Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ É G DÁI sjöunda áratuginn þótt ég sé sjálfur afsprengi þess átt- unda,“ segir Hanif Kureishi, þeg- ar hann er spurður að því hvort bækur hans séu að einhverju leyti uppgjör við bækur kynslóðarinnar á undan – við bækur höfunda á borð við Angelu Carter, Ian McEwan og Martin Amis sem áttu sinn þátt í því að opna breskan bókmenntaheim fyrir málefnum sem áður þóttu óviðeigandi, eldfim, ómerkileg eða hreinlega dónaleg. Hann segir þetta fólk hafa opnað alveg nýja æð í menning- arumræðu er óhjákvæmilega gaf hans kynslóð meira svigrúm í sinni sköpun. „Bókmenntirnar breytast einmitt með þess- um hætti og það kemur glöggt fram t.d. í bandarískum bókmenntum, sem ég hef alltaf haft mikinn áhuga á. Þar þarf ekki annað en líta til höfunda eftirstríðsáranna; Saul Bellow og Philip Roth, og síðar James Baldwin, Ralph Ell- ison, Toni Morrison svo einhverjir séu nefndir. Það eru alltaf að koma fram nýir rithöfundar er tilheyra minnihlutahópum og með þeim koma ný bókmenntaform fram í dagsljósið – þetta er það ferli sem heldur menningarlífi gangandi.“ Þessi hugmyndafræðilegu tengsl við fortíðina eru augljós í verkum Kureishi, þar sem heim- speki kallast iðulega á við poppmenningu og pólitísk mál samtímans. Þó yfirleitt með for- merkjum er bera vott um efasemdir og af- hjúpun gamalla gilda sem úreltra eða ófull- nægjandi. En af hverju skyldi Kureishi vilja mæla gildi liðinni tíma með mælistikum sam- tímans? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á heimspeki, las hana reyndar í háskóla,“ útskýrir hann. „Og í mínu starfi stend ég frammi fyrir þeirri spurn- ingu hvernig hægt sé að finna nýjan efnivið í bækur. Þegar ég skrifaði Búdda úthverfanna (The Buddah of Suburbia, 1990) langaði mig til að fjalla um eiturlyfjaneyslu, tónlist Jimi Hend- rix, partý og allt það sem ég aðhafðist sem ung- lingur og ekki hafði ratað í bækur áður. Þetta nýja efni síaðist inn í eldra samhengi og þannig bjó ég til nýja tegund bóka alveg eins og aðrar kynslóðir hafa gert á undan mér. Með þessum hætti tekst manni að umbreyta menningunni og þeim hugmyndum sem til staðar eru um hefð- ina. En hver einasta kynslóð höfunda þarf að horfast í augu við þetta verkefni, þó ekki sé nema vegna þess að hún er óánægð með það sem fyrir er.“ Viðfangsefnið og annarleikinn Í leit þinni að nýjum efniviði tókst þér m.a. að koma auga á nýjar tilhneigingar á pólitískum vettvangi, ofstækisfulla bókstafstrúarmenn, eins og fram kemur í bók þinni Svarta albúmið (The Black Album, 1995), áður en aðrir komu auga á þá þróun. Þetta gerist á tímum þar sem annars vegar er mikil umræða um fjölmenningu þar sem skil á milli ólíkra heima virðast vera að mást út, en einnig á tímum þar sem mjög alvar- legir árekstrar verða á milli menningarheima. Í þessu er fólgin áhugaverð þversögn svo það má velta því fyrir sér hvaða hugmyndir þú gerir þér um það sem vísað er til sem „annarleika“ [„otherness“] í bókmenntum og tilheyrir því sem stendur utan við „normið“ í bresku sam- félagi í dag? „Í raun er ekki hægt að hugsa sér neitt við- fangsefni í skáldskap án þess að eitthvað sé skil- ið undan – sem tilheyrir þá því sem er ann- arlegt. Það sem er undanskilið kann að tengjast kynferði, eða trúarbrögðum eins og þau birtast í samtímanum, eða jafnvel þöggun þeirra sem ekki hafa fundið röddum sínum hljómgrunn. Hið annarlega getur í raun verið hvað sem er og ég hef mikinn áhuga á því sem gerist innan þessara marka – hvað fólk er að aðhafast þar. Mér finnst líka áhugavert hvernig annarleik- anum er lýst í meðförum okkar hinna og hvern- ig við skilgreinum hann hverju sinni. Og í raun fjalla allar bókmenntir um þetta svið, kannski vegna þess að það sem er annarlegt er yfirleitt alltaf það sem er forboðið. Og ef til vill ekki síð- ur vegna þess að sá hluti af manni sjálfum sem ekki hefur verið viðurkenndur tilheyrir einnig annarleikanum; kynhneigð manns, hatur og árásarhneigð. Það má jafnvel finna samlíkingu í því hvernig gyðingur ber ætíð versta hluta nas- istans með sér.“ Fjölbreytileikinn hefur því ekki verið þurrk- aður út þótt heimar skarist? „Nei. Þetta fyrirbrigði sem ég er að lýsa verður alltaf til staðar. Í augnablikinu eru það hryðjuverkamenn sem tilheyra svæði ann- arleikans, einnig bókstafstrúarmennirnir og þeir sem leita hælis sem flóttamenn. Við getum líka sagt að barnaníðingar séu á þessu svæði, allt eftir því hvað er „í tísku“ hverju sinni. Sem slíkur er annarleikinn því augljóslega mjög mikilvægt umfjöllunarefni. En þótt við lítum á viðfangsefnið og það sem skilið er undan og tilheyrir annarleikanum sem andstæður, þá má ekki gleyma því að þessir tveir þættir eiga einnig mikið sameiginlegt. Bandarísk bókstafstrú eins og sú sem Bush boðar er í grundvallaratriðum nánast alveg eins og bókstafstrú múslima. Það eru mjög djúp- stæðar samsvaranir á milli Bush og Osama bin Laden hvað snertir málefni á borð við kyn- hneigð og viðhorf til fjölskyldunnar. Að sjálf- sögðu eiga þeir það svo sammerkt að hata alla sem eru frjálslyndir, það er varla til nokkur bókstafstrúarmaður sem hatar frjálslyndi jafn- mikið og George Bush,“ segir Kureishi alvar- legur í bragði. Hversu mikla nautn á maður skilið? Heldurðu að þessi tvískinnungur í tilvist okk- ar eigi sinn þátt í því hvernig fólk finnur sig knúið til að endurnýja sjálfsmynd sína eða um- breyta henni? „Já, en ég held að hann verði líka til þess að fólk flýi ákveðna þætti. Ef við tökum móður mína, sem var húsmóðir, sem dæmi, þá er ljóst að hún upplifði sig sem slíka. Hún áleit það vera hlutverk sitt að ala upp börnin, gera föður mín- um til hæfis og sjá um heimilið. Sú kynslóð kvenna sem kom í kjölfarið, jafnöldrur mínar, kærustur og svo framvegis, voru femínistar. Þær vildu flýja þá sjálfmynd, ef svo má að orði komast, sem neydd hafði verið upp á móður mína. Markmið þeirra var ekki einungis að finna sér nýja sjálfsmynd, heldur einnig að flýja þessa þröngu hugmynd um hverjar þær ættu að vera.“ Eins og fram hefur komið voru viðtökurnar við bók þinni Náin kynni (Intimacy 1998) afar misjafnar, sumir reiddust jafnvel yfir viðfangs- efninu, ekki síst kvenkyns lesendur þínir. Samt sem áður fjallar þessi bók á mjög einarðan hátt um það hvernig tálvonir einstaklingsins gufa upp, ekki ólíkt því sem gerðist í kvennabók- menntum sjöunda og áttunda áratugarins. Jafnvel í stílbrögðum þínum má merkja áþekkt myndmál og t.d. í verkum Fay Weldon þar sem aðalpersónan er föst í sjálfheldu heimilisstarfa og barnauppeldis og upplifir áþekka gremju yf- ir hversdagsleika fjölskyldulífsins. Vannstu meðvitað að þessum áhrifum? „Ég held að þessi áhrif komi að hluta til fram vegna þess að Náin kynni er saga um hvernig það er að vera fullorðinn á okkar tímum. Hún fjallar líka um hvar sá staður er í lífi manns er veitir manni mesta nautn, hversu mikla nautn maður getur fundið og hversu mikla nautn mað- ur á skilið. Hún fjallar líka um sektarkennd yfir nautninni og hvert samband manns við hana ætti að vera.