Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 47 „ÞAÐ fóru héðan nýlega þaulvanir menn, bræðurnir Hafliði og Ragnar Halldórssynir, og félagar þeirra og þeir voru með fimmtíu fiska, alla á bilinu 3 til 10 punda. Þetta er fyrsta stóra skotið hjá okkur í Vatnamótun- um og það skemmtilega var að þeir veiddu marga nýgengna fiska, bjarta og suma jafnvel lúsuga,“ sagði Ragn- ar Johansen, leigutaki Vatnamóta, í samtali við Morgunblaðið. Ragnar sagði þá félaga hafa veitt flesta fiskana á maðk og örfáa á spón, „það er búið að vera svo kalt að það eina sem dugar er að koma agninu vel niður þar sem fiskurinn liggur. Hann hreyfir sig ekki mikið eftir agni í svona kulda eins og verið hefur. Ann- ars sögðu þeir félagar að á sumum blettum hefðu verið torfur af fiski. Það verður fjör og hasar í bergvatns- ánum þegar þessi ganga fer upp, hve- nær sem það verður, en tæplega verð- ur það þó á meðan svona kalt er í veðri,“ bætti Ragnar við. Í gær hætti síðan hópur með 26 fiska, en nokkrir þeirra voru dregnir úr Hörgsá. Stærðin hin sama, mest 3 til 6 pund og einn 10 pund. Ýmsar tölur Ragnar sagði að einhver skot hefðu verið í Laxá og Brúará í Fljótshverfi, t.d. hefðu veiðst þar 16 birtingar einn daginn fyrir nokkru. Sjálfur hefði hann fengið þar 13 bleikjur, 1-3 punda fyrir stuttu. Sextíu birtingar hafa veiðst í Hörgsá, bæði neðarlega og frammi í gljúfri. Drýgstur er þó að venju hylur númer þrjú við ármót Geirlandsár. Þá er frá því að segja að góð skot hafa verið í Vola að undanförnu, þar fékk veiðimaður einn t.d. þrjá ný- runna laxa í vikunni, alla á Flæðar- mús, og félagi hans fékk tíu sjóbirt- inga, bæði smáa fiska og góða í bland. Söxuð smábleikja Veiðimaður einn sem upplifði treg- veiði í Tungufljóti nýverið, reyndist tilbúinn í ýmsar tilraunir, enda vissi hann af talsverðu af sjóbirtingi í efsta hyl, Bjarnafossi. Þar sem allt agn samkvæmt lögum er leyfilegt þá greip þessi til þess ráðs að saxa niður smábleikju sem hann hafði náð á land, og beita bleikjubitum á öngul. Skipti þá engum togum að hann dró þrjá birtinga í beit, en svo ekkert meira. Þetta voru 2,5, 4 og 5 punda fiskar og grútlegnir. Eini afli hollsins utan ein 3 punda bleikja. Besta hollið í Vatnamótunum Sjóbirtingar úr Vatnamótunum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Hundasýning um helgina ÁRLEG haustsýning Hundaræktar- félags Íslands verður haldin um helgina, 3.–5. október, í reiðhöll Gusts í Kópavogi. Alls verða sýndir um 350 hundar. Sýningin hefst í dag, föstu- dag, kl. 16 og verða sýndir hvolpar af mörgum tegundum fram eftir kvöldi auk þess sem börn og unglingar keppa um titilinn besti ungi sýnand- inn. Dómarar eru: Rodi Hübenthal og Wera Hübenthal frá Noregi og Bo Skalin frá Svíþjóð. Á laugardag og sunnudag hefst sýningin kl. 10. Á laugardag verða vinnu- og veiðihundar sýndir auk ís- lenskra fjárhunda. Á sunnudag verða ýmsir smáhundar áberandi og jafn- framt verða sýndir veiðihundar, til dæmis spaniel- og retriever-hundar. Um kl. 15 á sunnudag munu úrslit sýningar hefjast. Afrekshundur árs- ins verður heiðraður í fyrsta sinn og jafnframt þjónustuhundur ársins, sem unnið hefur í almannaþágu á árinu, segir í fréttatilkynningu. SÍBS-dagur á sunnudag SÍBS-dagurinn er á sunnudaginn 5. október. Í tilefni dagsins verður opið hús kl. 13 – 16 í Síðumúla 6 í Reykja- vík fyrir þá sem vilja kynna sér starf- semi samtakanna. SÍBS flutti nýlega höfuðstöðvar sínar í Síðumúla 6. Starfsfólk