Morgunblaðið - 21.09.2003, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.09.2003, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 11 Hann byrjaði svínabúskapinn á Hýrumel með 18 gyltum í ársbyrjun 1987 í 200 fermetra húsi sem áður var eggjabú, það hús brann en var byggt upp. Smám saman stækkaði Gunnar búið þar til árið 2000 að gylturnar voru orðnar 500 og það eru þær enn. Tekur tíma að draga úr framleiðslu „Það er erfitt fyrir svínabændur að draga úr framleiðslunni á skömmum tíma. Drög að því svína- kjöti sem er á borðum landsmanna um þessar mundir voru lögð fyrir rösku ári. Miklar breytingar hafa orðið á svínakjötsmarkaðinum frá því ég hóf minn búskap. Svínabændur hafa fengið að vera í friði fyrir ríkisvald- inu og ofstjórnunarkerfi því sem við lýði er í sumum öðrum greinum. Þeir eiga hins vegar í mikilli sam- keppni innbyrðis. Þegar ég hóf minn búskap voru svínabændur 144 en eru nú 14 í fullu starfi. Þeir fram- leiða samt þrisvar sinnum meira en hinir allir framleiddu. Þótt svínin séu álíka mörg og þau voru á árum áður eru þau miklu þyngri og kjötið sem þau gefa af sér því miklu meira en fyrr meir.“ Þessa þróun kveður Karvel hafa orðið m.a. af því að í þennan búskap eru komnir betur menntaðir menn með fullkomnari tæki og tölvubúnað og einnig hafa verið fluttir inn nýir stofnar af svínum, einkum frá Nor- egi. „Bankakjöt“ og „ríkiskjöt“ „Svínabændur hafa fengið mest- alla sína lánafyrirgreiðslu frá bankakerfinu. Þess vegna kalla sumir svínakjöt „bankakjöt“. Á sömu forsendum mætti kalla kinda- kjötið „ríkiskjöt“, sauðfjárbændur fá fyrirgreiðslu frá ríkinu,“ segir Gunnar. Hann kveður ekki fyrir það að synja að stórir aðilar í svínakjöts- framleiðslu hafi fengið miklar upp- hæðir frá bönkum vegna sinnar starfsemi en á sama tíma hafi þeir ekki gætt þess að greiða fyrir það hráefni sem svínakjötsbændur hafa selt þeim til fullvinnslu. Einnig eiga fóðursalar og fleiri birgjar um sárt að binda af þessum sökum. Ákveðnir aðilar hafa náð að blekkja banka sína og birgja til óeðlilega mikilla út- lána til mikils skaða. Óeðlilegt er að setja alla undir þennan hatt eins og bændaforystan hefur gert.“ Þeir félagar játa því að um offjár- festingu hafi að sumu leyti verið að ræða innan svínakjötsbúskaparins. Þeir geta þess að bú af þeirri stærð- argráðu sem rekið er á Hýrumel myndi kosta á bilinu 600 til 700 millj- ónir króna væri því komið upp núna. Blaðamaður spyr hvort þessi bú- skapur borgi sig í þessum mæli? „Það borgar sig að hafa svínabúin stór. Þannig næst fram nauðsynleg hagræðing og betra verð í innkaup- um. Menn hafa mikið talað um of- framleiðslu á svínakjöti. En þess ber að geta að í svínakjötsframleiðslunni er ekki um að ræða neitt uppsafnað kjötfjall, engar umframbirgðir eru til í landinu nema hjá búunum sjálf- um,“ segir Karvel. Svínabú á Íslandi standa vel að vígi „Við erum komnir í sömu bústærð og gerist hjá bændum í Evrópu. Að ýmsu leyti stöndum við ekki illa að vígi. Við höfum jarðhitann og einnig mun ódýrara land en t.d. í Dan- mörku. Við höfum hins vegar lítinn markað. Svolítið hefur verið flutt út af svínakjöti en lítið hefur fengist fyrir það. Sannleikurinn er sá að megin- þorri svínakjötsbænda er í raun í sömu stöðu og sauðfjárbændur – þeir eiga erfitt með að losna við framleiðslu sína. Það koma inn nýir grísir í hverri viku og ef þeim er ekki slátrað á réttum tíma eykst fallþungi þeirra og kjötframleiðslan verður að sama skapi