Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björg EstherFinnbogadóttir fæddist í Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík 14. mars 1914. Hún lést á heimili sínu í Innri- Njarðvík 19. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Þorkelína Jónsdóttir, f. á Hópi í Grindavík 7.3. 1888, d. 11.3. 1968, og Þórður Finnbogi Guðmundsson, f. á Litla Vatnsnesi við Keflavík, d. 17.3. 1972. Systkini Estherar eru: 1) Jóna Guðrún Kjeld, f. 28.9. 1911, d. 14.11. 1994, maki Jens Sofus Kjeld, f. 13.10. 1908, d. 2.10. 1980, 2) Guðmundur Alfreð, f. 8.11. 1912, d. 19.4. 1987, maki Guðlaug Ingveldur Bergþórsdóttir, f. 18.11. 1908, d. 4.4. 1985, 3) Jórunn Helga, f. 30.6. 1916, d. 3.7. 1999, maki Vilhjálmur Þórðarson, f. 5.10. 1913, d. 1.12. 1988, og 4) Guðfinna Jónína (Nanna), f. 31.8. 1922. Fóstursystkini eru Þórunn Sveinsdóttir, f. 25.6. 1910, d. 7.5. 1997, og Ragnar Guðmundsson, f. 22.6. 1920, d. 7.7. 2002. Sambýlismaður Estherar var Sigurður Páll Guðmundsson, f. 13.3. 1918, d. 30.7. 1990. Synir Estherar eru: 1) Gylfi Arnar Pálsson, f. 3.11. 1939, faðir hans Páll Friðbertsson, f. 10.11. 1916, d. 5.11. 1989, og 2) Guð- mundur Kristinn Sigurðsson, f. 2.11. 1948. Fyrrverandi maki Guðmundar Kristins er Gróa Hreinsdóttir, f. 17.2. 1956. Börn þeirra eru: Sigurður Hall- dór, f. 15.3. 1978, Guðmundur Óskar, f. 2.3. 1987, Hreinn Gunn- ar, f. 6.7. 1988, Gylfi Björgvin, f. 29.8. 1994, og Harpa Sól, f. 2.11. 1996. Esther stundaði margvísleg störf, t.d. var hún matráðskona fyrir skipaútgerðir í allmörg ár, en síðar vann hún ýmis störf með húsmóðurstarfinu. Esther var ein af stofnendum Kirkjukórs Innri- Njarðvíkurkirkju svo og systra- félags kirkjunnar sem átti stóran þátt í byggingu Safnaðarheimilis Innri-Njarðvíkurkirkju. Útför Estherar verður gerð frá Innri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Esther Finnbogadóttir, móður- systir mín, er nú látin og skilur eftir skarð í flokki fólks af svonefndri Tjarnarkotsætt. Hún er farin á vit guðs vors eftir löng og erfið veikindi síðustu þrjú árin. Þegar hún lést mun hún hafi verið orðin elsti innfæddi Innri-Njarðvíkingurinn. Esther var ein fimm systkina, barna Þorkelínu Jónsdóttur og Finn- boga Guðmundssonar, ömmu og afa, í Tjarnarkoti, Innri-Njarðvík. Auk þess ólu þau afi og amma upp syst- urdóttur afa, Þórunni Sveinsdóttur, og fóstursoninn Ragnar Guðmunds- son. Það var mannmargt og oftast eitthvað um að vera í Tjarnarkoti á æskuárum Estherar, gestaflaumur og mikil vinna heimamanna og að- komufólks við útgerð og annan bú- skap sem útvegsbóndinn afi stundaði. Þegar ég man fyrst eftir mér voru þrjár eða fjórar kýr í fjósi, nokkrir tugir af rollum í réttum og bryggja og fiskverkunarhús á Seylubakkanum hans afa. Þótt kreppuárin í kringum 1930 væru erfið komu þau ekki eins illa niður á sjálfsþurftarbændum og fólki í þéttbýlinu. Fólk kom þangað sem atvinnu var að hafa og margir svokallaðir vertíðarmenn og -konur komu til Innri-Njarðvíkur á þessum árum. Fjöldi þessa góða fólks settist að í Njarðvíkunum og reisti sér þar hús og heimili. En Njarðvíkinga fýsti einnig að vita hvernig upplitið væri á fólki sem freistaði gæfunnar annars staðar á landinu og ung að árum réðst blóma- rósin og fegurðardísin Esther frænka mín til vinnu í Vestmannaeyjum og fór einnig ásamt kunningjastúlkum sínum nokkur sumur í „síldarævin- týrin“ á Siglufirði. Þegar ég var þriggja ára