og fulltrúar aðildar- félaga SÍBS verða á staðnum til að fræða gesti og gangandi um samtök- in og þau verkefni sem SÍBS stendur að. Í TILEFNI af alþjóðadegi ungtempl- ara 3. október sendir stjórn Íslenskra ungtemplara (ÍUT) frá sér nokkrar áskoranir þar sem segir meðal ann- ars: „Stjórn ÍUT skorar á ríkisstjórn Íslands að hún beiti sér fyrir endur- skoðun á áfengisvörnum í landinu. Undanfarin 5 ár hafa framlög hér á landi til grasrótarsamtaka í vímu- efnavörnum dregist mjög mikið sam- an! Það er óskiljanleg þróun þegar haft er í huga að frjáls samtök hafa rekið hér um árabil óeigingjarnt og víðtækt vímuvarnastarf sem lengst af hefur skilað sér í betra samfélagi og minni fíkniefnaneyslu en þekkist ann- ars staðar. Stjórn ÍUT skorar á ríkisstjórn Ís- lands að stórauka fjárstuðning við forvarnastarf og beita sér fyrir því að grasrótarsamtök í vímuvörnum verði metin af verðleikum á nýjan leik. Á ári hverju látast í Evrópu a.m.k. 150.000 ungmenni, 15–25 ára, af völd- um áfengisneyslu. Hér á landi liggja ekki fyrir tölur um dauðsföll ung- menna vegna áfengisneyslunnar og því lítið vitað um umfang þess skaða sem áfengið veldur meðal æskufólks. Stjórn ÍUT skorar á yfirvöld að gera úttekt á skaðlegum afleiðingum áfengisneyslu á ungmenni hér á landi og hvernig sporna megi við frekara tjóni. Neysla ólöglegra fíkniefna hefur aldrei verið meiri hér á landi en um þessar mundir. Flestir sem verða háðir þessum efnum byrja neyslu þeirra ungir að árum og því einsýnt að forvarnir meðal barna og unglinga eru mikilvægasti þáttur vímuvarna. Stjórn ÍUT skorar á yfirvöld að stórauka varnir gegn ólöglegum fíkniefnum með því að auka stuðning við heilbrigt æskulýðsstarf og styðja sérstaklega við bakið á frjálsum sam- tökum sem berjast með fordæmi sínu gegn neyslu fíkniefna.“ Alþjóðleg- ur baráttu- dagur ung- templaraBOLLI Thoroddsen og stuðnings- menn hans í Heimdalli sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í gær: „Í gær [í fyrradag] fór fram aðal- fundur í í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Um 70 af ríflega 4.000 félagsmönnum Heim- dallar sáu ástæðu til að mæta á fund- inn og styðja þann lista sem var í kjöri. Framboð okkar hafði fyrr um daginn verið dregið til baka vegna þeirrar valdníðslu fráfarandi stjórn- ar, sem lýsti sér í því að meina um eitt þúsund nýjum sjálfstæðimönnum að ganga í Heimdall og taka þátt í kosn- ingum til stjórnar. Það gerðist þrátt fyrir þá yfirlýsingu formanns Heim- dallar að nýir félagar gætu skráð sig í Sjálfstæðisflokkinn og þar með Heimdall fram til kl. 18.00 á mánu- dag. Nú hafa um átta hundruð ungra sjálfstæðismanna sem sl. þriðjudag var meinað að taka þátt í stjórnar- kjörinu undirritað yfirlýsingu þar sem vinnubrögð stjórnar eru harð- lega gagnrýnd. Þessir ungu sjálf- stæðismenn sem nú hafa undirritað yfirlýsinguna höfðu í hyggju að styðja framboð okkar til stjórnar, en gátu það ekki sökum óbilgirni stjórn- ar félagsins. Sú staðreynd að sama stjórn og lýsir yfir opinberum stuðningi við annað framboðið fari með fram- kvæmd kosninganna vekur upp margar spurningar. Ekki síst þegar sýnt þykir að brögð hafa verið í tafli. Er augljóst að þegar fráfarandi stjórn Heimdallar gerði sér ljóst að 1.000 nýir félagsmenn vildu styðja framboð okkar og vinna með okkur að því að efla starf Heimdallar, tók hún þá fordæmalausu ákvörðun að fresta inntöku þeirra fram yfir stjórnarkjörið. Þannig tryggði frá- farandi stjórn