Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 22
AKUREYRI
22 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505,
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
NÝ SENDING
SAMKVÆMISJAKKAR
TOPPAR
BLÚSSUR
KÁPUR - ÚLPUR
ÞAÐ var mikið líf og fjör á skólalóð Síðuskóla í góða veðrinu í fyrra-
dag, þegar blaðamaður Morgunblaðsins átti þar leið um, og þrátt fyrir
að skóladegi væri lokið gátu börnin ekki hugsað sér að fara heim. Þau
vildu heldur leika sér í eltingaleik í nýjum og glæsilegum kastala sem
komið hefur verið fyrir á skólalóðinni. „Þetta er flottasti skólinn í
bænum og með flottustu leiktækin,“ sögðu börnin einum rómi. Innan
dyra skólans var einnig tekist á en
með rólegra móti þó. Þar sátu
nemendur í 5. bekk II yfir skák-
borðum og tefldu af hjartans lyst,
undir stjórn Gunnars Halldórs-
sonar kennara. Helena Eydís Ing-
ólfsdóttir kennari 5. bekkjar tók
einnig þátt. Nemendur í 3., 4. og
5. bekk eiga þess kost að mæta í
skáktíma einu sinni í viku og hafa
um 30 börn nýtt sér það vikulega
að sögn Gunnars.
„Við erum með þessu að koma
skákinni í gang í skólanum, þótt
alltaf sé eitthvað teflt í flestum
stofum. Börnin eru mjög áhuga-
söm og hafa mætt vel, stelpurnar
ekki síður. Þau kunna flest eitt-
hvað fyrir sér en við kennum þeim
sem þurfa mannganginn og reyn-
um að bæta við kunnáttu annarra.
Annars leggjum við aðaláhersluna
á að börnin hafi gaman að þessu,“
sagði Gunnar í samtali við Morg-
unblaðið.
Í vikunni komu góðir gestir frá
skákfélaginu Hróknum í Síðuskóla
og færðu öllum nemendum í 3.
bekk bókina Skák og mát sem
bókaútgáfan Edda gaf út í sam-
vinnu við Hrókinn. Óhætt er að
segja að gjafirnar hafi fallið í góð-
an jarðveg.
Morgunblaðið/Kristján
Flottustu tækin: Börnin léku á als oddi í kastalanum á lóð Síðuskóla og sögðu leiktækin þau flottustu í bænum.
Skák og mát: Gunnar Halldórsson kennari leiðbeinir ungum og efnilegum
skákmönnum. Áhugi fyrir þessari göfugu íþrótt er talsverður í Síðuskóla.
Líf og fjör
úti og inni
VALDÍS Jónsdóttir heyrnar- og tal-
meinafræðingur tekur heils hugar
undir með Guðrún Þóru Björns-
dóttur kennara í Glerárskóla, um að
hljóðkerfi ætti að vera staðalbún-
aður í hverri kennslustofu. Guðrún
Þóra hefur notað hljóðkerfi við
kennsluna í um eitt ár og segir bún-
aðinn hafa nýst sér vel, en viðtal var
við hana í Morgunblaðinu á dög-
unum. Valdís sagði að trúlega stæði
engin stétt í jafn erfiðum kring-
umstæðum við að koma sínu á fram-
færi og kennarar. „Þeir þurfa að tala
í gegnum hávaða og eru í stofum þar
sem ekki hefur verið tekið tillit til að
hljómburður eigi að gagnast þeim
markhópi sem þar er.“
Valdís skrifaði doktorsritgerð,
sem fjallar um kennararöddina sem
atvinnutæki. „Niðurstöður rann-
sókna sem liggja þar að baki benda
allar til þess að með hljóðkerfi eigi
kennarinn mun auðveldara með að
tala og börnin með að hlusta. Og það
hlýtur að vera hið æskilega samspil.“
Valdís sagði að í Bandaríkjunum
hefði það verið reiknað út að það
kostaði bandaríska rík-
ið 2,5 billjónir dollara á
ári að standa straum af
veikindafríum kennara
bara vegna raddmissis.
Það myndi því ekki
taka marga daga að
borga upp eitt hljóð-
kerfi í kennslustofu.
„Ég er að láta mér
detta í hug hvort við
erum ekki að hengja
bakara fyrir smið, þeg-
ar við tölum um lélega
kennara, lélegan námsárangur nem-
enda eða léleg námsgögn. Er málið
bara ekki einfaldlega það að nem-
endur heyra ekki það sem kennarinn
er að segja,“ sagði Valdís.
„Röddin er hljóð sem
lýtur sömu lögmálum
og birta – hún dofnar
með fjarlægð. Af því
við heyrum okkar
ágætu rödd glymja svo
flott inni í kollinum á
okkur, gerum við okkur
ekki grein fyrir því að
það sé ekki eins víst að
aðrir heyri hana jafn
vel. Við getum aldrei
sagt að röddin berist
vel, því þú þarft að
standa fyrir utan þinn eigin skrokk
til að geta verið með slíkar fullyrð-
ingar. Í bekk er alltaf bakgrunnshá-
vaði og miklu meiri en góðu hófu
gegnir.“
Hljóðkerfi hjálpar bæði
kennurum og nemendum
Valdís Jónsdóttir heyrnar- og talmeina-
fræðingur skrifaði doktorsritgerð um
kennararöddina sem atvinnutæki
Guðrún Þóra Björnsdóttir
talar til nemenda sinna í
gegnum hljóðkerfi.
