Morgunblaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 23
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2003 23
2.- 5. okt.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
K
R
I
22
42
2
1
0/
20
03
Fjölskyldudagar
Frábær tilboð
ára
2
Ævintýraland Kringlunnar
er tveggja ára. Af því
tilefni förum við í afmælis-
stuð og verðum með
fjölskyldudaga frá fimmtu-
degi til sunnudags.
Öll börn sem koma í
Ævintýraland fá gjöf
og blöðru.
skemmtir börnunum kl. 16.00 í dag.
5 heppnir fá miða fyrir 2 á Línu Langsokk
í Borgarleikhúsinu og aðrir 5 fá
Línu Langsokk bol.
Línuleikur
Solla stirða
fyrir alla krakka
á veitingastöðum Kringlunnar
Keflavíkurflugvelli | Vöruútflutning-
ur um Keflavíkurflugvöll hefur rúm-
lega tvöfaldast á sjö árum. Í gær opn-
aði Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra formlega nýtt
fragtflughlað á vellinum en því er ætl-
að að bæta þjónustu við vöruflutn-
ingana.
Fragtflughlaðið er um 19 þúsund
fermetrar að stærð og er það í bein-
um tengslum við sérhæfðar fragtmið-
stöðvar sem IGS og Vallarvinir hafa
reist. Fjórar flugvélar geta athafnað
sig í einu á planinu. Hingað til hefur
þurft að afgreiða vöruflutningavél-
arnar á stæðum farþegavélanna við
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Fram kom hjá Birni Inga Knúts-
syni flugvallarstjóra við athöfn sem
fram fór af þessu tilefni að heildar-
kostnaður við planið væri um 195
milljónir kr. Samið var við Íslenska
aðalverktaka um verkið, að loknu út-
boði, og hóf fyrirtækið framkvæmdir
í byrjun maí.
Verðmætasti útflutningurinn
Björn Ingi sagði að mikil aukning
hefði orðið í fragtflutningum til og frá
Keflavíkurflugvelli á undanförnum
árum. Tæp 42 þúsund tonn af vörum
hafi farið þar um á síðasta ári, þar af
um 25 tonn til útlanda en þaðværi lið-
lega tvöfalt meira en fyrir sjö árum.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagði að stór hluti af útflutn-
ingnum væri sjávarafurðir sem flogið
væri með beint á markaði og til við-
skiptavina víðs vegar um heim. „Þessi
útflutningur hefur verið vaxtarbrodd-
ur á undanförnum árum og kemur án
efa til með að aukast á næstu árum og
áratugum. Útflutningur sjávarafurða
með flugi skiptir máli þar sem oft er
um verðmætustu afurðirnar að ræða,
vörur sem skapa mikilvægar gjald-
eyristekjur fyrir þjóðina,“ sagði Hall-
dór.
Búist er við áframhaldandi aukn-
ingu á fragtflugi frá Keflavíkurflug-
velli. Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, sagði að það kæmi sér ekki
á óvart þótt Keflavíkurflugvöllur yrði
innan fárra ára stærsta útflutnings-
höfn fyrir íslenskar sjávarafurðir.
Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri
Flugþjónustunnar á Keflavíkurflug-
velli (IGS), dótturfélags Flugleiða,
kvaðst ánægður með að nýtt flughlað
væri komið í notkun. Hann sagði að
vörumeðhöndlum batnaði með betri
tengingu við fragtstöð fyrirtækisins
og styttri flutninga á milli.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Tekið í notkun: Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri aðstoðar Halldór Ásgrímsson við að klippa á borðann.
Nýtt fragtflughlað tekið í notkun á Keflavíkurflugvelli
Vöruútflutningur hefur
tvöfaldast á sjö árum
Keflavík | „Ég vinn þetta allt í eld-
húsinu, með vasahnífnum,“ segir
Vagna Sólveig Vagnsdóttir sem
opnar í dag sýningu á tréskúlptúr-
um og leirmunum í Gráa kettinum á
Hafnargötu 18 í Keflavík.
Vagna Sólveig býr á Þingeyri og
starfaði þar sem fiskverkakona.
Hún segist hafa lent í vinnuslysi
fyrir um það bil átta árum og misst
vinnuna. Eftir það hafi hún skorið
út fígúrur í tré. „Fólki leist vel á
þetta og ég prófaði að gera fleiri,“
segir Vagna Sólveig. Síðan hefur
hún haldið nokkrar einkasýningar,
meðal annars tvær í Gallerý Fold í
Reykjavík. Sýningin í Reykjanesbæ
er að undirlagi Guðbjargar dóttur
hennar sem býr í sveitarfélaginu.
Auk tréskúlptúranna eru á sýn-
ingunni leirmunir sem Vagna Sól-
veig hefur gert. Hún tekur þó fram
að þeir teljist varla til listar því þeir
eigi sér ákveðnar fyrirmyndir. Tré-
fígúrurnar skáldi hún sjálf og harð-
neitar því að hægt sé að þekkja
andlit nágranna hennar á Þingeyri
á spýtunum. „Það er svo skrítið að
fólkið sem ég móta í leir lítur allt
upp en þau andlit sem ég sker út
eru með lokuð augu eða líta til jarð-
ar. Þetta gerist ósjálfrátt, ég hef
enga skýringu á því,“ segir Vagna
Sólveig.
Sýning Vögnu Sólveigar er sölu-
sýning, hún er opin alla daga frá
klukkan 13 til 18 og stendur til
sunnudagsins 12. október.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Með Vaktaranum: Vagna Sólveig heldur upp á þennan virðulega skúlptúr.
Allt tréfólkið lítur
ósjálfrátt til jarðar
Hausthátíð | Varnarliðið heldur
sína árlegu hausthátíð á Keflavík-
urflugvelli á morgun, laugardag. Há-
tíðin er með „karnival“-sniði og fer
fram í stóra flugskýlinu, næst vatns-
tanki vallarins, frá klukkan ellefu að
morgni til þrjú síðdegis. Í boði verð-
ur fjölbreytt skemmtun fyrir alla
fjölskylduna – lifandi tónlist, þraut-
ir, leikir, matur og hressing og sýn-
ingar af ýmsu tagi. Þá verða flug-
vélar og annar búnaður varnar-
liðsins til sýnis á svæðinu. Aðgangur
er ókeypis og allir velkomnir að því
er fram kemur í fréttatilkynningu.
Umferð er um Grænáshlið ofan
Njarðvíkur. Gestir eru vinsamlega
beðnir að hafa ekki með sér hunda.
Fjölbrautaskólinn | Opið hús
verður í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
í Keflavík næstkomandi laugardag.
Foreldrum nemenda er sérstaklega
boðið að koma til að kynna sér starf-
semi skólans, svo og grunn-
skólabörnum og öðrum áhugamönn-
um. Tekið er á móti gestum á milli
klukkan 10 og 14. Gefið verður sýn-
ishorn af þeirri fjölbreyttu starfsemi
sem fram fer innan veggja skólans
og gestir fá nasasjón af því sem
nemendur og starfsfólk skólans fást
við.
Leikfélag | Anton Þór Sigurðsson
og Berta Ómarsdóttir hafa end-
urvakið leikfélag Grindavíkur. Fé-
lagið var stofnað 1975 en lagðist í
dvala fyrir fjórtan árum. Ný stjórn
félagsins hyggst standa fyrir upp-
setningu leiksýninga í vetur. Berta
er formaður og Anton Þór varafor-
maður og með þeim í stjórn eru Haf-
rún Pálsdóttir, Gígja Egilsdóttir og
Stefán Borgþórsson.