerist í stærri löndum; ef það væri gert myndi það skerða per- sónufrelsi og svigrúm viðkomandi. „Ég á ekki von á því að menn stígi það skref að láta lögreglumenn fylgja mönnum hvert fótmál. Það er nátt- úrlega dýrt en þess utan er það mjög úr takti við þann lífsstíl sem við vilj- um lifa hér,“ segir Davíð. Sennilega eru þetta rétt viðbrögð við ódæði af þessu tagi; að vera á varðbergi, en láta ofbeldið ekki breyta lífsháttum okkar og samfélagi. Ef við gerðum það hefðu ofbeldis- mennirnir unnið ákveðinn sigur. Það viljum við ekki láta gerast. MORÐIÐ á Önnu Lindh, utanrík- isráðherra Svíþjóðar, vekur óhjá- kvæmilega minningar um morðið á Olof Palme, forsætisráðherra landsins. Hann var myrtur 28. febr- úar 1986 er hann var að koma úr kvikmyndahúsi í Stokkhólmi ásamt Lisbet, konu sinni. Nú 17 árum síð- ar er morðið enn óleyst gáta þótt margir trúi því, að ólánsmaðurinn Christer Pettersson, sem fyrstur var bendlaður við það, hafi í raun verið þar að verki. Jafnaðarmaðurinn Olof Palme var mjög umdeildur stjórn- málamaður, jafnt innanlands sem utan. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á heimsmálunum og hags- munum fátækra ríkja og ekki síst þess vegna vöknuðu strax grun- semdir um, að morðið á honum væri af pólitískum rótum runnið. Voru ýmis erlend öfl nefnd til sög- unnar, til dæmis kúrdískir öfga- menn og útsendarar fyrrverandi stjórnvalda í Suður-Afríku. Lisbet, eiginkona Palmes, sá hins vegar morðingjann vel er hann kom að þeim hjónum með skammb lofti í dimmu húsasundi. Lýsingin þótti eiga vel v er Pettersson, áfengis- og lyfjasjúkling, sem áður haf mannsbani. Við sakbendin Lisbet ekki í neinum vafa o hann sem morðingja mann Undirréttur dæmdi Pett lífstíðarfangelsi í júlí 1989 ember sama ár ógilti hæsti dóminn vegna sönnunarsk Rannsóknin á morði Olo hélt áfram en án þess að sk Morðið á Palme óupplý Dauði Olofs Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur le ár eða síðan hann féll fyrir morðingjahendi í febrúar 198 hver var að verki eða hver ástæðan var. Fátt bendir til þ ANNA Lindh, utanríkis-ráðherra Svíþjóðar, léstá Karolinska sjúkrahús-inu í Stokkhólmi snemma að morgni fimmtudagsins af völdum stungusára er hún hlaut er ráðist var á hana í versluninni NK í miðborg Stokkhólms síðdeg- is á miðvikudag. Þrátt fyrir að læknar berðust við að bjarga lífi hennar í rúmar þrettán klukkustundir tókst það ekki. Á blaðamannafundi síðdegis í gær sögðu læknarnir að á tímabili um nóttina hefði virst sem tekist hefði að stöðva innri blæðingar af völdum stungusára í lifur að mestu. Skömmu síðar hefði Lindh hins vegar hrakað skyndilega og þrátt fyrir að allt hefði verið gert sem í mannlegu valdi stæði hefði ekki tekist að bjarga lífi hennar. Margt virðist enn á huldu um árásina og svo virðist sem sænska lögreglan hafi takmarkaðar vís- bendingar um tilræðismanninn. Vitað er að Anna Lindh var í einkaerindum í versluninni ásamt vinkonu sinni þegar á hana var ráðist. Sænska blaðið Expressen hefur eftir vitnum að maðurinn hafi elt Lindh upp rúllustiga og ráðist á hana fyrir framan versl- unina Filippa K á fyrstu hæð rétt fyrir framan stigann. Þar hafi hann stungið hana ítrekað með hnífi. Ekkert er vitað um ástæður þess að maðurinn réðst á