meiri. Þessi þróun mun leiða til enn frekari fækkunar á svínabúum. Þeg- ar svo er komið að svínakjötið er selt langt undir verði og framleiðsla dregin saman af þeim sökum, eins og nú horfir, er hætt við að þegar minna kjöt verður á markaðinum fari verð þess nokkuð bratt upp. Við fengum 240 krónur fyrir kjötkílóið fyrir 18 mánuðum en verðið fór nið- ur undir 100 krónur fyrir kílóið í sumar, kjötneysluvísitalan lækkaði á svipuðum tíma til neytenda um 0,8%. Kjötið hefur hins vegar ekki lækkað til neytenda í sambærilegum mæli og verðið hefur lækkað til framleiðenda. Hin frjálsa samkeppni sem í greininni ríkir er óvægin – en eigi að síður besti kosturinn að mínu mati. Ástandið sem verið hefur að und- anförnu mun kenna okkur svína- bændum að vera rólegir hvað snert- ir framleiðsluaukningu næstu árin. Samfelld aukning hafði verið á neyslu og við því var brugðist með of stórum stökkum í framleiðsluaukn- ingu. – Við vorum of bjartsýnir. Reynslan sýnir hins vegar að það er hagkvæmara að framleiða svína- og kjúklingakjöt heldur en kjöt af lömbum sem ganga úti á sumrin. Þótt lambakjötið sé gæðavara getur það aldrei keppt við svínakjötið hvað verð snertir. Það þarf fjórar fóður- einingar til að framleiða eitt kíló af svínakjöti en það þarf 27 fóðurein- ingar til að framleiða eitt kíló af lambakjöti – tuttugu fást með sum- arbeit á fjalli en sjö þarf að afla á túnum. Svínakjötið sem hér er framleitt er gott. Hormónar hafa ekki verið gefnir svínum hér á landi. Lyfja- notkun grísa er hér engin. Fúkkalyf eru því aðeins notuð hér á þessu búi að nýgotnar gyltur fái hita og séu að mati dýralæknis það veikar að ekki verði undan slíku komist. Hvað snertir svínaskítinn sem til fellur hér þá er hann notaður til áburðar á akra, tún og mela til upp- ræktunar. Við höfum haft að leiðarljósi við svínaræktina hér að dýrunum líði vel. Líðan þeirra má merkja t.d. af því hvort þau vaxa vel. Dýrum sem líður illa, líkamlega eða andlega, fer ekki fram heldur horast þau, rétt eins og gerist með mannfólkið.“ óvægin Morgunblaðið/Guðrún Nýgotnar gyltur eru hafðar í sérbásum sem eru sérstaklega útbúnir þannig að þær geti ekki lagst ofan á grislingana. gudrung@mbl.is Ari Teitsson, formaðurBændasamtaka Íslands,segir fjarri því að bjart sé yfir hjá bændum í kjötframleiðslu þessa dagana. Það á jafnt við um framleiðendur svínakjöts, kjúkl- inga, lambakjöts og nautakjöts. Hann segir ekki útlit fyrir að dragi úr offramboði á kjöti á næst- unni. Heldur hafi þó dregið úr framleiðslu á svínakjöti upp á síð- kastið og verð til svínabænda lít- illega hækkað. Það sé þó enn undir framleiðslukostnaði. Þá segir Ari birgðasöfnun í kjúklingakjöti alvarlegt mál, því birgðir af frosnum kjúklingum séu nú komnar yfir 500 tonn og það sé tifandi tímasprengja. Ari segir að á meðan svínakjötsverð sé svo lágt að það skili ekki framleiðslukostn- aði og birgðir safnist af kjúklinga- kjöti, sé erfitt að sjá að kjötverð muni skila bændum því sem þeir þurfi að fá fyrir framleiðslu sína. Eigið fé ést upp Offramleiðsla og undirverð hef- ur þau áhrif að það gengur á eigið fé bænda og hraðast á fé þeirra sem framleiða hvíta kjötið, ali- fugla- og svínakjöt. Í þeim bú- greinum er veltan hröðust. Ari sagði þetta vera spurningu um hve lengi eigið fé bænda dygði. Svo, þegar það væri uppurið, hvort ein- hverjir aðrir vildu fjármagna bú- reksturinn. Ari sagði að annað hvort þyrfti kjötverð að hækka hratt, eða að einhverjir bændur gæfust upp þegar eigið fé þryti. „Hitt er svo annað mál, að jafn- vel þótt einhver bú verði gjald- þrota, sérstaklega gildir það um bú í hvíta kjötinu, þá er það ekki endilega ávísun á að þau hætti að framleiða. Reynslan hefur sýnt að þessi bú skipta bara um eigendur.