Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING Vesturports á Rómeó og Júlíu, sem frumsýndvar í Young Vic-leikhúsinu í London síðastliðinn mið-vikudag, fékk afar lofsamlega dóma í breskum dag-blöðum í gær. Þannig hefur Charles Spencer, leiklist- argagnrýnandi Telegraph, gagnrýni sína á þeim orðum að hann hafi í byrjun árs verið fullkomlega sáttur við að sjá aldrei aftur uppsetningu á Rómeó og Júlíu, vegna þess hve útjaskað leik- ritið sé orðið í uppfærslum. En að hin hrífandi íslenska uppsetn- ing í Young Vic hafi svo sannarlega fengið hann til þess að end- urmeta þá skoðun sína. „Þótt texta Shakespeares sé ekki fylgt nákvæmlega í uppsetningunni nær hún að fanga anda leikrits- ins.“ Spencer segir að sérstaklega verði að taka hattinn ofan fyrir Íslendingunum sem sýni þann kjark að leika sýninguna á ensku. „Vissulega hefur stór hluti textans verið strikaður út, en lipur limaburður leikendanna tryggir að merking verksins sé full- komlega ljós.“ Í því samhengi nefnir hann sérstaklega þögla túlkun Nínu Daggar Filippusdóttur og Gísla Arnar Garð- arssonar á brúðkaupsnótt Rómeós og Júlíu þar sem sérhverjum áhorfanda megi vera fullljóst hvernig ungu elskendunum er inn- anbrjósts. Átakanleg svo furðu vekur Spencer bendir á að uppsetningin sé alls ekki fyrir þá sem kjósi fremur að sjá hefðbundnar uppfærslur á leikritum Shake- speares, en tekur sérstaklega fram að frumsýningargestir í Young Vic-leikhúsinu hafi réttilega fagnað sýningunni með húrrahrópum og miklum fagnaðarlátum. Í lokaorðum hans seg- ir: „Sýningin er gríðarlega skemmtilegt og á stundum svo átak- anleg að furðu vekur.“ Michael Billington, leiklistargagnrýnandi Guardian, tekur undir með Spencer og hrósar íslensku leikurunum fyrir góðan enskuframburð þótt hann segist í raun fremur hefðu kosið að sjá sýninguna leikna á íslensku þar sem honum fyndist að það hefði hæft þessari annars sjónrænu sýningu betur. Honum finnst sérstaklega tilkomumikið hversu vel hafi einmitt tekist að skapa sjónrænan heim á sviðinu sem jafnist algjörlega á við heim textans. „Banvæna andrúmsloftið sem tekst að skapa í grafhýsi Capulets, þegar fígúrur renna sér niður eftir súlum úr silki, er svo magnþrungið að maður stendur á öndinni.“ Billington hrósar Nínu Dögg sérstaklega fyrir frábæra túlk- un hennar á Júlíu, sem byggist ekki síst á þöglum leik þar sem búið sé að stytta textann allróttækt. „Og jafnvel þó að fjör og kæti sé hinn ríkjandi tónn í sýningunni, þá nær hún [Nína Dögg] að fanga hina tragísku ákvörðun Júlíu sem markar há- punkt leikverksins.“ Og í lok greinar sinnar segist Billington ekki geta annað en dáðst að gríðarlegri líkamlegri færni ís- lensku leikendanna og hugrekki hópsins fyrir að takast á við verk skáldsins. Fáránlega skemmtileg Rachel Halliburton, gagnrýnandi Evening Standard, segir að afar fátt hefði getað búið áhorfendur undir skemmtilegan snilld- arleik hópsins. „Þessi íslenska uppfærsla mun án efa vekja bæði aðdáun og mæta mikilli andstöðu. Kvöldstundin í leikhúsinu var fáránlega skemmtileg. Slatta af skáldskap Shakespeares var að vísu fórnað en sýningunni tókst án efa að fanga hormónaflæðið og hatursfulla orkuna sem einkennir textann.“ Halliburton lýkur gagnrýni sinni á þeim orðum að tán- ingsáhorfendur í sal Young Vic frumsýningarkvöldið hafi orðið vitni að þróttmeiri Shakespeare en nokkurn tímann sé hægt að upplifa í kennslustofum. Í netútgáfu Times fær sýningin fjórar stjörnur af fimm í leik- dómi Benedicts Nightingale, sem tekur fram að afskaplega ánægjulegt sé að sjá leiksýningu sem er full af þeirri orku og glæsileika sem myndi grunninn að góðu leikhúsi. Lofsamlegir dómar í breskum blöðum um sýningu Vesturports á Rómeó og Júlíu í Young Vic „Nær að fanga anda verksins“ Ingvar E. Sigurðsson og Nína Dögg Filippusdóttir í hlut- verkum sínum í sýningunni í Young Vic-leikhúsinu. LEIKHÓPURINN Perlan undirrit- aði í gær samstarfssamning við Leikfélag Reykjavíkur um afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æf- inga og sýninga. Í samningnum felst að Perlan fær aðstöðu til æf- inga í leikhúsinu einu sinni í viku, og til tveggja til þriggja sýninga á ári. Sigríður Eyþórsdóttir leikstjóri Perlunnar segir samninginn mik- inn sigur fyrir leikhópinn og um leið viðurkenningu á þeirra starfi. „Þetta er langþráður draumur og ég er með gleðifiðring í mag- anum. Þetta er líka stórt skref í jafnréttisátt fyrir fatlaða lista- menn.