“ Kureishi þagnar og hugsar sig lítillega um. Segist síðan vissulega kannast við þessi kven- legu stíleinkenni í verkinu, ekki síst í því hversu órómantísk hún er. „Þetta par getur ekki með nokkru móti séð hvort annað í hillingum lengur. Það er aðeins í upphafi ástarsambands sem maður getur séð hinn aðilann í hillingum, þegar á líður fer maður að sjá manneskjuna eins og hún er í raun og veru – og þá verður maður að takast á við þann vanda er kemur í kjölfarið. Það er fyrst á því stigi sem manni verður ljóst hvort maður elskar eða ekki. Maður er kominn að þeim punkti þar sem ekki er lengur hægt að nota fantasíur sem hvata, þar sem maður neyð- ist til að horfast í augu við mannlegt eðli við- komandi, sem er í senn bæði hræðilegt og fal- legt því þar er lykillinn að djúpstæðum tengslum.“ Æfing í sjálfsdýrkun Nú er sögusviðið líka óvenjulegt fyrir karl- persónu vegna þess hversu nátengt það er heimilinu. „Jú, en þetta er fyrst og fremst hugur hans; sögusviðið er allt á milli eyrnanna á honum. Ég lít á það sem myndlíkingu fyrir sjálfhelduna sem hann er í. Og það er ástæðan fyrir því að Patrice Chéreau tókst ekki að búa til kvikmynd eftir bókinni. Honum tókst ekki að finna leið út úr höfðinu á þessum manni inn í önnur rými bókarinnar, sem eru tákn fyrir mismunandi hlutverk líkamans. Eftir því sem hann las bók- ina oftar, þeim mun betur varð honum ljóst að samband aðalsögupersónunnar við sambýlis- konuna er nánast allt grundvallað á hugarórum hans, hann fer aldrei út úr sínum eigin hug- arheimi. Þegar lesandinn hefur gert þessa upp- götvun fer hann að spyrja sig að hvaða marki hver og einn hleypir raunveruleikanum að, hversu vel maður getur séð þann sem maður býr með og á hvaða forsendum maður sér hann. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvern maður sjái í þessari manneskju, sér maður t.d. móður sína, ömmu, fyrri kærustur eða ef til vill kær- ustu sem varð til í ímyndun manns sjálfs? Að lokum verður þetta að hálfgerðri martröð; á hvern er maður eiginlega að horfa í raun? Ferlið í heild verður eins og spegilmynd, er speglar spegilmynd af spegilmynd. Maður velt- ir því fyrir sér hverjum maður sé náinn, og jafn- vel hvaða hluta annarrar manneskju maður sé náinn. Er kannski enginn til staðar til að byrja með? Ætli bókinni sé ekki best lýst sem æfingu í sjálfsdýrkun,“ segir Kureishi og brosir lít- illega. Ef við höldum áfram að rýna í stílbrögð þín, þá er ljóst að þú heldur áfram að gera tilraunir. Í Náðargáfu Gabríels notar þú einhvers konar töfraraunsæi sem flestir hefðu t.d. frekar átt von á frá Salman Rushdie en þér. „Já. Ætli ég hafi ekki haft áhuga á að rann- saka hvaða munur er á fantasíu og sköp- unarþránni. Það er eitt að láta sig dreyma og allt annað að skrifa skáldsögu. Börn eiga sér dagdrauma og öll eigum við okkur fantasíur – kynferðislegar eða jafnvel ofbeldisfullar – um mjög margræða hluti. Ég velti því fyrir mér í þessari bók hvernig hægt sé að umbreyta þeim í hlut sem tilheyrir efnisheiminum og aðrir geta notið eða jafnvel nýtt sér. Mér finnst áhugavert að velta því fyrir mér hvaða munur sé á því að dreyma og búa til kvikmynd. Aðalsöguhetjan, Gabríel, er sem sagt týnd í eigin hugarheimi, horfin á vit eigin fantasíu, hefur gleymt sér í því að reyna að uppfylla óskir sínar – en síðan verður hann að raunverulegum listamanni. Mig langaði til að kanna hvað gerist þegar dagdraumar, fantasíur eða leikur um- breytast í manngerðan hlut sem hægt er að deila afnotum af með öðru fólki. Það var þetta ferli sem náði tökum á mér.