Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 14
ANDLÁT Önnu Lindh, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, var harmað úti um allan heim í gær. Ráðamenn Evr- ópu lýstu allir hryggð sinni yfir þess- um örlögum sænska utanríkisráð- herrans og samúð með aðstandendum hennar og sænsku þjóðinni. „Öll Evrópa er í sorg,“ sagði Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, sem nú gegnir formennsku í Evrópusambandinu (ESB). „Ég vona að þeir sem bera ábyrgð á þessu grimmilega morði finnist og verði refsað tafarlaust,“ sagði hann. Við höfuðstöðvar sambandsins í Brussel voru fánar aðildarríkjanna dregnir í hálfa stöng. Jacques Chirac Frakklandsforseti hringdi í Göran Persson, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, til að lýsa hryggð sinni og samúð. Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýzka- lands, var gráti næst er hann minnt- ist Lindh í Berlín og þýzka þingið hélt þagnarmínútu. Brezki utanrík- isráðherrann, Jack Straw, var einnig sýnilega sleginn er hann fordæmdi ódæðið í ávarpi til blaðamanna í Lundúnum. „Mikill missir“ Ríkisstjórnaleiðtogar allra hinna Norðurlandanna sendu sænsku rík- isstjórninni og þjóðinni samúðar- kveðjur. „Ég er harmi sleginn yfir þessari grimmilegu hnífstunguárás,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur. „Það er yfir- máta sorglegt, að við höfum nú misst Önnu Lindh á þennan tilgangslausa hátt. Hún var fær, virtur og virkur fulltrúi Svíþjóðar,“ sagði hann. Matti Vanhanen, forsætisráð- herra Finnlands, sagði meðal ann- ars: „Anna Lindh var þekkt í Finn- landi sem hlý, metnaðarfull og björt persóna. Fráfall hennar er mikill missir, ekki aðeins fyrir Svíþjóð, heldur fyrir Norðurlönd og allt al- þjóðasamfélagið.“ Og norski forsætisráðherra Kjell- Magne Bondevik sagði: „Þessi at- burður mun vekja okkur til vitundar hér í Noregi. Noregur og Svíþjóð eru mjög lík þjóðfélög. Svíþjóð hefur orðið fyrir nýrri árás á hið opna sam- félag. Það hefur verið markmið okk- ar að halda nánu sambandi milli stjórnmálamanna og almennings, en við neyðumst kannski til að endur- skoða þá afstöðu okkar. Norðurlönd eru kannski ekki eins örugg eins og við héldum. Þetta er áminning um það að jafnvel í okkar heimshluta, þar sem friður ríkir, geta forystu- menn í stjórnmálum orðið fyrir of- beldisverkum.“ Stjórnmálaleiðtogar í Eystrasalts- ríkjunum voru líka mjög slegnir yfir harmafréttinni af örlögum Lindh. „Eistland hefur misst einn dyggasta vin sinn og stuðningsmann, sem dró hvergi af sér við að vinna að stækkun Evrópusambandsins og að nánara samstarfi í kringum Eystrasaltið,“ sagði eistneski forsætisráðherrann Juhan Parts. „Ég er illa slegin,“ sagði Vaire Vike-Freiberga, forseti Lettlands. „Okkur ber að minnast Önnu Lindh sem manneskju sem allt Eystrasaltssvæðið stendur í þakkar- skuld við,“ sagði Algirdas Brazaus- kas, forsætisráðherra Litháens, sem staddur er í heimsókn í Svíþjóð. Samúð úr öllum heimshornum Samúðarskeyti bárust einnig frá fjarlægum heimshornum, svo sem Víetnam, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði Lindh hafa verið persónulegan vin, „góðan utanríkisráðherra, góðan Svía og góðan Evrópubúa“. „Öll Evrópa er í sorg“ Morgunblaðið/Jim Smart Ræddi Evrópumálin í Odda