Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 51 DAGBÓK Gregor dömuskór frá Vanda›ir svartir, brúnir STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú skynjar þitt félagslega umhverfi og vilt vera með á nótunum. Persónuleiki þinn er ríkjandi, en samt sækist þú eftir einveru. Þú munt leggja mikið á þig til að ná þínu fram í ár, en á næsta ári taka nýir hlutir við. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú munt sýna þörfum vinar skilning í dag og fyrir vikið hefur þú tilhneigingu til að ganga að kröfum annarra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert reiðubúinn til að að- stoða starfsfélaga í dag ein- faldlega vegna þess að það veitir þér ánægju að gera það. Oft er góðsemi end- urgoldin. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú berð sérstakt skynbragð á fegurð í dag og ættir að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín. Gefðu barninu í þér lausan tauminn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert reiðubúinn til að lána peninga eða jafnvel muni í dag. Þarfir annarra munu leiða þér fyrir sjónir að það býr gott í þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú sérð vini og ættingja í sér- stöku ljósi í dag og kemur auga á fegurðina í fólki. Að- dáun þín á börnum og vinum er einlæg. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir freistast til að vilja veita þér einhvern munað í dag og er þá best að gera það fyrri hluta dags, en best væri að bíða morguns. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hugsjónir þínar vakna í dag. Sérstaklega tekur þú eftir þörfum barna, þjáningum þeirra og gleði. Reyndu að hjálpa barni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður dagur til að átta sig á hvar þú ert í lífinu. Hugsaðu um það hvernig best er að koma á jafnvægi milli andlegra og líkamlegra þarfa. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Líklegt er að þú hittir ein- hvern í dag, sem veitir þér innblástur. Þessi ein- staklingur fær þig til að vilja vera betri manneskja. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir komið auga á marg- ar leiðir til að afla peninga í dag. Þetta gæti tengst orku- málum, kvikmyndum, en ýmsir aðrir geirar koma líka til greina. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú kannt að meta fegurð í dag og ættir að gefa þér tíma til að fara á safn, myndlist- arsýningu eða í bókabúð. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú veist að raunverulegt ör- læti felst í að gefa þeim sem á þarf að halda. Þú munt vilja hjálpa einhverjum, sem nýtur ekki sama láns og þú. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SPILARAR víla ekki fyr- ir sér að segja þrjú grönd með ofursamlegu í láglit, en ef átta spila samlega finnst í spaða eða hjarta eru menn komnir í hálitageim áður við er litið. Þetta er oft rétt, en stundum rangt. Tvö spil frá bikarúrslitum BSÍ um síð- ustu helgi sýna kjarna máls- ins. Byrjum á spili frá und- anúrslitunum: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ D9532 ♥ G92 ♦ D5 ♣G82 Vestur Austur ♠ G87 ♠ 104 ♥ K85 ♥ Á106 ♦ 84 ♦ 109762 ♣K10964 ♣Á53 Suður ♠ ÁK6 ♥ D743 ♦ ÁKG3 ♣D7 NS eiga átta spil saman í spaða, en tapslagirnir eru of margir til að fjórir spaðar vinnist. Þrjú grönd eru hins vegar á borðinu. Spilið skóp sveiflu í báð- um leikum. Tvisvar voru spilaðir fjórir spaðar, einn niður, og tvisvar þrjú grönd og fjögur unnin. Sveinn Rúnar Eiríksson og Ás- mundur Pálsson voru í lyk- ilhlutverkum þar sem þrjú grönd voru spiluð: Vestur Norður Austur Suður -- -- Pass 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Sveinn Rúnar og Ás- mundur voru í norður og kusu að lyfta beint í þrjú grönd frekar en leita eftir spaðastuðningi þegar suður hafði sýnt 18-19 punkta og jafna skiptingu. Hugsunin hjá báðum var sú að drottn- ingar og gosar nýttust betur í grandi en lit. Og það er mikið til í því. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 3. októ- ber, er áttræð Helga Vig- fúsdóttir frá Hrísnesi á Barðaströnd, Maríubakka 2, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Ólafur Kristinn Þórðarson, kennari. Þau verða að heiman í dag. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 3. októ- ber, er fimmtugur Þórir Haraldsson, framkvæmda- stjóri, Kaldaseli 22, Reykja- vík. Eiginkona hans er María Steinunn Þorbjörns- dóttir. Þau taka á móti gest- um í dag í Golfskálanum, Grafarholti, milli kl. 17-19. KONAN MEÐ SJALIÐ Hún kom eins og draumur, konan með sjalið, og hlustaði í kyrrðinni á kvöldbylgjuhjalið. Hún brosti með sjalið um brjóstin vafið... En eg var blærinn, sem barst um hafið. - - - Og nú er hún horfin... En nóttin er fögur og segir hjartanu helgisögur. Og enn syngur blærinn og bylgjuhjalið um hvítasta brjóstið og svartasta sjalið. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi LJÓÐABROT 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. 0-0 Be7 7. He1 a6 8. e4 d6 9. d4 cxd4 10. Rxd4 Dc7 11. Be3 0-0 12. Hc1 Rbd7 13. f4 h5 14. h3 Hfe8 15. Bf2 g6 16. Rd5 exd5 17. cxd5 Rc5 18. b4 Had8 19. bxc5 dxc5 20. Re2 b5 21. Dc2 c4 22. Hcd1 Bc5 23. Rc3 b4 24. Ra4 Bxf2+ 25. Dxf2 c3 26. Rc5 Ba8 27. Rxa6 Da5 28. Rc5 Hc8 29. Rb3 Da3 30. Dc2 Da7+ 31. Kh2 h4 32. g4 Hc4 33. e5 Rxd5 34. Hxd5 Hxf4 35. Hc5 Hd8 36. He2 Bxg2 37. Hxg2 Hf1 38. Hf2 He1 39. He2 Hed1 40. Hf2 Da8 41. Hg2 Df3 42. Df2. Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir nokkru á Grikk- landi. Roland Schmaltz (2.530) hafði svart gegn Leif Erlend Jo- hannessen (2.525). 42. – Hh1+! Við þetta fær svartur of mörg peð upp í manninn til þess að hvítur geti ráð- ið við framrás þeirra. 43. Kxh1 Dxh3+ 44. Kg1 Hd1+ 45. Df1 De3+ 46. Hf2 Dg3+ 47. Hg2 Hxf1+ 48. Kxf1 Df3+ 49. Hf2 Dd1+ 50. Kg2 Dxg4+ 51. Kf1 h3 og hvítur gafst upp. 6. umferð Evr- ópukeppni taflfélaga fer fram í dag. Hægt er að nálgast upplýsingar um mótið og lesa pistla Hellis- manna frá skákstað á hell- ir.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 90 ÁRA afmæli. 6. októ-ber nk. verður níræð Anna Jakobína Guðjóns- dóttir frá Dröngum í Strandasýslu. Í tilefni af- mælisins tekur hún og fjöl- skylda hennar á móti gest- um laugardaginn 4. október kl. 14 í sal Grundaskóla, Akranesi. Gjafir eru vin- samlegast afþakkaðar en gestum er bent á að söfn- unarbaukur verður á staðn- um og mun andvirðið renna til Félags langveikra barna. Ljósmynd/Halldór Kolbeins BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júní sl. í Bessa- staðakirkju af sr. Sigríði Kristínu Helgadóttur þau Inga Hugborg Ómarsdóttir og Jón Agnar Ólason. Hann er nú ekki mikill varðhundur, en hann er frábær þegar ég þarf að taka til í ísskápnum. Bridsfélag SÁÁ Fimmtudagskvöldið 25. septem- ber var spilaður Howell tvímenning- ur þar sem þessi pör urðu hlutskörp- ust: Páll Þór Bergson - Guðlaugur Sveinsson 102 Unnar Atli Guðm. - Jóhannes Guðm. 97 Jón Jóhannsson - Davíð Stefánsson 91 Einar L. Péturson - Sæmundur Knútson 89 Guttorm Asbj. Vik - Garðar V. Jónsson 89 Spilað er öll fimmtudagskvöld og hefst spilamennskan stundvíslega kl 19:30. Spilastaður er Sóltún 20, Lionssal- urinn. Keppnisgjald kr 700 (350 fyrir yngri spilara). Umsjónarmaður