Lindh. Ein kenning er sú að um hafi ver- ið að ræða ránstilraun sem fór úr böndunum. Ekkert bendir enn sem komið er til að pólitískar ástæður hafi legið að baki morð- inu. Óljós lýsing á morðingjanum Tilræðismaðurinn flúði af vett- vangi og er lítið vitað um ferðir hans. Þrátt fyrir umfangsmikla leit tókst lögreglu ekki að hafa hendur í hári hans. Hins vegar skildi hann hnífinn eftir í versl- uninni og einnig hefur lögregla fundið flíkur sem taldar eru vera fatnaðurinn sem hann klæddist. Lýsing á tilræðismanninum er sömuleiðis óljós. Hann er að sögn lögreglu um 180 sentimetrar á hæð, tekinn í andliti og mikill um sig, þótt hugsanlega megi rekja það til þess að hann hafi verið í lagskiptum fatnaði. Talið er að taka muni nokkra daga að greina genamengi mannsins með rann- sókn á DNA-lífsýnum í flíkunum. Talsmenn lögreglu segja marg- ar vísbendingar hafa borist sem unnið sé eftir en engu að síður sætir jafnt lögreglan sem örygg- islögreglan, Säpo, er ber ábyrgð á öryggi ráðamanna, vaxandi gagnrýni. Í fréttum sjónvarps- stöðvanna voru dregnar upp hlið- stæður af rannsókninni á morð- inu á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, í febrúar árið 1986. Það mál er enn óupplýst. Flestir velta því óneitanlega fyrir sér hvort tilræðismaðurinn hafi framið óðdæðisverkið í stundarbrjálæði eða hvort um skipulagðan verknað hafi v ræða. Lögregla hefur gefi að margt bendi til að um lagða árás hafi verið að Jafnframt hefur Leif Jenn yfirmaður lögreglunnar í hólmi, sagt að líklegt sé að inn sé einhvers staðar að skrá, hvort sem það sé h reglunni eða annars staða hundruð lögreglumenn vin vörðungu að rannsókn má öll lögregla Stokkhólms rannsókninni að einhverju Ulf Åsgard, sérfræðing brotafræðum, sagði í sam sænska ríkisútvarpið í g ekki hefðu borist nægileg legar upplýsingar um t manninn til að hægt v draga upp einhvers konar ismynd af honum. Hann s flest benda til að ekki hef um atvinnumorðingja að heldur fremur einstaklin hefði gripið tækifærið. ráðist hefði verið á Lind hnífi í stórri verslun fullri um hábjartan dag væri marks um að atvinnumað þarna á ferð. Margt anna til greina, þetta hefði geta eiturlyfjaneytandi í vímu e hver sem teldi sig hafa p legar ástæður fyrir verkna Aðspurður hvort hann um pólítískt morð hefði v ræða svaraði hann: „Það vel verið. Hins vegar er l nánast ekkert sem bendi þetta hafi verið fagmaðu hafi verið fenginn til ver tengslum við einhvers samsæri. Það má segja að nær útilokað.“ Þótt Svía sameinaðir í sorg í gæ dæmi um að öfgahreyfin hægri og vinstri fögnuðu Takmarkað- ar vísbend- ingar um morðingjann  Hert öryggisgæsla um sænska stjórnmálamenn  Ýmislegt þykir benda til þess að morðið hafi ekki verið af pólitískum toga Andlit Önnu Lindh hafði p sunnudag. Í gær var byrjað ANNA Lindh hafði sjálf lýst því yfir fyrr á árinu, í samtali við sænska ríkissjónvarpið, að hún teldi ekki þörf á sérstökum örygg- isráðstöfunum vegna sænskra stjórnmálamanna. Hún var stödd í Belgrad er forsætisráðherra Serbíu var myrtur af byssumanni. Í fyrrnefndu samtali, sem tekið var í kjölfarið, sagði hún að þær aðstæður gætu verið fyrir hendi að einstaklingar myndu hreinlega ekki nenna að standa í stjórnmála- starfi vegna of mikilla örygg- isráðstafana. „Ég