eignaðist Esther son með heitmanni sínum. Þetta var Gylfi, mikill mannkosta- maður og dugnaðarforkur. Við Gylfi kynntumst þannig nokkru fyrir minni okkar en ég var á heimili afa og ömmu þegar hann fæddist og ekki er ör- grannt um að Esther hafi haft auga með snáðanum, systursyni sínum. Níu árum síðar ól Esther annan son sinn, Guðmund Kristin, en hann er sómamaður og afbragðs söngvari. Faðir Guðmundar er Sigurður Guð- mundsson, sambýlismaður Estherar, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Í minningunni frá uppvaxtarárun- um man ég eftir einu sem olli nokkr- um pirringi meðal okkar drengjanna í þorpinu. Við áttum það til að fara í ýmsa leiki ellegar rannsóknarleið- angra á aðskiljanlegum stöðum og voru sumir þeirra ekki hættulausir. Má þar nefna vinnusvæði skipasmíða- stöðvarinnar, tjörnina með sínum grösugu hólmum og hyljum eða mis- lyndan sjóinn. Fyrir kom að við höfð- um lagt mikla vinnu í aðföng og smíði fleka ellegar báts og vildum stoltir reyna farkostina. Gerðist það þá oftar en ekki að Esther kom út í glugga eða út á hlað í Tjarnarkoti og kallaði í Gylfa og skipaði honum að koma heim. Þetta áttum við kapparnir bágt með að þola, að góður liðsmaður væri tekinn frá okkur á örlagastund fyrir þær sakir einar að vera kær móður sinni. En eftir á að hyggja kann hún hafa haft eitthvað til síns máls því fyr- ir kom að einhvern strákinn rak út á víkina og landaði hann þá ekki alltaf fleyi sínu, sem ekki var smíðað fyrir millilandasiglingar, við þá bryggju sem hann hefði helst kosið. Esther átti heima í Innri-Njarðvík alla sína ævi og síðustu áratugina á Tjarnar- götu 10, gegnt ættaróðalinu Tjarnar- koti. Það var gaman að koma í heim- sókn til Estherar. Hún var lifandi af áhuga fyrir því sem var að gerast, sérstaklega í mannlegum samskipt- um, og kunni góð skil á mörgu fólki, ættum þess og uppruna. Hún hafði lauflétta kímnigágu og smitandi, ein- lægan hlátur þegar henni var skemmt. Hún var sjaldan ef nokkurn tíma lastmál um menn og lagði flest- um gott eitt til. Hins vegar kunni hún einstaklega vel að segja frá gömlum sögum eða atvikum, einkum ef þau höfðu spaugilegt yfirbragð, en þá setti hún nánast grínþætti á svið með frásögn sinni. Hún var trúhneigð og kirkjurækin, söng í kirkjukór Njarð- víkurkirkju og var ein af stofnendum systrafélags kirkjunnar. Fyrir um þremur árum fékk Esth- er heilablóðfall og helftarlömun og varð eftir þá uppákomu bundin við hjólastól. Dvaldi hún í þessum veik- indum heima hjá syni sínum Gylfa sem annaðist hana af dæmafárri alúð og umhyggju í þessu erfiða sjúk- dómsástandi. Sjálf tókst Esther hetjulega á við þessar erfiðu kring- umstæður og heilsaði gestum með brosi og tók þátt í glensi og umræðum með blik í augum og sviðbrigðum, en sjúkdómurinn hafði svipt hana máli. Nanna (Guðfinna) systir hennar dvaldi hjá þeim mæðginum, Gylfa og Esther, og létti hún systur sinni sjúkraleguna. Ég kveð nú þessa glöðu og kær- leiksríku frænku mína í hinsta sinn með söknuð í hjarta. Við hjónin vott- um sonum hennar og systur og að- standendum öðrum okkar innilegustu hluttekningu. Matthías Kjeld. Kær móðursystir okkar Esther Björg Finnbogadóttir er látin. Síðast- liðin rúmlega 3 ár var hún bundin við hjólastól og átti erfitt með að tjá sig svo segja má að dauðinn hafí komið sem líkn. Stókostlegt var að fylgjast með því hve einstaklega vel Gylfi og Gummi synir hennar önnuðust hana í