Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 39
hún var alltaf hress, boðin og búin að
rétta hönd.
Sigga var eitt af tólf börnum Þór-
arins Kjartanssonar, stórkaup-
manns, Laugavegi 76, og konu hans,
Guðrúnar Daníelsdóttur. Sigga og
systir hennar, Lóló, voru í sveit á
Oddgeirshólum í 9–10 sumur og þar
lágu leiðir okkar fyrst saman. Mér
er minnisstætt er Guðrún sendi
dætrunum pakka, fínar búðarhosur,
lakkrís og fleira sjaldséð góðgæti, og
fékk ég alltaf eins. Árin liðu, Sigga
giftist ungum læknanema, Kjartani
Kjartanssyni, og vann í Útvegsbank-
anum. Þau eignuðust þrjú börn. Leið
þeirra lá til Ameríku þar sem þau
voru um tíma við nám og störf. Heim
komin keyptu þau hús í Hvassaleit-
inu og lífið blasti við. Komið var að
fermingu elsta drengsins er Kjartan
veiktist. Ekkert fékkst við ráðið og
hann kvaddi þennan heim skyndi-
lega, ekki ólíkt og Sigga nú. Sigga
lét ekki deigan síga, hélt áfram að
vinna í bankanum, en söðlaði síðan
um og lauk sjúkraliðanámi og hóf
störf á Borgarspítalanum. Starfaði
hún m.a. á geðdeildinni þar sem við
gömlurnar hittumst á ný. Það var
líka ánægjulegt að sonur hennar,
Kjartan, kom til starfa sem geð-
læknir á deildinni, en þar vann um
tíma einnig Lilja, kona hans, sem er
sjúkraliði.
Sigga var einstaklega hlý, mikil
dama, alltaf fín, allt varð að vera í
stíl. Hún var grönn og hafði sérstak-
lega fallegt göngulag, eflaust vegna
ballettnáms á yngri árum. Vandvirk
og nákvæmnismanneskja í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur.
Að leiðarlokum sendi ég börnum
hennar og fjölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur. Veri Sigga
mín kært kvödd, Guði á hendur falin,
hafi hún hjartans þökk fyrir allt og
allt.
Jónína Björnsdóttir iðjuþjálfi
frá Oddgeirshólum.
Einstök kona er látin. Minningar
sem hún skilur eftir streyma fram.
Við sem þetta ritum kynnumst
ekki Sigríði fyrr en hún er komin á
miðjan aldur eða árið 1978. Þá hafði
hún söðlað um, hætt að starfa í
banka og drifið sig í sjúkraliðanám.
Hún kom þá inn í deildina „okkar“,
A-3 á Borgarspítalanum, sem þá var
besti og skemmtilegasti vinnustað-
ur, sem hægt er að hugsa sér. Þar
vann fólk sem lét sér annt um
náungann. Sigríður mætti, sem
sjúkraliðanemi, einn morguninn,
teinrétt í baki, hárið í hnút í hnakk-
anum og sveif um ganginn, rétt eins
og framandi balletdansmær. Við
gerðum okkur strax grein fyrir að
hér var heimsdama á ferð, sem átti
eftir að opna fyrir okkur nýjar vídd-
ir.
Sigríður lýsti fyrir okkur hvernig
var að alast upp í stórum systkina-
hópi við Laugaveginn í kringum síð-
ari heimsstyrjöldina og sagði
skemmtilegar sögur af því hvernig
mamma hennar nýtti spegil til að
fylgjast með vegfarendum á þessari
fjölförnu götu og vissi um allt sem
fram fór í þessum bæjarhluta.
Sigríður var Reykjavíkurmær,
sem hafði farið víða og þekkti
marga. Henni kom ekkert á óvart í
mannlegu fari, dæmdi ekki, en gat
oft séð spaugilegu hliðarnar á mál-
unum. Hún var alltaf óaðfinnanleg í
útliti, „elegant og smart“ hvernig
sem á stóð og þó oft hafi verð þröngt
í búi. Gekk bara í sínum svörtu föt-
um og slengdi svo á sig gulum trefli
eða jakka ef lífga þurfti uppá til-
veruna.
Hún var einstök manneskja,
mamma og amma, sem fór í splitt á
stofugófinu fyrir barnabörnin –
gerði góðar teygjuæfingar áður en
hún fór á fætur, borðaði hollan mat
og hélt línunum í lagi. Hún gekk um
sem ung ballerína væri, á fögrum
fótleggjum og bein í baki. Lét ekki
bugast þótt hún þyrfti að takast á við
langvarandi sjúkdóm seinustu árin.
