Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 64
SYKUR hækkaði um 144% og rúgbrauð um 113% á tíu ára tímabili samkvæmt mælingum um vísitölu neysluverðs á ár- unum 1992–2002. Skyr hækkaði um 71% og mjólk um 21% en bæði rjómi og smjör hafa hins vegar lækkað í verði. Bensín hækk- aði um 74% og heitt vatn um 29%. Svo dæmi séu tekin kost- aði kílóið af rúgbrauði 233 kr. árið 1992 en það hafði hækkað í 500 kr. í fyrra og kílóið af skyri kostaði 140 kr. fyrir tíu árum en kostaði 240 kr. í fyrra. Bíómiði hækkað um 60% Þá hækkaði bíómiðinn um 60% úr 500 kr. miðinn árið 1992 í 800 kr. í fyrra. Mynd- bönd hafa hins vegar hækkað mun minna á tímabilinu eða um 11% úr 433 kr árið 1992 í 479 kr. í fyrra. Sykur hækkað um 144%  Rúgbrauð/6 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing EITT ástsælasta nagdýr leik- bókmenntanna, Lilli klifurmús, er enn á ný komið á fjalirnar en Þjóðleikhúsið frumsýnir á morgun hið sívinsæla barnaleikrit Thor- björns Egners, Dýrin í Hálsa- skógi. Af þessu tilefni komu þrjár kynslóðir af Lilla, ef svo má að orði komast, saman og tóku lagið fyrir þáttinn Laugardagskvöld með Gísla Marteini, sem verður á dagskrá Sjónvarpsins annað kvöld. Þetta eru leikararnir Örn Árnason, Árni Tryggvason og Atli Rafn Sigurðarson sem farið hafa með hlutverk Lilla í þremur síð- ustu uppfærslum Þjóðleikhússins, nú síðast Atli. Í einkaviðtali Morgunblaðsins við Lilla klifurmús og fjandvin hans, Mikka ref, í dag upplýsir Lilli meðal annars að hann hafi orðið meistaragítarsláttumús á Kristjaníuárum sínum á sjötta áratugnum. Bjó hann þar í runna og áskotnaðist rússnesk balalæka, „og þannig byrjaði þetta“. Brian Pilkington, sem þjóð- þekktur er fyrir teikningar sínar í barnabækur, er höfundur leik- myndarinnar en hann hefur aldrei unnið fyrir leikhús áður. Hann segist reyndar ekki vera mikill leikhúsmaður, hann hafi reyndar einungis komið fjórum sinnum í leikhús síðan hann fluttist hingað til lands. Þrefaldur Lilli Morgunblaðið/Kristinn  Merkilegt/26 Samson Global Holdings átti engan beinan hlut í Eimskipafélaginu fyrir þessi viðskipti. Eigendur Samson Global Holdings Limited eru félög í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar. Landsbanki Íslands á samkvæmt hluthafalista frá því á miðvikudag 9,10% hlut í Eimskipafélaginu, en Samson er stærsti hluthafinn í Landsbankanum. Samson og Landsbankinn keyptu nýverið stóran hlut í Fjárfesting- arfélaginu Straumi en samkvæmt hluthafalista frá því á miðvikudag er Samson ekki lengur meðal 10 stærstu hluthafa. Samkvæmt listan- um á Landsbankinn í Lúxemborg 17,4% hlut í Straumi og Lands- banki Íslands á 16,4%. Alls 33,8%. Fjárfestingarfélagið Straumur er stærsti hluthafinn í Eimskipafélag- inu með 14,72%. Ef hlutur Samson og Landsbank- ans í Eimskipafélaginu eru lagðir saman eiga félögin tvö rúmlega 16% hlut. Samkvæmt samþykktum Eimskipafélagsins skal stjórn þess boða til hluthafafundar ef hluthafar, sem ráða 10% hlutafjárins, óska þess. Lífeyrissjóðirnir Bankastræti 7 eru aðallega Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, LSR, en einnig minni sjóðir. Innleystur hagnaður LSR af sölu þessa 7% hlutar er um 370 milljónir króna. LSR hafði auk- ið hlut sinn í Eimskipafélaginu mik- ið skömmu fyrir söluna. Þar til fyrsta þessa mánaðar átti LSR 4,3% hlut, en hafði aukið hlut sinn í 7,24% fyrir söluna í gær. Söluhagn- aður