Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hljómar skynjuðu tíðarandann og skutust á stjörnu- himininn. Árni Þórarinsson tekur Gunnar Þórðarson tali og Eggert V. Kristinsson rifjar upp söguna. Smábær spegill heimsveldis Danski leikstjórinn Lars Von Trier vekur athygli með Dogville. Skarphéðinn Guðmundsson ræðir við óláta- belg kvikmyndanna. Tilviljanir hafa ráðið ferð Bill Valgardson er þekktasti rithöfundur Kanada af ís- lenskum ættum. Hann segir Steinþóri Guðbjartssyni frá tilviljunum lífs síns. Hljóma á ný á sunnudaginn ELDISLAX Í SELÁ Sérfræðingur Veiðimálastofnunar staðfesti í gær að eldislax veiddist um sex km uppi í Selá í Vopnafirði fyrrihlutann í september. Orri Vig- fússon leigutaki árinnar segir þetta að öllum líkindum lax af norskum uppruna og hann óttist skemmdir á hreiðrum í ánni. Blöndun við villta laxinn gefi af sér mjög léleg af- kvæmi. Vinnsla hafin hjá Jökli Vinnsla er hafin á ný hjá Jökli ehf. á Raufarhöfn. Vinnsla hefur legið niðri síðan í byrjun júlí þegar um 45 starfsmönnum var sagt upp. Tutt- ugu starfsmenn hófu störf í gær og var fólk mjög ánægt að koma aftur til vinnu að sögn framkvæmdastjóra GPG á staðnum. Unninn verður blautverkaður saltfiskur. Landssíminn seldur Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í síðustu stefnuræðu sinni „í þessum áfanga“ á Alþingi í gærkvöld að vonir stæðu til að selja Landssím- ann á þessu kjörtímabili. Rétt hefði verið að fresta sölu Símans. Hann sagði að vísindahvalveiðar hefðu fengið minni andbyr erlendis en spáð var en sýna þyrfti varfærni og tillitssemi þegar næsta skref yrði stigið. Engin vopn fundin Vopnasérfræðingur bandarísku leyniþjónustunnar, David Kay, sagði í gær að enn hefðu engin gereyðing- arvopn fundist í Írak. Aftur á móti hefðu komið fram umtalsverðar vís- bendingar um að Írakar hefðu haft í hyggju að smíða efna- og lífefna- vopn. Leitinni væri þó hvergi nærri lokið. „Áhyggjuefni“ Það er „alvarlegt áhyggjuefni fyr- ir heimsbyggðina“ að Norður- Kóreumenn hafi lýst því yfir að þeir séu búnir að endurvinna kjarn- orkueldsneytisstengur og komast þannig yfir nægilegt plúton til að smíða allt að sex kjarnorku- sprengjur. Þetta sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær, eftir að yfirlýsing barst frá n-kóreskum yfirvöldum um að lokið væri endurvinnslu á um átta þúsund eldsneytisstöngum. Powell sagði enga staðfestingu hafa fengist á full- yrðingu N-Kóreumanna. VIÐBURÐIR SEM GERA VIKUNA SKEMMTILEGRI FÓLKIÐ spilar raftónlist, býr í Edinborg, dansar me nöttinn og leikur hjá Lars | |3|10|2003 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 38/44 Viðskipti 12/14 Kirkjustarf 45 Erlent 18/19 Bréf 48 Höfuðborgin 20 Staksteinar 50 Akureyri 22 Dagbók 50/51 Suðurnes 23 Brids 51 Austurland 24 Leikhús 57 Listir 28/31 Fólk 57/61 Forystugrein 32 Bíó 58/61 Umræðan 36/37 Útv./sjónv. 