Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 14
ÚR VERINU 14 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kringlan 8-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. 3.490 áður 6.990 st. 40-46 Helgartilboð fös - lau - sun EIN stærsta og fullkomnasta síld- arflökunarverksmiðja heims verð- ur formlega opnuð á þýsku eyjunni Rügen í Eystrasalti á morgun. Fjöldi íslenskra fyrirtækja kom að uppbyggingu verksmiðjunnar, sem heitir Euro Baltic og er í eigu hol- lenska sjávarútvegsfyrirtæksins Parlevliet en Van der Plas. Verksmiðjan framleiðir síldar- flök til manneldis og er stærsta og fullkomnasta verksmiðja sinnar tegundar í heiminum en áætlað er að vinna þar úr um 50 þúsund tonnum af síld á ári. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan velti um 4,5 milljörðum króna á ári. Húsnæði verksmiðjunnar er um 17 þúsund fermetrar og byggist tæknin inn- anhúss á sjálfvirkum vélmennum, færiböndum og öllum nýjasta bún- aði til fiskvinnslu sem völ er á í heiminum í dag. Áætlað er að verksmiðjan kosti fullbúin um 100 milljónir evra, um 8,5 milljarða ís- lenskra króna. Nokkrir íslenskir framleiðendur á tæknilausnum tóku þátt í upp- byggingu verksmiðjunnar. Þannig eru öll kör sem notuð eru í verk- smiðjunni frá Sæplasti hf. Vél- smiðjan 3X-Stál á Ísafirði afhenti afar fullkomna og afkastamikla karaþvottavél til fyrirtækisins í vor, ásamt sjálfvirkum búnaði til áfyllingar og stöflunar á tómum körum. Þetta er stærsta verkefni 3X-Stál hingað til á sviði kara- þvottar. Þá hefur Maritech sett upp WiseFish-hugbúnaðinn í verk- smiðjunni, auk þess sem Skaginn ehf. á Akranesi hefur sett upp töluvert af hugbúnaði í verksmiðj- unni. Mannshöndin komi sem minnst nálægt vinnslunni German Seafrozen Fish Hand- elsgesellschaft mun annast sölu síldarafurða úr verksmiðjunni á Þýskalandsmarkaði en félagið er í eigu Mecklenburger Hochsee- fischerei sem aftur er alfarið í eigu Parlevliet en Van der Plas. Óskar Sigmundsson er fram- kvæmdastjóri German Seafrozen. Hann segir að verksmiðjan sé hönnuð með það fyrir augum að mannshöndin komi sem minnst ná- lægt vinnslunni. Engu að síður sé gert ráð fyrir að í verksmiðjunni starfi til að byrja með hátt í 150 manns. „Í verksmiðjunni verður hægt að verka síld á nánast alla vegu. Þannig verður hægt að taka hana ferska inn í vinnsluna, flaka hana og skera í bita. Þar verður einnig hægt að frysta og salta síld. Verksmiðjan er þannig fyrst og fremst hugsuð til vinnslu á síld en þar er einnig möguleiki á að vinna bæði þorsk og flundru.“ Óskar segir að skip Parlevliet en Van der Plas muni leggja verk- smiðjunni til frosið hráefni en einnig sé gert ráð fyrir að þar verði unnið talsvert af ferskri síld úr Eystrasalti. „Við verksmiðjuna er alsjálfvirk 22 þúsund tonna frystigeymsla sem nú er nánast full af frosinni síld sem halda mun uppi vinnsl- unni til að byrja með. Parlevliet en Van der Plas gerir út tíu frystitog- ara, sá stærsti er 143 metra lang- ur, frystir um 250 til 350 tonn á dag og ber 6.500 tonn. Sú síld sem þýsk skip veiða í Eystrasalti hefur hingað til farið að mestu til vinnslu í Danmörku og Hollandi. Þýsk stjórnvöld og Evrópusambandið hafa einmitt lagt talsverða fjár- muni til uppbyggingar verksmiðj- unar til þess að stuðla að því að síldin verði unninn í heimabyggð ef svo má segja.