langvarandi veikindum hennar, sér- staklega Gylfi sem ekki vék frá henni allan tímann. Esther var stór partur af uppvexti okkar systra í Innri- Njarðvík en hún bjó hjá ömmu og afa í Tjarnarkoti þar til hún flutti með fjölskyldu sinni í nýtt hús í næsta ná- grenni. Esther bjó alla sína ævi í Innri-Njarðvík en ung stúlka tók hún þátt í síldarævintýrum á Siglufirði og einnig var hún í vist í Vestmannaeyj- um og Hafnarfírði. Hún var ráðskona fyrir bátaáhafnir sem lögðu upp í Innri-Njarðvík og var eftirsótt í því starfi enda með afbrigðum myndar- leg til allra verka. Það þótti mjög gott að heita á hana til gifturíkra róðra og eitt sinn var henni færður forláta grammifónn ásamt plötusafni fyrir uppfyllingu áheits. Og það voru ekki bara sjómenn sem hétu á hana, þeir eru margir sem telja sig standa í þakkarskuld við hana. Hún vann lengi í frystihúsinu í Innri-Njarðvík og þótti þar sem annars staðar góður vinnukraftur og afbragðsfélagi. Esth- er var engin venjuleg kona hún var glæsileg með hrífandi bjart bros og bjó yfír einhverjum sérstökum töfra- mætti að mati okkar systra. Minning- arnar frá bernsku og æskuárunum standa okkur skýrt fyrir hugskots- sjónum. Einstök frásagnargáfa henn- ar og ríkt skopskyn löðuðu að unga sem aldna. Eftir að börn okkar og barnabörn komust á legg og helgar- ferðir voru farnar í Njarðvíkurnar endurtók sagan sig frá okkar upp- vexti. Alltaf var jafn gaman að koma í heimsókn til Estherar, fá pönnukök- ur og hlusta á hana segja frá – og ekki minnkaði hrifningin þegar hún tók fram munnhörpuna til að spila. Est- her skilur eftir sig stórt tóm ekki að- eins hjá börnum sínum og barnabörn- um sem hún annaðist svo vel heldur líka okkur frændfólkinu. Við vottum Gylfa og Gumma og barnabörnunum sem voru henni svo kær, svo og Nönnu systur hennar innilegustu samúð. María, Hanna og Kristbjörg Með nokkrum orðum langar okkur að minnast ömmusystur og kærrar vinkonu, Estherar Finnbogadóttur. Það sem fyrst kemur upp í hugann þegar við hugsum um Esther er ljósið og birtan sem stafaði frá henni. Þótt ljósaloginn væri örlítið farinn að dofna undir það síðasta verður minn- ingin um hana alltaf umlukt birtu og hlýju. Frá því að ég var barn var Esther mér nánast sem amma. Þótt ekki væri langt á milli Keflavíkur og Innri- Njarðvíkur var ég send til hennar í sveit á sumrin og leið alltaf einstak- lega vel hjá Esther og Sigga. Þótt bú- ið væri ekki stórt þurfti mörgu að sinna, s.s. að gefa hænsnum og heim- alningum. Svo fékk maður að snúast í heyskap á Tjarnarkotstúninu og hjálpa til innivið. Eitt atvik er mér minnisstætt og má segja að það hafi verið lýsandi fyrir Esther. Þannig var að ær hafði borið lambi sem var svo veikburða að hún hirti ekki um að sinna því og var lambið nær dauða en lífi þegar Esther tók það upp á sína arma og tókst að ná í það lífi með því að bregða því stutta stund inn í bak- arofn við lágan hita og gefa því síðan volga mjólk úr pela. Þannig fékk þetta litla dauðvona lamb líf. Það var mér mikils virði að fá að kynnast þessu sveitalífi eins og það var, en heyrir nú sögunni til. Sem betur fer var eins og nútíminn með sínum ógnarhraða og stressi næði aldrei almennilega að halda inn- reið sína í líf Estherar og hennar fólks og kannski var það einmitt þess vegna sem var alltaf svo gott að koma þangað í heimsókn. Heimboðin á jóladag voru fastur liður í tilverunni. Það var alltaf jafn gott að