Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 6. Ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. AKUREYRI Sýnd kl. 2. Ísl tal Topphasarmyndin í USA í dag. Topphasarmyndin í USA í dag. FRUMSÝNING Fór beint ítoppstætið í USA Sýnd kl. 8 og 10.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Kl. 8. kl. 6. kl. 6. kl. 8. H.J. MBL S.G. DV „Áhrifarík og lofsamleg.“ HJ. MBL Skonrok Fm 90.9 H.K. DV SG DV SV. MBL Plots With a View SG DV SG MBL Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM H.K. DV Nói Albinói sýnd um helgar KYNNIR Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Sýnd kl. 10.20. kl. 10.15. kl. 6. ALL OR NOTHING Stórmerkileg og áhrifarík heimildarmynd sem Íslendingar ættu ekki að missa af. Aðeins sýnd í þrjá daga! Í dag kl. 22.20. Á sunnudaginn kl. 18.00 og mánudaginn kl. 20.00. Sýnd í stóra salnum.  SV MBL ÞAÐ hefur lítið farið fyrir tónlistar- manninum Gísla í íslensku pressunni undanfarið. Það er ekki skrýtið þar sem piltur hefur verið búsettur í Noregi undanfarin níu ár. En það er óhætt að segja að allt sé að gerast hjá Gísla um þessar mundir. Eftir að hafa hjakkað með popp-pönksveit- inni Pornshot í nokkurn tíma, þar sem hann lék á trommur, hætti Gísli bæði í bandinu og um leið með kær- ustunni (eða ... humm ... hún hætti víst með honum). Hresst var upp á sálartetrið með ferðalögum og hljóð- versgrúski í kjölfarið og fyrr en varði fóru hin og þessi stórfyrirtæki að anda niður um hálsmálið á Gísla og situr hann nú á stöðugum fundum með markaðsmönnum, borðandi humar og drekkandi bjór. Vanari trommusettinu Hægt verður að sjá Gísla á tón- leikum á Airwaves en fyrsta plata hans kemur út á vegum nýstofnaðs fyrirtækis hér á landi, Tíma, sem rekið er af Bibba Curver, Bigga Maus og Alex MacNeil úr Kimono. Þeir keyptu réttinn til þeirrar útgáfu með því að gefa Gísla kassa af brennivíni (en það fæst ekki úti í Noregi eins og hann bendir réttilega á). Gísli hlær hátt þegar það er borið undir hann hvort það sé rétt að hann hafi verið rek- in frá kærustu og hljómsveit. Hann er nýkominn heim til sín eftir erilsaman dag í hljóðverinu er blaðamaður hringir. „Það passar svona nokkurn veg- inn, já,“ segir hann. „En þetta var til gæfu, þar sem ég var orðinn leiður á Pornshot og langaði til að fara að gera eitthvað annað. Það var samt fullt að gerast hjá okkur, við vorum komin með umboðsmann í Bretlandi og allar græjur. En ég sá mig bara ekki þarna næstu árin.“ Gísli segir að eftir að hann sneri sér að eigin efni hafi hlutirnir farið að gerast hratt, og í umtalsvert meiri mæli en hjá Pornshot. Gísli hefur starfað að eigin málum síðan í janúar en er hann nokkuð kominn á þröskuld heimsfrægðar? „(Hlær) ég veit það nú ekki ... þetta er allt nýtt fyrir mér enda er ég van- ari því að vera á bakvið trommusettið. Nú er ég far- inn að glamra á gítar og syngja. En það eru þrjú fyrirtæki búinn að leggja fram tilboð.“ Er það ekki svolítið ógnvekjandi? „Alveg svakalega (hlær).“ Beck Tónlist Gísla fer víða – popp, rokk, rapp og kántrí enda segist hann hafa viljað gera sem allra mest eftir að hann hætti í Pornshot. En hvernig skýrir hann þennan skyndilega og mikla áhuga. „Menn eru hrifnir af textunum fyrir það fyrsta. Tónlistinni hefur verið líkt við Beck en þetta er út- varpsvænt um leið og þetta er hæfi- lega flippað. Kannski hefur það eitt- hvað að segja.