EYFIRSKIR hestamenn hafa ekki
gefið upp alla von um að fá landsmót
hestamannafélaga 2006 á Melgerðis-
mela, þrátt fyrir að meirihluti stjórn-
ar Landssambands hestamanna-
félaga hafi samþykkt að ganga til
samninga við Skagfirðinga um að
halda landsmótið þá á Vindheimamel-
um. „Það er ekki búið að ganga frá
samningum við Skagfirðinga og það
er enginn leikur tapaður fyrr en búið
er að flauta af,“ sagði Kjartan Helga-
son, formaður Hestamannafélagsins
Léttis.
Stjórn Léttis fundaði um málið í
vikunni. „Við höfum ekki gefið upp
alla von en það er langur vegur frá því
að við séum sáttir við stöðu mála.“
Kjartan sagði að þegar eyfirsku
hestamannafélögin gengu aftur í
landssambandið árið 1995 hefði verið
mikil umræða um að fjölga móts-
svæðunum. „Það er ekki nafngreint í
samþykktum landssambansins hvaða
svæði um er að ræða en alltaf talað
um þessi fjögur, Melgerðismela,
Vindheimamela, Reykjavík og Hellu.“
Landsmót eru haldin á tveggja ára
fresti, það var haldið á Vindheima-
melum í Skagafirði í fyrrasumar og
mótið verður haldið á Gaddstaðaflöt-
um við Hellu árið 2004. Mótið var
haldið í Reykjavík árið 2000 og á Mel-
gerðismelum í Eyjafirði árið 1998 og
því telja Eyfirðingar að það sé komið
að þeim aftur að halda mótið árið
2006.
Skagfirðingar sóttu um landsmótið
2006 á móti Eyfðingum og þá sagði
Kjartan að Sunnlendingar hefðu sótt
um mótið 2008 á móti Reykvíkingum.
Hann sagðist ekki getað úttalað sig
um næstu skref í málinu en að stjórn-
ir hestamannafélaganna Funa og
Léttis myndi hittast á fundi fljótlega.
Þar yrði tekin ákvörðun um fram-
haldið. Hann sagði að mikill hiti væri
líka innan hestamannafélaga á höfuð-
borgarsvæðinu og að þau ætluðu
einnig að hittast á sameiginlegum
fundi á næstunni.
Landsmót hestamannafélaga 2006
Eyfirðingar hafa ekki
gefið upp alla von
MIKILL áhugi er meðal Akureyr-
inga og nærsveitunga þeirra á
beinu flugi Air Greenland milli Ak-
ureyrar og Kaupmannahafnar, skv.
frétt frá félaginu, en beint flug milli
þessara áfangastaða hófst í lok apr-
íl sl. Mikið um að félagasamtök og
vinnustaðahópar hafi bókað sig í
slíkar ferðir. Flugfélagið býður nú í
október upp á tilboðsverð á flug-
miðum og kostar fargjaldið fram og
til baka 26.670 krónur. Eins er í
boði miði frá Akureyri til Kaup-
mannahafnar á 14.350 krónur, en
ef ferðast er frá Kaupmannahöfn
og til Akureyrar er miðinn á 15.235
krónur með sköttum.
Borgin við
sundin heillar
Fundað um skíðasvæði | Tony
Waddell, eigandi og framkvæmda-
stjóri skíðasvæðis í Norður-Karolínu
í Bandaríkjunum hefur framsögu á
opnum fundi um skíðasvæði sem
Vetraríþróttamiðstöð Íslands efnir
til á mánudag, 6. október
Hann mun ræða um skíðasvæði í
víðum skilningi; stöðu skíðaiðnaðar-
ins, skíðasvæði og ferðaþjónustu,
iðkendur, skíði og snjóbretti, veður
og snjóframleiðsla svo eitthvað sé
nefnt. Fundurinn verður haldinn á
Hótel KEA frá kl. 16-18
www.islandia.is/~heilsuhorn
Kelp
Fyrir húð, hár og neglur
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Fjarðarkaupum
Árnesaptóteki Selfossi og
Yggdrasil Kárastíg 1.
Friðland Svarfdæla | Fundur
verður haldinn um Friðland Svarf-
dæla á mánudag, 6. október nk. í
Dalvíkurskóla kl. 20.15. Þrjú fram-
söguerindi verða á fundinum, Árni
Einarsson líffræðingur ræðir um
fuglalíf og fuglaskoðun og
Sigrún Helgadóttir, líffræðingur
og kennari, fjallar um útikennslu
barna og hvernig nýta má Friðland í
kennslu og þá fjallar Friðrik Arn-
arson um hugyndir að skipulagi
göngustíga og merkinga.