koma inn úr kuldanum eftir messu í Innri-Njarðvíkurkirkju og fá rjúkandi heitt súkkulaði og dásam- legar tertur, randalín, pönnukökur, kleinur og smákökur. Óvíða á Suðurnesjum er jafn fal- legt útsýni og út um eldhúsgluggann hjá Esther. Tjarnir með hólmum sem iða af fuglalífi á sumrin og handan við þær blasir við kirkjan sem var henni svo kær. Esther var söngelsk kona og söng lengi í kirkjukór Innri-Njarð- víkurkirkju. Guðmundur sonur henn- ar hefur erft þennan eiginleika í rík- um mæli. Það var okkur hjónum mikið gleði- efni að fá að halda brúðkaupsveisluna okkar á Tjarnarkotstúninu á síðast- liðnu sumri í blíðskaparveðri og sér- staklega að Esther skyldi sjá sér fært að gleðja okkur með nærveru sinni í veislunni. Esther átti við vanheilsu að stríða seinni árin, sérstaklega eftir heila- blóðfall fyrir þremur árum sem leiddi til lömunar á hægri hlið líkamans. Hún missti málið og var aldrei söm sem áður, en naut í ríkum mæli ást- ríkis og umönnunar sona sinna, sér- staklega Gylfa sem hefur nánast bor- ið móður sína á örmum sér seinni árin. Þolinmæði hans og nærgætni hefur verið með ólíkindum. Þó að Esther hafi vafalaust verið hvíldinni fegin eftir þrautagöngu undanfarinna ára er missir þeirra sem eftir lifa mik- ill. Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja bræðurna Gylfa og Gumma, einnig Nönnu systur og barnabörnin sem voru henni svo kær. Blessuð sé minning Estherar Finn- bogadóttur. Jóna Guðrún og Magnús Valur. Mér hlýnar um hjartarætur er ég minnist ömmusystur minnar Esther- ar Finnbogadóttur sem í dag er lögð til hinstu hvílu í þeim bæ sem fóstraði hana, Innri-Njarðvík, umvafin kær- leika og ástúð sona sinna, sem hafa hugsað svo vel um hana alla tíð og ekki síst hin allra síðustu ár þegar hún átti við heilsuleysi að stríða, dvaldi hún á heimili sínu síðustu ævi- ár sín og andaðist þar 19. september síðastliðinn. Esther var einstaklega ljúf og góð og með fallegt og hreint hjartalag. Hún bar með sér hlýju og góðvild hvert sem hún fór og henni fylgdi friðsamlegt og rólegt yfirbragð. Ég minnist hennar sem kirkjurækinnar og trúaðrar konu sem aldrei heyrðist blóta eða hallmæla nokkrum einasta manni heldur talaði af kurteisi, skiln- ingi og kærleika um samferðafólk sitt. Hún var söngelsk og á heimili hennar hljómaði jafnan söngur hvort heldur kórar eða einsöngslög enda tók hún lengi virkan þátt í söngstarfi kirkju sinnar. Esther var gestrisin og gestakom- ur tíðar á heimili hennar. Það stóð alltaf opið öllum þeim sem vildu sækja hana heim. Ég og fjölskylda mín vorum tíðir gestir þar og til fjölda ára var það ófrávíkjanleg regla á jóla- dag, eftir messu í Innri-Njarðvíkur- kirkju, að heimsækja Esther og Gylfa son hennar og þiggja hjá þeim heitt súkkulaði og meðlæti. Esther var barngóð kona. Börn hændust að henni og gaf hún sér allt- af góðan tíma til að sinna þeim. Þær eru ófáar ferðirnar er ég sem lítill patti fór í sveitina til Estherar frænku að sumarlagi. Þar voru heim- alningar sem þurfti að gefa mjólk úr pela, hænur sem þurfti að gefa fóður og tína frá egg. Svo þurfti að heyja og setja niður og taka upp kartöflur og svo mætti lengi telja. Allt hafði þetta uppeldislegt gildi fyrir unga sál og var gert undir dyggri handleiðslu Estherar frænku sem lét sér annt um lítinn frænda Það eru forréttindi að hafa kynnst slíkri kostakonu sem Esther var og að hafa átt hana fyrir frænku, konu sem hafði mannbætandi áhrif á þá sem kynntust henni, húsfreyju sem sinnti börnum og búi af alúð og natni og var verðugur fulltrúi og fyrirmynd þeirrar kynslóðar sem brátt er geng- in á vit feðra sinna. