Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 25
Vestmannaeyjum | Það er vart til sá Vest-
mannaeyingur sem ekki hefur verslað í Eyja-
búð sl. 50 ár, en Eyjabúð var opnuð 1. október
árið 1953. Á afmælisdaginn var haldið upp á það
í Eyjabúð að 50 ár eru liðin frá því að Friðfinnur
Finnsson frá Oddgeirshólum í Vestmanna-
eyjum opnaði Eyjabúð í Vosbúð. Verslunin var
þar í skamman tíma þar til hún flutti yfir göt-
una gegnt Vosbúð að Strandvegi 60 og hefur
verið þar síðan. Nú 50 árum síðar er fjórði ætt-
liðurinn innanbúðar í Eyjabúð, barnabarnabarn
Friðfinns á Oddgeirshólum, Gunnar Friðfinns-
son.
Friðfinnur á Oddgeirshólum rak búðina til
ársins 1965, en þá tók við sonur hans Finnbogi
Friðfinnsson. Bogi í Eyjabúð eins og allir Eyja-
menn kalla hann rak búðina óslitið til ársins
1998. Þar af rak hann búðina um tíma í Reykja-
vík þegar eldgosið á Heimaey stóð yfir, en þeir
feðgar Bogi og Friðfinnur fluttu Eyjabúð eins
fljótt og mögulegt var aftur til Eyja og var
Eyjabúð ein fyrsta verslunin sem var opnuð eft-
ir gos. Búðin var rekin í húsnæði verslunar-
innar Verðandi í Reykjavík og komu margir
Eyjamenn þangað til að hittast, fá fréttir og
versla við Boga í Eyjabúð. Margir Eyjamenn
muna eftir auglýsingunum frá þeim á þeim ár-
um sem enduðu alltaf Verðandi-Eyjabúð.
Verkfæri og sólarferðir
Árið 1998 tók sonur Finnboga, Friðfinnur,
við rekstri Eyjabúðar og rekur hana enn og
Eyjabúð virðist lifa góðu lífi. Ekki hafa orðið
miklar breytingar á búðinni frá upphafi, og við-
skiptavinirnir vita að hverju þeir ganga. Frá
upphafi hefur áhersla verið lögð á vörur fyrir
útgerð og byggingariðnaðinn, verkfæri og
margt fleira. Eftir að Friðfinnur tók við rekstr-
inum hefur sonur hans, Gunnar, unnið með hon-
um innanbúðar, enda fleiri járn í eldinum. Frið-
finnur er ötull sölumaður sólarlandaferða fyrir
ferðaskrifstofurnar Úrval-Útsýn og Plúsferðir
sem hann segir ágæta búbót þegar bátum hefur
fækkað mjög í Eyjum eins og víða á lands-
byggðinni og verslun eins og Eyjabúð þurft að
laga sig að þeim breytingum sem því fylgja.
„Það er komið gos …“
Á afmælisdaginn var mikill gestagangur í
Eyjabúð, hnallþórurnar glöddu gamla og góða
viðskiptavini, og kókið úr hinum margfræga
kókkassa rann vel niður, en kókkassinn er 35
ára og mörg tilboð hafa borist í hann, en hann
er ekki falur. Fjölmargir velunnarar og við-
skiptavinir samfögnuðu feðgunum og fjöl-
skyldum þeirra á þessum tímamótum og glatt
var á hjalla eins og alltaf hefur verið í Eyjabúð í
gegnum árin enda Bogi og Friðfinnur þekktir
fyrir hnyttin tilsvör og góðan húmor. Þrátt fyrir
aldurinn ber Eyjabúð hann vel og er hún löngu
orðin órjúfanlegur hluti af Eyjum og menningu
hennar, enda fjölmargar skemmtisögur sem
eiga uppruna sinn þar.
Þegar Heimaeyjargosið hófst aðfaranótt 23.
janúar árið 1973 var Bogi í Eyjabúð eins og
aðrir Eyjamenn í fastasvefni á heimili sínu í
Bogahlíð. Um nóttina kemur þangað
björgunarmaður og bankar upp á til að vekja
þau hjón, eftir nokkurn tíma heyrir maðurinn
að Bogi spyr hvað sé að. Maðurinn við dyrnar
kallar háum rómi: „Það er komið gos, það er
komið gos.“ Bogi svaraði alveg grandalaus:
„Settu það á tröppurnar, væni.“
„Settu það á tröppurnar, væni“
Morgunblaðið/Sigurgeir
Hornafirði | Lokið er við að
þreskja af síðasta kornakrinum í
Hornafirði en í ár var sáð í hátt í
fjörutíu hektara. Kornrækt er
stunduð á átta bæjum í Suðursveit,
Mýrum og Nesjum og er uppsker-
an í ár á bilinu 70–80 tonn af korni.
Árið 1997 stofnuðu bændur, fyrir-
tæki og sveitarfélög með sér félag
um rekstur kornskurðarvélar. Þór-
hallur Einarsson stjórnar vélinni
og þreskir allt korn í sýslunni.
Hann segir uppskeru misjafna milli
bæja og meiri afföll en verið hefur
og kennir hann hvassviðri um.
Hann segir að álftir og gæsir hafi
ekki spillt kornökrum í ár en mikil
brögð voru að því í fyrra.
Jón Jónsson, bóndi í Árbæ, er í
forsvari fyrir Kornfélagið. Jón
ræktar korn á tæpum tíu hekturum
lands og uppskeran reyndist í
haust um 30 tonn. Hann segir það
mjög góða uppskeru og álftir hafi
ekki gert usla hjá honum. Þær
komu ekki fyrr en 10. september en
venjulega fara álftirnar að sækja í
kornakrana um 20. ágúst.
Kornið er notað sem fóðurbætir
fyrir kýr og er það valsað áður er
það er gefið. Kornið er ýmist geymt
í stórum sekkjum sem er pakkað í
rúlluplast eða bætt í það própan-
sýru og verkað líkt og vothey.
Álftir og gæsir spilltu ekki korn-
ökrum í Hornafirði eins og í fyrra
Ljósmynd/Sigurður Mar
Á kornakrinum: Ef ekki sæist jökullinn í baksýn gæti myndin verið tekin í
útlöndum. Þórhallur Einarsson þreskir bylgjandi kornakur á Seljavöllum.
Þórhallur lýkur
við að þreskja
Afmælinu fagnað: Þrjár kynslóðir aðstandenda Eyjabúðar glaðar í
bragði þegar hálfrar aldar afmæli verslunarinnar var fagnað. Á mynd-
inni eru, frá vinstri: Gunnar Friðfinnsson, Inga Jónsdóttir, Friðfinnur
Finnbogason, Kristjana Þorfinnsdóttir og Finnbogi Friðfinnsson. Eyja-
menn hittust gjarnan hjá Boga í Eyjabúð á sínum tíma til að fá fréttir, á
meðan verslunin var rekin í Reykjavík meðan á gosinu stóð.
Eyjabúð, sem nú er orðin 50 ára, var rekin í Reykjavík á meðan gaus í Heimaey