Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 24
AUSTURLAND 24 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 Egilsstöðum | Þessa dagana er nb.is, eða Netbankinn eins og fyr- irtækið er yfirleitt nefnt, að kynna þjónustu sína á Austurlandi. Nb.is er sjálfstætt fjármálafyrirtæki, stofnað árið 1999 á Seyðisfirði, sem rekur engin útibú, heldur veitir ein- staklingum alla almenna bankaþjón- ustu á Netinu og í gegnum síma. „Við opnuðum bankann á Tækni- minjasafninu á Seyðisfirði og þar sem þetta var fyrsti netbanki lands- ins þótti okkur við hæfi að tengja þarna saman fortíðina og nútíðina, auk þess að leggja áherslu á að ekki skiptir máli hvar fólk er staðsett í viðskiptum við okkur,“ segir Geir Þórðarson, framkvæmdastjóri nb.is. Bjóða lán með 75% veðhlutfalli af markaðsverði fasteigna „Það hefur verið mikill uppgang- ur á Austurlandi undanfarin misseri og fyrirsjáanlegt að það aukist enn,“ segir Geir. „Sem dæmi um þetta hefur fasteignaverð hækkað hratt á mjög stuttum tíma og lánsfjárþörf hefur vaxið. Fasteignaverð á ákveðnum stöðum hér eystra er til dæmis að nálgast markaðsverðið í Hafnarfirði.“ Geir segir forráðamenn nb.is vilja taka þátt í þeirri uppbyggingu sem á sér stað og þar sem nb.is sé lítill banki, geti hann brugðist mjög hratt við aukinni fjárþörf. „Það er kjarninn í starfsemi nb.is, að leyfa viðskiptavinunum að njóta þess í betri vöxtum að stunda bankaviðskipti sín á Netinu,“ segir Geir. Hann segir jafnframt að bank- inn hafi getað veitt bestu yfirdrátt- arvextina á markaðinum og fjögur ár í röð hafi nb.is boðið bestu inn- lánsvextina í bankakerfi landsins. Í tilefni af kynningu nb.is á Austur- landi býður bankinn Austfirðingum m.a. veðlán með 75% veðhlutfalli af markaðsverði fasteigna. Fasteignaverð eystra er svipað og í Hafnarfirði nb.is kynnir sig til sögunnar á Austurlandi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Netbankinn vill taka þátt í uppbyggingunni á Austurlandi. Geir Þórðarson framkvæmdastjóri og Halldór Bachmann, markaðsstjóri nb.is. Egilsstöðum | „Auka á meðvitund almennings í löndum Evrópusam- bandsins um réttindi þeirra sem búa við fötlun.“ Þetta eru áherslur Evrópuárs fatlaðra árið 2003, sem er til- einkað málefnum fatlaðra á vett- vangi Evrópusambandsins og á Evrópska efnahagssvæðinu. Í gær hélt verkefnisstjórn á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins kynning- arfund um Evrópuár fatlaðra á Egilsstöðum. Var yfirskrift fund- arins Heildstæð aðkoma sveitarfé- laga og stjórnsýslunnar að þjón- ustu við fatlaða. Hann sóttu fulltrúar ríkisstofnana, sveitarfé- laga, félagsþjónustu og mismun- andi skólastiga. Á fundinum kom fram að markmið ársins sé að stuðla að framförum í átt til jafn- réttis fyrir fatlaða. Einkunnarorð þess eru Eitt samfélag fyrir alla og er samfélagið hvatt til að leggja sitt að mörkum til að fólk með fötlun geti orðið virkari þátt- takendur í því samfélagi sem þeir lifa og starfa í. Í því sambandi var bent á mikilvægi góðrar mennt- unar og öflugs stuðnings við fatl- aða á almennum vinnumarkaði.    Eitt samfélag fyrir alla 20 tonna skóflutak | Lokið er við að setja saman tvær risavaxnar beltagröfur sem fluttar voru inn frá Kína til nota við virkjunarfram- kvæmdirnar í Kárahnjúkum. Þær verða notaðar við stíflugerðina og vegur hvor vél um sig 130 tonn. Skóflutakið er 11 rúmmetrar, eða um 20 tonn og þarf aðeins þrjár skóflur til að fylla eina „Búkollu.“    Egilsstöðum | Nú stendur yfir ráð- stefna norrænna bókmenntasafna og -stofnana, þ.e. persónusafna sem láta sig varða rithöfunda og tón- skáld. Þetta er í fyrsta sinn sem ráð- stefna af þessu tagi er haldin á Ís- landi og er hún haldin á þremur dögum í Reykjavík, Reykholti, á Skriðuklaustri í Fljótsdal og á Eg- ilsstöðum. Þema ráðstefnunnar er bókmenntir og þjóðerniskennd og flytur fyrirlesari frá hverju Norð- urlandanna erindi undir þeirri yf- irskrift. Ráðstefnan hófst í morgun með setningarávarpi forseta Íslands. Meðal annarra dagskrárliða í dag er erindi Einars Más Guðmunds- sonar um „Mit museum“ og erindi frá safnafólki um söfn Griegs, Ib- sens, Strindbergs, Björnssons, H.C. Andersens, Runebergs og Gunnars Gunnarssonar. Eftir opið málþing um bók- menntasöfn, sem haldið er í Nor- ræna húsinu eftir hádegi, verður Snorrastofa í Reykholti heimsótt. Að sögn Skúla Björns Gunn- arssonar, forstöðumanns Gunn- arsstofnunar, munu ráðstefnugest- ir halda austur um land á morgun og snæða hátíðarkvöldverð að Skriðuklaustri. Á sunnudag verður svo dagskránni fram haldið á Hótel Héraði, þar sem síðustu fyrirlestrar og umræður fara fram. Það eru Gunnarsstofnun og Snorrastofa sem eru í forsvari ráð- stefnunnar. Um 40 aðilar sitja hana. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skriðuklaustur í Fljótsdal. Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri stendur, ásamt Snorrastofu, fyrir ráðstefnu um bókmenntasöfn á Norðurlöndum. Hugað að bókmennta- söfnum á Norðurlöndum Verslunarmiðstöð | Gengið hefur verið frá samningi Íslenskra að- alverktaka og fasteignafélagsins Þyrpingar um byggingu versl- unarmiðstöðvar á Egilsstöðum. Hún verður reist við Miðvang, sam- hliða þjóðvegi 1. Bónus og BT tölv- ur, sem nú eru í verslunarmiðstöð- inni Níunni á Egilsstöðum, munu flytja í hina nýju miðstöð, en þar verða að auki fleiri þjónustuaðilar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.