bý hins vegar ekki við þann raunveruleika,“ sagði Lindh. Sagðist hún telja að þeir sem byggju í öruggum heimi yrðu að koma þeim til hjálpar er byggju við hættulegar aðstæður. Taldi ekki þörf á sérstökum ráðstöfunum Stokkhólmi. Morgunblaðið. AN RÖKVÍSIN SLEGIN BLINDU Nóbelsverðlaunahafinn José Sara-mago, sem er einn fjölmargra góðra gesta bókmenntahátíðar í Reykjavík, segir í viðtali við Morgun- blaðið í gær að listir samtímans haldi sig nokkuð á yfirborðinu. „Það er engu líkara en verið sé að breiða yfirborð yf- ir heiminn. En heimurinn er auðvitað ekki yfirborðskenndur í sjálfum sér.“ Sú gagnrýna sýn listamannsins – jafn- vel á sitt eigið listform – sem birtist í þessum orðum hans afhjúpar með ein- stökum hætti þann styrk er listir hafa ætíð búið yfir. Orð hans eru ekki ein- ungis táknmynd fyrir þennan styrk heldur einnig áminning til okkar hinna um mikilvægi þess hlutverks sem listir gegna í lífi okkar allra. Bókmenntir, á borð við þær sem fært hafa Saramago virðingu alls heimsins, eru samfélaginu ómetanleg- ar sem óháð afl er hefur mótandi áhrif á siðferðiskennd, samkennd og stjórn- mál hvers tíma. Það kemur því ekki á óvart hversu margir þeirra höfunda sem átt hafa orðastað við þjóðina þessa viku sem bókmenntahátíð hefur staðið láta sig heimsmálin varða. Margir þeirra hafa í verkum sínum brugðist með einum eða öðrum hætti við voveif- legum atburðum, harmleikjum er grafa undan trú okkar á þau mannúð- legu gildi er hljóta að vera undirstaða tilvistar okkar allra sem einstaklinga. Í því sambandi má nefna höfundana Haruki Murakami, David Grossman og Emmanuel Carrère sem dæmi, því öll- um hefur þeim tekist að sýna lesendum sínum fram á flókið eðli mannskepn- unnar og jafnvel grimmd hennar. Við- burðir bókmenntahátíðarinnar hafa verið ákaflega vel sóttir, sem sýnir svo ekki verður um villst að hér býr enn þjóð sem hefur áhuga á bókum. Mjög sérstakt andrúmsloft skapaðist í Nor- ræna húsinu í gær áður en hádegis- spjall við José Saramago hófst. Áheyr- endur risu úr sætum og vottuðu Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, virðingu sína með einnar mínútu þögn – þögn sem einnig var stuðningur við „skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og lýð- ræði“, eins og Gro Kraft, forstöðumað- ur hússins, orðaði það. Í Morgunblaðinu í gær sagðist Sara- mago hafa látið fólkið í allegórísku skáldverki sínu Blindu, verða blint vegna þess að hann „trúi því sannlega að rökvísi okkar sé blind“. Þegar ógn- vænlegir atburðir eiga sér stað í kring- um okkur er erfitt að horfa framhjá sannleikskjarna þess dóms í siðferðis- legum skilningi. Það er á færi okkar allra að taka afstöðu til heimsins; að uppgötva að „heimurinn er ekki yfir- borðskenndur í sjálfum sér“. Ein leið til þess er að fara að dæmi José Sara- mago sjálfs, sem í Norræna húsinu sagðist hafa verið fávís áður en hann gerðist lærisveinn sögupersóna sinna og leyfa sér – rétt eins og hann – að láta bókmenntirnar auka skilning og sam- kennd, „snerta sig djúpt og uppfræða sig“. Bókmenntirnar hafa einmitt með þeim hætti orðið til þess að renna styrkari stoðum undir skoðanafrelsið, tjáningarfrelsið og lýðræðið í gegnum tíðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.