Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
VIÐGERÐ á minnismerki um stofn-
un Sambands íslenskra samvinnu-
félaga að Ystafelli í Suður-
Þingeyjarsýslu er lokið.
Um þessar mundir er þess minnst
að hálf öld er frá því minnismerkið
var vígt til minningar um stofnun
Sambands íslenskra samvinnu-
félaga að Ystafelli 20. febrúar 1902.
Af því tilefni komu saman við minn-
ismerkið fulltrúar úr Áhugahópi
um samvinnusögu og var þá af-
hjúpað upplýsingaskilti um staðinn.
Á myndinni eru frá vinstri
Jón Sigurðarson, Gerður Stein-
þórsdóttir, Jónas Jónsson, Sæ-
mundur Jónsson og Reynir Ingi-
bjartsson.
Hálf öld
frá vígslu
minnismerkis
Samvinna mikilvæg
um sjálfbæra nýtingu
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra hvatti til þess að áfram yrði
haldið á þeirri braut sem mörkuð
var í Jóhannesarborg varðandi
málefni hafsins, á ráðstefnu um
málefni Norður-Atlantshafsins á
Hjaltlandslandseyjum í gær.
Á fundinum í Jóhannesarborg í
fyrra samþykktu ríki heims mark-
mið þess efnis að fiskveiðar yrðu
stundaðar með sjálfbærum hætti
og að það markmið næði fram að
ganga eigi síðar en 2015. Siv lagði
áherslu á það að ríki heims ynnu
saman að framgangi þessa mikil-
væga markmiðs, því með því hefðu
ríki heims tekið mikilvægt skref í
átt að sjálfbærri nýtingu fiski-
stofna. Um væri að ræða skuld-
bindingu sem ekki yrði skorast
undan, því ofnýting fiskistofna
mætti ekki viðgangast. Í húfi væri
undirstaða efnahagslífs margra
strandríkja, auk þess sem hrun
fiskistofna ógnaði fæðuöryggi
milljóna manna um allan heim.
Vildi ekki sitja uppi
með tjónabíl
Fór í mál
og fékk
bætur
DÆMI eru um grandalausa bíla-
kaupendur sem hafa setið uppi með
tjónabíla eða bíla sem kallaðir hafa
verið „sminkuð lík“ og beðið fjárhags-
legt tjón af viðskiptunum. Þórstína
Benediktsdóttir lagði hálfa milljóna
króna í bíl af gerðinni Nissan Micra
árið 1988, en sama dag uppgötvaðist
að bíllinn var gjörónýtur, þrátt fyrir
að hafa verið skoðaður á skoðunar-
stöð. Vaknaði grunur um að skoðun-
armaður hefði horft í gegnum fingur
sér með skoðunina.
Ástand bílsins uppgötvaðist þegar
bílapartasali nokkur rak augun í hann
og sá strax að hann var rammskakkur
á grind. Úrskurður hans var síðan
staðfestur hjá skoðunarstöð. Þórstína
segist engar bætur hafa fengið og hafi
seljandinn ekki kannast við neitt. „Ég
var mjög sár og reið yfir því hvernig
virðist vera hægt að fara með fólk í
svona viðskiptum. Bílasali á að gæta
hagsmuna seljenda og kaupenda, en
því var stórlega ábótavant í mínu til-
viki,“ segir Þórstína. Síðar upplýstist
að bíllinn hafði lent í tjóni úti á landi
og farið í gegnum alls ófullnægjandi
viðgerð og seldur án þess að vera
skráður sem tjónabíll. Þórstína felldi
sig ekki við tapið, heldur stefndi bíla-
salanum og vann málið. Fékk hún
tjón sitt bætt að mestu, en þetta mun
hafa verið fyrsta mál sinnar tegundar
sem fór fyrir dóm.
ÞESSI þröstur lét ekki gestagang í
tilefni af 90 ára afmæli Sparisjóðs
Mýrasýslu trufla sig þar sem hann
sat staðfastur á trjágrein fyrir
framan aðalinnganginn. Þar hám-
aði hann í sig reyniber sem líklega
eru nokkuð gerjuð á þessum árs-
tíma. Að sögn starfsmanna Spari-
sjóðsins sækja mjög margir fuglar í
berin og fljúga síðan reikulir á
glugga hússins. Trúlega hefur þessi
fiðraði velunnari Sparisjóðsins ver-
ið undir áhrifum og því kærulaus-
ari en ella gagnvart umgangi
mannfólksins.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Fiðraður velunnari undir áhrifum
LAUN viðskipta- og hagfræðinga
hafa hækkað um tæp 14% frá árinu
2001 samkvæmt kjarakönnun sem
Félag viðskipta- og hagfræðinga,
FVH, hefur gert. Miðgildi heildar-
launa er nú 435 þúsund krónur á mán-
uði, karlar hafa 470 þúsund krónur á
mánuði, konur 360 þúsund krónur, og
hafa laun karla hækkað um rúmlega
16% frá árinu 2001 en laun kvenna að-
eins um 8%. Karlar hafa um 31%
hærri mánaðarlaun en konur og hefur
launamunur kynjanna því aukist frá
síðustu könnun, sem gerð var árið
2001. Þá var launamunur á milli
kynjanna 22%. Unnur Arna Jónsdótt-
ir, framkvæmdastjóri Félags við-
skipta- og hagfræðinga, segir að búist
hafi verið við að launamunur
kynjanna myndi halda áfram að
minnka, eins og hann gerði í tveimur
könnunum á undan, en þess í stað hafi
hann aukist á ný.
