Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 25 ÞAÐ er ekki algengt að sjá bylgj- andi kornakra í Þistilfirði en sú er raunin þetta haust og uppskera er mjög góð. Þeir Axel Jóhannesson á Gunn- arsstöðum og Eggert Stefánsson í Laxárdal settu niður korn í tvo hektara í vor; Axel 22. apríl og Eggert tveimur vikum síðar en mjög hlýtt var í veðri um það leyti. Tíðarfar var óvenjulegt síðasta vetur; einstaklega mildur vetur og jörð fraus aldrei að neinu marki og þess vegna mögulegt að plægja mjög snemma vors. Þetta er að líkindum í fyrsta sinn sem Þistilfjarðarbændur þreskja korn en hingað til hefur það aðeins verið ræktað sem grænfóður og sprettutími þá mun styttri. Bændurnir keyptu þreskivél frá Snæfellsnesi til að vinna upp- skeruna sem var um 8 tonn af hvorum hektara, heldur meiri á þeim hektara sem fyrr var sett niður í og eru þeir Axel og Eggert að vonum ánægðir með árang- urinn. Kornið er sett í stórsekki og síð- an pakkað í rúlluplast en er síðan nýtt sem fóðurbætir fyrir líflömbin og einnig fyrir fengitíð. Eftir svo góða reynslu af kornrækt er útlit fyrir að Þistilfjarðarbændur haldi áfram á sömu braut og nýti þreski- vélina en Axel verður einnig við þreskingu í Vopnafirði með vélina á næstu dögum því þar bíða líka kornakrar eftir þreskingu. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Eggert Stefánsson í Laxárdal og Axel Jóhannesson á Gunnarsstöðum á öðrum kornakrinum í Þistilfirði. Góð kornuppskera í Þistilfirði Þórshöfn TEKIÐ hefur verið í notkun nýtt fjarnámskerfi við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri. Kerfið boðar byltingu í samskiptum nemenda og kennara á vefnum. Við þróun þess var reynt eftir megni að taka tillit til lélegra gagnatenginga sem enn eru sums staðar í sveitum landsins. Fjarnemar í búnaðarfræðum komu í hefðbundna heimsókn að Hvanneyri til að taka þátt í tveggja daga dagskrá í upphafi náms. Við það tækifæri var þeim sýnd notkun nýja fjarnámskerfisins. Kerfið er hugsað til notkunar jafnt í staðar- námi sem og í fjarnámi og jafnt á framhaldsskólastigi og háskólastigi. Vonast er til þess að það verði ekki bara gagnabanki fyrir námsefni og verkefni, heldur líka vettvangur til náms og rauntímaskoðanaskipta innan veggja skóla sem og utan. Kerfið, sem ber nafnið Námskjár, hefur þegar verið tekið í gagnið í hluta staðarnáms á háskólastigi og standa vonir til að þáttur þess í stað- arnámi á báðum kennslustigum skól- ans fari vaxandi. Kerfið er hannað af hugbúnaðar- fyrirtækinu Nepal í Borgarnesi. Það er algerlega miðlægt og geta nem- endur því stundað nám í mörgum skólum samtímis, svo lengi sem við- komandi skólar nota kerfið. Land- búnaðarháskólinn er fyrsti notandi kerfisins og hefur haft töluverð áhrif á þróun þess. Með tilkomu þessa nýja kerfis er vonast til að bilið sem er á milli fjar- nema og staðarnema minnki og hægt verði að samkenna þessum tveimur hópum í einhverjum tilvikum, að hluta til eða í heild. Áframhaldandi þróun kerfisins verður unnin í sam- vinnu við notendur þess, bæði kenn- ara og nemendur. Eins og áður var tekið fram var við hönnun þessa kerfis reynt eftir megni að taka tillit til lélegra gagna- tenginga í sveitum landsins og auk þess var kerfið reglulega prófað á gervihnattatengingum. Umsjónarmaður