Sigríður gerði líf okkar skemmti-
legra – hafi hún þökk fyrir allt.
Elín, Sæunn og Unnur.
✝ Pétur Jóakims-son fæddist 4.
mars 1943. Hann
lést á Sólvangi 24.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Jóakim Péturs-
son, f. 10. janúar
1914, og Unnur Vil-
mundsdóttir, f. 20.
nóvember 1915, d.
14. ágúst 1999.
Bróðir Péturs er
Sigurður, f. 19.
mars 1947.
Pétur gekk í
Barnaskóla Hafnar-
fjarðar, var gagnfræðingur frá
Flensborg og útskrifaðist sem
vélvirki 1964 frá
Vélsmiðjunni Kletti.
Pétur bjó í Hafnar-
firði mestan hluta
ævinnar en í Kristi-
ansand í Noregi í 2
ár. Hann var mark-
maður í meistara-
flokki Hauka í
handknattleik í átta
ár. Pétur var vist-
maður á Sólvangi í
Hafnarfirði síðast-
liðin tvö og hálft ár.
Útför Péturs
verður gerð frá
Hafnarfjarðar-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Það var árið 1955 að Pétur
Jóakimsson og 40 aðrar piltar á aldr-
inum 10-12 ára komu saman undir
handleiðslu Guðsveins Þorbjörns-
sonar, þáverandi formanns Hauka, í
gamla leikfimishúsi Barnaskólans til
að æfa handbolta. Þessi hópur varð
síðan sá grunnur sem endurreisn fé-
lagsins hvíldi á, en mikil ládeyða
hafði ríkt í félaginu mörg undanfarin
ár. – Pétur var síðan liðsmaður sig-
urliðs félagsins í handbolta sem vann
Val í sögufrægum leik á Hálogalandi
1964 og komst þar með í hóp bestu
handknattleiksliða landsins. Hand-
boltinn átti hug og hjarta Péturs og
var hann um langt skeið meðal bestu
markmanna landsins – keppnismað-
ur mikill og ósérhlífinn. – Pétur átti
við mikla vanheilsu að stríða hin síð-
ari ár og var mönnum nokkuð brugð-
ið í afmælisveislu sem haldin var
Pétri í vor hér á Ásvöllum – þrekið
þrotið, getan til tjáningar horfin en
tár sást blika á hvarmi er hann tók
við lítilli viðurkenningu frá félaginu
fyrir margvísleg störf í þess þágu um
langt skeið. – Nú er þessi tápmikli og
eftirtektarverði félagi farinn til
þeirra mörgu góðu drengja er fallið
hafa frá, langt um aldur fram.
Um leið og við þökkum Pétri langa
samveru sendum við öldruðum föður
og Sigurði bróður hans og fjölskyldu
innilegustu samúðarkveðjur.
Knattspyrnufélagið Haukar.
PÉTUR
JÓAKIMSSON
Hafðu þökk fyrir öll þín spor.
Það besta, sem fellur öðrum í
arf, er endurminning um göfugt
starf.
Moldin er þín.
Moldin er trygg við börnin sín,
sefar allan söknuð og harm
og svæfir þig við sinn móðurbarm.
Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð
á leiðinu þínu. Moldin er hljóð
og hvíldin góð…
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Með þökk og virðingu kveð ég
Thoru.
Erlingur Sigurgeirsson.
HINSTA KVEÐJA
✝ Thora Þorláks-son fæddist í
Þrándheimi 9. júlí
1915. Hún andaðist á
hjúkrunarheimilinu
Holtsbúð í Garðabæ
27. september síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Maddy
(f. Krogstad), f. 30.
mars 1894, d. 19. júní
1970, og Andreas
Holbæk Eriksen, f.
um 1890, d. um 1950.
Bróðir Thoru var
Birger.
Eiginmaður Thoru
var Rögnvaldur Þorláksson bygg-
ingaverkfræðingur, f. 26.4. 1916,
d. 18.10. 1995. Foreldrar hans
voru Þorlákur Ófeigsson bygg-
ingameistari, f. 22.4. 1887, d. 5.1.
1955, og Anna Guðný Sveinsdótt-
ir saumakona, f. 2.11. 1887, d.
19.10. 1957. Börn Thoru og Rögn-
valdar eru Sveinn Birgir, fv.
kennari og bankastarfsmaður, f.
18.1. 1946, og Guðný Kristín
enskukennari, f. 12.8. 1949. Börn
hennar og Hallgríms
Snorrasonar eru 1)
Þóra söngnemi, f.