62/63 Viðhorf 36 Veður 63 * * * HÆSTIRÉTTUR hefur þyngt fangelsisrefsingu tveggja manna sem urðu Magnúsi Frey Svein- björnssyni að bana í Hafnarstræti í maí í fyrravor. Að auki slasaði ann- ar ákærðu tvo menn aðra með lík- amsárásum í miðborginni rúmum mánuði fyrr. Í héraðsdómi hlaut annar ákærðu, Baldur Freyr Ein- arsson, þriggja ára fangelsi en Hæstiréttur dæmdi hann í sex ára fangelsi. Refsing meðákærða, Gunn- ars Friðriks Friðrikssonar, var þá þyngd úr tveimur árum í þrjú. Þótti Hæstarétti ekki annað fært með hliðsjón af alvarleika brota þeirra en að þyngja refsingu þeirra. Fyrir brot sín þurfa ákærðu að borga 5,8 milljónir króna í bætur, málsvarnarlaun og réttargæslu- þóknun. Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu að ákærðu hefðu valdið þeim alvarlegu áverkum sem ollu dauða Magnúsar Freys að morgni laugardagsins 25. maí vorið 2002, en hann lést af völdum áverkanna viku síðar. Segir rétturinn ákærðu bera fulla refsiábyrgð og hafi þeim átt að vera ljóst að atlögur þeirra voru til þess fallnar að leiða til alvarlegs lík- amstjóns. Segir Hæstiréttur að þótt héraðs- dómur hafi fallist á að Magnús Freyr hafi átt einhvern þátt í upp- hafi átakanna væri þó ljóst af fram- burði vitna að tilefni árásar Baldurs Freys var smávægilegt. Eftir að Baldur Freyr hafði verið dreginn of- an af brotaþola kallaði hann til fé- laga sinna um að veitast að honum og sinnti Gunnar Friðrik því kalli. Eftir árásina forðuðu þeir sér ásamt félögum sínum burt án þess að skeyta um afdrif Magnúsar Freys og létu aðra um að hlúa að honum. Dómar vegna árásar þyngdir Ákærðu hlutu 6 og 3 ára fangelsi FORYSTUMENN verkalýðshreyf- ingarinnar, um tuttugu manns, fóru á virkjunarsvæðið við Kárahnjúka í gær til að ræða við starfsmenn Impregilo og kynna sér aðbúnað þeirra. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að samkomulaginu sem náðist við Impregilo á miðvikudags- kvöld hafi verið vel tekið. Menn hafi hins vegar áhyggjur af aðbúnaði starfsmanna, einkum varðandi mötuneyti og heilbrigðisþjónustu. „Við sögðum starfsmönnunum að við myndum sjá til þess að málum yrði komið í það horf að samningar og leikreglur á vinnumarkaði yrðu virt. Starfsmennirnir virtust vera mjög ánægðir með það samkomulag sem við náðum við Impregilo. Við vonum að þetta séu ákveðin þáttaskil í sam- skiptum við fyrirtækið. Á fundum í næstu viku með lögmönnum fyrir- tækisins vonumst við til að ná við- unandi samkomulagi um aðra hluti,“ segir Grétar. Hann segir margt vera með öðrum hætti en ætti að vera varðandi aðbúnað starfsmanna og heilbrigðisþjónustu. Mötuneyti séu „fyrir neðan allar hellur“, snyrtiað- staða þar takmörkuð og ekkert rými til að fara í og úr vinnufötum. Hins vegar séu svefnskálar viðunandi. Grétar segir að fjölmargir starfs- menn hafi komið að máli við verka- lýðsforkólfana og kvartað undan heilbrigðisþjónustu, einkum yfir rússneskum lækni sem starfi á svæð- inu. Verulega skorti á að starfsmenn treysti lækninum og þeir veigri sér við að leita til hans. Auk hans starfar þar íslenskur hjúkrunarfræðingur. „Starfsmennirnir bentu á sem staðfestingu á frammistöðu þessa læknis að eftir að hann kom hefði fækkað verulega smáóhöppum og veikindatilfellum, ekki vegna þess að hann væri svona góður læknir held- ur af öðrum ástæðum. Menn annað- hvort leita ekki til hans eða eru mjög ósáttir