“ Óskar segir að ekkert sé því heldur til fyrirstöðu að skip sem stundi veiðar í Norðursjó eða á norsk-íslensku síldinni landi afla sínum til verksmiðjunnar. Fullkomnasta síldarflökunarverksmiðja heims opnuð í Þýskalandi Búin tækjum frá ís- lenskum fyrirtækjum Karaþvottavél frá 3X-Stál á Ísafirði sem sett var upp í Euro Baltic, stærstu og fullkomnustu síldarflökunarverksmiðju heims. SÍF hf. hefur nú í fyrsta sinn hafið sölu á helztu sjáv- arafurðum sínum á Íslandi. Um er að ræða ferskar og unnar sjávarafurðir, sem pakkað er í handhægar um- búðir, og tilbúnar til mat- reiðslu. Þetta eru sömu vörur og SÍF selur á kjarna- mörkuðum sínum í Evrópu og Norður-Ameríku. Vör- urnar frá SÍF eru fram- leiddar úr fyrsta flokks hrá- efni í verksmiðjum félagsins í Frakklandi, á Ís- landi og hjá samstarfs- aðilum félagsins hér á landi sem erlendis. Gera SÍF sjáanlegra „Við vonumst til þess að geta auk- ið fiskneyzlu Íslendinga með því að bjóða upp á hágæðapakkaðar sjáv- arafurðir á góðu verði og vera með fjölbreytt úrval,“ segir Níels Rafn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tross, dótturfyrirtækis SÍF, sem sér um þessa fisksölu ásamt útflutningi á ferskum fiski. Níels segir jafnframt að þeir renni nokkuð blint í sjóinn hvað móttökur varðar. Hann hafi sjálfur unnið í 10 ár erlendis, í Frakklandi og Bret- landi við að selja fisk og mikil aukn- ing hafi orðið þar í sölu kældra fisk- afurða tilbúinna til matreiðslu. Því mætti ætla að svo yrði hér líka, þeg- ar borðið væri upp á pakkaðar há- gæða vörur og ýmsar nýjungar. Það sé spennandi að sjá hverjar móttök- urnar verði, en Íslendingar séu van- ir bæði sérstökum fiskbúðum og fiskborðum í stórmörkuðum. „Við sjáum einnig í þessu tækifæri til að gera SÍF sjáanlegra á Íslandi. Fyrirtækið er mjög umsvifamikið erlendis en lítið ber á því hér heima. Með því að gefa íslenzkum neyt- endum kost á því að kaupa þær af- urðir sem við erum að selja víða í Evrópu og Norður-Ameríku, sýnum við hvað við erum, meðal margs annars, að gera erlendis,“ segir Níels Rafn. Reyktur makríll og fleira Í fyrstu býður SÍF ferskar laxa- steikur, saltfisk, þorskhnakka, roð- laus og beinhreinsuð ýsuflök, kald- sjávarrækju, reyktan lax og reyktan piparmakríl sem er nýjung hér á landi. Þegar fram líða stundir er stefnt að því að bjóða fleiri sjávaraf- urðir sem hafa verið sjaldséðar í verslunum á Íslandi, svo sem tún- fisksteikur, sverðfisk og heitsjáv- arrækju. Vörurnar frá SÍF eru fáan- legar í verslunum Hagkaupa, 10–11, Gripið og greitt og í Fjarð- arkaupum. „Ástæða þess að SÍF hefur nú haf- ið sölu á sjávarafurðum sínum á Ís- landi er sú að íslenzki neyt- endamarkaðurinn líkist nú meir þeim mörkuðum þar sem SÍF hefur starfað hingað til. Eftirspurn eftir hollum, góðum og fljótmatreiddum sjávarafurðum hefur aukizt hér á landi og á SÍF auðvelt með að koma til móts við þær þarfir. Öflugt dreif- ingarnet félagsins gerir auðvelt að koma vörunum á íslenzkan markað auk þess sem ferskleiki og gæði sjávarfangsins eru tryggð og verðið er hagstætt og samkeppnisfært,“ segir meðal annars í frétt frá SÍF um nýju afurðirnar. Hjá SÍF starfa um 1.700 starfs- menn í 15 löndum við framleiðslu, markaðssetningu og sölu sjávaraf- urða til rúmlega 60 landa víðsvegar um heiminn. Níels Rafn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tross, sem sérhæfir sig í út- flutningi á ferskum fiski og sér um sölu nýrra afurða SÍF innanlands. Bjóða landsmönn- um sjávarafurðir í gæðapakkningum Vörur SÍF í handhægum umbúðum á íslenzkan markað í fyrsta sinn Í fyrstu býður SÍF upp á ferskar laxasteikur, saltfisk, þorskhnakka, roðlaus og bein- hreinsuð ýsuflök, kaldsjávarrækju, reyktan lax og reyktan piparmakríl. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Tískuvöruverslun Laugavegi 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.