LSR á hlutabréfunum sem keypt voru á þessum tíu dögum nemur um 95 milljónum króna. Samson eign- ast 7% í Eim- skipafélaginu SAMSON Global Holdings Limited keypti 7% hlut í Eimskipafélagi Íslands í gær. Seljandi bréfanna er Lífeyrissjóðirnir Bankastræti 7. Um er að ræða tæplega 361 milljón króna að nafnverði. Viðskiptin fóru fram á genginu 7,6 og er kaupverðið því um 2.741 milljón króna. EF tískan ræður ferðinni verða stígvélaðar konur á öllum aldri í far- arbroddi í haust og vetur. Stígvélaðar munu þær ganga á tískunnar veg- um og einu gildir þótt sumar séu í stígvélum með himinháum hælum og dragist fyrir vikið svolítið aftur úr þeim jarðbundnari, sem kjósa lága hæla með tilliti til misjafnrar færðar. Samkvæmt tískuformúlum að utan eru stígvél nú mikilvægasti hluti heildarútlitsins. Íslenskar skó- og tískuverslanir hafa tekið vel við sér og bjóða upp á stígvél í ótal gerðum og litum. Sum ná upp á mið læri, en þau má bretta niður, önnur eiga að hlykkjast um kálfana og svo eru þau hefð- bundnu, sem ná upp á miðja kálfa eða upp undir hné. Stígvélin eru einnig til með reimum, smellum og rennilásum, en sá hængur er á að oft virðast stígvél þessi fremur hönnuð á spóaleggi en kvenleggi. Daglegt líf/1 Morgunblaðið/Ásdís Eskimóastígvél frá 38 þrepum. Stígvélaðar konur á tískunnar vegum FÆREYINGAR hafa óskað eftir upplýsingum um það hvort hugsanlegt sé að ákveðnar tegundir hjartaaðgerða verði framvegis framkvæmdar hér á landi í stað Danmerkur þar sem þær hafa verið gerðar hingað til. Færeyska félags- og heilbrigðisráðuneytið sendi íslenska heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn um sl. mánaðamót þar sem óskað var eftir upplýs- ingum um hvort mögulegt væri að Landspítalinn – háskólasjúkrahús (LHS) tæki að sér að fram- kvæma allar kransæðavíkkanir og opnar hjartaað- gerðir sem þarf að gera í Færeyjum á ári hverju. Samtals er rætt um tæplega 100 aðgerðir á ári. „Færeyingar hafa hingað til keypt alla þá sér- hæfðu heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa frá Dan- mörku. Nú eru þeir að leita fyrir sér um hvort þeir geti hugsanlega keypt eitthvað af þeirri þjónustu hér á landi,“ segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga hjá LHS. Stuttir biðlistar í þessar aðgerðir Að sögn Önnu er verið að vinna í að svara fyr- irspurn Færeyinga: „Við þurfum að vinna þetta vel, við þurfum að passa að við getum vel tekið á móti þeim ef við gerum þetta, að verðið sé rétt og annað slíkt.“ Sviðsstjórar viðkomandi sviða á LHS eru nú að athuga hvort sjúkrahúsið hafi afkasta- getu til að taka þetta að sér. Búist er við að hóp- urinn vinni svar spítalans á næstu tveimur vikum, en biðlistar eftir þessum aðgerðum eru ekki lang- ir. „Þetta er mjög skemmtileg fyrirspurn, það eru ekki aðrir svipaðir samningar í gangi nema við Grænland þar sem nýfædd börn með ákveðna veiki koma hingað. Annars höfum við mér vitan- lega ekki fengið svona fyrirspurnir erlendis frá,“ segir Anna Lilja. Þetta gæti verið upphafið að frekara samstarfi, en Færeyingar munu vilja byrja á þessum aðgerðum til að byrja með. „Ef þetta gengur vel munu þeir hugsanlega biðja um meiri þjónustu, enda stutt og gott fyrir Færeyinga að koma hingað,“ segir Anna Lilja. Færeyingar vilja koma til Íslands í hjartaaðgerðir Yrðu tæplega 100 aðgerðir árlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.