Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BYRJAÐ var að kenna brids sem valfag í haust í Fjölbraut við Ármúla, Menntaskólanum við Sund, Kvenna- skólanum og Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og að sögn Ljós- brár Baldursdóttur, fræðslufulltrúa Bridgesambands Íslands, er næsta öruggt að bridsnámskeið verði kennd sem valfag í mun fleiri framhalds- skólum eftir áramótin. Það gekk mikið á þar sem Björg- vin Már Kristinsson, bridsari og nemandi við Kennaraháskólann, var að kenna á þriðja tug nemenda í MS. Víða voru hendur á lofti sem vildu fá hjálp við sagnirnar og kennarinn á hlaupum á milli nemenda. Dóra og Daggrós fengu spilin gegn Ívari Páli og Guðjóni og enduðu í tveimur tíglum eftir nokkra umhugs- un og lestur á sagnakerfinu í möpp- um. Kannski ekki alveg drauma- samningurinn miðað við spilin en þær stóðust sögnina þó. Ekkert þeirra hafði spilað brids áður og þau eru öll sammála um að sagnirnar séu erfiðasti hlutinn en minntu á að stutt væri síðan námskeiðið hófst. Þau voru líka sammála um að bridsið væri allt öðruvísi en þau spil sem þau kunna og mun erfiðara. Guðjón og Ívar Páll sögðu þó að reynslan af Kana kæmi að nokkru gagni. „Kærastinn minn og vinir hans spila brids á hverjum sunnudegi,“ segir Dóra, „en ég hugsa að ég fái ekkert að vera með. Ætli ég verði ekki bara að stofna eigin klúbb.“ „Ég kenni einfaldaða útgáfu af standard-sagnakerfinu og er með innlögn í hverjum tíma, mislanga eft- ir því hvað ég er að tala um og svo er- um við að reyna beita þekkingunni í spilinu,“ segir Björgvin Már. „Það eru skrifleg próf í námskeiðinu og svo er mæting og frammistaða líka metin. Ég er reyndar þegar búinn að halda eitt skyndipróf. Líkindareikn- ingur er einnig nauðsynlegur í bridsi og ég kem til með að fara í hann. Það verður síðan haldið framhalds- skólamót í brids og við erum búin að stofna bridsfélag fyrir krakkana en þar er alltaf spilað á miðvikudags- kvöldum. Við viljum auðvitað koma krökkunum í bridshreyfinguna og um leið og þeir eru farnir að spila keppnisbrids og upplifa raunveru- lega keppni er engin leið til baka,“ segir Björgvin Már. Morgunblaðið/Þorkell Guðjón og Daggrós, sem eru í hópi margra bridsnemenda í Menntaskólanum við Sund, bíða eftir að Dóra segi. Brids valfag í framhaldsskólum ÞVÍ var fagnað í gær að þrjátíu ár eru síðan kennsla hófst við Háskóla Íslands (HÍ) á námsbraut í hjúkr- unarfræði. Erla Kolbrún Svav- arsdóttir, deildarforseti hjúkr- unarfræðideildar Háskóla Íslands (HÍ), flutti erindi í hátíðarsal Há- skólans, þar sem hún leit yfir farinn veg og horfði einnig til framtíðar. Erla segir að einnig sé verið að heiðra minningu Maríu Péturs- dóttur, sem var einn af frum- kvöðlum í hjúkrun á Íslandi. „María vann ötullega að því að námið yrði flutt yfir á háskólastig og kenndi hér á námsbraut í hjúkrunarfræði. Hún var lengi formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga og vann mikið starf í þágu hjúkrunar. Við höfum því ákveðið að helga 2. október minningu Maríu.“ Hjúkrunarstarfið hefur breyst mjög undanfarin ár. Hjúkr- unarfræðingar starfa mjög víða í samfélaginu og starfsvettvangur þeirra er mjög fjölbreyttur. „Þetta er ekki lengur umönnun í þröngum skilningi. Hjúkrunarfræðingar koma að forvarnarverkefnum og þróunar- og rannsóknarverkefnum auk þess sem markaðssetning á heilsu- og heilbrigðishugtakinu er orðin miklu sýnilegri og eftirsókn- arverðari innan viðskiptalífsins. Það má segja að við stofnun LSH hafi sérþekking á sviði stjórnunar verið krafa. Það er eitt sem við höf- um veitt athygli, hjúkrunarfræð- ingar hafa verið að leita meira í framhaldsnám í stjórnun eftir að LSH var stofnað.“ Erla segir vel hafa gengið að kynna hjúkrunarfræðina fyrir körl- um. „Strákum fer fjölgandi. Af 245 nýnemum í ár eru nú 22 strákar.