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Benedikt Jónsson. Elskuleg kona er látin, Esther frænka lést að heimili sínu 19. sept. sl. Esther var ömmusystir mín en samtals voru þau 5 systkinin ásamt 2 uppeldissystkinum sem ólust upp í Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík. Það var alltaf mikill samgangur hjá þeim og voru þau góðir vinir sem entist þeim út ævina. Nú er Nanna ein eftir á lífi og það hlýtur að vera erfitt. Esther hafði mikla hjartahlýju og lét fólk finna það óspart. Hún var yf- irlett hress og kát og naut þess að fá heimsóknir. Það var alltaf von á góðu faðmlagi og fallegu brosi þegar komið var í Njarðvíkurnar. Esther átti góðan mann í Sigurði Guðmundssyni, Sigga sem lést árið 1990. Hann var rólegur en alltaf til í smáglens og gaman og ekki fannst honum það verra ef hann gat komið saklausri stríðni að. Þau áttu saman soninn Guðmund sem á 5 börn. Hún naut þess að vera með barnabörnin og dekra þau enda gáfu þau henni mikið. Áður átti Esther soninn Gylfa sem hefur búið með móður sinni. Hér áður fyrr var Gylfi mikið á sjónum en hefur verið heima eftir að Siggi dó en það þótti Esther mikils virði. Einnig hefur Nanna frænka átt athvarf hjá Esther í mörg ár. Á mínum yngri árum fór ég oft með ömmu í Njarðvíkurnar. Þær systur nutu þess að horfa á „kanasjónvarp- ið“ sem þá var hægt og gerðu það oft fram eftir kvöldi og jafnvel fram á nótt. Ég fékk að vera með svo fram- arlega sem efni sjónvarpsins leyfði, það var ansi oft enda vildu þær systur helst horfa á „fallegt“ sjónvarpsefni. Mér þótti mjög vænt um þegar ég gifti mig að fá að fara í kjólinn heima hjá Esther og Gylfa, það er svo góður andi í húsinu hjá þeim og það var gott að fara með hann inn í hjónabandið. Ég hafði lengi heyrt að gott væri að heita á Esther með ýmislegt og þegar ég gerði það brást það ekki, ég fékk það sem ég hafði lengi þráð. Hinn 1. maí árið 2000 vorum við hjónin að koma frá Búdapest og ákváðum þegar við flugum yfir Njarðvíkurnar að nú mættum við ekki draga það lengur að fara til Estherar, farið skyldi eigi síðar en helgina á eftir. Daginn eftir fékk ég þær fréttir að Esther hefði fengið heilablóðfall þennan dag og væri lík- lega lömuð öðrum megin. Það fannst mér ekki góðar fréttir og alls ekki réttlátt. Ég verð að viðurkenna að heimsóknum mínum í Njarðvík hefur farið fækkandi en alltaf var ég á leið- inni með fjölskylduna. Það var bara svo erfitt að koma sér af stað. Gylfi frændi á heiður skilinn fyrir að vera með mömmu sína alltaf heima. Það fór svo að elskuleg frænka mín kvaddi okkur endanlega heima hjá sér sem ég er viss um að hún hefur verið ánægð með. Ég vil þakka elsku Esther fyrir öll hennar elskulegheit og allt annað í gegnum tíðina. Ég votta Gylfa, Gumma, barna- börnunum og Nönnu samúðarkveðj- ur. Þín Ása. ESTHER FINNBOGADÓTTIR Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR frá Móabúð, Krummahólum 6, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Fossvogi þriðju- daginn 30. september. Þórður Sveinbjörnsson, Kristín V. Þórðardóttir, Björn K. Þórðarson, Jón Örn Þórðarson, Sigríður Svansdóttir, Erna Hlín Þórðardóttir, Rúnar Þrúðmarsson, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.