Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐTOGAR Palestínumanna sökuðu í gær Ísraelsstjórn um að spilla fyrir friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum með því að reisa öryggismúr á palestínskum svæðum á Vesturbakkanum og fleiri hús í byggðum landtöku- manna. Húsnæðismálaráðuneytið í Ísr- ael tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að reisa meira en 550 hús í byggðum ísraelskra landtöku- manna á Vesturbakkanum. „Þeir hafa valið þá stefnu að stækka byggðir landtökumanna og sýna okkur yfirgang í stað friðar og samninga,“ sagði Saeb Erakat, helsti samningamaður palestínsku heimastjórnarinnar. „Þetta gerir hugmyndina um tveggja ríkja lausn að engu.“ Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, gagnrýndi einnig ríki heims fyrir að fordæma ekki þá ákvörðun Ísraelsstjórnar í fyrra- dag að lengja öryggismúrinn á Vesturbakkanum, þannig að hann nái inn á palestínsk landsvæði. „Þetta er múr kynþáttahaturs og spillir fyrir friðarumleitunum.“ Þorp og frjósöm svæði einangrast Síðasti hluti múrsins á að liggja langt inn á vesturjaðar palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna og skipta þorpum í tvennt. Múrinn verður til þess að tugir þúsunda Palestínumanna og nokk- ur af frjósömustu landsvæðum þeirra einangrast frá öðrum pal- estínskum svæðum. Palestínumenn segja að múrinn komi í veg fyrir að hugmynd George W. Bush Bandaríkjaforseta um stofnun lífvænlegs Palestínu- ríkis geti orðið að veruleika. Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að Bandaríkjastjórn væri enn andvíg því að Ísraelar reistu múr sem næði inn á land- svæði Palestínumanna. Ísraelar ætla að stækka byggðir landtökumanna                                          !     "#$%&&                            !      "# $         %  $   & # '        ( ) $  *    $ $$   +$$ *, )-,.$          "                '() *'(          /   +,-."#$%& $.,+ 0   $  , *1  $.,+    2 3  4    5  6  7  )4    8  *,  9#  # %    ! 4    -,  9    6  $  + ! :#  ;*<.<= >     &  !  Múrinn sagður gera hugmyndina um tveggja ríkja lausn að engu Ramallah. AFP. PAKISTANSKIR hermenn felldu tólf meinta liðsmenn al- Qaeda-hryðjuverkasamtak- anna í bardaga í afskekktu hér- aði nálægt landamærunum að Afganistan í gær. Tólf al- Qaeda-liðar til viðbótar voru handsamaðir en pakistanski herinn notaði m.a. brynvarðar þyrlur í bardaganum. Einn liðsmaður Pakistanshers féll og fjórir særðust. Ráðist var gegn al-Qaeda-liðunum í dögun í gær í Angoor Adad í Suður-Wazir- istan-héraði. Aliyev ekki í framboði HEIDAR Aliyev, forseti Azerbaídjans, tilkynnti í gær að hann myndi ekki vera í framboði í forsetakosningunum sem fara fram 15. október. Lýsti hann um leið yfir stuðn- ingi við son sinn, Ilham Al- iyev. „Hann er pólitískur arf- taki minn,“ sagði í yfirlýs- ingu forsetans. Aliyev er áttræður og hefur setið við stjórn í Azerba- ídjan í næstum þrjá áratugi. Il- ham Aliyev er 41 árs og hafði áður á sér það orð að vera glaumgosi. Talið er líklegt að hann sigri í kosningunum. Dauðarefs- ingu hafnað BANDARÍSKUR alríkisdóm- ari bannaði Bandaríkjastjórn í gær að fara fram á að Zacarias Moussaoui, sem talinn er hafa tekið þátt í undirbúningi hryðjuverk- anna í Banda- ríkjunum 11. september, yrði dæmdur til dauða. Mo- ussaoui er sá eini, sem ákærður hefur verið í Banda- ríkjunum fyrir aðild að hryðju- verkunum. Bandarísk yfirvöld hafa að undanförnu lagt mikið kapp á að koma í veg fyrir að Mouss- aoui fái að yfirheyra þrjá fanga, meinta félaga í al-Qaeda. Dóm- arinn hafði áður