18.3. 1976, 2) Þuríð-
ur geislafræðinemi,
f. 2.7. 1978, gift Er-
lingi Sigurgeirssyni,
bústjóra, f. 27.11.
1973, dóttir þeirra
er Guðný Kristín, f.
26.10. 2000, 3) Anna
Guðný hjúkrunar-
fræðinemi, f. 27.1.
1983, kærasti henn-
ar er Salvar Geir
Guðgeirsson guð-
fræðinemi, f. 21.8.
1974, og 4) Snorri, f. 7.11. 1989.
Thora tók píanókennarapróf
og fór í húsmæðraskóla. Hún
kynntist Rögnvaldi, er hann var
við nám í Þrándheimi. Þau giftu
sig árið 1943 og fluttu til Íslands
1945. Thora kenndi á píanó og
sinnti hefðbundnum húsmóður-
störfum.
Útför Thoru verður gerð frá
Garðakirkju á Álftanesi í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Amma mín, Thora Þorláksson, er
látin. Það eru blendnar tilfinningar
sem bærast með mér þessa dagana.
Gleði, yfir því að 88 ára gömul kona
sem löngu var orðin södd lífdaga skuli
hafa fengið hvíldina, en jafnframt mik-
ill söknuður og sorg, því amma var
ekki bara amma mín heldur líka mikil
vinkona. Alveg frá því að ég var krakki
fannst mér við vera tengdar sérstök-
um böndum sem erfitt er að útskýra
með orðum. Ég var fyrsta barnabarn
hennar og nafna og ég held að ég hafi
alltaf notið pínulitið góðs af því. Við
áttum líka sameiginlegan mikinn
áhuga á tónlist en amma var píanó-
kennari á sínum yngri árum og var af-
ar ánægð með ákvörðun mína að helga
mig tónlistinni.
Það var sama hvað það var, alltaf
gat ég leitað til ömmu, hvort sem það
var til að ræða alvarleg málefni eða
bara af því að það var eitthvað sem
mér líkaði ekki í matinn heima. Hún
hafði tíma til að hlusta á þvaðrið í
manni og leiddist það aldrei. Við gát-
um setið lengi og spjallað og þó við
værum ekki alltaf sammála þá ríkti
gagnkvæm virðing á milli okkar varð-
andi ólíkar skoðanir og lífsgildi, sem er
jú eðlilegt þar sem 60 ár skildu okkur
ömmu að í aldri.
Andlát ömmu skilur eftir stórt tóm-
arum í mínu lífi. Ég kveð hana með
söknuði og virðingu en jafnframt þökk
fyrir allt sem hún gaf mér.
Þóra Hallgrímsdóttir.
Amma var orðin þreytt og líkaminn
var orðinn ósköp lélegur. Þegar hún
mjaðmarbrotnaði í sumar var því óvíst
hvernig hún myndi taka því. Líkaminn
var búinn að ganga í gegnum margt og
dáðumst við að hennar sterka hjarta.
En að lokum var áreynslan of mikil.
Við andlát hennar koma upp margar
hugsanir í kollinn.
Amma og afi áttu alltaf heima ná-
lægt okkur og þess vegna vorum við
mikið hjá þeim og kynntumst þeim
vel. Þegar mamma og pabbi fóru til út-
landa eða í veiði gistum við oft hjá
þeim. Þar vorum við í góðu yfirlæti og
fengum allt til alls og meira að segja
norskar bænir og vögguvísur með
okkur í háttinn. Þau hjálpuðu mömmu
líka mikið þegar það vantaði einhvern
til að sækja okkur í leikskólann eða
skólann.
Amma átti marga góða kosti og vor-
um við systkinin mjög lánsöm að erfa
eitthvað af þeim. Amma var mjög tón-
elsk, spilaði sjálf á píanó og þótti gam-
an að hlusta á okkur spila og syngja.
Hún var alltaf kát og tók mjög vel á
móti okkur þegar við komum í heim-
sókn. Þá voru heitar vöfflur og eitt-
hvert gotterí á boðstólum en við áttum
það sameiginlegt að vera miklir sæl-
gætisgrísir. Amma sá um að okkur
yrði aldrei kalt því hún prjónaði á okk-
ur margar fínar flíkur og leiddist það
mikið þegar heilsan leyfði henni ekki
að prjóna lengur. Amma hugsaði alltaf
fyrst um aðra og svo um sjálfa sig. Ef
einhver fór í ferðalag var aldrei sofið
rótt fyrr en sá hinn sami var kominn
heim. Þegar afi varð veikur sýndi hún
hversu sterk hún var en þegar árin
færðust yfir gátu hinir minnstu hlutir
orðið að miklu erfiði. Krossgátur voru
eitt af hennar áhugamálum en hún gat
setið tímunum saman og leyst kross-
gátur á norsku. Krossgátur voru ekki
einu gáturnar sem hún hafði gaman að
enda horfði hún mikið á spennumynd-
ir og -þætti í sjónvarpinu og var fljót-
ust allra að finna út hver glæpamað-
urinn væri.
