Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 31 Gallerí Nema hvað, Skólavörðu- stíg 22 c kl. 19 Malin Ståhl opnar sýningu á verkum sínum. Malin er þriðja árs nemi í myndlistardeild í LHÍ. Sýningin heitir „America the Beautiful“ eftir lagi Katharine Lee Bates frá 1913. Opið laugardag, sunnudag og mánudag kl. 16–20. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Hafnarborg Fjórum sýningum lýkur á sunnu- dag í Hafnarborg: Í Aðalsal er sýning á málverkum og ljósmyndum hjónanna Juttu og Bernd Lohmann frá Þýskalandi. Sýning þessi er liður í vinabæjarsamstarfi Cuxhaven og Hafnarfjarðarbæjar. Í Sverrissal sýnir Kristbergur Pét- ursson málverk. Í Apótekinu sýnir Ingiríður Óðinsdóttir textílverk. Á kaffistofu Hafnarborgar eru sýndar teikningar hafnfirskra barna. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 11–17. Gallerí Dvergur, Grundarstíg 21 Sýningu Elínar Hansdóttur, Big Bird, lýkur á sunnudag. Þetta er jafn- framt síðasta sýning sumarsins í gall- erínu, en það er einvörðungu starf- rækt yfir sumartímann. Opið fimmtudag til sunnudags kl.17-19. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Sýningu Péturs Gauts á olíumál- verkum í Baksalnum lýkur á sunnu- dag. Einnig lýkur sýningu á ljós- myndum H. Jónu Þorvaldsdóttur í Ljósfold. Listakonan nefnir sýn- inguna Þjóðsögu. Opið daglega kl. 10-18, laugardaga til 17 og sunnudaga kl. 14-17. Sýningum lýkur MARÍA Kjartansdóttir sýnir í Listaháskólanum í Laugarnesi lit- aðar ljósmyndir af þroskahömluð- um og fötluðum börnum í leik og starfi. Myndaröðin, sem er 7 mín- útna löng, verður sýnd af skjá milli kl. 12 og 13 í dag. Tónlistin er eftir Birgi Hilmarsson. María er nemi á öðru ári í Myndlistardeild LHÍ. Hún vann á sumarnámskeiði ÍTR fyrir fötluð börn í Vesturhlíð síðastliðið sum- ar og tók hún þá fjölda svarthvítra mynda af börnunum sem hún hef- ur nú litað og sett saman í mynda- röð. Sýningin er hluti af listahátíð- inni List án landamæra. Fatlaðir í leik og starfi SUÐUR-Afríkubúinn John Max- well Coetzee hlaut í gær bók- menntaverðlaun Nóbels. „Bækur J.M. Coetzees einkennast af því hversu vel skrifaðar þær eru, efn- isríkum samræðum og snilld- arlegri greiningu. En á sama tíma er hann grandvar efahyggjumað- ur, vægðarlaus í gagnrýni sinni á grimmdarlega skynsemishyggju og siðalögmál vestrænnar sið- menningar,“ segir í fréttatilkynn- ingu Nóbelsnefndarinnar. „Með heiðarleika sínum eyðir Coetzee öllum grunni fyrir hugg- un og forðar sér frá billegri dramatík iðrunar og játninga. Jafnvel þegar hans eigin sannfær- ing birtist, líkt og vörn hans fyrir réttindum dýra, varpar hann ljósi á þau atriði sem hún byggist á fremur en að réttlæta hana. “ Þetta er í annað skiptið sem Suður-Afríkubúi hlýtur bók- menntaverðlaun Nóbels. Rithöf- undurinn Nadine Gordimer hlaut verðlaunin árið 1991. Ein skáldsaga eftir J.M. Coet- zee hefur verið þýdd á íslensku. Rúnar Helgi Vignisson þýddi bók- ina Vansæmd (Disgrace) og kom hún út hjá bókaforlaginu Bjarti fyrir þremur árum. Coetzee hlaut bresku Booker- verðlaunin árið 1999 fyrir Van- sæmd og varð þar með fyrsti rit- höfundurinn í sögu verðlaunanna til að hljóta þau tvisvar, en hann hlaut einnig Booker-verðlaun árið 1983 fyrir skáldsöguna The Life & Times of Michael K. Þá þýddi Sigurlína Davíðsdóttir „Life & times of Michael K“ (Ævi- saga Mikjáls K.) og „Waiting for the barbarians“ (Við bíðum) og las í útvarpi. Bækurnar voru ekki gefnar út en munu vera til útláns hjá Blindrabókasafninu á snæld- um. John Maxwell Coetzee fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum Snilldarleg greining John Maxwell Coetzee, nýr Nóbels- verðlaunahafi í bókmenntum. Reuters SIGURÐUR Þórir listmálari opnar sýningu á nýlegum verkum í Véla- salnum í Vestmannaeyjum kl. 14 á morgun, laugardag. Myndir Sigurðar eru bæði hlut- bundnar og abstrakt og eru málaðar sterkum litum. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Í list sinni fjallar mál- arinn um manninn, frásögnina og fantasíuna, þar sem ægir saman mannlegum táknum og þeirri veröld sem maðurinn býr við.“ Þetta er í annað sinn sem Sig- urður sýnir í Eyjum, en hann hélt sýningu í Gallerí Landlist árið 1980. Við opnunina munu skáldin Birgir Svan Símonarson og Þór Stefánsson lesa úr nýútkomnum ljóðabókum sínum, Fjall í hvítri skyrtu og Í ljósi þínu. Einnig mun Þórður Helgason lesa úr verkum sínum. Sigurður hef- ur gert kápu á bók Birgis. Hann hef- ur einnig hannað og myndlýst bók Þórs. Sýningin er opin tvær helgar, þessa og þá næstu, kl. 14-18. Sigurður Þórir listmálari við nýlegt abstraktmálverk eftir sjálfan sig. Ný málverk í Vélasalnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.