Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 57
KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 57 ÞRIGGJA ára afrakstur kannana franska heimildarmyndaleikstjórans Jean-Michel Roux á yfirnáttúrlegum fyrirbrigðum á ísa köldu landi, hefur vakið mikla athygli á kvikmyndahá- tíðum víða um heim undanfarið. Nú hefur myndin, Rannsóknir á huliðs- heimum, verið tekin til sýninga hér- lendis og forvitnilegt að sjá hvernig þjóðin bregst við og rétt að undir- strika að sýningar verða aðeins örfá- ar. Roux skoðar viðfangsefnið frá öll- um hliðum en skyggnt fólk, miðlar, sjáendur, heilarar og aðrir slíkir, fá skiljanlega mest að leggja til málanna auk þess sem rætt er við „venjulegt“ fólk, sem upplifað hefur dulræna reynslu og menntamenn sem túlka fyrirbrigðin út frá rökhyggju vís- indanna. Almennir efasemdamenn eru fjarri góðu gamni. Ég gat ekki betur séð en Roux hefji myndina með tilþrifum á einum dul- arfyllsta stað í magnaðasta héraði landsins: brunninum Fálka undir Jökli. Það kemur reyndar ekki fram, frekar en hrikaleg álögin sem á hon- um hvíla og minnir okkur á hvílíka of- gnótt við eigum af slíkum stöðum og sögnum. Hann leitar útskýringa á öll- um helstu fyrirbærum handan marka hins almenna sjónsviðs manna: huldu- fólki, álfum, draugum, englum, vernd- urum, geimverum og þar fram eftir götunum og ræðir við fjölda fólks sem reynir að uppljúka huliðsheimunum fyrir áhorfendum. Roux er greinilega ofantekinn af stórbrotinni ægifegurð landsins sem virkar ójarðnesk á mik- inn fjölda landsmanna, hvað þá held- ur á hrifnæma útlendinga sem óhjá- kvæmilega verða bergnumdir af umhverfinu og dulsagnahefðinni sem ríkir í landinu. Þó svo að rafmagnið hafi gerst mestur djöfla- og drauga- bani í langri og litskrúðugri sögu slíkra kynjamanna íslenskra hefur Roux ekki þurft að kafa langt eða djúpt til að finna yfrið nóg efni í marg- ar heimildarmyndir. Það kemur í ljós að dulhyggjan á sterkar rætur meðal landsmanna í öllum stéttum og gefur eyjunni okkar aðra vídd sem hefur sterka samhljómun í þessu marg- brotna landslagi sem á það til að renna saman við eilífðina. Þetta fang- ar Roux og hans fólk með miklum ágætum og maður undrast ekki þá hrifningu sem Rannsóknir á huliðs- heimum hefur vakið erlendis. Hún er forvitnileg, fróðleg og hleypidómalaus, spinnur sig sam- viskusamlega eftir einstigi þessa heims og annars. Fjallar um við- kvæmt og umdeilt viðfangsefnið af fullri virðingu. Nær stundum púlsinum á sagnahefðinni og trúnni sem kristallast í hinu forn- kveðna: „Veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.“ Viðmælendur koma misjafnlega fyrir hvað snertir framsögn, vægi og trúveruðgleika og dálítill ljóður að áþreifanlegasti þátt- urinn í tengslum tveggja heima í ís- lenskri náttúru, álagablettirnir, hafa mikið til gleymst. Þeir koma enn við sögu, þó svo að þeir verði ógreinilegri með hverjum deginum sökum órækt- ar í heimatúnum sífjölgandi eyðibýla og í vissri fyrirlitningu samtímans á fyrirbrigðum sem ekki verða útskýrð á viðskiptasíðum dagblaðanna. Ekki síst þeim er myndin holl upplifun. Eftir stendur sá grundvallarsann- leikur sem sá merki maður, Hákon Aðalsteinsson skógarbóndi, orðar á þá lund að maður verður að vera heið- arlegur gagnvart landinu, annars get- ur illa farið. Það er ýmislegt fleira en augað nemur Myndin fjallar um álfatrú o.fl. á Íslandi. KVIKMYNDIR Háskólabíó – örfáar sýningar Heimildarmynd. Leikstjórn og handrit: Jean-Michel Roux. Aðstoðarleikstjóri: Mireya Samper. Kvikmyndatökustjóri: Jean-Louis Vialard. Tónlist: Hector Zazou. Klipping: Joseph Licidé. 87 mín- útur. Mars Distribution. Frakkland 2002. Rannsóknir á huliðsheimum (Enquête sur le monde invisible )  Sæbjörn Valdimarsson Bring me to life Evanescense MB bringlife Rock your body Justin Timberlake MB rockbody In da club 50 Cent MB inthaclub Weekend Scooter MB weekend Ketchup song Las Ketchup MB ketchup St. Anger Metallica MB stanger Feel good time Pink MB feelgood Boom! System of a down MB soadboom Where is love Black eyed Peas MB bepwhere Faint Linkin Park MB lpfaint Snake R. Kelly MB rksnake Aisha Outlandish MB aisha Something beautiful Robbie Williams MB rbsomet X gonna give it to you DMX MB xgonna Stál og hnífur Bubbi Morthens MB bmstal Bump bump bump B2K feat. P. Diddy MB bump I was made for loving you Kiss MB 4lovingu How soon is now Tatu MB tatuhows MB missbeck MB mamm MB spg MB 4heart MB halldor MB tat2 MB tat7 MB tat9 MB shep MB mbl MB peace MB angel MB owen MB tat MB tat8 Þú finnur rétta tóninn á mbl.is Pantaðu með SMS í 1910 Hver tónn/tákn kostar 99 kr. Þessi gamli góði Opið 21.00-01.00 virka daga og 21.00-05.30 um helgar Grensásvegi 7, sími 517 3535 Nýtt dansatriði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.