Morgunblaðið - 21.09.2003, Side 9

Morgunblaðið - 21.09.2003, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 9 www.isb.is Útibú Eignast‡ring Eignafjármögnun Fyrirtækjasvi› Alfljó›asvi› Marka›svi›skipti Hvernig stendur flitt húsfélag? fiú fær› nánari uppl‡singar í næsta útibúi Íslandsbanka e›a  hjá fljónustuverinu í síma 440 4000. Byrja› u strax a› safna í sjó›! Styttist í a› gera flurfi vi› flaki›, gluggana, stéttina e›a mála húsi›? Ef svo er flá borgar sig a› byrja strax a› safna í framkvæmdasjó›. Auk fless bjó›ast húsfélögum hagkvæm framkvæmdalán hjá Íslandsbanka. F í t o n F I 0 0 7 8 7 4 framkvæmdir  á döfinni? Eru HÓPUR tólf félaga í Heimdalli, fé- lagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur tilkynnt framboð sitt til stjórnar í félaginu, en stjórn- arkjör fer fram í lok mánaðarins. Bolli Thoroddsen verkfræðinemi býður sig fram í embætti formanns. Hann er fulltrúi í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins, inspect- or scolae í MR 2000–2001 og gjald- keri-quaestor skólafélags MR árið áður. Varaformannsefni er Steinunn Vala Sigfúsdóttir verkfræðinemi, fulltrúi í ritstjórn vefritsins tikin.is og í varastjórn SUS, inspector scholae í MA 1999–2000, formaður Félags framhaldsskólanema 2000– 2001 og fulltrúi í Stúdentaráði Há- skóla Íslands 2002–2003. Aðrir sem gefa kost á sér í stjórn eru: Brynjar Harðarson, nemandi í Verslunar- skóla Íslands og féhirðir nemenda- félags VÍ 2003–04, Brynjólfur Stef- ánsson, verkfræðingur og sérfræð- ingur hjá áhættu- og fjárstýringu Íslandsbanka, fulltrúi í Stúdentaráði HÍ 2001–2003, þar af formaður Stúd- entaráðs 2002–2003, Gísli Kristjáns- son stærðfræðinemi, forseti Stiguls, félags stærðfræðinema, 2003–2004 og formaður nemendafélags Versl- unarskóla Íslands 2000–2001, Hreið- ar Hermannsson, nemandi í Mennta- skólanum í Hamrahlíð, fram- kvæmdastjóri nemendafélags MH 2002–2003, Margrét Einarsdóttir lögfræðingur, situr í ritsjórn vefrits- ins tikin.is og er fulltrúi í borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi stjórnarmaður í Heim- dalli og SUS, María Sigrún Hilmars- dóttir hagfræðingur, formaður Mennta- og menningarsamtaka Ís- lands og Japans, ritari og varafor- maður Ökonomíu, félags hagfræði- nema, 2001–2002, Sigurður Örn Hilmarsson, laganemi í HÍ, inspec- tor scholae í MR 2002–2003, Stefanía Sigurðardóttir, nemandi í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og for- seti nemendafélags FB, Tómas Haf- liðason, meistaranemi í verkfræði og framkvæmdastjóri Kælivéla ehf., Ýmir Örn Finnbogason, viðskipta- fræðinemi í Háskólanum í Reykja- vík, gjaldkeri Visku, nemendafélags HR, 2002–2004, sat í verkefnisstjórn Jafningjafræðslunnar 1997–1998 og var gjaldkeri Félags framhalds- skólanema 1999–2000. Verðum að snúa þróuninni við „Í síðustu kosningum var fylgi Sjálfstæðisflokksins hlutfallslega lægst meðal yngstu kjósendahóp- anna, m.a. í Reykjavík, sem gefur til kynna að starf Heimdallar hafi ekki náð til ungs fólks. Þessari þróun er mikilvægt að snúa við og nýta það afl sem býr í Heimdalli til að virkja ungt fólk og kynna því stefnu og hugsjónir Sjálfstæðisflokksins. Við sem nú bjóðum fram krafta okkar í þágu Heimdallar höfum öll mikla reynslu af félagsstarfi, einkum í framhalds- og háskólum landsins. Við viljum nýta þessa reynslu til að vinna að ofangreindum markmiðum Heimdallar. Við viljum fjölga virkum félagsmönnum og skapa þeim vett- vang til virkrar og mótandi þátttöku í stjórnmálum á Íslandi á vegum Sjálfstæðisflokksins,“ segir í frétta- tilkynningu frá hópnum. Framboð til stjórn- ar Heimdallar Átta af tólf frambjóðendum til stjórnar Heimdallar. Talin frá vinstri, Brynjar Harðarson, Ýmir Örn Finnbogason, Steinunn Vala Sigfúsdóttir, Gísli Kristjánsson, Bolli Thoroddsen, Sigurður Örn Hilmarsson, María Sigrún Hilmarsdóttir og Brynjólfur Stefánsson. LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús í austurbæ Reykjavíkur í fyrra- kvöld. Töluverðum verðmætum var stolið, að sögn lögreglunnar, m.a. skjávarpa, myndbandstæki, heima- bíói, fartölvu, geisladiskum og fleira. Talið er að þjófurinn eða þjóf- arnir hafi komist inn með því að spenna upp svalahurðina. Lögregl- an vinnur að rannsókn málsins. Innbrot í austurbænum Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.