við viðbrögð hans. Ef eitt- hvað kemur upp eru þeir nánast reknir út að vinna áfram,“ segir Grétar. Verkalýðsforystan hitti einnig að máli yfirmenn Impregilo á svæðinu. Grétar segir þann fund hafa verið vinsamlegan. Yfirmenn fyrirtækis- ins hafi fullvissað þá um að ekkert annað stæði til en að virða gildandi samninga og leikreglur hér á landi. Áhyggjur af mötuneyti og heilbrigðisþjónustu TALSMAÐUR Impregilo í Mílanó, Federico Manzella, segir í tölvupósti til Morgunblaðsins að fyrirtækið staðfesti vilja sinn til samnings- viðræðna við verkalýðshreyfinguna hér á landi. Viðræður hefjist um miðja næstu viku um öll deilumál vegna erlendra starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun og vonandi náist alhliða samkomulag um þau atriði er snúa að ráðningu og launakjörum þeirra starfsmanna. Manzella segir að evrópskir verkamenn við Kárahnjúkavirkjun séu á einstaklingsbundnum ráðning- arsamningum, annaðhvort beint við Impregilo, starfsmannaleigur eða undirverktaka. Skilmálar þeirra samninga séu í samræmi við gild- andi lög í þeirra heimalöndum og á Íslandi. Hann segir að launagjöld vegna þessara starfsmanna séu í samræmi við gildandi virkjanasamn- ing og launagreiðslur ennfremur. Staðfestir samningsvilja við verkalýðsfélögin TVÆR þotur Íslandsflugs verða í vetur í verkefnum fyrir Ryanair og hafa heimahöfn í Dublin á Írlandi. Þoturnar eru af gerðinni B737-400 og munu sinna farþegaflugi til ým- issa áfangastaða Ryanair. Þoturnar eru í fyrstunni leigðar til þriggja og fimm mánaða en Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Íslandsflugs, tjáði Morgunblaðinu að líklegast yrðu þær í verkefnum hjá Ryanair út veturinn. Íslandsflug rekur nú sjö B737-þot- ur og 5 af gerðinni Airbus, auk tveggja Dornier-véla í innanlands- verkefnum. Fram kemur í nýju fréttabréfi Félags íslenskra atvinnu- flugmanna að íslenskir flugmenn muni á næstunni geta átt kost á stöð- um á Airbus-þotum félagsins. Þær hafa til þessa verið mannaðar er- lendum flugmönnum. Gæti þjálfun íslenskra flugmanna hafist þegar líða tekur á veturinn. Íslandsflug flýgur fyrir Ryanair SIGURLÍN Margrét Sigurðardóttir, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, tók í gærkvöld þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi og flutti þar jómfrúræðu sína á táknmáli. Hefur það ekki gerst í þingsölum áður en Sigurlín er fyrsti heyrnarlausi þing- maðurinn sem tekur sæti á Alþingi. Sigurlín boðaði m.a. í ræðu sinni, að hún myndi leggja fram frumvarp um að táknmál hlyti viðurkenn- ingu sem móðurmál heyrnarlausra. Sagði hún að í frumvarpinu yrði m.a. lagt til að efla táknmálskennslu í háskóla og auka rétt heyrnarlausra til túlkaþjónustu, en það væri í raun forsenda þess að táknmál hlyti við- urkenningu. Sigurlín fylgdist með umræðunum á fartölvu fyrir framan sig en á skjánum var mynd af túlki sem túlkaði jafnóðum ræður þingmanna úr ræðustól. Þegar Sig- urlín flutti ræðu sína sat túlkurinn við ræðupúltið og flutti mál hennar. Ljósmynd/Bragi Thor Josefsson Þingræða á táknmáli flutt í fyrsta sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.