“ Þrjátíu ár frá stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við HÍ Afar breiður starfsvett- vangur Morgunblaðið/Árni Sæberg Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og Erla Kolbrún Svavarsdóttir, deildarforseti hjúkrunardeildarinnar, við upphaf hátíðarinnar í gær. VINNSLA er hafin á ný hjá Jökli ehf. á Rauf- arhöfn, en öllum starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp störfum þar sl. sumar og hefur vinnsla legið niðri síðan. Vinnslan á Raufarhöfn verður hluti af starfsemi fyrirtækisins GPG á Húsavík, sem fyrst og fremst vinnur blautverkaðan saltfisk. „Fólk var vissulega mjög ánægt að koma aftur til vinnu, en jafnframt var í því ákveðinn kvíði vegna þess að hér er um að ræða allt aðra vinnslu en hér var áður,“ segir Gunnar Jónasson, fram- leiðslustjóri hjá GPG á Raufarhöfn, en þar hófst á miðvikudag vinnsla á léttsöltuðum, frystum þorskflökum. Vinnslu á tvífrystum bolfiskafurðum var hætt á Raufarhöfn í byrjun júlí sl. og ákveðið að hefja vinnslu á léttsöltuðum þorskflökum. Tölu- verðar breytingar þurfti að gera á vinnslunni, m.a. taka út vinnslubúnað og setja annan í staðinn. Gunnar áætlar að breytingarnar hafi kostað tugi milljóna króna. Stærsti markaður fyrir þessa afurð er Spánn. Gunnar segir að til hafi verið um 300 tonn af Rússafiski í frystigeymslum fyrirtækisins, sem nú sé verið að vinna. „Við stefnum að því að vinna úr að minnsta kosti tíu tonnum af hráefni á dag í framtíðinni eða úr um 2.000 tonnum á ári. Það mun taka dálítinn tíma að þjálfa starfsfólk og ná upp af- köstum, fyrsta daginn unnum við úr 3,9 tonnum af hráefni en munum síðan auka þetta stig af stigi,“ segir Gunnar og er bjartsýnn á framhaldið. Tuttugu starfsmenn hófu störf hjá GPG á Rauf- arhöfn í dag, þar af eru ellefu Pólverjar sem hafa unnið í fiskvinnslu á staðnum undanfarin ár og fest þar rætur. Gunnar segir að væntanlega þurfi að bæta við starfsfólki þegar vinnslan kemst á fullan skrið. Um 45 manns voru við störf hjá Jökli þegar vinnslu var hætt þar sl. sumar. Fiskvinnsla hafin hjá Jökli á Raufarhöfn eftir að hafa legið niðri frá því í sumar Fólk kom ánægt til vinnu SÝSLUMAÐURINN í Vestmanna- eyjum, Karl Gauti Hjaltason, hefur nú til athugunar mál sem tengjast heimaslátrun á sauðfé í bænum og hvort slíkt kjöt hafi farið í almenna sölu. Karl Gauti staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið en sagði jafnframt að engar formlegar kærur hefðu verið lagðar fram, eingöngu athugasemdir hefðu borist. Bannað er samkvæmt lögum að selja heimaslátrað kjöt, það má ein- göngu vera til eigin neyslu og ekki flytja það á milli bæja. Deilur hafa staðið yfir í Eyjum um beitilönd fyrir sauðfé í eigu nokkurra bænda. Helsta beitilandið hefur ver- ið Heimaey en þar hafa einnig farið fram ræktunartilraunir að frum- kvæði garðyrkjustjóra bæjarins. Nýlega féllst bæjarstjórnin á til- lögu landnytjanefndar sveitarfé- lagsins um breytingar á 5. grein samþykktar um búfjárhald í Eyjum. Samkvæmt breytingunni er haga- ganga á skilgreindum svæðum á Heimaey heimil frá 1. október til 31. mars ár hvert. Landnytjanefnd get- ur þá að fenginni umsögn búfjáreft- irlitsmanns veitt undanþágu frá dag- setningum ef nauðsyn krefur. Endurskoða á mörk til hagagöngu þriðja hvert ár. Rannsakar heimaslátr- un í Eyjum FIMM menn á aldrinum 25 til 35 ára hafa játað aðild að smygli á 2 kg af amfetamíni og einu kg af hassi til landsins með skipi í eigu Samskipa hf. Þeir sættu gæsluvarðhaldi vegna málsins í september en hafa verið leystir úr haldi. Fyrsti maðurinn var handtekinn síðla septermánaðar þegar hann var á leið út af athafnasvæði Samskipa með eitt kg af hassi og annað eins af amfetamíni í fórum sínum. Daginn eftir var leitað í einu skipinu með fíkniefnaleitarhundum tollgæslu og lögreglu og fannst þá eitt kg af am- fetamíni til viðbótar. Handtaka mannsins leiddi til handtöku félaga hans og hafa þeir nú játað á sig sakir. Játuðu smygl á amfetamíni og hassi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.