„Það hafði dregið saman í síðustu
könnunum og árið 2001 var munurinn
22% en þar áður 38%, þannig að vil
héldum og vorum þess eiginlega full-
viss fyrirfram að við héldum áfram að
minnka launamuninn. Það kemur síð-
an töluvert á óvart að launamunurinn
skuli vera að aukast á ný og við erum
mjög ósátt við það,“ segir Unnur.
Erfiðara fyrir
nýútskrifaða að fá vinnu
Að öðru leyti segist Unnur ekki
heldur fyllilega sátt við að laun hafi
hækkað um 14% enda hækkuðu laun-
in um 22% milli áranna 1999 og 2001.
Hún segist heyra að nýútskrifaðir
viðskipta- og hagfræðingar eigi erf-
iðara með að fá vinnu í dag en þegar
allt var í hámarki í kringum árið 2000
og það hafi líklega áhrif á launaþró-
unina núna.
Kjarakönnun Félags viðskipta- og hagfræðinga
Launamunur kynjanna eykst á ný
GREININGARDEILD Kaupþings
Búnaðarbanka telur að í þeim stóru
viðskiptum, sem áttu sér stað á
hlutabréfamarkaði um miðjan síð-
asta mánuð, hafi reynt á reglur
markaðarins með áður óþekktum
hætti. Þetta kemur fram í nýút-
komnu riti greiningardeildarinnar,
Þróun og horfum, en þar segir enn-
fremur að átök í viðskiptalífinu að
undanförnu, sem lokið hafi um miðj-
an síðasta mánuð, hafi verið jákvæð
fyrir minni hluthafa. Þeim hafi gefist
kostur á að selja hlutabréf sín á
verði sem greiningardeildin telji
langt yfir raunverði. Að því leyti séu
þessi viðskipti ólík sumum þeirra yf-
irtökutilboða sem gerð hafi verið í
Kauphöll Íslands, þar sem minni
hluthöfum hafi jafnvel boðist und-
irverð fyrir bréf sín.
Þrátt fyrir þetta telur greining-
ardeild Kaupþings Búnaðarbanka
að fjölmargar spurningar vakni í
kjölfar viðskiptanna um miðjan
september og að þá hafi reynt á
regluramma markaðarins með áður
óþekktum hætti.
Eitt af því sem hljóti að vekja
áleitnar spurningar sé lokun fyrir
viðskipti með sex fyrirtæki í Kaup-
höllinni 18. september. Markaðs-
virði þeirra sé 41% af markaðsvirði
fyrirtækjanna sem mynda Úrvals-
vísitöluna og svo dramatísk aðgerð
eigi sér ekki hliðstæðu frá því lokað
hafi verið fyrir viðskipti á gjaldeyr-
ismarkaði sumarið 2000.
Þá segir að athygli veki að ekki
hafi myndast yfirtökuskylda í þeim
félögum sem höndlað hafi verið með,
fyrir utan Sjóvá-Almennar trygg-
ingar sem ætlunin sé að sameina Ís-
landsbanka. „Greiningardeild virðist
að mat á hópi eða tengdum aðilum
við kaup á ráðandi hlut í fyrirtækj-
um sé mjög þröngt skilgreint hér á
landi og reglur um yfirtöku eru rýr-
ar miðað við það sem þekkist í öðr-
um löndum. Það vakna líka upp
spurningar um hvort hægt sé að
sníða samninga beinlínis þannig að
hægt sé að komast hjá anda laganna
um yfirtökuskyldu og vernd minni-
hluta. Á það bæði við um viðskiptin
nú í september, t.d. með hlutabréf
Eimskipafélagsins og SH, og við-
skipti með hlutabréf Skeljungs í lok
júní,“ segir greiningardeild Kaup-
þings Búnaðarbanka. Greiningar-
deildin telur það einnig segja sína
sögu um hve flókin viðskiptin hafi
verið að eftir að þau hafi verið til-
kynnt til Kauphallarinnar hafi þurft
að gera sex leiðréttingar og að síð-
asta leiðréttingin hafi birst fyrsta
þessa mánaðar, þrettán sólarhring-
um eftir að fyrsta útgáfa fréttarinn-
ar hafi verið birt. „Ef viðskipti eru
svo flókin að lögfræðingar og fjár-
málaspekúlantar sem semja um þau
skilja þau ekki betur en svo að þeir
þurfa tvær vikur og sjö tilraunir til
að skýra þau skriflega þá hljóta
menn að spyrja sig að því hvernig al-
mennir sparifjáreigendur eigi að
fara að því að skilja viðskiptin.