“ Má þá segja að þetta sé nýtt sjónarhorn á þann efnivið sem þú gerðir skil í Búdda úthverf- anna þar sem ungur maður uppgötvar þann óendanlega stóra heim sem sköpunarkrafturinn felur í sér? „Já, Náðargjöf Gabríels á það sameiginlegt með þeirri bók að sköpunarþráin losar af hon- um viðjar fjölskyldubandanna. Þeir verða lista- menn og þurfa að fara að heiman af því fólk ut- an fjölskyldunnar fer að skipta meira máli. Mann hættir að langa til að vera skapandi ein- göngu fyrir fjölskylduna og vill frekar deila því með öðru fólki, og í mínum augum er þetta mjög mikilvægt augnablik í lífi einstaklingsins. Báðar þessar bækur hverfast um það að fara að heim- an sem og þá hluti sem ýta manni af stað úr faðmi fjölskyldunnar. Það sem ýtir manni af stað er yfirleitt kynhneigðin, en í mínu tilfelli var það einnig sköpunarþráin. Ég þurfti að fara að heiman af því mig langaði til að verða alvöru rithöfundur, en ekki þykjustu rithöfundur eins og faðir minn.“ Kunnum ekki að deyja vel Kynhneigðin er alltaf hinn undirliggjandi þáttur í þínum verkum; nú segist þú vera að skrifa bók sem heitir Líkaminn (The Body)? „Mér virðist sem það sé ekkert til umfram kynhneigðina ef hún er túlkuð í víðasta skiln- ingi,“ svarar Kureishi hreinskilnislega. „Hún, eða girndin, er efniviður heimsins.“ Áttu þá við framtíð okkar sem tegundar, eða ertu einnig að vísa til afstæðari þátta tilver- unnar? „Hvort tveggja. Við erum fædd af líkömum og skiljum okkur frá mæðrum okkar til þess að verða einstaklingar. Eigin líkami er okkar fyrsti leikvöllur, síðan fáum við ódrepandi áhuga á lík- ömum annarra. Öll menning okkar er eftirlíking af líkamanum. Það þarf ekki annað en líta til vestrænnar siðmenningar, til myndlistarinnar – ekki síst sögu málverksins – til þess að sjá að saga hennar er umfram allt saga líkamans sem táknmyndar. Í myndlistarsögu múslima er þessu þveröfugt farið, þar verður líkaminn að þungamiðju vegna þess að það má ekki fjalla um hann sem táknmynd, enda afbera þeir ekki að horfa á hann. Hann er of mikilvægur, vekur of mikinn sársauka og er of tengdur kynhneigð- inni. Þeir hafa sett líkamann á þennan háa stall, af því þeir geta ekki sætt sig við að hann sé í senn heilagur og kynferðislegur.“ Tengist þessi rannsókn þín á kynhneigðinni ef til vill umfjöllun þinni um þá sálarkreppu sem oft fylgir því að eldast? „Það má kannski frekar segja að hún tengist hugmyndum okkar um dauðann, þar sem það að eldast er tákn dauðans. Mannskepnan er auðvitað eina dýrið sem vill ekki deyja og veit ef til vill ekki hvernig á að deyja. Maðurinn lítur ekki á dauðann sem hluta af heildarferli lífsins. Það er eins og við búum ekki yfir þeim líf- fræðilegu þáttum er gera okkur kleift að deyja vel. Viðhorf okkar byggjast þess vegna á tilfinn- ingu fyrir háska og löngun til að viðhalda lífinu. Ætli það vaki ekki fyrir mér að kanna hvað leynist í þessari hugmynd.“ Girndin er efniviður heimsins Morgunblaðið/Þorkell Hanif Kureishi segir bandaríska bókstafstrú nánast eins og bókstafstrú múslima. Þótt orðspor hans byggist ekki síður á kvikmyndum og leikritum en skáldverkum er Hanif Kureishi meðal best þekktu rithöfunda Breta í dag. Hann staldraði hér stuttlega við sem gestur Bókmenntahátíðar og Fríða Björk Ingvarsdóttir ræddi við hann um bók- stafstrú, kvenleg stíleinkenni og dauðann. fbi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.