ANNA Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Ísland í febrúar sl. og hélt þá m.a. fyrirlestur í Odda á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórn- mála Háskóla Íslands. Færri komust að en vildu til að hlýða á fyrirlestur hennar en þar sagðist hún m.a. myndu fagna aðild Íslands að Evrópusambandinu. ANNA Lindh var ein skærasta stjarna sænskra stjórnmála og ekki var vitað til þess að hún ætti sér neina hatursmenn. Hún naut mikilla vinsælda meðal þjóðar sinnar og utan Svíþjóðar var hún sennilega þekktari en nokkur annar forveri henn- ar í embætti. Hún gegndi mikilvægu hlutverki á vettvangi heimsmálanna meðan á formennsku- misseri Svíþjóðar í Evrópusambandinu, ESB, stóð, fyrri helming ársins 2001, en þá átti hún m.a. virkan þátt í að afstýra því að upp úr syði milli þjóðernisfylkinga í Makedóníu. Sem málsvari utanríkisstefnu ESB miðlaði Lindh málum milli vopnaðra fylkinga í Makedón- íu, sem voru til alls líklegar. Mynd af henni var eitt sinn brennd á götu í makedónsku höfuðborginni Skopje. Hún var á leið til fundar við serbneska for- sætisráðherrann Zoran Djindjic þegar hann var myrtur fyrr á árinu. En það var mitt í hversdags- leikanum í Svíþjóð sem lífshættan beið hennar. Hóf stjórnmálaþátttöku 12 ára Anna Lindh fæddist í Enskede, úthverfi Stokk- hólms, 19. júní 1957. Hún hóf þátttöku í stjórn- málastarfi mjög ung; tólf ára gömul gekk hún í ungliðahreyfingu sænska Jafnaðarmannaflokks- ins. Ári síðar var hún orðin formaður síns hverf- isfélags ungliðahreyfingarinnar og eftir það varð framgangur hennar ör. Hún var kjörin á þing fyrst árið 1982, þá 25 ára að aldri, sama ár og hún lauk lögfræðiprófi frá Uppsalaháskóla. Hún var for- maður landssamtaka ungliðahreyfingar jafnaðar- manna 1984-1990 og hún var borgarfulltrúi í Stokkhólmi unz hún tók árið 1994 sæti sem um- hverfisráðherra í ríkisstjórn Ingvars Carlssons. Ákvörðun Görans Perssons að skipa hana utan- ríkisráðherra í október 1998 kom nokkuð á óvart, en hún óx af verkum sínum og aflaði sér skjótt trausts, virðingar og vinsælda innanlands sem ut- an. Þótti hún harðdugleg og sýna uppbyggileg og áreiðanleg vinnubrögð. Jafnvel á vettvangi ESB, þar sem stór hluti starfs sænsks utanríkisráð- herra fer nú fram, gat hún sér fljótt góðan orðstír. Rödd hennar hafði jafnvel vægi í Moskvu, þar sem hinn rússneski starfsbróðir hennar Ígor Ívanov hlustaði á tæpitungulausar athugasemdir hennar við ástandið í Tétsníu, og meðal ráðamanna í Washington, sem sænski utanríkisráðherrann lét líka heyra álit sitt af hreinskilni, nú síðast á máli sænsks ríkisborgara sem er meðal fanganna í Guantanamo-búðunum á Kúbu. Fyrr á þessu ári kallaði hún George W. Bush Bandaríkjaforseta „vestrakúreka“ („lone ranger“) fyrir ákvörðun hans um að gera innrás í Írak án samþykkis Sameinuðu þjóðanna. Hún var þó þeirrar skoðunar að í vissum tilvikum væri rétt- lætanlegt að beita hervaldi. Líklegasti arftaki Perssons Að sögn Dagens Nyheter var á fimm ára utan- ríkisráðherraferli Önnu Lindh nánast ómögulegt að hitta á nokkurn mann sem vildi mæla styggð- aryrði í hennar garð, allt frá sveitungum hennar í Nyköbing hjá Stokkhólmi, sem sáu hana kaupa inn í hverfisbúðinni með börnum sínum, til er- lendu blaðamannanna sem fylgdu henni eftir hvert fótmál á meðan hún var í forsvari fyrir sænsku ESB-formennskuna. Enginn vafi lék á því að hún var orðin líklegust til að verða næsti leið- togi jafnaðarmanna og forsætisráðherraefni. Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar skoðanakönn- unar var Lindh fjórða dáðasta kona Svíþjóðar. Anna Lindh var gift Bo Holmberg, sýslumanni í Södermanland. Synir þeirra eru tveir. Hún gætti þess allan stjórnmálaferil sinn að sinna fjölskyld- unni af alúð og halda einkalífi sínu utan við kast- ljós fjölmiðlanna. Ein skærasta stjarna sænskra stjórnmála ANNA LINDH, UTANRÍKISRÁÐHERRA SVÍÞJÓÐAR, RÁÐIN AF DÖGUM 14 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Unga konan í karlaklúbbnum „EFTIR að jakkafatamennirnir í Brussel og öðrum ESB-höfuðborgum höfðu komizt yf- ir fyrstu undrunarviðbrögðin við stúlku- legri ásýnd sænska utanríkisráðherrans var hún fljót að ávinna sér viðurkenningu sem vel upplýstur og fær stjórnmálamaður, harður samningamaður sem vatt sér beint að kjarna hvers máls,“ sagði í gær í grein sænska dagblaðsins Dagens Nyheter um Önnu Lindh. „HÚN var eldklár dugnaðarfork- ur, geysilega öflugur stjórn- málamaður sem hélt vel um hags- muni Svía,“ segir Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norð- urlanda, en hún hitti Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svía, nokkrum sinnum, síðast í febrúar á fundi í umhverfisráðuneytinu. Siv segist vera harmi slegin og hafa krossbrugðið er hún frétti að Lindh væri látin. Þetta sé mikill missir fyrir sænsku þjóðina. Hún segir Lindh hafa verið glæsilegan stjórnmálamann og fyrirmynd margra kvenna í stjórnmálum, meðal annars hennar sjálfrar. Hún nefnir að hún hafi fylgst sér- staklega vel með Lindh þar sem hún hafi að sumu leyti átt svip- aðan feril og hún sjálf, m.a. hafa byrjað ung í stjórnmálum, verið formaður í ungliðasamtökum síns flokks, verið umhverfisráðherra og átt tvo syni. „Við ræddum með- al annars vinnu okkar sem stjórn- málamenn með fjölskyldu og börn.“ Siv bendir á að morðið veki margar spurningar um öryggi ráðamanna og segist búast við því að þau mál verði endurskoðuð, m.a. hér á landi. Var eldklár dugnaðar- forkur Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra og Anna Lindh á fundi í umhverfisráðuneytinu 20. febrúar. SÆNSKI rithöfundurinn Henning Mankell baðst undan þátttöku í pallborðsumræðum um glæpasög- ur, sem haldnar voru í Norræna húsinu í gær á vegum Bók- menntahátíðar í Reykjavík, vegna fráfalls Önnu Lindh, ut- anríkisráðherra Svía. Fram kom í upphafi um- ræðnanna að þau Mankell og Lindh hefðu verið góðir vinir. Norrænu fánarnir við Norræna húsið voru í hálfa stöng vegna frá- falls Lindh og einnig íslenskir fán- ar við aðalbyggingu Háskóla Ís- lands. Við upphaf samræðna þeirra Torfa Tulinius og portú- galska rithöfundarins José Sara- mago á bókmenntahátíðinni var mínútu þögn til minningar um Lindh. Fram kom í máli Gro Kraft, for- stjóra Norræna hússins, við upp- haf dagskrár hátíðarinnar í gær, að ákveðið hefði verið að aflýsa ekki viðburðum hátíðarinnar en hún lýsti því yfir að Norræna hús- ið væri sænskt hús vegna atburð- anna í Stokkhólmi. Henning Mankell var vinur Önnu Lindh Baðst und- an þátttöku í pallborðs- umræðum Henning Mankell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.