Hvorki Kauphöll Íslands né Fjár-
málaeftirlitið hafa hreyft athuga-
semdum við þessu né heldur krafið
hlutaðeigandi nánari skýringa fyrir
hönd markaðarins.
Almennir hluthafar
séu ekki eins og skiptimynt
Greiningardeildin segir nauðsyn-
legt að almennir hluthafar geti verið
þess fullvissir að þeir hafi raunveru-
leg áhrif miðað við hlutafjáreign sína
í almenningshlutafélögum. Allir
hluthafar séu jafnréttháir og því eigi
almennir hluthafar ekki að þola að
þeir séu eins og skiptimynt á meðan
hópur hluthafa skipti á milli sín fé-
laginu.
„Það þarf líka að vera á hreinu,“
segir greiningardeild Kaupþings
Búnaðarbanka, „að lög og tilgangur
laga um vernd minni hluthafa og yf-
irtökuskyldu séu virt. Eftirlitsaðilar
þurfa að taka á þeim málum af meiri
festu. Þar með er ekki verið að halda
því fram að reglur hafi verið brotnar
í neinum af þeim viðskiptum sem
hér voru nefnd að framan. Það vek-
ur hins vegar athygli að það hafa
komið fram í fjölmiðlum ásakanir
um að réttur minni hluthafa hafi
verið brotinn í hlutafélagi þar sem
stjórnin kaus að selja tengdum að-
ilum eign á lægra verði en annar að-
ili hafði boðið í hana. Það heyrist
ekkert frá eftirlitsaðilum um þau
mál. Við slíkar aðstæður er hætt við
að fjárfestar fái á tilfinninguna að
þeir búi fremur við ígildi eftirlits en
virkt eftirlit og fjárfestaverndin sé
því í raun falskt öryggi.“
Reyndu á reglur
markaðarins
SAMKVÆMT heimildum Morgun-
blaðsins eru allar líkur taldar á að
Magnús Gunnarsson, fv. stjórnar-
formaður Búnaðarbankans og fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins, verði nýr
stjórnarformaður Eimskips í stað
Benedikts Jóhannessonar. Hlut-
hafafundur Hf. Eimskipafélags Ís-
lands á að fara fram 9. október og
rennur framboðsfrestur út kl. 16 á
morgun, laugardag, fimm sólar-
hringum fyrir fund. Sjö sitja í stjórn
félagsins og herma sömu heimildir
að líklega verði skipt um þá alla.
Auk Magnúsar eru nefndir til
sögunnar sem líklegir stjórnarmenn
þeir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, stjórnarformaður Trygginga-
miðstöðvarinnar, Baldur Guðnason,
framkvæmdastjóri Sjafnar og
stjórnarmaður í SH, Sindri Sindra-
son, fv. forstjóri Pharmaco, og Þór
Kristjánsson, aðstoðarforstjóri
Pharmaco og varamaður í bankaráði
Landsbankans. Óljóst er með fleiri
mögulega stjórnarmenn.
Á hluthafafundinum verður til-
laga um samþykki rammasamnings
og fjögurra fylgisamninga um kaup
og sölu hlutabréfa í eigu Burðaráss
lögð fram. Jafnframt verða tillögur
um lækkun hlutafjár og kaup á eigin
hlutum lagðar fram og ný stjórn
kjörin.
Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í
Eimskipafélaginu, hyggst leggja
tvær fyrirspurnir fyrir stjórn fé-
lagsins á hluthafafundinum. Í fyrsta
lagi vill Vilhjálmur að upplýst verði
hve mikið Eimskipafélagið, eða
Burðarás, hafi eða muni greiða í
þóknun vegana kaupa og sölu á
hlutabréfum samkvæmt samningi
um verðbréfaviðskipti. Í annan stað
vill hann fá upplýsingar um hvort
stjórn félagsins hafi látið óháða og
sérfróða aðila kanna hvort ákvæði
samningsins um lækkun hlutafjár
standist ákvæði laga um hlutafélög.
Magnús Gunnars-
son nýr formaður?
Morgunblaðið/RAX
Hluthafafundur Eimskips