Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                       !                 #$ % & $  '     ((        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MARGT getur orðið þess valdandi að menn fara í meðferð. Þó hygg ég að þegar þetta orð, meðferð, kemur upp hugsi menn fyrst um áfengis- og fíkni- efnameðferð. En til er margvísleg meðferð. Meðferð eftir slys, sjúk- dóma, lyfjameðferð og áfengismeð- ferð. Meðferð fólks er tilkominn vegna ósigurs í lífinu. Vel má líta á sjúkdóma og slys sem ákveðinn ósigur. Við get- um alltént verið sammála um að veik- indi og slys eru engir sigrar. En hlut- irnir bara gerast og manneskjan þarf hjálp við að komast aftur til starfa og inn í samfélagið. Menn geta í mörgum tilfellum sigrast á sínum sjúkdómi sé réttum aðferðum beitt. Þegar fólk fellur fyrir helsi áfengis og lyfja verður það stundum áber- andi, sem lögregla þarf að hafa af- skipti af. Innbrot, ofbeldi og aðrir vondir hlutir eru oft fylgifiskar stjórnlausrar drykkju. Í mörgum til- fellum kallar óheftur drykkjuskapur á afbrot, en fólk vitkast og fer í með- ferð. Í meðferðinni hefst uppbygging- arstarf á sjálfri manneskjunni. Hún sjálf er hennar vinna á meðan á með- ferðinni stendur. Enginn sem tekur slíkt val er atvinnulaus. Á þann hátt ber líka að líta á þessa hluti. Vanræki manneskjan sjálfa sig mun það leiða hana aftur á þann stað sem hún kom frá. Hún þarf því að koma fyrst, til að annar veruleiki í lífi hennar komi rétt út. Höfundur þekkir vel til þessara mála eftir nokkurra ára starf hjá kristilega meðferðarheimilinu Byrg- inu. Stundum fær hann þessa spurn- ingu hvort þessir menn séu ekki að vinna neitt. Þá leggja þeir alla áherslu á vinnuna sem unnin er með hönd- unum, eins og hún skipti öllu máli. Þeir gleyma því að til að maðurinn geti stundað sitt starf þarf á undan að koma til innri uppbygging. Hann verður að læra að bregðast við hinu ýmsa áreiti í kringum sig með réttum og skynsamlegum hætti áður en lífið fyrir utan byrjar og hversdagurinn tekur við. Flest fólk hefur unnið verk- lega vinnu. Fyrir margan manninn er það ekkert nýtt. Það sem er hins veg- ar nýtt oft og tíðum er manneskjan sjálf og glíman við vandamálin sem hún er að burðast með. Ástandið hjá sumu fólki getur einfaldlega orðið þannig að vandamálið vex því yfir höf- uð. Með slíkan pakka kemur hún í sína meðferð. Brotið ker sem hrópar hið innra á hjálp. Að dreifa huganum með handavinnu er ágætt en leiðir viðkomandi samt ekki inn á braut sig- ursins. Dreifing hugans fær mann- eskjuna til að gleyma um stund erf- iðum tímum í sínu lífi í stað þess að snúa sér ákveðið að honum og vinna að því sem framkallar varanlegan sig- ur. Fólk sem velur að fara í meðferð eftir til að mynda ósigur af völdum vímuefna og eyðir kannski einu til tveimur árum til að byggja sig upp andlega er fólk í fullu starfi sem sam- félagið í raun viðurkennir með því að það veitir fjárhagslega aðstoð meðan á meðferð stendur. Enginn deilir í annan stað um að hófleg líkamleg vinna eftir aðstæðum hvers og eins, meðfram hinni vinnunni, gerir gott. KONRÁÐ RÚNAR FRIÐFINNSSON, Byrginu, Ljósafossi, 801 Selfossi. Hvað er meðferð? Frá Konráði Rúnari Friðfinnssyni ÉG get ekki orða bundist um hvernig mér finnst reykingabann á stofnun- um vera farið að ganga út í öfgar. Ég á aldraða móður sem reykir mikið og hefur gert lengi. Nú er hún orðin 85 ára og orðin lasin og þarf þar af leiðandi oft á umönnun á sjúkrastofnunum að halda. Þar er hennar reykingum ekki vel tekið. Það mætti halda að hún ætlaði að fremja einhvern meiri háttar glæp ef hún minnist á að fá sér sígarettu. Á einni deildinni var hreytt í hana að það mætti hvergi reykja þar nærri. Hún yrði að fara upp á 4. hæð til að fá sér sígarettu og fólkið á deild- inni hefði nú annað að gera en að vera að transporta með hana í þessum til- gangi. Við dætur hennar fórum að sjálfsögðu með hana upp í reykher- bergið. Þegar þangað var komið blasti við ófögur sjón. Reykherbergið var eins óvistlegt og hugsast gat. Yf- irfullir öskubakkar og lyktin eftir því. Og það sem vakti athygli mína var orðsending uppi á vegg þess efnis að aðeins sjúklingar mættu reykja þarna. Reykingar starfsfólks væru þar stranglega bannaðar. Þar með var það ljóst að starfsfólkið og sjúk- lingar gátu ekki samnýtt aðstöðuna. Hvers vegna skil ég ekki. Mér finnst þetta vera hreinasta vitleysa. Hvers vegna þarf þetta að vera svona? Er ekki nóg að vera gam- all og veikur þó ekki sé maður líka niðurlægður fyrir það eitt að hafa ánetjast reykingum á yngri árum? Eru sígarettur á bannlista hér á landi? Ég get ekki betur séð en þær séu seldar fyrir okurverð mjög víða. Er þá hægt að banna fólki að reykja inni á spítölum þegar fólk er tilneytt til að vera þar heilsu sinnar vegna? Ég kalla það sama og bann að fólk þurfi að fara upp margar hæðir eða lengst niður í kjallara til að reykja (eins og það er sums staðar), þegar aðstoð þarf til nánast allrar hreyfing- ar. Þegar móðir mín var ung þótti fínt að reykja en nú er litið á reykingafólk sem þriðja flokks þegna. Hverjum er þarna um að kenna? Það skal tekið fram að sjálf reyki ég ekki, er reyndar hætt fyrir meira en 10 árum. Ég styð heilshugar til- raunir til að draga úr reykingum eins og kostur er. Ég get hins vegar ekki varist þeirri hugsun að þjóðfélagið beri að miklu leyti ábyrgð á reyking- um margra eldri þegna sinna og eigi að viðurkenna það. GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Nýlendugötu 41, 101 Reykjvík. Eru mannréttindi brotin á reykingafólki? Frá Guðbjörgu Guðmundsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.