“ Sigríður segir að mörg leikhús erlendis telji það fjöður í sinn hatt að fá virta leikhópa á borð við Perl- una til samstarfs við sig. „Við hlökkum til að vinna á alvöru sviði og ég hlakka til að hópurinn kynn- ist öðrum leikurum og leikhúsfólki, sem ég vona að við getum átt gott samstarf við.“ Skref í jafnréttisátt fyrir fatlaða listamenn Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigríður Eyþórsdóttir og Guðjón Pedersen, leikhússtjóri LR, fagna ásamt Perluleikurum að undirritun lokinni. ÞAÐ var ekki annað að sjá en áhorf- endur í The Young Vic hrifust mjög af Rómeó og Júlíu, þessari kraft- miklu útfærslu á þessu sígilda verki Williams Shakespeares. Það ríkti mikil stemmning á frumsýningunni og virtist hún höfða sérstaklega til unga fólksins, en rúmlega þriðjung- ur salarins var setinn af unglingum og krökkum á skólaaldri. Þau létu heyra duglega í sér þegar við átti og héldu ekki aftur af andvörpum og hlátrasköllum enda voru þau hvött til að taka undir með leikurunum og létu ekki á sér standa til dæmis þeg- ar áhorfendur voru beðnir að taka þátt í leynilegu brúðkaupi Rómeós og Júlíu með því að blása sápukúlur úr staukum sem faldir höfðu verið undir sætunum. Fyrir utan unglingana, leikhús- fólk, aðstandendur sýningarinnar og Íslendinga búsetta í London voru fjölmargir gagnrýnendur og blaða- menn mættir. Það þykir án efa djarft að bjóða breskum áhorfendum upp á íslenska útgáfu af Shakespeare á suðurbakka Thames skammt frá The Globe Theatre, sjálfum heima- velli skáldsins, og því verður for- vitnilegt að sjá hvaða viðtökur þessi frægi harmleikur fær hjá Bretum. Þegar leikhúsgesti bar að garði stóðu nokkrir fulltrúar Greenpeace og deildu dreifimiðum til að mót- mæla hvalveiðum Íslendinga og er trúlegt að það verði gert fyrir allar væntanlegar sýningar. Sýningin er skipuð íslenskum leik- urum en flutt að mestu á ensku, með einstaka setningum inn á milli á ís- lensku, sérstaklega ef persónunum var mikið niðri fyrir. Vel lukkuð sýning Í hléinu tók blaðamaður Morgun- blaðsins tvær breskar stúlkur tali, þær eru báðar í leikhústengdu námi og töldu sýninguna vel lukkaða, enskuna skýra og góða og margt gott. Þær sögðust hafa óttast að leik- ararnir myndu taka sig upp á svið eins og gerðist í einu atriðinu og sum atriði þóttu þeim alltof væmin. Framleiðandi sýningarinnar, Gott- skálk Dagur Sigurðarson, var kampakátur og ánægður með árang- urinn, enda er ekki mörgum íslensk- um sýningum boðið að koma í The Young Vic. Eyrún Hafsteinsdóttir, starfsmaður í íslenska sendiráðinu í London, starfaði í átta ár sem sýn- ingarstjóri í The Young Vic og sagð- ist hún aldrei nokkurn tímann hafa skemmt sér jafnvel í þessu virta leik- húsi. Það er óhætt að segja að und- irtektirnar hafi verið góðar á frum- sýningunni, leikararnir voru klappaðir upp margsinnis og margir áhorfenda risu úr sætum í uppklapp- inu. Nú er bara að sjá hvort takist að lokka breska leikhúsgesti á íslenska sýningu í leikhúsborginni miklu, London. Að tefla djarft Leikhópurinn Vesturport frumsýndi upp- færslu sína á Rómeó og Júlíu í The Young Vic Theatre í London í fyrrakvöld. Dagur Gunnarsson fór á sýninguna til að fylgjast með þessum leikhúsviðburði. Ólafur Egill Egilsson í hlutverki Tíbalts. Sýningin er flutt að mestu á ensku, með einstaka setningum á íslensku. Young Vic-leikhúsið í Lundúnum er vettvangur sýningarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.