fyrst um sinn verður Matthías Þorvaldsson og má skrá sig á staðnum eða hjá honum í síma 860-1003. Allir eru velkomnir og hjálpað er til við myndun para ef óskað er. Loks er vakin athygli á heimasíðu félagsins, slóðin er: www.bridge.is/ fel/saa Bridskvöld nýliða Sunnudaginn 5. okt. hefjast Brids- kvöld nýliða aftur eftir langt sumar- frí. Spilað verður öll sunnudagskvöld í Síðumúla 37, 3. hæð og hefst spila- mennska kl. 19:30. Allir sem kunna undirstöðuatriðin í brids eru vel- komnir. Umsjónarmaður er Sigurbjörn Haraldsson og aðstoðar hann við að finna spilafélaga fyrir þá sem mæta stakir. Bridskvöld hjá Samiðn Fyrsta bridskvöld vetrarins hjá Samiðn verður haldið föstudaginn 3 október í nýjum húsakynnum að Borgartúni 30. Fyrsta keppnin verð- ur tveggja kvölda tvímenningur. Bridsfélag Suðurnesja Nú stendur yfir 3 kvölda tvímenn- ingur. Úrslit 2. kvöldið: Svala Pálsdóttir - Svavar Jensen 132 Kristján Kristjánss. - Garðar Garðsson 129 Gunnar Guðbj. - Randver Ragnarsson 113 Garðar J. Garðarss. - Þorgeir Halldórss. 112 Lokakvöldið er mánudaginn 6. okt. Munið að tvö bestu kvöldin gilda til verðlauna. Hvert kvöld er sjálf- stætt, því geta ný pör komið inn til að æfa fyrir næsta mót. Sjáumst kl. 19.30 á Mánagrund. Bridsfélag Hreyfils Lokið er fyrsta kvöldinu í hausttvímenningnum og koma menn missprækir undan vetri eins og gengur. Staða efstu para er nú þessi: Einar Gunnarsson - Ágúst Benediktsson 30 Sigurður Ólafsson - Flosi Ólafsson 29 Leifur Kristjánsson - Heimir Tryggvason 14 Jón Ingþórsson - Eiður Gunnlaugsson 11 Arnar Arngrímsson - Valdimar Elíasson 9 Bridsfélag eldri borgara Hafnarfirði Spilað var á fimm borðum. Meðal- skor var 100. Úrslit þann 26. sept- ember. N/S Jón Jóhannsson - Davíð Stefánsson 118 Jón Pálmason - Sverrir Jónsson 117 Kristján Ólafss. - Friðrik Hermannss. 109 A/V Árni Guðmundsson - Hera Guðjónsd. 109 Jón Gunnarsson - Jón Ól. Bjarnason 106 Þorvarður S. Guðmunds. - Guðni Ólafss. 103 Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á þrettán borðum mánudaginn 29. september. Miðlungur 264. Bezt- um árangri náðu: NS Björn Björnsson og Heiðar Þórðarson 338 Guðmundur Guðv. og Guðjón Ottóss. 337 Gunnar Bjarnas. og Guðm. Tryggvas. 292 Sigríður Ingólfsd. og Sigurður Björnss. 269 AV Sigtryggur Ellertss. og Þórarinn Árnas. 318 Valdimar Láruss. og Einar Elíasson 316 Jóhanna Gunnlaugsd. og Sigríður Pálsd. 312 Kristján Guðmunds. og Sigurður Jóh. 307 Bridsdeild Barðstrendinga og bridsfélags kvenna Nú er tveimur kvöldum lokið í hausttvímenningi félagsins, en ákveðið hefur verið að láta besta skorið úr tveimur kvöldum gilda til verðlauna. Átján pör mættu til leiks á öðru spilakvöldinu og eftirtalin pör náðu hæsta skorinu í NS: Eðvarð Hallgrímsson - Júlíus Snorrason 53 Sigurður Björgvinss. - Sveinn Ragnarss. 25 Þóranna Pálsdóttir - Jóna Magnúsdóttir 14 Garðar Valur Jónsson - Guttorm Vik 12 Og hæsta skorið í AV: Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverriss. 71 Leifur Kr. Jóhannesson - Már Hinriksson 31 Kristjana Steingr. - Sigrún Þorvarðard. 25 Einar Guðmundss. - Sigurgeir Sveinss. 4 Staða efstu para í heildarkeppn- inni er nú þannig: Guðl. Sveinsson - Magnús Sverrisson - (Kristófer Magnússon) 104 Eðvarð Hallgrímsson - Júlíus Snorrason - (Valdimar Sveinsson) 101 Einar Guðmundss. - Sigurgeir Sveinss. 35 Sigurður Björgvinss. - Sveinn Ragnarss. 24 Kristjana Steingr. - Sigrún Þorvarðard. 15 Vegna spilaformsins eru ný pör velkomin á þriðja spilakvöldinu sem fram fer mánudaginn 6. október. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.