veitt Mouss- aoui leyfi til að yfirheyra menn- ina og Bandaríkjastjórn vildi þá að málinu yrði vísað frá dómi svo hægt væri að áfrýja þeim úrskurði. Dæmdur til dauða EINN helsti skipuleggjandi hryðjuverks á indónesísku eynni Balí á síðasta ári var í gær dæmdur til dauða. Ali Ghufron, sem nefnt hefur sig Mukhlas, verður tekinn af lífi af aftökusveit. Ghufron er þriðji maðurinn sem hlýtur dauðadóm vegna sprengjutil- ræðisins á Balí 12. október 2002 sem varð 202 mönnum að bana. STUTT Tólf al- Qaeda- liðar felldir Zacarias Moussaoui Heidar Aliyev og sonur hans, Ilham. EINN af fremstu kardinálum kaþólsku kirkjunnar í Evrópu, Austurríkismaðurinn Christoph Schönborn, lét hafa eftir sér í gær að Jóhannes Páll páfi annar nálgaðist nú „hinstu daga og mánuði ævi sinnar“. Varð Schönborn þannig fyrstur frammá- manna kaþólsku kirkjunnar til að segja op- inberlega að páfi, sem er 83 ára, væri hugs- anlega dauðvona. Jóhannes Páll páfi hefur þótt afar veik- burða er hann hefur komið fram opinber- lega nýverið. „Veröldin öll sér nú páfa sem er veikur, sem er óvinnufær og sem er að deyja,“ sagði Schönborn en tók fram að hann vissi ekki nákvæmlega hversu slæmt ástand páfa væri. Talsmenn Páfagarðs vildu ekki tjá sig um ummæli Schönborns, en hann hefur verið nefndur til sögunnar sem hugsanleg- ur arftaki núverandi páfa. Einn af helstu aðstoðarmönnum Jóhannesar Páls, Stanis- law Dziwisz erkibiskup, gerði hins vegar lítið úr fréttum þess efnis, að páfi væri dauðvona. Sagði hann að lengi hefðu verið skrifaðar fréttir um yfirvofandi dauða hans. Reuters Jóhannes Páll páfi átti erfitt með að lesa ávarp sitt við guðsþjónustu í fyrradag. „Nálgast hinstu daga og mánuði ævi sinnar“ Páfagarði. AP. SEX konur sem átt hafa samskipti við leikarann Arnold Schwarzeneg- ger baksviðs á undanförnum ára- tugum, segja farir sínar ekki slétt- ar. Þær saka hann um að hafa gerst fjölþreifinn. „Hvort hann nauðgaði mér? Nei,“ sagði ein þeirra í viðtali við blaða- mann The Los Angeles Times en hún sagði frá því er Schwarzenegg- er þuklaði á brjóstum hennar. „Auðmýkti hann mig? Svo sann- arlega.“ Brotin á Schwarzenegger að hafa framið til ársins 2000 en elstu dæmin eru frá því á áttunda ára- tugnum. Málið hefur vakið athygli vegna þess að leikarinn, sem er repúblikani, er nú í framboði til rík- isstjóraembættis í Kaliforníu, kosið verður nk. þriðjudag. Schwarzenegger hefur lengi not- ið mikillar kvenhylli og hefur verið sakaður um halda fram hjá eig- inkonu sinni. Konurnar sex lýstu reynslu sinni af Schwarzenegger annaðhvort baksviðs í upp- tökusölum fyrir kvikmyndir, á skrifstofum eða öðrum stöðum og fullyrða að hann hafi sýnt þeim grófa áreitni og þær hafi orðið afar undrandi og miður sín. Þrjár kvennanna segja frá því þegar leikarinn þuklaði skyndi- lega á brjóstum þeirra. Sú fjórða segir að hann hafi allt í einu stungið hendinni upp undir pilsið og gripið um þjóhnappa hennar. Sú fimmta segir hann hafa káfað á sér og reynt að færa sig úr sund- fötum í hótellyftu. Sjötta konan segir að Schwarzenegger hafi svipt henni yfir í kjöltu sína og spurt hvort hún hefði nokkurn tíma upp- lifað ákveðna tegund kynmaka sem ekki er nánar greint frá. Talsmenn leikarans vísuðu þess- um frásögnum á bug sem rógburði. En sjálfur sagði Schwarzenegger síðar í gær að hann viðurkenndi að hafa áður fyrr hagað sér ósæmilega gagnvart konum og bað þær afsök- unar á framferðinu. Schwarzenegger sakaður um áreitni Los Angeles Times. Arnold Schwarzenegger
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.