kjör þeirrar stjórnar Heimdallar, sem henni var þóknan- leg og hún hafði opinberlega stutt. Stjórn sem nú hefur verið kosin á að- alfundi þar sem mætti 71 félagsmað- ur. Rök fráfarandi stjórnar voru, að grunur léki á að þetta fólk ætlaði ekki að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Hringdu stuðningsmenn þeirra í nokkra og höfðu í frammi ýmiss kon- ar aðdróttanir, dónaskap og jafnvel hvatningar um að þetta fólk segði sig aftur úr flokknum. Við munum fyrir hönd okkar og þeirra sem meinað var um inntöku í Heimdall skoða stöðu okkar. Mikil- vægt er að uppræta vinnubrögð af þessu tagi í Sjálfstæðisflokknum. Við sögðum fyrir kosningarnar að Heim- dallur mætti aldrei verða klíka. Því miður benda atburðir síðustu daga til annars. Við munum þó halda ótrauð áfram að skapa vettvang fyrir alla unga sjálfstæðismenn, ekki einungis þá sem tilheyra tilteknum klíkum.“ Undir yfirlýsinguna rita: Bolli Thoroddsen, Steinunn Vala Sigfús- dóttir, Brynjar Harðarson, Brynjólf- ur Stefánsson, Gísli Kristjánsson, Hreiðar Hermannsson, Margrét Ein- arsdóttir, María Sigrún Hilmarsdótt- ir, Sigurður Örn Hilmarsson, Stef- anía Sigurðardóttir, Tómas Hafliðason, Ýmir Örn Finnbogason. Mótmæla vinnubrögðum Heimdallar Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá stuðningsmönnum Bolla Thor- oddsen, en með yfirlýsingunni var tekið fram að um átta hundruð ungir sjálfstæðismenn hefðu ritað undir hana. „Við undirrituð, ungir sjálfstæðis- menn í Reykjavík, sem höfðum hug á því að styðja framboð Bolla Thorodd- sen til stjórnar Heimdallar, mótmæl- um harðlega þeim óforsvaranlegu vinnubrögðum stjórnar Heimdallar sem hafa komið í veg fyrir eðlilega kosningu nýrrar stjórnar. Ákvörðun stjórnarinnar um að meina stórum hópi ungs fólks aðild að félaginu er ekki hægt að kalla annað en ofbeldi gagnvart því unga fólki sem vildi hafa áhrif á störf félagsins með því að taka þátt í því, sem átti að vera opin og lýð- ræðisleg ákvörðun, um hvaða ein- staklingar ættu að sitja í stjórn fé- lagsins á komandi starfsári. Þessi svívirða er ekki aðeins Sjálfstæðis- flokknum til mikils tjóns, heldur stríðir hún bersýnilega gegn öllum þeim grundvallargildum og hugsjón- um sem flokkurinn kennir sig við og byggist á. Þetta framferði er fráfar- andi formanni og stjórn til mikillar skammar og varpar dökkum skugga á kjör nýrrar stjórnar, sem ekki er með nokkru móti hægt að segja að hafi hlotið umboð frá almennum fé- lagsmönnum til þeirra starfa.“ Segja 71 atkvæði á bak við stjórn Heimdallar Heimdallur má aldrei verða klíka Kynning á námi, leik og starfi erlendis. Í dag, föstudaginn 3. október, býðst ungu fólki á aldr- inum 15–25 ára að kynna sér hvað stendur til boða varðandi nám, leik og starf erlendis. Kynningin fer fram í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5, og stendur frá 15–18. Eftirfarandi aðilar verða á staðn- um: – AFS á Íslandi (Alþjóðleg fræðsla og samskipti), Al- þjóðaskrifstofa háskólastigsins, Al- þjóðleg Ungmennaskipti (AUS), EES-Vinnumiðlunin, Enskuskólinn Bell – language for life, Nordjobb, Snorri West-verkefnið, Stúd- entaferðir, Ungt fólk í Evrópu (UFE), Upplýsingamiðstöð Hins hússins / Eurodesk, Veraldarvinir og lýðháskólar á Norðurlöndunum. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hins hússins, www.hitt- husid.is. Aðgangur er ókeypis. Í DAG Íþróttadagur Íþóttafélagsins Asp- ar verður laugardaginn 4. október í íþróttahúsi ÍFR, Hátúni 14, kl. 14–16. Þjálfarar hinna ýmsu íþróttagreina verða á staðnum og svara spurn- ingum um starf og æfingar hjá félag- inu. Boðið verður upp á léttar veit- ingar á vægu verði. Sýning á stærðfræðikennslugögn- um á vegum ÍMÍ, Íslensku mennta- samtakanna, verður á morgun, laug- ardaginn 4. október, kl. 14–16, í Smáraskóla, Kópavogi. Allir vel- komnir. Sýningin er sjálfstæður hluti af námskeiðinu Einstaklingsmiðað stærðfræðinám sem samtökin standa fyrir dagana 10. og 11. október í Smáraskóla. Aðalfyrirlesari nám- skeiðsins er Hope Martin sem kennt hefur í 30 ár og er höfundur 15 bóka um það efni. Á námskeiðinu verða kynntar nýjar aðferðir í stærðfræði- kennslu sem miða við einstaklings- bundið nám og hvernig stærðfræði tengist daglegu lífi fólks. Einnig verð- ur kynnt stærðfræðinámsefni sem ÍMS hafa unnið að varðandi ein- staklingsmiðað nám. Félag nýrnasjúkra verður með opið hús á morgun, 4. október, kl. 14–16, í tilefni af degi líffæragjafar í Evrópu. Heitt verður á könnunni. Útskriftarnemar í Snyrtiskólanum halda veislu á Chefs&Company, Grensásvegi 3, á morgun, laug- ardginn 4. október, kl. 20–3. Boðið verður upp á þriggja rétta máltíð og sýndur magadans. Aðgangseyrir er 3.000 kr. Bílskúrssala Kvennakórs Kópa- vogs. Kvennakór Kópavogs heldur bílskúrssölu laugardaginn 4. október á Bjarnhólastíg 16, Kópavogi, kl. 11– 17. Til sölu verða húsgögn, fatnaður, leikföng, bækur og margt fleira. Bíl- skúrssalan er liður í fjáröflun kórsins. Trúarbrögð og mannréttindi er yf- irskrift málþings sem haldið verður á morgun, laugardaginn 4. október, í Odda, stofu 201, í Háskóla Íslands, kl. 10.30–16. Málþingið er öllum opið. Erindi flytja Terry Gunnel dósent, Haraldur Ólafsson prófessor, Pétur Pétursson prófessor, Bjarni Randver Sigurvinsson doktorsnemi í almenn- um trúarbragðafræðum, Páll Sig- urðsson prófessor, Margrét Jóns- dóttir félagsfræðingur og sr. Sigurður Pálsson. Evrópskir fugladagar. Evrópskir fugladagar verða 4. og 5. október. Viðburðir verða um alla Evrópu og eru þátttökuþjóðirnar 30 talsins. Evr- ópskir fugladagar eru skipulagðir af BirdLife International, sem eru al- þjóðleg fuglaverndarsamtök með yfir 100 aðildarfélögum víðsvegar um heiminn. Fuglaverndarfélagið skipuleggur fuglaskoðun í Grafarvogi, Reykjavík, sunnudaginn 5. október. Í Grafarvogi er fuglaskoðunarskýli og verða þar fuglaskoðarar til leiðsagnar frá kl. 11–13, en flóð er kl. 15. 19 í Reykja- vík. Á MORGUN ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ TVEIR sjálfboðaliðar héldu til Palestínu á miðvikudaginn á vegum Félagsins Ísland-Pal- estína, Sigrid Valtingojer lista- kona og Viðar Þorsteinsson, háskólanemi og varaformaður félagsins. Þau munu fyrstu vikuna sameinast alþjóðlegum hópi fólks sem með nærveru sinni veitir palestínskum bændum vernd gagnvart ísraelskum landtökumönnum og hernáms- liði, en ólífutínslan er nú að hefjast, segir í frétt frá félag- inu. Í framhaldi af því munu Sigrid og Viðar vera í sjálf- boðastarfi í 2–3 vikur á vegum læknishjálparnefndanna (UPMRC), sem dr. Mustafa Barghouthi er í forsvari fyrir, en alls hafa nú 19 Íslendingar farið héðan til hjálparstarfa á herteknu svæðunum á rúmu ári. Sjálfboða- liðar til Palestínu ÓLAFUR Egilsson sendiherra hef- ur afhent Tuanku Syed Sirajuddin Putra Jamalullail, konungi Malasíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Ís- lands í Malasíu. Afhenti trúnaðar- bréf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.