fjarnáms við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri er Edda Þorvaldsdóttir. Nýtt fjarnáms- kerfi á Hvanneyri Skorradalur Morgunblaðið/Davíð Pétursson Þór Þorsteinsson frá Nepal í Borgarnesi kennir fjarnemum í búnaðar- fræðum á Hvanneyri að nota nýtt fjarnámskerfi, sem nefnt er Námskjár. UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um að hefja háskólanám í Stykkishólmi. Að samkomulaginu standa Stykkishólmsbær, Háskól- inn á Akureyri og Símenntunar- miðstöðin á Vesturlandi. Þar er kveðið á um aðgengi íbúa Stykk- ishólms og nágrennis að fjarnámi á háskólastigi frá Háskólanum á Ak- ureyri. Háskólinn á Akureyri starfrækir fjarnám í viðskiptafræði og sjáv- arútvegsfræði. Um er að ræða þriggja ára BS-nám og er skipulag fjarnámsins miðað við að fólk geti stundað vinnu meðfram náminu og það dreifist því á lengri tíma. Stykkishólmsbær leggur til og kostar námsver. Símenntunarmið- stöðin heldur utan um námið og annast kynningu námsframboðs. Stykkishólmsbær keypti Egils- hús á síðasta ári og hefur gert miklar endurbætur á húsinu innan- dyra. Þar verður aðstaða háskóla- nemanna og er húsnæðið tilbúið til notkunar með fullkomnum tölvu- búnaði til fjarkennslu. Í fjarnámið hafa verið skráðir níu nemar, átta þeirra í viðskipta- fræði og einn í sjávarútvegsfræði, og er kennsla að hefjast. Að sögn Óla Jóns Gunnarssonar bæjarstjóra er verið að stíga stórt spor í framfaraátt í fræðslumálum Hólmara. Það hefur ekki svo lítið að segja að geta boðið heimafólki að stunda háskólanám í sinni byggð. Það auðveldar fólki að sækja sér menntun án þess að raska öllu heimilislífi. Óli Jón segir þetta skref vera mikilvægt byggða- mál og þakkar öllum þeim aðilum sem gerðu háskólanám í Stykkis- hólmi að veruleika. Hann vill sér- staklega þakka rektor Háskólans á Akureyri, Þorsteini Gunnarssyni, en hann hefur sýnt þessu verkefni sérstakan áhuga og verið ötull í því að koma náminu í framkvæmd. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Samkomulag um háskólanám í Stykkishólmi undirritað. Þorsteinn Gunn- arsson, rektor HA, Inga Sigurðardóttir, forstöðumaður Símenntunar- miðstöðvar Vesturlands, Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri. Fyrir aftan eru fyrstu háskólanemarnir: Björn Sverrisson, Áslaug Kristjánsdóttir, Íris Sig- urbjörnsdóttir, Ólöf Edda Eysteinsdóttir og Egill Valberg Benediktsson. Háskólanám hafið í Stykkishólmi Stykkishólmur ÁTTA tilboð bárust Vega- gerðinni í gerð Reynishverf- isvegar frá hringveginum skammt frá Vík í Mýrdal að Prestshúsum, sem og hluta Dyrhólavegar. Alls er um nærri fimm kílómetra kafla að ræða sem á að vera tilbú- inn í júlí á næsta ári. Lægsta tilboð kom frá Sandvirki ehf. í Þorlákshöfn upp á rúmar 24 milljónir króna. Áætlaður verktaka- kostnaður hjá Vegagerðinni var rúmar 27 milljónir. Tvö önnur tilboð voru undir áætl- un; frá Framrás ehf. í Vík og Græði sf. í Önundarfirði. Hæsta boð kom frá Nóntindi ehf. í Búðardal upp á tæpar 50 milljónir króna. Aðrir bjóðendur voru Vöru- bílstjórafélagið Mjölnir á Sel- fossi, Sigurjón Á. Hjartarson í Grímsnesi, Jón og Tryggvi ehf. á Hvolsvelli og Kluftir ehf. í Reykjavík. Átta til- boð í veg um Reyn- ishverfi við Vík Mýrdalur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.