“ Gísli segir að hann sé með færa umboðsmenn og lögfræðinga með sér sem séu að skoða þessi mál. Þetta séu aðilar sem hann þekki frá því að hann var í Pornshot. Þannig að þú ert mikið í því núna að borða humar með jakkafatamönn- um? „Já! (hlær) Ég hef aldrei drukkið eins mikinn bjór á ævinni og und- anfarinn mánuð.“ Gísli er í góðum málum Humar eða frægð? arnart@mbl.is www.gislimusic.tk Gísli er kominn á bólakaf í bransann! TILNEFNINGAR til Edduverð- launanna 2003, íslensku sjónvarps- og kvikmyndaverðlaunanna, verða formlega kunngjörðar í dag kl. 17 í Regnboganum. Við sama tilefni verður fyrsta Kvikmyndahátíð Eddunnar form- lega sett. Eftir að tilnefningar hafa verið kunngjörðar verður opn- unarmynd hátíðarinnar sýnd en það er kínverska myndin Hetja (Ying Xiong). Edduverðlaunin 2003 Morgunblaðið/Jim Smart Sjónvarpsfréttamaður ársins 2002, Árni Snævarr. Hverjir verða til- nefndir í dag? Tilnefningar kunngjörðar í dag ÁKVEÐIÐ hefur verið að hafa enga forkeppni fyrir Evróvisjónsöngva- keppnina 2004. Ástæðan er, sam- kvæmt yfirlýsingu frá Bjarna Guð- mundssyni framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, sú að slík forkeppni þurfi að víkja fyrir stórum og fjár- frekum verkefnum á næsta ári eins og Evrópumótinu í knattspyrnu, Ól- ympíuleikum og listahátíð. Í staðinn verður valinn höfundur og flytjandi, líkt og gert var þegar Selma Björns- dóttir söng „All Out Of Luck“ eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og kom því í annað sæti …Leikkon- unni Jennifer Connelly hefur verið boðið að leika aðalhlut- verkið í endur- gerðinni á jap- önsku hrollvekjunni Dark Water eftir Hideo Nakata, sama og gerði Ringu, japönsku frumgerðina á hinni geysivinsælu The Ring. Brasilíski leikstjórinn Walter Salles (Central Station) mun leikstýra nýju endur- gerðinni en hann hefur aldrei áður gert mynd á ensku …Forsvarsmenn Óskarsakademíunnar hafa bannað kvikmyndaframleiðendum að senda meðlimum akademíunnar, þeim sem hafa atkvæðisrétt í Óskarskjörinu, myndir sem til greina koma á mynd- diskum eða myndbandi, til að stemma stigu við ólöglegri fjölföldun á kvikmyndum. Í staðinn verði sýn- ingar á myndum fyrir akademíuna mun tíðari og aðgengilegri. Fram- leiðendur og leikstjórar á borð við Robert Altman og John Hughes, sem starfa utan Hollywood og hinna stóru kvikmyndavera, eru æfir yfir ákvörðuninni. Þeir eru fullvissir um að þetta hafi í för með sér að með- limir akademíunnar eigi ekki eftir að sjá helming þeirra mynda sem til greina koma – og allra síst þær sem ekki hafa stóru kvikmyndaverin á bak við sig …Halle Berry er skilin að skipt- um við eiginmann sinn Eric Benet. Hún segist verða að fá smá tíma útaf fyrir sig, og þau bæði, ef hjónabandið á einhvern tíma að geta orðið heilt að nýju. Hjóna- bandið hefur verið æði stormasamt síðan þau giftust 2001 en stuttu eftir það viðurkenndi hann að hafa sofið hjá tíu konum og að hann væri haldin kynlífsfíkn … FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.