Afi og amma kynntust í Noregi og
það var greinilegt að þau elskuðu
hvort annað mjög mikið. Amma hefði
aldrei farið frá Noregi fyrir neinn
nema afa. Það er því ekki skrítið að
henni hafi fundist gaman að tala um
Noreg, brúðkaupið þeirra og sýna
okkur matseðilinn, boðskortin í brúð-
kaupsveisluna og skeytin sem þau
fengu send á brúðkaupsdaginn. Þau
voru gift í rúmlega 50 ár og finnst okk-
ur það alveg ótrúlegt. Þau voru líka
góð fyrirmynd og langar okkur til að
verða eins hamingjusöm og þau voru.
Þó að amma hafi flutt til Íslands fyr-
ir tæpum 60 árum vafðist íslenskan
alltaf svolítið fyrir henni. Fyndnustu
dæmin um það voru þegar vinir okkar
komu með okkur í heimsókn og skildu
varla það sem amma sagði því hún
blandaði báðum tungumálunum svo
mikið saman. Við tókum þó varla eftir
því nema þegar eitthvert stórkostlegt
nýyrði kom upp á borðið.
Amma var alltaf mjög stolt af okkur
barnabörnunum og hafði mjög mikinn
áhuga á því sem við vorum að gera.
Við fengum vel að finna hve vænt
henni þótti um okkur því hún vissi allt-
af hvert leið okkar lá, hverjir voru vin-
ir okkar og hún fylgdist jafnvel með
einkunnum okkar. Okkur þótti vænt
um að hún náði að fylgjast með svo
mörgum áföngum í lífi okkar, s.s.
fermingum, útskriftum, fæðingu lang-
ömmubarns og svo nú að síðustu brúð-
kaupi. Því eigum við eftir að minnast
hennar og sakna hennar mikið við
næsta áfanga.
Það hefur verið sagt að þeir sem eru
kaldir á fingrum hafi heitt hjarta og
það átti vel við hana ömmu. Því hún
hafði greinilega sterkt og mikið hjarta
sem þoldi margt en gat þó gefið svo
mikið. Amma var orðin gömul og
þreytt svo það kom okkur ekki á óvart
að hennar tími væri kominn. Þrátt fyr-
ir það er alltaf erfitt að kveðja því hún
var okkur svo margt og hún gleymist
aldrei.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Þuríður, Anna Guðný og Snorri.
Langamma var alltaf góð við mig og
vildi leika við mig, þó svo að hún gæti
það ekki alltaf. Hún gaf mér oft súkku-
laði og um síðustu páska fékk ég meira
að segja heilt páskaegg frá henni. Nú
er langamma dáin. Ég skil það ekki al-
veg, en ég veit að hún er farin upp til
himna og situr hjá Guði og langafa
sem passa hana. Ég veit líka að ég á
ekki eftir að hitta hana aftur, en við
mamma ætlum að setja mynd af henni
í ramma og hafa í herberginu mínu svo
ég gleymi henni ekki.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Guðný Kristín.
THORA
ÞORLÁKSSON
Án vináttu er ekkert líf.
(Cicero.)
Í dag kveðjum við kæra vin-
konu með virðingu og þökk. Það
eru forréttindi að njóta vináttu og
tryggðar allt frá æskuárum. Per-
sónueinkenni hennar voru gott
skopskyn og glaðværð og þess
nutum við vinkonurnar í ríkum
mæli.
En er sígur sól,
sérhver glæta deyr,
og þig, æska mín,
aldrei sé ég meir.
(Þýð. Magnús Ásgeirsson.)
Samúðarkveðjur til fjölskyld-
unnar.
Elín, Erla og Unnur.
HINSTA KVEÐJA
Systir okkar, frænka og vinkona,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Öldutúni 6,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu að kvöldi þriðjudagsins
30. september.
Diðrik Jónsson,
Ásgrímur Jónsson,
Soffía Jónsdóttir,
Ásta Jónsdóttir,
Lilja Jónsdóttir,
Erla Guðlaug Sigurðardóttir, Kolbrún Jónsdóttir,
Hjördís Guðbjörnsdóttir.