“ Lágt verð á hvítu kjöti hefur þrýst öðru kjötverði niður. Ari segir að kjötverð sé almennt of lágt og lægra en það hafi lengi verið á öllum kjöttegundum. Það þýddi að bændur væru að framleiða kjöt með beinu tapi eða á lélegum laun- um. Laun sauðfjárbænda lækka Afurðaverð til sauðfjárbænda mun lækka í haust. Ari segir að sú lækkun sé angi af ástandinu á kjötmarkaði. En hvað þýðir þessi lækkun í raun fyrir afkomu sauðfjárbænda? „Þetta mun geta legið í kringum 15–16% af því sem bóndinn fær fyrir afurðirnar. Það er hins vegar stærri hluti af hans launatekjum. Launin liggja á milli 20% og 40% og rekstrarkostnaðurinn á bilinu 60-80%. Rekstrarkostnaðurinn minnkar auðvitað ekkert þótt kjöt- verðið lækki. Við höfum verið að horfa á að þessi lækkun geti þýtt mun meiri hluta af launahlut bónd- ans, menn hafa nefnt 20–30%.“ – Er þetta þá miklu meiri skell- ur í raun en sem nemur 15–16%? „Hjá mörgum bændum er það ef við horfum á ráðstöfunartekjur og laun.“ – En þýðir þetta að margir bændur bregði búi? „Ég veit að margir eru að velta því fyrir sér. Hins vegar er á það að líta að menn eru búnir að heyja og hafa reyndar flestir heyjað vel, þannig að ég held að menn hiki við það.“ Reynt hefur verið að bregðast við offramleiðslu á lambakjöti með því að skylda bændur til að selja tiltekinn hluta fram- leiðslunnar úr landi. Lægra verð fæst fyrir kjöt sem flutt er út en það sem selt er innan- lands. Útflutnings- hlutfallið var ákveðið 19% árið 1996, lækk- aði svo í 13% árið eft- ir, en hefur farið stig- hækkandi síðan. Það verður 38% nú meðan sláturtíð stendur sem hæst. Meginástæða hækkandi útflutnings- hlutfalls er dræmari sala innanlands og of mikil framleiðsla. Hærra útflutningshlutfall þýðir því tekjuskerðingu fyrir bændur. Ari segir að þeir sem eru ein- göngu í nautakjötsframleiðslu séu í mjög erfiðri stöðu. Þeir séu ábyggilega launalitlir eða launa- lausir. Þessir bændur njóti einskis ríkisstuðnings. Verðsveiflur jafnast út Aðspurður hve lengi þetta ástand geti varað segir Ari að verðsveiflur hafi tilhneigingu til að ganga yfir. „Annað hvort ná menn verðinu upp með því að draga sjálfviljugir úr framboði eða að gjaldþrot valda samdrætti. Hvort tveggja tekur einhvern tíma, en þetta ástand getur ekki varað í mörg ár.“ Ari segir að þetta ástand hafi varað í hvíta kjötinu í ár, en ekki skollið á sauðfjárbænd- um með fullum þunga fyrr en nú með haustslátrun. „Hins vegar hafa sláturleyfishafar lent í mikl- um vandræðum vegna þess að kjötið sem þeir keyptu af bændum í fyrrahaust á þokkalegu verði hafa þeir átt erfitt með að selja vegna verðlækkana á neytenda- markaði.“                        1 !  1 -  1 % 1 #... *((( *((# *((* *(('       !" #$ !  %& ' # !%2  2    1 3  3  2   3    4 2   !% 2  1  1 3              ! "    1 !  1 -  1 % 1   1 !  1 -  1 % 1 #... *((( *((# *((* #... *((( *((# *((*               Offramleiðsla ógn- ar afkomu bænda Ari Teitsson Í stað þess að matarskortur ógni íslensku þjóðinni lifa margir bændur í skugga kjötfjalla sem sífellt hækka. Um leið lækkar kjötverðið neytendum til hagsbóta en afkoma bænda heldur jafnt og þétt áfram að versna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.